Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Klara Ásgeirs-dóttir fæddist í
Ólafsvík 4. ágúst
1925. Hún lést í
Keflavík 27. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steinunn
Gunnhildur Guð-
mundsdóttir, f. 2.7.
1899, d. 4.11. 1973,
og Ásgeir Magn-
ússon, f. 30.3. 1902,
d. 23.10. 1942. Hálf-
systkini samfeðra
eru Rannveig Ás-
geirsdóttir, f. 31.7. 1939, og Magn-
ús Ásgeirsson, f. 18.2. 1941. Klara
ólst upp hjá móðurforeldrum sín-
um Sesselju Jóhannsdóttur, f. 8.4.
1879, d. 18.6. 1944, og Guðmundi
Jesperssyni, f. 15.1. 1866, d. 4.5.
1938.
Hinn 6. nóvember 1943 giftist
Klara Sigtryggi Kjartanssyni, f. 8.
maí 1916, d. 3. janúar 1997. Börn
þeirra eru: 1) óskírður drengur, f.
15.11. 1942, d. 15.1. 1943. 2) Kjart-
an, f. 8.4. 1944. Eiginkona hans er
Ása St. Atladóttir, f. 14.10. 1956.
Börn þeirra eru Kjartan Atli, f.
23.5. 1984, og Tómas Karl, f.
23.10. 1990. Börn Kjartans úr
fyrra hjónabandi eru Barbara
Þóra, f. 29.7. 1970, og Steinunn
Hildur, f. 25.6. 1974. Barbara er
gift Sigurgeir Ingimundarsyni og
eiga þau börnin Sigtrygg Kjartan
og Áslaugu Söru. Barbara á einnig
dótturina Sesselju Theódórs-
dóttur. Steinunn á dæturnar
Steinunni Nicole og Dahlia Cara.
1955. Börn þeirra eru Kári, f. 7.11.
1978, Freyr, f. 2.7. 1982, og Elma,
f. 21.2. 1994. Kári er í sambúð með
Matthildi Þórsdóttur.
Klara stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum á Laugarvatni
1941 og flutti til Keflavíkur 17 ára
gömul og hóf sambúð með Sig-
tryggi. Hún var húsmóðir að að-
alstarfi alla tíð en frá árinu 1972
hóf hún störf utan heimilis, fyrst
hjá Loftleiðum á Keflavík-
urflugvelli við almenn störf í sjö
ár. Um tíma starfrækti Klara,
ásamt fleiri konum í Keflavík,
Saumastofuna Sporið, en þar var
m.a. saumaður íþróttafatnaður.
Eftir að sá rekstur hætti vann
Klara hjá Mötuneyti Varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli til ársins
1993 er hún lét af störfum vegna
aldurs. Klara var einn af stofn-
endum Verkakvennafélags Al-
þýðuflokksins, starfaði í ýmsum
nefndum flokksins og var í tví-
gang í framboði til bæjarstjórnar.
Klara starfaði einnig mikið með
Verkalýðsfélagi Keflavíkur í
gegnum tíðina, einkum eftir að
Verkakvennafélagið sameinaðist
VSMK. Að eigin frumkvæði hóf
Klara starfrækslu bingóspils fyrir
eldri borgara og annaðist það í
fjöldamörg ár. Klara starfaði
lengi í stjórn Félags eldri borgara
og einnig í stjórn kórs samtak-
anna. Hún hóf ung að syngja með
kórum, fyrst í Ólafsvík og síðan í
ýmsum kórum í Keflavík, síðustu
árin í kór Félags eldri borgara.
Klara var kunn spákona og leituðu
margir til hennar vegna þeirrar
gáfu.
Útför Klöru verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
3) Sigríður Sædal, f.
20.3. 1945. Sambýlis-
maður hennar er
William Joyner, f.
23.11. 1932. Dóttir
Sigríðar er Guðrún
Þráinsdóttir, f. 21.7.
1961. Guðrún á þrjú
börn: Barry, David
Sigtrygg og Carly. 4)
Steinar, f. 21.12.
1947. Eiginkona hans
er Birna Mart-
insdóttir, f. 17.1.
1947. Börn þeirra
eru Kjartan, f. 6.9.
