Morgunblaðið - 03.11.2006, Page 64
64 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HA! HA! HA!
HA! HA! HA!
HA! HA! HA!
AÐ HVERJU ERT ÞÚ
AÐ EIGINLEGA AÐ
HLÆGJA?
HMM...
HVAR Á ÉG AÐ
BYRJA...
HVAR Á ÉG AÐ
BYRJA...
HVERNIG
LÍÐUR SOLLU,
KALLI?
BARA VEL,
ÞAKKA ÞÉR
FYRIR...
GOTT AÐ ÞÚ MINNTIST Á
HANA, VEGNA ÞESS AÐ HÚN
GERÐI SVOLÍTIÐ ROSALEGA
SÆTT Í GÆR SEM MIG
LANGAR AÐ SEGJA...
EF ÞÚ VILT
HALDA ÁFRAM
AÐ VERA
PABBI, ÞÁ
VANTAR ÞIG
BETRI ÍMYND
BETRI
ÍMYND?
JÁ, FÓLKI
FINNST ÞÚ
TRAÐKA Á
RÉTTINDUM
ÞEIRRA SEM
MINNA MEGA SÍN
ÞANNIG AÐ ÉG KOM
MEÐ NOKKRAR TILLÖGUR
UM BREYTINGAR TIL
ÞESS AÐ TRYGGJA
ENDURKJÖR ÞITT FYRIR
NÆSTA KJÖRTÍMABIL
BÍÐ
SPENNTUR
ÉG TRÚI ÞVÍ
AÐ EF ÞÚ
MUNDIR
FJARLÆGJA
ALLA
SKÓLASKILDU
ÞÁ MUNDIR
ÞÚ TRYGGJA
ÞÉR SIGUR Í
KOSNINGUNUM
ERTU BÚINN
AÐ ÞVO Á ÞÉR
HENDURNAR?
NEI
AF
HVERJU
EKKI?
ÉG HÉLT AÐ
ÉG ÞYRFTI ÞAÐ
EKKI NEMA AÐ
VIÐ VÆRUM
MEÐ GESTI
ÞETTA ER
VERSTA AFSÖKUN
SEM ÉG HEF
HEYRT!!
TRÚR
VINUR,
EÐA
HITT ÞÓ!
KRAKKARNIR ERU KOMNIR Í SUMARFRÍ
ÞANNIG AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ ÁKVEÐA
HVERNIG DAGURINN Á AÐ VERA
JÁ...
VISSIRÐU AÐ SUMARFRÍI
VAR UPPHAFLEGA FUNDIÐ
UPP SVO AÐ KRAKKAR BÆNDA
GÆTU HJÁLPAÐ ÞEIM Í
VINNUNNI Á SUMRIN
EN SÚ
KALD-
HÆÐNI!
ÉG SKAL FARA
SEINT Í VINNUNA EF ÞÚ
GETUR KOMIÐ HEIM
SNEMMA
ÞÁTTURINN ÞAR SEM ALLT FÆR AÐ FLAKKA
ÞIÐ HALDIÐ ÞVÍ FRAM AÐ
HJÓNABAND YKKAR SÉ TRAUST?
VIÐ
VITUM
ÞAÐ!
EN FÓLK HEFUR
HEYRT ÝMSA
ORÐRÓMA...
VEIT KÓNGULÓAR-
MAÐURINN ÞAÐ?
Alþjóðamálastofnun HáskólaÍslands stendur fyrir mál-stofu í dag, föstudag. Þarmunu Alyson Bailes, for-
stöðumaður SIPRI-stofnunarinnar,
og Ahmet Evin, prófessor frá Tyrk-
landi, ræða öryggismál Evrópu í ljósi
stækkunar Evrópusambandsins og
mögulegrar aðildar Tyrklands að
sambandinu.
„Ég mun í erindi mínu ræða um
stækkunarstefnu Evrópusambands-
ins eins og hún er í dag,“ útskýrir Aly-
son. „Ég bendi sérstaklega á að
stækkun Evrópusambandsins er
besta öryggisstefnan sem Evrópu-
sambandið á ekki völ á. Með því á ég
við að stækkun er, annars vegar, ákaf-
lega árangursrík leið til að stuðla að
friði í álfunni, en ríkin sem aðild eiga
að Evrópusambandinu virðast hins
vegar ekki geta komist að sameig-
inlegri niðurstöðu um að öryggissjón-
armið eigi að vera úrslitaþáttur þegar
nýjum löndum er veitt innganga. Og
jafnvel þótt svo væri eru menn ekki á
einu máli um hvað gæti áunnist og
hvað tapast fengi Tyrkland inngöngu í
Evrópusambandið.“
Ógn eða bandamaður?
