Morgunblaðið - 03.11.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 57
FRÉTTIR
ÍSLANDSDEILD Amnesty Int-
ernational fagnar víðtækum
stuðningi ríkja heims við gerð al-
þjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála
sem hefur þann tilgang að styrkja
eftirlit með vopnaviðskiptum og
koma í veg fyrir ólöglega vopna-
sölu. Alþjóðlegur vopnavið-
skiptasáttmáli mun tryggja að
vopn verði ekki seld til landa þar
sem mannréttindabrot eru í há-
marki og hætta er á vopnuðum
átökum, segir í fréttatilkynningu
frá Íslandsdeild Amnesty Int-
ernational.
Á yfirstandandi allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna greiddu 139
ríki atkvæði með tillögu um gerð
alþjóðlegs vopnaviðskiptasátt-
mála, Bandaríkin voru eina ríkið
sem greiddi atkvæði gegn tillög-
unni.
Í október 2003 hóf Amnesty Int-
ernational í samvinnu við Oxfam
og IANSA alþjóðlega herferð sem
hefur það að markmiði að gerður
verði alþjóðlega bindandi sáttmáli
um vopnaviðskipti. Meira en millj-
ón manns í 170 löndum hafa tekið
þátt í herferðinni og farið fram á
gerð slíks sáttmála og að harðar
verið tekið á vopnasölu. Ákvörðun
allsherjarþingsins er því mik-
ilvægur áfangi í baráttunni gegn
óheftri vopnasölu sem leiðir til fá-
tækar, átaka og mannréttinda-
brota, segir í tilkynningunni.
Sjá nánar á www.amnesty.org
og www.controlarms.org.
Fagna gerð al-
þjóðlegs vopna-
sölusáttmála
„FANGAÐU drauma þína! – í gegn-
um dans“ kallast óvenjulegt dans-
námskeið sem verður haldið í
Gerðubergi laugardaginn 4. nóv-
ember.
Námskeiðið leiðir Marta Eiríks-
dóttir leiklistarkennari. Marta er
með Kripalu dansjógakennararétt-
indi. Hún hefur jafnframt þróað og
kennt Orkudans dansþerapíu í yfir
15 ár. Nánari upplýsingar og skrán-
ing fer fram á netinu www.puls-
inn.is en einnig í síma 848 5366.
Skapandi dans-
námskeið í
Gerðubergi
NÆSTKOMANDI laugardag, 4.
nóvember, kl. 14 verður hin árlega
Lionshátíð haldin hátíðleg á Hjúkr-
unarheimilinu Eiri.
Það eru Lionsklúbbarnir Fjörgyn
í Grafarvogi og Úlfar í Grafarholti
sem bjóða til hátíðarinnar.
Þar mun hinn þjóðkunni Ragnar
Bjarnason syngja mörg af sínum
bestu lögum og Barnakór Graf-
arvogskirkju syngja undir stjórn
Svövu Kr. Ingólfsdóttur.
Boðið verður upp á heitt súkku-
laði og aðrar veitingar.
Aðstandendur heimilisfólksins
eru boðnir velkomnir.
Lionshátíð á
Hjúkrunar-
heimilinu Eiri
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að umferðaróhappi við Skip-
holt 28 milli klukkan 19 og 20 þriðju-
daginn 31. október. Þar var ekið á
rauða Suzuki-bifreið með númerinu
AF 256 þar sem hún stóð á stöðureit.
Kona nokkur varð vitni að atvik-
inu og gerði dóttur eiganda bílsins
viðvart. Gleymdi dóttirin að taka
niður persónuupplýsingar um kon-
una og er ekkert vitað hver hún er.
Konan er því beðin að hafa samband
við lögreglu í síma 444 1130 eða
843 1133. Þá eru vitni, ef einhver
eru, beðin að hafa samband við lög-
reglu.
Lýst eftir
vitnum
AFL, starfsgreinafélag Austur-
lands, hefur sent frá sér yfirlýsingu í
kjölfar dóms Héraðsdóms Austur-
lands um að starfsmannaleigan 2b
ehf. skuli greiða 12 pólskum starfs-
mönnum vangoldin laun auk þess að
endurgreiða ýmsan útlagðan kostn-
að sem dreginn var af launum mann-
anna.
