Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Spurningar lífsins Eftir Nicky Gumbel Í bókinni er leitast við að svara spurningum sem snerta tilgang lífsins. Hún útskýrir á einfaldan hátt grundvallaratriði kristinnar trúar og er kjörin til að kynna sér eða rifja upp efni Alfa- námskeiðsins. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 0,2% í gær og er lokaverð hennar 6.454 stig. Mest viðskipti voru með hluta- bréf hins nýskráða Icelandair Group, eða fyrir um 1,2 milljarða króna. Mest hækkun varð á bréfum Flögu Group, um 9,2%, og þá hækkuðu bréf Teymis um 6,6%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Nýherja, 5,1%, og Marels 1,9%. Lækkun í Kauphöll ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR (ÍLS) áætlar að útlán sjóðsins á næsta ári verði nokkuð meiri en á þessu ári. Í áætl- uninni er gert ráð fyrir að útlánin á árinu 2007 verði 52–59 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að útlánin í ár verði um 48 milljarðar. Því gerir sjóðurinn ráð fyrir um 8–23% aukn- ingu milli ára. Greining Glitnis segir að áætlun ÍLS sé athyglisverð í ljósi þess að flestir spái kólnun á fasteignamark- aði árið 2007. Greiningardeild KB banka tekur í svipaðan streng og segir að áætlunin verði að teljast í hærra lagi. Nokkrir þættir gætu þó aukið eftirspurn eftir útlánum sjóðs- ins, svo sem auknar útlánaheimildir. ÍLS gerir ráð fyrir auknum útlánum RÍKISSTJÓRN borgaraflokkanna í Svíþjóð tilkynnti í gær að hún stefni að því að selja eignarhluti ríkisins í sex fyrirtækjum þar í landi. Ekki var greint frá því hvort ætlunin er að selja eignarhluti ríkisins í fyrirtækj- unum að hluta eða að öllu leyti. Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að talið sé að fyrsta bylgja einkavæð- ingar í Svíþjóð muni skila ríkissjóði um 100 milljörðum sænskra króna, eða um 1.000 milljörðum íslenskra króna, á næstu tveimur árum. Í kjölfar kosninganna í Svíþjóð í septembermánuði síðastliðnum sagði ríkisstjórnin að hún stefndi að því að selja hluti ríkisins í nokkrum fyrirtækjum fyrir um 1.500 milljarða íslenskra króna. Þá var hins vegar ekki greint frá því hvaða fyrirtæki um væri að ræða, en ríkið á hluti í samtals 57 fyrirtækjum. Mikil samkeppni Fyrirtækin sem ríkisstjórnin ætl- ar að selja eignarhluti sína í eru Nordea-bankinn, sem ríkið á 19,9% hlut í, símafyrirtækið Telia Sonera, en eignarhluturinn þar er 45,3%, og kauphöllin OMX, en þar er eignar- hluturinn 6,8%. Þá er ætlunin að selja hlutabréf í fasteignafélaginu Vasakronan, íbúðalánabankanum SBAB og áfengisframleiðandanum Vin&Sprit, en ríkið á 100% hlut í þessum þremur fyrirtækjum. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Sví- þjóðar, viðskiptaráðherrann Mats Odell og atvinnumálaráðherrann Maud Olofsson, sögðu á frétta- mannafundi þar sem greint var frá ákvörðun stjórnarinnar að öll sex fyrirtækin störfuðu á mörkuðum þar sem samkeppni væri mikil. Þeir voru spurðir hvort til stæði að selja hlut ríkisins í fleiri fyrirtækjum og svör- uðu á þann veg að það væri ekki ólík- legt. Í frétt AFP segir að talið sé að rík- isstjórnin hafi einnig í hyggju að selja meðal annars hlut ríkisins í orkufyrirtækinu Vattenfall. Selja Ríkisstjórn Svíþjóðar ætlar að selja hluti í sex fyrirtækjum. Einkavæðing boðuð í Svíþjóð Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉF Icelandair Group Holding voru skráð á aðallista Kaup- hallar Íslands í gær. Heildarvið- skipti með bréf félagsins í gær námu um 1,2 milljörðum króna að mark- aðsvirði. Segja má að félagið sé aftur komið á markað, því forveri þess, Flugleiðir hf., var skráð í Kauphöll- inni árið 1992. Í útboði á hlutabréfum í félaginu, sem fram fór 27. nóvember til 4. des- ember, var gengi bréfanna 27,0 krónur á hlut. Fyrstu viðskiptin í gær fóru fram á genginu 27,8 krón- ur, gengið fór hæst í 28,0 krónur en lokagengið í gær var 27,6 krónur. Heildarhlutafé Icelandair Group er einn milljarður króna. Markaðsvirði félagsins við lok viðskipta í gær var því 27,6 milljarðar króna. Tveir erlendir hluthafar FL Group var eigandi Icelandair Group en seldi allt hlutafé sitt í fé- laginu í októbermánuði síðastliðnum. Nýir kjölfestufjárfestar