1964, Ásgeir, f. 17.11. 1965, Sig-
tryggur, f. 19.1. 1971, og Sólrún, f.
7.7. 1979. Eiginkona Kjartans er
Guðbjörg Theódórsdóttir og eiga
þau synina Theódór og Sigtrygg.
Sambýliskona Ásgeirs er Fanney
Sigurðardóttir og börn hans af
fyrra hjónabandi eru Steinar,
Birna og Björk. Sambýliskona Sig-
tryggs er Guðbjörg Gunnlaugs-
dóttir og eiga þau soninn Steinar.
Eiginmaður Sólrúnar er Elvar
Már Sigurgíslason og eiga þau
synina Gabríel Má og Oliver Má. 5)
Kristín Sædal, f. 28.2. 1951. Eig-
inmaður hennar er Hallur A. Bald-
ursson, f. 11.10. 1954. Börn þeirra
eru Halla Ösp, f. 14.3. 1980, og
Tinna, f. 2.2. 1989. Dóttir Krist-
ínar af fyrra hjónabandi er Klara
Öfjörð Sigfúsdóttir, f. 19.7. 1970.
Sambýlismaður hennar er Stein-
dór Guðmundsson og eiga þau
soninn Almar. 6) Hólmfríður Sæ-
dal, f. 17.10. 1958. Eiginmaður
hennar er Þórður Kárason, f. 1.4.
Í dag verður kvödd hinstu kveðju
tengdamóðir mín, Klara Ásgeirs-
dóttir, sem síðast bjó að Kirkjuvegi 1
í Keflavík. Fyrir mánuði síðan fékk
hún áfall sem leiddi til lömunar
hægra megin í líkamanum og missti
hún við það hæfileikann til að geta
talað mælt mál. Á þessum tíma sem
liðinn er síðan, náði hún á sinn hátt
að kveðja og sættast við örlög sín
vafin börnunum sínum og frábæru
starfsfólki Sjúkrahússins í Keflavík.
Það hefði sannarlega ekki átt við
Klöru að þurfa að lifa upp á aðra
komin, hún var vön því að bjarga sér
og vera öðrum stoð frekar en að
þiggja hana sjálf. Á kveðjustund
langar mig að minnast þessarar
merku konu sem hefur lifað tímana
tvenna, ævi sem spannar nú 81 ár.
Klara ólst upp sem einbirni hjá
ömmu sinni og afa í Ólafsvík. Sá tími
var henni hugleikinn og rifjaði hún
oft upp atvik frá þessum tíma, eink-
um allt er snerti ömmu hennar Sess-
elju, sem henni þótti afar vænt um.
Klara varð strax sem barn afar póli-
tísk og var aðeins 12 ára gömul þeg-
ar hún gekk í Alþýðuflokkinn, en
jafnaðarstefnunni fylgdi hún af ein-
hug alla tíð síðan.
Þegar heimsstyrjöldin stóð sem
hæst og Bandaríkjamenn nýteknir
við hervernd Íslands af Bretum var
Klara 16 ára blómarós vestur í Ólafs-
vík þegar töffarinn Sigtryggur
Kjartansson kom þangað á vertíð
veturinn 1941. Hann var þá 25 ára.
Þau urðu ástfangin og bundust
tryggðaböndum. Klara fór síðan á
Húsmæðraskólann á Laugarvatni til
að undirbúa sig fyrir húsmóðurstörf-
in. Hún var 17 ára gömul þegar hún
kom alkomin til Keflavíkur með sín-
ar jarðnesku eigur í einni tösku og
hóf búskap með Sigtryggi að Klapp-
arstíg 6 í nágrenni við fjölskyldu
hans. Hún þekkti engan fyrst í stað.
Strax um haustið eignuðust þau lít-
inn dreng sem lifði aðeins í tvo mán-
uði og var það ákaflega þungbært
fyrir Klöru. Hamingjan varð því
mikil þegar Kjartan fæddist rúmu
ári síðar og svo komu börnin hvert af
öðru; Sigga, Steini, Stína og síðar
Dadda. Þegar Dadda var aðeins
þriggja ára eignaðist Klara fyrsta
barnabarnið, Guðrúnu. Aðstæður
urðu til þess að Guðrún ólst upp hjá
Klöru og Sigtryggi þar til hún var
átta ára og átti hún ávallt sérstakan
sess í þeirra hjarta.
