Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 63
menning
Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is
ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI!
„glæsilega unnið sviðsverk með
skínandi beittan brodd…
Frábær skemmtun – alvöru hrollur.
Flott verk, flottur leikur, flott sýning.“
PBB, Fréttablaðið 30/10/06
„LA hefur hitt í mark og eignast fyndna
og hæfilega ögrandi sýningu ... Drepfyndið“
ÞT, Mbl, 30/10/06
„gríðarlega áhrifamikil sýning“
SLG, RÚV, 30/10/06
„enn ein skrautfjöðurin í hatt LA“
HMB, akureyri.is, 30/10/06
„fjögurra grímna hressandi helvíti... Það er
magnað að vita til þess að hér norður við
heimskautsbaug sé okkur boðið uppá
frábæra leiksýningu í heimsklassa...“
JJ, dagur.net, 30/10/06
ÓLAFUR Jóhannesson kvikmynda-
gerðarmaður (sem að þessu sinni
vinnur undir því ómþýða og alþjóð-
lega nafni Olaf de Fleur) heldur
áfram að skemmta bíógestum með
óvæntum glaðningi. Afkastamikill,
óragur og fundvís hefur hann á und-
anförnum árum, skilað af sér eftir-
minnilegum og ólíkum verkum eins
og Proximitas, Blindsker og Africa
United og nú bætir hann við litrófið
sitt með Vertu eðlilegur, heimildar-
mynd um Búddamunk, af öllum við-
fangsefnum.
Riobert T. Edison er vitaskuld
enginn venjulegur munkur, hann
vann sér það m.a. til ágætis að verða
sá fyrsti sem starfað hefur á landinu
okkar og stofnaði þá trúfélag búdd-
ista. Edison, sem tók upp nafnið
Dhammanando, er mörgum minnis-
stæður í sínum appelsínugula kufli
hvernig sem viðraði, en búningurinn
er greinilega hannaður fyrir talsvert
hlýrra lofslag en ríkir á þessari
breiddargráðu.
Ólafur hefur glöggt auga fyrir
óvenjulegum tilbrigðum í hversdags-
leikanum og skoðar þau gjarnan með
ríku skopskyni sem hefur gert for-
vitnileg verk hans skemmtileg og
viðfelldin áhorfs. Vertu eðlilegur er
engin undantekning en Ólafur hóf að
kvikmynda munkinn árið 1994, þá
nýkominn til landsins og hefur fylgst
með hans undarlega lífshlaupi síðan.
Að frátöldum allnokkrum tökum
úr lofti, er myndavélinni að miklu
leyti beint að viðfangsefninu. Edison
fræðir okkur um uppruna sinn, hann
er enskur, fæddur og uppalinn í
Nottingham. Fór ungur að iðka
búddisma og var aðeins 18 ára er
hann gerðist munkur í Taílandi. Sem
fyrr segir lá leið hans hingað fyrir 12
árum og dvaldist hér við krappan
kost, jafnvel miðað við lífskjör
munkastéttarinnar. Að fimm árum
gengnum á klakanum, kastaði Edis-
on kuflinum og sneri baki við trúnni.
Einlífinu var lokið, hann giftist rúss-
neskri stúlku og gekk á ýmsu uns
þau skildu og hann sneri aftur á vit
guðs síns eftir fjögur ár meðal okkar,
dauðlegra manna.
Vertu eðlilegur gefur sýn inn í for-
vitnilegan heim óvenjulegs ein-
staklings utan kufls sem innan og er
heill sínum guði. Dhammanando hef-
ur betur í samkeppninni við Edison
um holdið og freistingarnar, en það
kemur m.a. fram í þessari athyglis-
verðu mynd að obbi munka snýr aft-
ur, gefst upp á kuflinum. Edison/
Dhammanando er einlægur, glað-
sinna og eðlilegur, þrátt fyrir allt.
Myndin er jafnan forvitnileg þó hún
sé örlítið langdregin á kafla, tækni-
vinnan er mjög ásættanleg og tón-
listin fimlega samin utan um við-
fangsefnið.
Sæbjörn Valdimarsson
Utan kufls og innan
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri, hand-
rit, klipping: Olaf de Fleur/Ólafur Jóhann-
esson. Kvikmyndataka:Ragnar Santos.
Tónlist: Barði Jóhannsson. Hljóð: Jón
Skuggi. Útlitshönnun: Linda Stef-
ánsdóttir. Aðalviðmælandi: Robert T.
Edison/Dhammanando. 80 mínútur. Pop-
poli. Ísland 2006.
Vertu eðlilegur (Act Normal) Glöggur „Ólafur hefur glöggt auga fyrir óvenjulegum tilbrigðum í hvers-
dagsleikanum og skoðar þau gjarnan með ríku skopskyni.“
TÍBRÁRVERTÍÐIN 2006–07 í
umsvifamesta tónleikahúsi landsins
er óafturkallanlega hafin. Efnis-
skráin miðvikudaginn 25. október
leitaði – nokkuð djarflega – út fyrir
troðnustu brautir með verkum eftir
latnesk-amerísk tónskáld 20. aldar.
Enda urðu hlustendaheimtir rýrar,
þrátt fyrir að höfundanöfnin voru
meðal hinna þekktustu úr þeim
heimshluta.
Allt um það var margt ánægju-
legt við verk kvöldsins og flutning
þeirra. Þríþætt Assobio a játo
(„Þotuþytur“; 1950) fyrir flautu og
selló eftir Heitor Villa-Lobos bar
þjóðlegt ljóðrænum en þó bitastætt
leitandi persónuleika höfundarins
skemmtilegt vitni í fallega sam-
vægri túlkun þeirra Pamelu De
Sensi og Sigurðar Halldórssonar.