keyptu þá 50,5% hlut í félaginu og Glitnir banki sölutryggði það hlutafé sem þá var eftir í eigu FL Group. Í kjölfar skráningar Icelandair Group í Kauphöll Íslands í gær var birtur listi yfir 20 stærstu hluthafana í félaginu. Langflug ehf. er stærsti einstaki hluthafinn með 32,0% hlut. Næststærsti hluthafinn er Naust ehf. með 14,81% hlut. Á meðal 9 stærstu hluthafanna eru tveir erlendir aðilar, Skandinav- iska Enskilda Banken AB, með 2,50% hlut, og Barclays Capital Sec- urities Ltd., sem á 1,30% hlut. Icelandair Group er eignarhalds- félag sjálfstæðra þjónustufyrirtækja sem starfa á sviði flug- og ferðaþjón- ustu og í tengdri starfsemi. Starf- seminni er skipti í þrjú áherslusvið, alþjóðlegan flugrekstur, leiguflug og flugvélaviðskipti, og ferðaþjónustu. Millilandaflugfélagið Icelandair er stærst dótturfélaganna. Icelandair Group er fyrsta ís- lenska félagið sem skráð hefur bréf sín í Kauphöll Íslands eftir að hún er orðin hluti af OMX Nordic Ex- change. Icelandair Group komið á markað Markaðsvirði félagsins er tæplega 28 milljarðar króna Skráning Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar, Finnur Ingólfs- son, Helgi S. Guðmundsson og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Morgunblaðið/Sverrir EINKAHLUTAFÉLAG í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra og forstjóra VÍS og núverandi stjórnarformanns Icelandair Group Holding, hefur keypt fjórðungshlut í Langflugi ehf. af Eignarhaldsfélag- inu Samvinnutryggingum hf. Lang- flug er stærsti hluthafinn í Ice- landair Group með 32,0% hlut. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar er stærsti hluthafinn í Langflugi en eina eign þess félags er hluturinn í Icelandair Group. Finnur er stjórnarformaður Langflugs. Finnur með fjórðung í Langflugi          !  " # $       !  " # $           ! "   #!  $%  & ""'(" &)*+  ,(+-(" +)(.)    )/ 012" ,/ "+ 3 0" 4%")(5" &" +"6 3 0" 4%  3 0"  7 ,7"%" 3 0" 4% " ,8'0  #  ,7" 3 0" 4% " . 7" 3 0" 4% " , 7 6) %! !  & "", 4%"  4%  3 0" 4% 9%  +  !  "" # $" " !"  !     $ ! ! ! #!  !   % &'( '()' %  *)+  , -      %      ./"&9 2  . /  . "/:9  7:; .9(&9 2  )((<&9 2  &9 2  & ""'("  * -"7("2   = + > 2 " '("  +'("= +  #   #9"/"9  , 7 6) %! ! '  ?   & ' ()  -8"    &9 2  @/ +"&9 2*9 +"   @/ +"/&9 2  A "  B#C.) D07"  D0 " 7"%<%"  E" <%"  *'+,   - , !    , %  +  ./01,    *)&+"  *72"%   2                                                                       *" +6 "%("2" + " D" '9%3 9(+ F > 2,                                         6   6 6 6 6 6                                            6      E"%("2"3(4 7 .D*G.  ""  < +" "%("2               6  6 6 6 6 6 ,3% "%(% +H ,I:       J J D,- K.C     J J 1.1  B#C,9((        J J B#C><  "(("       J J @1-C K9LM9      J J FL GROUP hef- ur skrifað undir þriggja ára samning við Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun á samningstím- anum. Þetta sam- svarar tæplega 37 milljörðum ís- lenskra króna á gengi gærdagsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að á yfirstandandi ári hafi FL Group fengið aðgang að ríflega ein- um milljarði evra (u.þ.b. 92 millj- arðar íslenskra króna) fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana. Eykur sveigjanleika FL Group Segir þar að samningurinn við Barclays geri FL Group kleift að fjármagna kaup á hlutabréfum í skráðum félögum í Evrópu og á Ís- landi. Ásamt því að veita aðgang að við- bótarfjármagni aukist sveigjanleiki félagsins til fjármögnunar núver- andi fjárfestinga og þeirra sem ráð- ist verði í síðar. ,,Þessi samningur – og reyndar allir þeir fjármögnunarsamningar sem FL Group hefur gert á þessu ári – sýnir glögglega að félagið hef- ur áunnið sér traust alþjóðlegra bankastofnana. Samningurinn styrkir stöðu fyrirtækisins, hann er einn af hornsteinum frekari upp- byggingar um leið og auðveldara verður að hrinda áætlunum í fram- kvæmd. Það var mjög ánægjulegt að vinna að gerð þessa samnings með Barclays Capital og FL Group væntir mikils af frekara samstarfi,“ er haft eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, í tilkynning- unni. FL semur við Barclays Hannes Smárason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.