Morgunblaðið - 19.12.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.12.2006, Qupperneq 24
hönnun 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á myrkasta tíma ársins líta þeir félagar varla upp sökum anna en það er býsna stutt í hlátur og brandara. Verkstæðið er til húsa í jaðri hraunsins í Hafnarfirði og lætur lítið yfir sér. Tíkin Setta lætur vita af sér, greinilegt að hún tekur húsgæslu- hlutverk sitt mjög hátíðlega. Það er boðið upp á kaffi og hrásykur, sólin er lágt á lofti og rétt seilist inn um gluggana. Þeir segjast vera gleðimenn – sem komi að því að gleðja hjörtu kvenna, jú og auðvitað karla líka. Allavega hafa þeir gaman og gleði af fé- lagsskap hvor annars, svo mikið er víst. Táknin í lífinu „Ég vissi þegar ég var tólf ára hvað ég ætlaði að verða,“ segir Sigurður Ingi eða Ingi eins og hann er jafnan kallaður. Fljót- lega eftir námið fór að bera á að hann hefur mótaðan stíl og jafnvel hægt að þekkja hand- bragðið. „Mér finnst rosalega gaman að smíða þykkt og þungt, ég viðurkenni það, og verkefni eins og fékk fyrir síðustu jól var mjög skemmtilegt. Þá var ég beðinn að smíða þrjá hringa sem allir voru með þriggja og hálfs karats demanti, en það er nokkuð sem gullsmiðir fá ekki oft að takast á við.“ Hann er spurður hvað hringarnir hafi kostað en er tregur til svars. „Mjög mikið,“ segir hann eftir nokkurt suð blaðamanns og hvatn- ingu frá Hans. Tákn í ýmsum útfærslum er gjarnan að finna á gripum Inga og í sérsmíðinni hafa táknin oft sérstaka merkingu fyrir viðkom- andi og gera skartgripinn persónulegri. Þá geta legið að baki bæði tilfinningar og saga. Oft sækir Ingi innblástur í náttúruna sem hann segir að sjái um bestu hönnunina. Heiðurinn mikill Gott dæmi um hvernig náttúran kemur fyrir í verkum hans er verðlaunagripur fyrir íþróttamann ársins sem Ingi var fenginn til að smíða og verður afhentur í fyrsta sinn 28. desember næstkomandi. Óskað var eftir að gripurinn hefði skírskotun til Íslands og átti helst að vera 150–170 sentimetrar á hæð, að öðru leyti fékk hann frjálsar hendur. „Ég spurði þá hvort þeir gerðu sér grein fyrir hver meðalhæð kvenmanns væri og nið- urstaðan varð að gripurinn yrði í kringum einn metra. Hann er hins vegar býsna þung- ur og núna er ég að vinna í því að létta hann eins og hægt er, það væri gaman ef íþrótta- mennirnir þyrftu ekki að standa gleiðir við að lyfta honum upp fyrir höfuð,“ segir Ingi og brosir. Í vinnslu er líka eignargripur sem er minni og öðruvísi útgáfa af þeim stóra, en vísar til hans. En hvernig varð hugmyndin til? „Þegar hugmyndavinnan hófst hafði ég í huga eldmóð íþróttamannsins og þau efni sem í gripnum eru endurspegla þá eiginleika sem sannur íþróttamaður býr yfir. Þá á ég við þolgæði, mikinn kraft, hreinskiptni og heiðarleika svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér sá ég svo að ein- staklingur sem náð hefur þeim árangri að vera valinn íþróttamaður ársins er ekkert ósvipaður íslenskri náttúru, sem er einstök, kynngimögnuð og kraftmikil.“ Verkið hefur kallað fram jákvæð viðbrögð fólks og Ingi er sáttur. „Þetta er fyrst og fremst mjög mikill heiður fyrir mig að fá að glíma við þetta verk, segir Ingi sem greinilega er bæði þakk- látur og stoltur. Sérvitur sveimhugi Leiðir þeirra Inga og Hans lágu saman fyrir margt löngu þegar þeir hófu nám í gull- smíði við Iðnskólann. Síðar stofnuðu þeir fé- lagarnir með tveimur öðrum gullsmíðaverk- stæði og verslun á Laugavegi sem enn er starfandi. „Æ, það voru aðeins of margir í því hjónabandi. Ég ákvað því að selja minn hlut fyrir þremur árum og fór að vinna sjálfstætt. Hans fetaði sömu leið, enda söknuðurinn eftir mér að sliga hann!“ segir Ingi og þeir skella upp úr. „Í dag vinnur hann hjá mér, við erum fínir saman og vegum hvor annan upp. Hansi er ofboðslega iðinn og með fullkomnunar- áráttu – ég er meiri sveimhugi.“ Ingi heldur áfram: „Ég er með afbrigðum sérvitur maður og kannski manískur á vissa hluti, ætli Hans sé það ekki bara líka eða þá svona umburð- arlyndur, allavega gengur okkur mjög vel að vinna saman.“ Hann tekur dæmi um skipu- lagið á verkstæðinu. „Þrátt fyrir örlitla óreiðu er samt allt á sínum stað og ef einhver kemur inn og ruglar kerfinu verðum við mjög Ólíkir Til hægri er nýi gripurinn en sá gamli er nú varðveittur á Þjóðminjasafni Íslands eftir fimmtíu ára notkun. Niðursokkin Hér eru Hans, Ingi og Helena niðursokkin í vinnu enda eru jólin annasamasti tími gullsmiðsins. Litli aðstoðarmaðurinn heitir Konráð Krummi og er sonur Inga. „Við höfum haft tilhneigingu til að haldast í hendur,“ segir Sig- urður Ingi Bjarnason gull- smiður og kímir. Hann á þar við samstarfsmann sinn og félaga Hans Kristján Einarsson. Katrín Brynja Hermannsdóttir fékk að kíkja inn í heim gull- smiða sem vinna dag og nótt á þessum árstíma. Töff Þetta hálsmen er úr Sign-línunni. Nú er smíðað allan sólar Gullsmiður „Mér finnst rosalega gaman að smíða þykkt og þungt,“ segir Sigurður Ingi eða Ingi eins og hann er kallaður en hann vissi þegar hann var tólf ára hvað hann ætlaði að verða. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.