Klara var alla tíð afar stolt kona
og lagði mikið upp úr að hafa allt um-
hverfi sitt tandurhreint og börnin
hrein og snyrtileg til fara. Hún sýndi
mikla útsjónarsemi og sannaði sig
svo um munaði í móðurhlutverkinu
og húsmóðurstarfinu og eldaði,
saumaði og prjónaði og þrátt fyrir
lítil fjárráð til að byrja með voru allir
í fallegum fötum. Hún var ham-
hleypa til allra verka og kappsfull og
heit í andanum. Það var sama hvort
hún var að horfa á Kjartan keppa
með Keflavíkurliðinu á fótboltavell-
inum eða sækja pólitíska fundi, hún
lét heyra í sér og hvatti til dáða. Þeg-
ar krakkarnir voru komnir vel á legg
fór Klara að vinna utan heimilis og
réð sig til almennra starfa hjá Loft-
leiðum á Keflavíkurflugvelli og
starfaði þar í um sjö ár. Samhliða tók
hún virkan þátt í störfum Verkalýðs-
félagsins og hélt því áfram á meðan
hún var á vinnumarkaðinum. Þá
stofnsetti Klara, ásamt fleiri konum í
Keflavík, Saumastofuna Sporið og
starfræktu þær hana í um tvö ár.
Eftir það vann Klara í Mötuneyti
Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli;
Messanum, fram til 1993 er hún lét
af störfum við 68 ára aldur. Hug-
sjónakonunni Klöru fannst um tíma
lítið gert fyrir gamla fólkið í Keflavík
og tók því upp hjá sjálfri sér að bjóða
upp á bingó. Í yfir 20 ár annaðist hún
bingóið launalaust og safnaði vinn-
ingum og útbjó hvert spil af hug-
kvæmni. Ef henni fannst ekki vinn-
ingarnir nægilega glæsilegir gaf hún
úr eigin vasa til að bæta úr. Árið
2002 var hún heiðruð af Félagi eldri
borgara á Suðurnesjum fyrir þetta
framtak og henni fært skrautritað
viðurkenningarskjal. Sjálf sat hún í
stjórn þess félagsskapar um árabil.
Sigtryggur hætti á sjónum 1952
og hóf leigubílarekstur 1954. Með
mikilli vinnu og útsjónarsemi efnuð-
ust þau hjónin og gátu farið að leyfa
sér meiri munað. Á árunum frá 1972
voru þau farin að ferðast mikið ekki
síst til Sigríðar dóttur sinnar sem
býr á Long Island í New York þar
sem þau komu á hverju ári. Þau
fluttu í raðhús á Faxabraut 41c og
þaðan í sérhæð á Suðurgötu 26 og
alls staðar var heimili þeirra glæsi-
legt og bar húsmóðurinni fagurt
vitni. Þau voru hamingjusöm hjón og
gátu stutt börnin sín vel. Alla sína tíð
naut Klara þeirrar gáfu að vera sér-
staklega næm á fólk og aðstæður.
Hún nýtti þennan hæfileika til að
spá fyrir um framtíðina og ráða
drauma. Hún naut mikilla vinsælda
vegna þessa og þeir eru ófáir sem
hafa leitað til hennar í þeim erind-
um. Í nokkur skipti var hún fengin
til að vera Völva tímaritsins Vikunn-
ar til að spá fyrir landi og þjóð, þó
hún segði ekki frá því fyrr en löngu
síðar. Margir af spádómum hennar
rættust.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
1982, sem seinni eiginkona elsta son-
arins, kynntist ég ömmunni Klöru en
eignaðist líka yndislega tengda-
mömmu. Hún var falleg, ákveðin
kona, ung í anda, var alltaf til í að
skoða smart föt og hafði gaman af
því að spila, ekki síst að fara í bingó.
Hún var eindreginn talsmaður
barnanna sinna og barnabarnanna
og hafði endalausan áhuga á að fylgj-
ast með þeim og spjalla við þau.
