Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðvestan 8–15 m/s, hvassast syðst. Rigning fyrst, síðan skúrir og léttir til austanlands. Hlýjast sunnanlands.» 8 Heitast Kaldast 9°C 2°C Nýjung! FJÖLSKYLDU- MEÐLIMUR NÝR Nú hefur fjölgað í GOTTA-fjölskyldunni. Gotta-mysingur með karamellubragði kætir alla krakka. STEFNT er að því að endurvekja Torfu- samtökin á næstunni og því að félagar í samtökunum verði orðnir 500 innan skamms. Samtökin eiga að verða virk í baráttunni fyrir varðveislu húsa í mið- bænum, segir Þórður Magnússon tónlist- armaður, einn þeirra sem standa að end- urvakningunni. | 12 Torfusamtökin endurvakin Morgunblaðið/Árni Sæberg Á safn? Gröndalshús er á leið á safn. MÆLIFELL á Höfðabrekkuafrétti var baðað morgunsól þegar smalar voru að líta eftir kindum á afréttinum einn morgun nú í haust. Þessa dagana er verið að leita uppi eftirlegukindur á afrétti og heið- arlöndum Mýrdælinga, enda síðustu forvöð áður en vetur leggst að. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunsól á Mælifelli UNGIR ökumenn mega ekki vera á ferli á vissum tíma sólarhringsins í umferðinni ef Alþingi samþykkir breytingafrumvarp samgöngu- ráðherra á umferðarlögum. Öku- mennirnir mega heldur ekki vera með marga unga farþega í bílnum hjá sér og þá er þeim ekki heimilt að aka visst kraftmiklum bílum. Allar þessar takmarkanir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi í ljósi þess að ungir ökumenn valda nær þriðjungi slysa og mörg þeirra verða á nótt- unni. „Með þessum takmörkunum er auðvitað verið að ganga á rétt þess- ara ungu ökumanna,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, „en reynslan sýnir okkur að það er nauð- synlegt að grípa til ráðstafana.“ Að öðru leyti er m.a. gert ráð fyrir að lögreglan fái heimild til að taka ökutæki af ökuföntum og þá verða sektir hækkaðar um 60% með reglu- gerð sem tekur gildi 1. desember nk. Algengasta frumorsök banaslysa á tímabilinu 1998–2006 var hrað- akstur, sem var orsökin í 21% til- vika. Næst kemur vanræksla á beltanotkun í 15% tilvika og þar á eftir ölvunarakstur. Svefnleysi og þreyta ásamt því að stöðvunarskylda var ekki virt eru einnig meðal al- gengustu frumorsaka banaslysanna. Ýmsar takmarkanir settar á akstur ungra ökumanna A / *C M D* /2 <      ) &  ,--.  ,.   !"#   B$  2 5  0 # )< 21 # !21 <*    2    H H H H H  Hraðaksturssektirnar | 6 TVÆR konur voru fluttar á slysa- deild eftir að bifreið þeirra lenti í árekstri við strætisvagn á mótum Salavegar og Arnarnesvegar, við bæjarmörk Kópavogs og Garða- bæjar, skömmu fyrir kl. 18 í gær. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins var áreksturinn harður og er fólksbifreiðin afar illa farin. Beita þurfti klippum til þess að ná annarri konunni úr bifreiðinni. Konurnar eru þó að öllum líkindum ekki alvarlega slasaðar. Tildrög slyssins eru óljós. Ökumaður og farþegar strætis- vagnsins sluppu ómeiddir. Strætisvagn í árekstri Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HVALUR 9 er hættur hvalveiðum í haust. Ástæðan er minnkandi birta og versnandi veður, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Ef rigningarsuddi og dimmviðri bætist við skammdegið er ómögulegt að eiga við veiðarnar því hvalveiðar er ekki hægt að stunda nema í björtu veðri og þokkalega stilltu. Hvalbáturinn var á miðunum út af Snæfellsnesi í gær og var þar í hval. Kristján sagði þá hafa séð tvær sandreyðar og eina langreyði, en sú náði ekki 50 feta lágmarki fyrir veiðidýr. Undir kvöld sáust tveir hvalir til viðbótar en þeir týndust í myrkri. Þá var farið að bræla og veðurhorfur slæmar fyrir næstu daga. Því var ákveðið að láta slag standa. Hvalur 9 var búinn að landa sjö langreyðum. Kristján sagði ljóst að Hvalur 9 hættur veiðum, tvær langreyðar óveiddar sjö hvalir skiluðu ekki miklum hagnaði, en með því að byrja veiðar nú væri betra að átta sig á framtíð- inni. En ætlar hann að láta skvera fleiri hvalbáta? „Það getur verið, við sjáum bara til,“ sagði Kristján. Hann var einnig spurður hvort hann hefði fengið mikið af mót- mælum? „Alls engin. Ég hef ekkert fengið nema hrós. Helling af tölvu- pósti frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Það hefur ekki verið nema á einn veg,“ sagði Kristján. | 6 Í HNOTSKURN » Eftir að veiðar í atvinnu-skyni voru leyfðar á ný hélt Hvalur 9 til veiða og kom með fyrstu langreyðina að landi 21. október. » Kvótinn hljóðaði upp áníu langreyðar. Hvalur 9 var búinn að veiða fjórar kýr og þrjá tarfa. SEÐLABANKINN tek- ur ekki afstöðu til ákvarðana Alþingis um skattbreytingar, að því er fram kom í máli Dav- íðs Oddssonar seðla- bankastjóra á frétta- mannafundi í bankanum í gær. Hann sagði hins vegar að tímasetning þeirra skipti máli fyrir framgang peningastefnunnar. „Það er markmið ákvarðananna að auka kaupmátt ráðstöfunartekna,“ sagði Davíð. „Þær munu hins vegar draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun þjóðarbúskaparins.“ Hann sagði einnig að rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga væri ótíma- bær. Bankastjórn Seðlabankans ákvað í gær að breyta ekki stýrivöxtum og þeir verða því áfram 14,0%. Er þetta í fyrsta skipti frá því í maí 2004 að Seðlabankinn hækkar ekki stýrivexti. | 14 Tefur aðhald og aðlögun Davíð Oddsson ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.