Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 16

Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Spurningar lífsins Eftir Nicky Gumbel Í bókinni er leitast við að svara spurningum sem snerta tilgang lífsins. Hún útskýrir á einfaldan hátt grundvallaratriði kristinnar trúar og er kjörin til að kynna sér eða rifja upp efni Alfa- námskeiðsins. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 0,2% í gær og er lokaverð hennar 6.454 stig. Mest viðskipti voru með hluta- bréf hins nýskráða Icelandair Group, eða fyrir um 1,2 milljarða króna. Mest hækkun varð á bréfum Flögu Group, um 9,2%, og þá hækkuðu bréf Teymis um 6,6%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Nýherja, 5,1%, og Marels 1,9%. Lækkun í Kauphöll ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR (ÍLS) áætlar að útlán sjóðsins á næsta ári verði nokkuð meiri en á þessu ári. Í áætl- uninni er gert ráð fyrir að útlánin á árinu 2007 verði 52–59 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að útlánin í ár verði um 48 milljarðar. Því gerir sjóðurinn ráð fyrir um 8–23% aukn- ingu milli ára. Greining Glitnis segir að áætlun ÍLS sé athyglisverð í ljósi þess að flestir spái kólnun á fasteignamark- aði árið 2007. Greiningardeild KB banka tekur í svipaðan streng og segir að áætlunin verði að teljast í hærra lagi. Nokkrir þættir gætu þó aukið eftirspurn eftir útlánum sjóðs- ins, svo sem auknar útlánaheimildir. ÍLS gerir ráð fyrir auknum útlánum RÍKISSTJÓRN borgaraflokkanna í Svíþjóð tilkynnti í gær að hún stefni að því að selja eignarhluti ríkisins í sex fyrirtækjum þar í landi. Ekki var greint frá því hvort ætlunin er að selja eignarhluti ríkisins í fyrirtækj- unum að hluta eða að öllu leyti. Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að talið sé að fyrsta bylgja einkavæð- ingar í Svíþjóð muni skila ríkissjóði um 100 milljörðum sænskra króna, eða um 1.000 milljörðum íslenskra króna, á næstu tveimur árum. Í kjölfar kosninganna í Svíþjóð í septembermánuði síðastliðnum sagði ríkisstjórnin að hún stefndi að því að selja hluti ríkisins í nokkrum fyrirtækjum fyrir um 1.500 milljarða íslenskra króna. Þá var hins vegar ekki greint frá því hvaða fyrirtæki um væri að ræða, en ríkið á hluti í samtals 57 fyrirtækjum. Mikil samkeppni Fyrirtækin sem ríkisstjórnin ætl- ar að selja eignarhluti sína í eru Nordea-bankinn, sem ríkið á 19,9% hlut í, símafyrirtækið Telia Sonera, en eignarhluturinn þar er 45,3%, og kauphöllin OMX, en þar er eignar- hluturinn 6,8%. Þá er ætlunin að selja hlutabréf í fasteignafélaginu Vasakronan, íbúðalánabankanum SBAB og áfengisframleiðandanum Vin&Sprit, en ríkið á 100% hlut í þessum þremur fyrirtækjum. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Sví- þjóðar, viðskiptaráðherrann Mats Odell og atvinnumálaráðherrann Maud Olofsson, sögðu á frétta- mannafundi þar sem greint var frá ákvörðun stjórnarinnar að öll sex fyrirtækin störfuðu á mörkuðum þar sem samkeppni væri mikil. Þeir voru spurðir hvort til stæði að selja hlut ríkisins í fleiri fyrirtækjum og svör- uðu á þann veg að það væri ekki ólík- legt. Í frétt AFP segir að talið sé að rík- isstjórnin hafi einnig í hyggju að selja meðal annars hlut ríkisins í orkufyrirtækinu Vattenfall. Selja Ríkisstjórn Svíþjóðar ætlar að selja hluti í sex fyrirtækjum. Einkavæðing boðuð í Svíþjóð Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉF Icelandair Group Holding voru skráð á aðallista Kaup- hallar Íslands í gær. Heildarvið- skipti með bréf félagsins í gær námu um 1,2 milljörðum króna að mark- aðsvirði. Segja má að félagið sé aftur komið á markað, því forveri þess, Flugleiðir hf., var skráð í Kauphöll- inni árið 1992. Í útboði á hlutabréfum í félaginu, sem fram fór 27. nóvember til 4. des- ember, var gengi bréfanna 27,0 krónur á hlut. Fyrstu viðskiptin í gær fóru fram á genginu 27,8 krón- ur, gengið fór hæst í 28,0 krónur en lokagengið í gær var 27,6 krónur. Heildarhlutafé Icelandair Group er einn milljarður króna. Markaðsvirði félagsins við lok viðskipta í gær var því 27,6 milljarðar króna. Tveir erlendir hluthafar FL Group var eigandi Icelandair Group en seldi allt hlutafé sitt í fé- laginu í októbermánuði síðastliðnum. Nýir