Fór þar að mínum smekk hápunkt-
ur tónleikanna, ásamt öðru verki
Brasílíumannsins fyrst eftir hlé,
Bachianas Brasileiras nr. 6 fyrir
sömu áhöfn, er sló á seiðandi post-
rómantíska strengi með heillandi
ívafi af Bachskotnum regnskóga-
invensjónum.
Tangóa argverska Boulanger-
nemandans Astors Piazzolla (d.
1992), „Le Grand Tango“ (1982)
fyrir selló og píanó og „Novitango“
fyrir allt tríóið í tónleikalok, virtist
mér hins vegar vanta aðalneistann,
og stundum kannski líka frísklegra
tempó. Þótt nefndur sé frumkvöð-
ull „nýja tangósins“ um miðja 20.
öld, hamrar Piazzolla eftir sem áð-
ur ótæpt á 3-3-2 hrynskiptingunni
utan fljótandi hvíldarkafla, og
verða slíkir staðir því bókstaflega
að löðra í blóði, svita og tárum til
að verka ekki of vélrænir. Þar
skorti nokkuð upp á í túlkun, enda
þótt kyrrðarfletirnir væru sumir
bráðfallegir.
Lengsta verkið var hin fjórþætta
Sónata Op. 49 (1979) eftir fremsta
tónskáld Argentínu, Alberto Ginas-
tera (d. 1983), er stóð í nærri 40
mínútur. Ólíkt meistara nýja tangó-
sins átti Ginastera upp á pallborðið
hjá módernistum 20. aldar, þökk sé
m.a. hvössu hryn- og hljómamáli er
stendur heyranlega mun lengra frá
þjóðlegum upphafsrótum en hjá
hinum einnar kynslóð eldri Villa-
Lobos. Hvað sem því líður hefur
fyrrnefndur einhverra hluta vegna
sjaldan höfðað til undirritaðs, og
þrátt fyrir víða glæsilega spila-
mennsku þeirra Sigurðar og Daní-
els Þorsteinssonar varð né heldur
breyting á því nú, allra sízt í
drungalega langdregna Adagio
þættinum (II) og hinum að vísu
skapheita en að mínu viti furðulítil-
fjörlega lokaþætti. Að auki var
píanóið iðulega heldur of sterkt.
Mest mæddi meðal jafningja
þetta kvöld á hinum lúsiðna
sellista, er lék í öllum fimm atriðum
og gæti orðið státað af einhverri
víðtækustu efnisskrá núlifandi hér-
lendra strengjaleikaleikara. Komst
hann ljómandi vel frá flestu, ef frá
eru teknir örfáir sárir hátíðnitónar
í Piazzolla.
Suðuramerískur
seiður
TÓNLIST
Salurinn
Verk eftir Villa-Lobos, Piazzolla og Ginas-
tera. Pamela De Sensi flauta, Sigurður
Halldórsson selló og Daníel Þorsteinsson
píanó. Miðvikudaginn 25. október kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
ÍSLENDINGAR nútímans eru víð-
förlir. Í unglingasögunni, Háski og
hundakjöt, förum við með höfundi og
aðalpersónu sögu hans á vit kín-
verskra ævintýra. Aðalpersónan,
Aron Björn er skilnaðarbarn og fað-
ir hans býr erlendis. Faðirinn starf-
ar við alþjóðaviðskipti og á við-
skiptaerindi til Kína og ákveður að
bjóða syni sínum með.
Þar kynnist hann nokkrum Kín-
verjum, m. a. kínverskri stúlku og
fjölskyldu hennar. Af ýmsum orsök-
um verður faðir hans að skilja hann
einn eftir á hóteli og þá fer dálítið
ævintýraleg atburðarás af stað. Sag-
an er öll fremur lágstemmd þó að
ýmislegt gerist. Hún er sögð á lipran
hátt en ekki stórbrotinn. Atburðir
og persónur tengjast eðlilega saman
í nokkuð spennandi sögu.
Háski og hundakjöt er verðlauna-
saga. Hún hlaut íslensku barna-
bókaverðlaunin og er ágætlega að
þeim komin. Hugsanlega hefur í
mati dómnefndar þar ráði miklu
hversu eðlilega og af víðsýni og for-
dómaleysi höfundur lýsir skiptum
aðalpersónunnar við framandi fólk í
Kína. Sagan lýsir á trúverðugan og
raunsæjan hátt upplifun Arons á því
sem hann sér og heyrir. Hér er því
ekki á ferðinni hástemmd ævintýra-
og spennusaga full af hasar og látum
heldur látlaus saga sem hefur þó
hvergi daufa punkta, felur í sér
háska, glæpi og æskuástir. Hug-
rekki og útsjónasemi aðalpersón-
unnar gegna þar töluverðu hlut-
verki.
Segja má því að Háski og hunda-
kjöt sé velheppnuð unglingasaga þar
sem haldið er fram einföldum gild-
um, heiðarleika, hugrekki, útsjónar-
semi og kærleika.
Einn í
mannmergðinni
BÆKUR
Unglingabók
Eftir Héðinn Svarfdal Björnsson. Vaka-
Helgafell. 2006 – 157 bls.
Háski og hundakjöt
Skafti Þ. Halldórsson
Höfundurinn Héðinn Svarfdal
Björnsson skrifaði Háska og hunda-
kjöt.
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
Allt
á rúmið