„Málin voru höfðuð fyrir hönd 12
pólskra fyrrverandi starfsmanna 2b
ehf. af lögmönnum Regula lög-
mannstofu ehf. í samráði og með
stuðningi AFLs, starfsgreinafélags
Austurlands,“ segir m.a. í yfirlýsing-
unni. „Í þeim koma fram kröfur
vegna vangoldinna launa og annarra
starfskjara, skv. ráðningarsamning-
um og s.k. Virkjunarsamningi, sem
gildir um störf verkamanna á Kára-
hnjúkasvæðinu. Fjárhæðir sem
krafist var fyrir hvern og einn voru á
bilinu 250–350 þúsund krónur, auk
dráttarvaxtakröfu.
Lágmarkskjör verða ekki skert
Með dómi Héraðsdóms var fallist
á kröfur mannanna í einu og öllu,
þ.m.t. vegna málskostnaðar. Um
verulegar fjárhæðir er ræða fyrir
starfsmennina enda tilkomnar vegna
brota á ráðningarkjörum þeirra á
einungis þriggja mánaða tímabili.
Dómsniðurstöðurnar undirstrika
að ráðningar- og kjarasamnings-
bundin lágmarkskjör launþega
verða aldrei skert. Jafnframt að til-
hæfulaus frádráttur af launum
vegna vöruúttekta og útlagðs kostn-
aðar fær ekki staðist.“
Sverrir Albertsson, framkvæmda-
stjóri AFLs, segir lyktir málanna
undirstrika að erlendir starfsmenn
skuli njóta sömu ráðningarkjara og
íslenskir starfsmenn. Stéttarfélagið
standi vörð um réttindi erlends
verkafólks á starfssvæði þess og
undirboð á vinnumarkaði verði ekki
liðin til hagsbóta öllum launamönn-
um. Undirboð borgi sig ekki, enda
þurfi vinnuveitendur á endanum að
tryggja starfsfólki lágmarkskjör,
ásamt greiðslu kostnaðar við að ná
fram þeim rétti síðar með atbeina
dómstóla, þ.e. vegna dráttarvaxta og
málskostnaðar.
Að sögn Sverris eru brot sam-
bærileg þeim sem starfsmannaleig-
an 2b ehf. var ákærð fyrir algeng, fé-
lagið hafi fengið inn á borð 2 keimlík
mál allra síðustu daga.
Starfsmannaleigan 2b ætlar að
áfrýja dómnum til Hæstaréttar.
AFL stendur vörð um sitt fólk
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Erfiði AFL starfsgreinafélag Austurlands segir víða pott brotinn í kjara-
málum erlends verkafólks hér á landi.
„BSRB, Bandalag starfsmanna rík-
is og bæja, fagnar fram komnum
tillögum ríkisstjórnarinnar um að-
gerðir til að lækka matvælaverð og
lýsir vilja til samstarfs um að far-
sællega takist til um framkvæmd-
ina,“ segir í ályktun sem stjórn
bandalagsins hefur samþykkt.
Þar segir einnig m.a. að BSRB
hafi jafnan lagt ríka áherslu á að
virða beri hagsmuni íslensks land-
búnaðar og innlendrar afurða-
vinnslu við allar þær kerfisbreyt-
ingar sem ráðist er í, en jafnframt
vakið athygli á nauðsyn þess að
létta álögur á einstaklinga og fjöl-
skyldur með lágar og millitekjur.
„Lækkun matarverðs er mikilvægt
skref í þá átt að skila almenningi
kjarabótum.
Framlag mjólkuriðnaðarins með
verðstöðvun á mjólkurafurðum til
ársloka 2007 er mikilvægt í þessu
sambandi. Ríkisstjórnin hefur enn
ekki útfært tillögur sínar um lækk-
un tolla á innfluttum kjötvörum.