kjölfestufjárfestar keyptu þá 50,5% hlut í félaginu og Glitnir banki sölutryggði það hlutafé sem þá var eftir í eigu FL Group. Í kjölfar skráningar Icelandair Group í Kauphöll Íslands í gær var birtur listi yfir 20 stærstu hluthafana í félaginu. Langflug ehf. er stærsti einstaki hluthafinn með 32,0% hlut. Næststærsti hluthafinn er Naust ehf. með 14,81% hlut. Á meðal 9 stærstu hluthafanna eru tveir erlendir aðilar, Skandinav- iska Enskilda Banken AB, með 2,50% hlut, og Barclays Capital Sec- urities Ltd., sem á 1,30% hlut. Icelandair Group er eignarhalds- félag sjálfstæðra þjónustufyrirtækja sem starfa á sviði flug- og ferðaþjón- ustu og í tengdri starfsemi. Starf- seminni er skipti í þrjú áherslusvið, alþjóðlegan flugrekstur, leiguflug og flugvélaviðskipti, og ferðaþjónustu. Millilandaflugfélagið Icelandair er stærst dótturfélaganna. Icelandair Group er fyrsta ís- lenska félagið sem skráð hefur bréf sín í Kauphöll Íslands eftir að hún er orðin hluti af OMX Nordic Ex- change. Icelandair Group komið á markað Markaðsvirði félagsins er tæplega 28 milljarðar króna Skráning Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar, Finnur Ingólfs- son, Helgi S. Guðmundsson og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Morgunblaðið/Sverrir EINKAHLUTAFÉLAG í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra og forstjóra VÍS og núverandi stjórnarformanns Icelandair Group Holding, hefur keypt fjórðungshlut í Langflugi ehf. af Eignarhaldsfélag- inu Samvinnutryggingum hf. Lang- flug er stærsti hluthafinn í Ice- landair Group með 32,0% hlut. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar er stærsti hluthafinn í Langflugi en eina eign þess félags er hluturinn í Icelandair Group. Finnur er stjórnarformaður Langflugs. Finnur með fjórðung í Langflugi          !  " # $       !  " # $           ! "   #!  $%  & ""'(" &)*+  ,(+-(" +)(.)    )/ 012" ,/ "+ 3 0" 4%")(5" &" +"6 3 0" 4%  3 0"  7 ,7"%" 3 0" 4% " ,8'0  #  ,7" 3 0" 4% " . 7" 3 0" 4% " , 7 6) %! !  & "", 4%"  4%  3 0" 4% 9%  +  !  "" # $" " !"  !     $ ! ! ! #!  !   % &'( '()' %  *)+  , -      %      ./"&9 2  . /  . "/:9  7:; .9(&9 2  )((<&9 2  &9 2  & ""'("  * -"7("2   = + > 2 " '("  +'("= +  #   #9"/"9  , 7 6) %! ! '  ?   & ' ()  -8"    &9 2  @/ +"&9 2*9 +"   @/ +"/&9 2  A "  B#C.) D07"  D0 " 7"%<%"  E" <%"  *'+,   - , !    , %  +  ./01,    *)&+"  *72"%   2                                                                       *" +6 "%("2" + " D" '9%3 9(+ F > 2,                                         6   6 6 6 6 6                                            6      E"%("2"3(4 7 .D*G.  ""  < +" "%("2               6  6 6 6 6 6 ,3% "%(% +H ,I:       J J D,- K.C     J J 1.1  B#C,9((        J J B#C><  "(("       J J @1-C K9LM9      J J FL GROUP hef- ur skrifað undir þriggja ára samning við Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun á samningstím- anum. Þetta sam- svarar tæplega 37 milljörðum ís- lenskra króna á gengi gærdagsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að á yfirstandandi ári hafi FL Group fengið aðgang að ríflega ein- um milljarði evra (u.þ.b. 92 millj- arðar íslenskra króna) fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana. Eykur sveigjanleika FL Group Segir þar að samningurinn við Barclays geri FL Group kleift að fjármagna kaup á hlutabréfum í skráðum félögum í Evrópu og á Ís- landi. Ásamt því að veita aðgang að við- bótarfjármagni aukist sveigjanleiki félagsins til fjármögnunar núver- andi fjárfestinga og þeirra sem ráð- ist verði í síðar. ,,Þessi samningur – og reyndar allir þeir fjármögnunarsamningar sem FL Group hefur gert á þessu ári – sýnir glögglega að félagið hef- ur áunnið sér traust alþjóðlegra bankastofnana. Samningurinn styrkir stöðu fyrirtækisins, hann er einn af hornsteinum frekari upp- byggingar um leið og auðveldara verður að hrinda áætlunum í fram- kvæmd. Það var mjög ánægjulegt að vinna að gerð þessa samnings með Barclays Capital og FL Group væntir mikils af frekara samstarfi,“ er haft eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, í tilkynning- unni. FL semur við Barclays Hannes Smárason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.