Þeim þótti öllum einstaklega vænt
um hana. Hún lagði sig í líma við að
gefa þeim gjafir og hafði fyrir sið að
gefa yngstu barnabörnunum og síð-
ar langömmubörnunum alklæðnað
fyrir jólin. Hún var vinsæl meðal
samferðamanna og allra sem hana
hittu, það fann maður glöggt þegar
maður var með henni hvar sem hún
fór, í búðum og annars staðar, öllum
varð strax hlýtt til hennar.
Að leiðarlokum vil ég segja: Hafðu
þökk fyrir allt og allt elsku Klara.
Megi Guð blessa minningu þína um
ókomin ár.
Ása St. Atladóttir.
Ég minnist Klöru tengdamóður
minnar með gleði og þakklæti í huga.
Hún átti farsælt og langt lífshlaup
og stóð sterk allt til síðasta dags.
Fjölskyldan var Klöru allt. Ekkert
var henni óviðkomandi sem snerti
vellíðan afkomenda og tengdafólks
sérstaklega á hinu andlega sviði sem
Klara gerði sér betur grein fyrir en
flestir hversu miklu máli skiptir.
Klara var sálgæslumaður okkar
flestra í fjölskyldunni og er mér oft
minnisstætt hvernig hún kippti
manni upp úr depurð, þegar ein-
hverjir erfiðleikar steðjuðu að, með
því að nýta sér óvenjulegt innsæi sitt
í lífið og tilveruna. Hún stundaði það
sem flestir kalla spádóma en í raun
var þetta mikilvægur hluti af heil-
brigðisþjónustunni og mætti flokk-
ast sem alþýðulækningar.
En Klara var líka skemmtilega
pólitísk að íslenskum sið og gaf aldr-
ei neitt eftir á því sviði hvað sem á
dundi. Hún trúði því alltaf að ég væri
á öndverðum meiði við hana í pólitík-
inni og þreyttist aldrei á því að reyna
að leiða mig til betri vegar sem oft
endaði með hinum skemmtilegustu
uppákomum.
Klara missti ástkæran lífs föru-
naut sinn fyrir 9 árum en hún kynnt-
ist tengdaföður mínum þegar hún
var aðeins 16 ára. Frá þeim er komin
stór og kraftmikil fjölskylda sem ber
vott um dugnað og kraft þeirra
hjóna. Klara var mjög trúuð og
hræddist ekki dauðann. Hún trúði
því að sálin færi á betri og æðri stað
eftir jarðlífið og var fullviss um að
þar myndi hún hitta Sigtrygg sinn á
nýjan leik.
Blessuð sé minning Klöru Ás-
geirsdóttur og megi hún fara í friði.
Hallur A. Baldursson.
Elsku besta amma mín, það er
með söknuði sem ég kveð þig.
Það eru margar yndislegar stund-
ir sem við höfum átt saman, þú varst
mjög sterkur karakter og alltaf svo
gaman að hlusta á þig segja sögur.
Það var mjög erfitt að horfa upp á
þig veika en mér þótti svo vænt um
að þegar ég kom til þín á spítalann
þá sungum við saman og hann
Gabríel minn söng líka fyrir þig og
þú brostir þínu breiðasta. Ég veit að
hann afi hefur tekið vel á móti þér
enda örugglega farinn að bíða eftir
þér.
Jæja, elsku besta amma mín, ég
geymi þig í mínu hjarta.
Þín
Sólrún.
Að kveðja einhvern sem er manni
nákominn er alltaf erfitt. Sérstak-
lega ef aðilinn átti sérstakan stað í
hjarta manns. Því þykir mér ákaf-
lega erfitt að horfa á eftir ömmu
minni, Klöru Ásgeirsdóttur. Samt
sem áður lít ég ekki á þetta sem
sorgarstund. Þvert á móti sé ég
þetta sem fallegan hlut – eðlilegan
gang lífsins.
Skáldið Þuríður Guðmundsdóttir
komst vel að orði í ljóð sem hún
nefndi Þversögn:
Dauðinn er miskunnsamur.
Það er aðeins lífið sem er grimmt.
Og samt óttumst við dauðann
en elskum lífið.
Þegar barn dregur andann í fyrsta
sinn er aðeins eitt ljóst. Barnið mun
einhvern tímann deyja. Manneskja
fær ákveðinn tíma á þessari jarð-
kringlu.