Þar ber að miða við að veita inn-
lendri framleiðslu heilbrigt aðhald
án þess að stefna í hættu matvæla-
öryggi þjóðarinnar eða ganga of
nærri hagsmunum íslenskra bænda
og vinnslustöðva,“ segir m.a. í
ályktuninni.
Fagna aðgerð-
um til að lækka
matvælaverð
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp eru 30 ára um
þessar mundir. Samtökin héldu fulltrúafund sinn
á Dalvík fyrir skömmu. Samhliða fundinum
stóðu samtökin fyrir málþingi undir yfirskriftinni
„Mótum framtíð“. Rætt var um skipulag þjón-
ustunnar, þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra
og þjónustu við fullorðna fatlaða. Þá var fjallað
um starfsmenn framtíðarinnar, mannréttindi og
réttarvernd. Síðasta erindið bar yfirskriftina
„Ekkert um okkur án okkar“ og var flutt af full-
trúa Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Mál-
stofur voru síðan haldnar um hvern efnisflokk.
Á fulltrúafundinum voru samþykktar ályktanir
þar sem þess er krafist að tafarlaust verið fundin
varanleg lausn varðandi frístundatilboð til fatl-
aðra barna og ungmenna eftir að skóla lýkur á
daginn svo og í skólaleyfum. Þá fagnaði fund-
urinn boðaðri heildarstefnumótun félagsmála-
ráðuneytisins í málefnum fatlaðra og minnir á
mikilvægi þess að nægilegt fjármagn fáist til að
unnt verði að framfylgja hinni mótuðu stefnu.
Ítrekuð var afstaða samtakanna um skilvirkari
réttindagæslu og réttarvernd fyrir fólk með
þroskahömlun.
Engin ný úrræði að finna
í fjárlagafrumvarpinu
Þá samþykkti fulltrúafundurinn harðaorða
ályktun þar sem athygli alþingismanna er vakin
á því að í frumvarpi til fjárlaga ársins 2007 er
ekki gert ráð fyrir neinum nýjum úrræðum í
þjónustu við fólk með þroskahömlun. Verði
frumvarpið samþykkt óbreytt muni það hafa í
för með sér lengri biðlista eftir nauðsynlegri
þjónustu s.s. varðandi búsetu, atvinnu og stuðn-
ingsúrræði og þannig skerða lífsgæði fólks með
þroskahömlun.
Fundarmenn fögnuðu því framtaki Freyju
Haraldsdóttur að gefa framhaldsskólanemum
kost á að fá innsýn í líf og viðhorf sitt sem fatl-
aðs einstaklings og var það mál manna að þetta
framtak væri vel til þess fallið að auka skilning
og þekkingu ungs fólks á fötlunum og gera fatlað
fólk sýnilegt og eðlilega þátttakendur í samfélag-
inu.
Ályktanir fulltrúafundarins eru birtar í heild
sinni á heimasíðu samtakanna www.throska-
hjalp.is
Fulltrúafundur Landssamtaka Þroskahjálpar
VERKEFNI frá Tannsmíðaskól-
anum, Stúdentaferðum, Háskóla Ís-
lands og Félagi ferðaþjón-
ustubænda fengu viðurkenningu
sem fyrirmyndarverkefni Leonardó
áranna 2003–2004. Sólrún Jens-
dóttir, skrifstofustjóri hjá Mennta-
málaráðuneytinu afhenti verðlaunin
í lok ráðstefnu Menntamálaráðu-
neytisins „Menntun í mótun“ sl.
fimmtudag.
Landsskrifstofa Leonardó á Ís-
landi tilnefndi tólf íslensk manna-
skiptaverkefni sem fyrirmynd-
arverkefni í fjórum flokkum.
Tannsmíðaskólinn sigraði í flokki
verkefna fyrir fólk í grunnstarfs-
námi. Þrír tannsmíðanemar fengu
tækifæri til að fara í 10 mánaða
starfsþjálfun á eitt stærsta og full-
komnasta tannsmíðaverkstæði í Sví-
þjóð.