Alyson nefnir að margir líti á mögu-
lega holskeflu tyrkneskra innflytj-
enda sem ógn við samfélag og at-
vinnumöguleika heimafyrir, en fáir
gefi því gaum að Tyrkland gæti orðið
góður bandamaður og vörn gegn vax-
andi óstöðugleika og ógn í Mið-
Austurlöndum. „Með innlimun í Evr-
ópusambandið gæti Tyrkland orðið
lýsandi dæmi um friðsamt íslamskt
samfélag sem fylgir þó evrópskum
gildum. Í erindi mínu mun ég leiða að
því rök að viðhorf til inngöngu Tyrk-
lands í Evrópusambandið séu aðeins
ein birtingarmynd djúpstæðrar óvissu
meðal íbúa Vestur-Evrópu um hvort
öryggisstefna gagnvart öðrum heims-
hlutum eigi að snúast meira um varnir
okkar, eða hvort öryggisstefnan eigi
að snúast um að hjálpa öðrum þjóðum
á leiðinni til lýðræðis og umbóta,“
segir Alyson. „Að mínu mati getum
við ekki gert það fyrrnefnda án þess
að gera það síðarnefnda. Að ætla að
búa í eins konar afgirtu samfélagi
með samfélög í uppnámi í austri er
ekki vænleg framtíðarsýn. Það er
ekki hægt að reisa múra sem ekki er
hægt að klífa og hnattvæðing hefur
leitt til þess að t.d. hryðjuverkaógn er
þegar til staðar innan múra Evrópu.“
Málstofa Alþjóðamálastofnunar
hefst kl. 13 og er áætlað að henni ljúki
kl. 14.30. Aðgangur er öllum heimill
og ókeypis en málstofan fer fram á
ensku.
Alyson tekur einnig þátt í ráð-
stefnu um landvarnir Íslands nk.
laugardag, 4. nóvember, í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafnsins. Að þeirri
ráðstefnu standa Alþjóðasamfélagið –
félag meistaranema í alþjóða-
samskiptum og Alþjóðamálastofnun
HÍ. Hefst málþing laugardagsins kl.
13 og er aðgangur sömuleiðis ókeypis
og öllum heimill.
Á slóðinni www.sipri.org má fræð-
ast um SIPRI-stofnunina og finna
frekari upplýsingar um störf Alyson.
Alþjóðasamfélagið | Málstefna Alþjóðamála-
stofnunar Háskóla Íslands í dag í Lögbergi
Tyrkland og
öryggi Evrópu
Alyson Judith
Kirtley Bailes
fæddist í Man-
chester 1949.
Hún hlaut MA-
gráðu í sagn-
fræði frá Oxford-
háskóla 1969.
Alyson starfaði
við bresku utan-
ríkisþjónustuna frá 1969 til 2002,
m.a. sem sendiherra í Finnlandi,
auk þess sem hún sinnti störfum
m.a. við Vestur-Evrópusambandið
og varnarmálaráðuneyti Bretlands.
Hún var einn af ritstjórum rits
SIPRI/OUP um Norðurlöndin og
evrópska varnar- og öryggisstefnu.
Alyson er nú yfirmaður SIPRI-
friðarrannsóknarstofnunarinnar í
Stokkhólmi.
PoppstjarnanGeorge Michael
ætlar að láta píanóið,
sem John Lennon
notaði til að semja á
lagið Imagine, á sýn-
ingu til að mótmæla
stríðsrekstri sem
kærasti hans, Kenny Goss, er að
skipuleggja.
Michael keypti píanóið, sem er
ekki það hvíta sem sést í mynd-
bandinu með laginu, á 1,67 milljónir
punda á uppboði árið 2000. Píanóið
mun yfirgefa Bretland í fyrsta
skipti því sýningin fer fram í Dallas.
Á sýningunni verða einnig mynd-
ir sem stríðsljósmyndarinn Don
McCullin tók í Afganistan, Víetnam
og Beirút. Þessi sýning verður í
galleríi sem Goss sjálfur á og var
opnað í Dallas á seinasta ári. Goss
segir að Dallas sé góður staður til
að minna fólk á hversu mikilvægur
friður er því þar sé heimili George
Bush Bandaríkjaforseta. „Þetta er
góður staður til að minna fólk á
hvað það er mikilvægt að við finn-
um friðinn,“ sagði Goss.
Fólk folk@mbl.is
TÍSKUVIKUR eru haldnar reglulega í helstu borgum heimsins. Í Singapore
stendur nú ein slík sem hæst. Hér sjást fyrirsætur í glæsilegri sviðsmynd og
flottum fötum, hönnuðum af Peter Kor fyrir Etsu, á tískusýningu í gær.
Reuters
Sólarsvið í Singapore