Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 65
dægradvöl
• Daglegar fréttir af enska boltanum
• Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin”
• Staðan í deildinni og úrslit leikja
• Boltablogg
• Yfirlit yfir næstu leiki
• Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba
Meðal efnis á vefnum er: Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir
verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express
Upplifðu enska boltann á mbl.is!
H
ví
ta
h
ú
si
ð
/
SÍ
A
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3
dxe5 5. Rxe5 Rd7 6. Rf3 c6 7. c4 Rc7
8. Bd3 g6 9. Rc3 Bg7 10. O-O O-O 11.
He1 c5 12. d5 b5 13. Bg5 Rf6 14. De2
He8 15. Had1 b4 16. Re4 Rxe4 17.
Bxe4 Dd6 18. De3 Bb7 19. Bf4 Db6
20. Re5 Had8 21. Dg3 Ra6 22. h4 Rb8
23. Bc2 Bxe5 24. Bxe5 Hc8 25. Bf5
Hcd8 26. h5 Rd7
Staðan kom upp í fyrri hluta 2.
deildar Íslandsmóts skákfélaga sem
fór fram fyrir skömmu í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð. Tékkneski
stórmeistarinn Tomas Oral (2508)
hafði hvítt gegn Sverri Erni Björns-
syni (2067). 27. hxg6! hxg6 svartur
hefði orðið mát eftir 27... fxg6 28.
Be6+ Kf8 29. Df4+ Rf6 30. Dh6#. 28.
Bxd7! Hxd7 29. Dh3 og svartur gafst
upp þar sem hvítur hótar hvort-
tveggja máti á h8 og hróknum á d7.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Skotheld leið.
Norður
♠ÁG62
♥743
♦985
♣KD10
Vestur Austur
♠84 ♠D1097
♥KD1096 ♥ÁG842
♦K642 ♦G107
♣92 ♣6
Suður
♠K53
♥--
♦ÁD3
♣ÁG87543
Suður spilar 5♣ og fær út hjarta-
kóng.
Sagnhafi á tíu slagi og þarf því að-
eins að búa einn til á spaða eða tígul.
Það gefur ágætar vinningslíkur að taka
tvo efstu í spaða og spila að gosanum,
en svína í tígli ef spaðinn skilar ekki
slag. Hér liggur hins vegar allt til and-
skotans – austur á drottningu fjórðu í
spaða og vestur tígulkóng. En sagnhafi
á kost á skotheldri leið með því að nýta
sér tígulstyrkinn í borði – níuna og átt-
una. Hann trompar útspilið, aftrompar
vörnina og stingur annað hjarta. Tekur
tvo efstu í spaða, spilar þriðja hjartanu
og hendir spaða heima! Nú er vörnin í
vanda. Líklega tekur austur slaginn og
spilar tígli – ef það er sjöan hleypir
sagnhafi á níuna, en leggur drottn-
inguna á gosa eða tíu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 málgefin, 4 af-
drep, 7 hafna, 8 rándýr, 9
pest, 11 sárabindi, 13
skordýr, 14 ginna, 15
listi, 17 vindleysa, 20 liða-
mót, 22 skóflar, 23 sting-
urinn, 24 flýtinn, 25 star-
ið.
Lóðrétt | 1 kunnátta, 2
spila, 3 teikning af ferli, 4
regndemba, 5 slétta, 6
blundar, 10 fuglinn, 12 ná
húð af, 13 poka, 15 sam-
tala, 16 innheimta, 18
krafturinn, 19 óhróðurinn,
20 orgar, 21 borðum.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 næturgagn, 8 fælin, 9 lofar, 10 und, 11 súrir, 13
urðar, 15 Spánn, 18 balar, 21 áll, 22 stirð, 23 ussar, 24
sunnudags.
Lóðrétt: 2 ætlar, 3 unnur, 4 guldu, 5 gáfuð, 6 ofns, 7
hrár, 12 inn, 14 róa, 15 sess, 16 átinu, 17 náðin, 18 blund,
19 lúsug, 20 rýrt.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Verk eftir Ólaf Elíasson seldist áuppboði hjá Christie’s í London á
nær 20 milljónir króna. Hvað kallast
verkið?
2 Umhverfisráð borgarinnar hefursamþykkt hækkun sorphirðu-
gjalds um nær 23%. Hver er formaður
umhverfisráðs?
3 Fimmtán ára baráttu Norður-Atlantshafslaxasjóðsins gegn
reknetaveiðum Íra er lokið með því að
stjórnvöld í Írlandi hafa ákveðið að
stöðva veiðarnar. Formaður sjóðsins
er Íslendingur en hvað heitir hann?
4 Alph Mehmet sendiherra fór fyrir25 þjóðum sem mótmæltu hval-
veiðum Íslendinga. Fulltrúa hvaða
þjóðar er hann?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Ákveðið hefur verið að senda geimferju
til að gera við sjónauka út í geimnum. Hvað
kallast sjónaukinn? Svar: Hubble. 2. Ís-
lensku bankarnir skila ríkinu drjúgum skatt-
tekjum. Hve miklum? Svar: Þrettán millj-
örðum. 3. Carol van Voorst er sendiherra
þjóðar sinnar á Íslandi. Hvaða þjóðar?
Svar: Bandaríkjanna. 4. Promens er ís-
lenskt fyrirtæki með starfsemi víða um
lönd. Kona er forstjóri fyrirtækisins. Hvað
heitir hún? Svar: Ragnhildur Geirsdóttir.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is