Stofnun stjórnsýslufræða og
stjórnmála í Háskóli Íslands sigraði
í flokki háskólanema. Stofnunin er í
stóru samstarfsneti háskóla sem
kenna opinbera stjórnsýslu. Bæði er
tekið á móti nemendum og þeim út-
veguð starfsþjálfun á Íslandi og
nemendur sendir til ýmissa Evrópu-
landa. Í þessu verkefni fengu tveir
nemendur í opinberri stjórnsýslu
við HÍ tækifæri til að taka starfs-
þjálfun við opinberar stofnanir í Ír-
landi og Eistlandi. Þjálfunin var að
fullu metin í nám þeirra.
Stúdentaferðir sigruðu í flokki
verkefna fyrir stúdenta og ungt fólk
á vinnumarkaði. Verkefni Stúdenta-
ferða snerist um að senda 37 ung-
menni í starfsþjálfun til Englands,
Frakklands og Ítalíu, Austurríkis og
Þýskalands þar sem fólkið fékk
störf sem hæfði áhuga þess og getu.
Félag ferðaþjónustubænda sigr-
aði í flokki leiðbeinenda og stjórn-
enda. 6 félagsmenn Ferðaþjónustu
bænda kynntu sér fjölbreytta af-
þreyingu, menningar og umhverfist-
úrisma og sölu heimatilbúinna mat-
væla á ferðaþjónustubæjum í
Skotlandi, Eistlandi og Noregi.
Leonardo da Vinci er starfs-
menntaáætlun Evrópusambandsins.
Íslensk fyrirtæki, stofnanir, skólar
og félagasamtök geta sótt um styrki
frá Leonardó áætluninni til manna-
skiptaverkefna og tilraunaverkefna.
Markmið mannaskiptaverkefna er
að styrkja fólk sem fer í starfs-
tengda þjálfun erlendis, sérstaklega
ungt fólk og þá sem sjá um starfs-
menntun. Alls hafa um 2000 Íslend-
ingar notið styrkja frá Leonardó
áætluninni.
Verðlaun fyrir bestu
Leonardó-verkefnin
Frá verðlaunaathöfninnni Á myndinni eru talið frá vinstri: Ágúst H. Ing-
þórsson, forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó, Berglind Viktorsdóttir
frá Ferðaþjónustu bænda, Sigurgeir Steingrímsson frá Tannsmíðaskól-
anum, Margrét Björnsdóttir frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
hjá Háskóla Íslands, Inga Engilberts frá Stúdentaferðum og Þórdís Eiríks-
dóttir verkefnisstjóri mannaskiptaverkefna Landsskrifstofu Leonardó.
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í
málmsuðu fer fram í Borgarholts-
skóla á morgun, laugardag, og
hefst stundvíslega kl 08.30. Að-
alstyrktaraðili mótsins að þessu
sinni er Ístækni ehf í samstarfi við
Kemppi í Finnlandi og verður sér-
fræðingur frá Kemppi á staðnum
og kynnir suðubúnað fyrirtækisins.
Þetta er þrettánda árið sem
keppnin er haldin hér á landi og
eru átján keppendur frá níu fyr-
irtækjum skráðir til leiks, keppt
verður í sex suðuaðferðum til Ís-
landsmeistara.
Íslandsmeistarinn vinnur rétt til
að taka þátt í norðurlandamótinu í
málmsuðu sem haldið er í Tampere
í Finnlandi dagana 8. til 10. nóv-
ember n.k.
Gestum og gangandi gefst kostur
á að prófa að sjóða undir leiðsögn
sérfræðinga.
Íslandsmót
í málmsuðu
MS-FÉLAG Ís-
lands hefur gefið
út jólakort und-
anfarin ár til
styrktar starf-
semi félagsins.
Í ár er olíumynd eftir Helga Þor-
gils Friðjónsson og ber myndin
nafnið ,,Dúfa og lamb“.
MS-félagið er með umfangsmikla
starfsemi og í húsnæði félagsins er
rekin sjúkradagvist fyrir fólk með
MS og aðra taugasjúkdóma.
Seld eru 10 kort saman í pakka.
Jólakort MS-
félags Íslands