Manneskjan markast svo af því
hvernig hún nýtir þann tíma sem
henni hlotnast.
Sumir deyja og skilja fátt, jafnvel
ekkert, eftir sig.
Aðrir geta kvatt jarðríkið með
bros á vör. Þeir sem nýttu tíma sinn
vel.
Amma mín var ein af þeim. Hún
gat kvatt þennan heim með stolti.
Hún ól falleg börn, eignaðist barna-
börn og barnabarnabörn sem öll
elskuðu hana og dáðu.
Amma mín átti yndislega ævi.
Hún ferðaðist víðs vegar um heim.
Hún varð vitni að gríðarlegum þjóð-
félagsbreytingum – og breytingum á
öllum heiminum í raun. Amma eign-
aðist einnig gríðarlegan fjölda af vin-
um og vandamönnum sem þekktu
hana aðeins af góðu. Þessi góða ævi
er nú á enda komin og er varla hægt
annað en að horfa á afrek hennar
með stolti.
Ég heimsótti ömmu á sjúkrahúsið
í Keflavík kvöldið áður en hjarta
hennar stöðvaðist. Yfir henni var svo
mikil kyrrð. Svo mikil ró. Amma var
þá falleg að vanda – meira að segja
var eitthvað jafnvel enn fallegra við
hana. Hún var laus við allar áhyggj-
ur heimsins. Maður fann friðinn í ná-
vist hennar. Þetta andartak var eitt
það fallegasta sem ég hef upplifað.
Ég sá manneskju sem var að því
komin að yfirgefa jörðina – og lífið
sem við þekkjum.
En þessi manneskja gat kvatt
okkur hin með bros á vör. Og fyrir
það er ég þakklátur. Að hafa orðið
vitni af því hvernig þessi merka kona
hagaði sínu lífi og að hafa fengið að
kynnast henni.
Við, sem umgengumst ömmu, eig-
um auðvitað eftir að sakna hennar.
Sakna þess að koma í rólegheitin í
notalegu íbúðinni hennar. Sakna
fiskibollanna góðu. Sakna símtal-
anna sem við fengum frá henni, er
hún analíseraði þjóðfélagsvandamál-
in í nokkrum setningum. En minn-
ingarnar sem við eigum eftir eru svo
fallegar.
Afrek hennar standa eftir. Amma
hefur yfirgefið jarðríkið. En arfleið
hennar stendur eftir. Og sú arfleið
er til marks um hverslags mann-
eskja amma var. Og allir sem þekkja
til hennar vita að amma var yndis-
leg.
Kjartan Atli Kjartansson.
Elsku Klara. Ég minnist allra
stundanna okkar á Faxabrautinni.
Hvað gott var að leita til þín þegar
eitthvað var um að vera hjá mér, við
fermingar, afmæli og fleira og ferða-
lögin með ykkur Sigtryggi. Þegar
við fórum að syngja með kirkjukórn-
um og kvennakórnum, þar áttum við
góðar stundir saman en þó varstu
stærst og best í huga mínum, þegar
þú komst til mín þegar stóra áfallið
reið yfir hjá mér, þú tókst svo mik-
inn þátt í sorg minni og veittir mér
huggun og styrk sem ég gleymi aldr-
ei.
Ég sit í anda liðna tíð,
Er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning létt og hljótt,
Hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi.
(Halla Eyjólfsdóttir.)
Ég votta fjölskyldu þinni, sem var
þér mjög kær samúð mína.
Ragnheiður.
Klara Ásgeirsdóttir
Frændi okkar,
EYÞÓR STEFÁNSSON,
áður til heimilis í Grindavík,
andaðist á Landspítalanum föstudaginn 27. október.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. nóvember
kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Vilhjálmur Knudsen, Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Æsufelli 6,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 24. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum innilega auðsýnda samúð.
Þorsteinn Högnason, Helga Sigurðardóttir,
Björn Sigmundsson,
Stefán Sigmundsson, Steinvör Thorarensen,
Eiríkur Sigmundsson, Dominika Sigmundsson,
Huldís Sigmundsdóttir, Magnús Þórðarson
og fjölskyldur.