Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 29

Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 29
Í brekkunum Cavalierhundurinn Máni er góður félagi Hildar. Yngri systir hennar, Hafrún Lind, sem er sex ára er líka farin að fóta sig á skíðunum. Jólin hjá Hildi Sigrúnu Guð-brandsdóttur verða meðóvenjulegra móti í ár. Húnverður ásamt þremur fé- lögum úr skíðadeild Breiðabliks í skíðaþjálfunarbúðum í Noregi yfir hátíðarnar. Hildur, sem er í 10. HT í Garða- skóla, hefur stundað skíðaíþróttina í sex ár, frá níu ára aldri og er ekkert á þeim buxunum að hætta. „Það er allt skemmtilegt við þetta,“ segir hún með áherslu enda eins gott að hafa slíkt viðhorf þar sem æfingapró- grammið er stíft. „Við æfum þrek um það bil fimm sinnum í viku og á vet- urna förum við alltaf upp í fjall þegar við getum. Það þyrfti þó að vera miklu oftar,“ segir hún og vísar þar til hins alræmda snjóleysis sem yf- irleitt hrjáir íbúa höfuðborgarsvæð- isins. Hún segir þeim mun mikilvægara að komast af og til í þjálfunarbúðir í útlöndum þar sem snjórinn er næg- ur. „Það er mjög gott að fara til Aust- urríkis og Noregs að æfa. Núna för- um við fjögur, sem æfum í flokki 15 ára og eldri með Breiðabliki, til Gjeilo í Noregi. Ég hef einu sinni áð- ur farið þangað en þá var ég bara yfir áramótin. Að þessu sinni förum við út 21. desember og komum aftur heim 3. janúar. Ef maður vill fara til útlanda að æfa án þess að sleppa skólanum er eiginlega best að gera það í jólafríinu. Svo byrjar skólinn aftur um leið og við komum aftur heim.“ Tekur pakka með Hildi finnst ekki sérstaklega erfið tilhugsun að vera fjarri vinum og vandamönnum yfir hátíðirnar. „Ég held það verði allt í lagi og bara skemmtilegt.“ Hún bætir því við að fjölskyldan sé að mestu leyti jákvæð vegna uppátækisins. „Reyndar lang- ar mömmu alveg að hafa mig heima.“ Hún segir hópinn ekki búinn að skipuleggja hvernig jólahaldinu verði háttað. „Við ætlum samt að halda jól. Ætli maður taki ekki ein- hverja pakka með sér og við borðum eitthvað gott saman. Þetta verður örugglega frábær ferð.“ Hvað framtíðina varðar veit Hild- ur ekki alveg hvort hún muni leggja skíðin fyrir sig. „Það verður bara að koma í ljós og fer auðvitað eftir því hvernig gengur. En þetta er frábært sport.“ Í skíðabúðum um jólin Morgunbladid /RAX Skemmtilegt Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir nýtur skíðaíþróttarinnar fram í fingur og tær. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is tómstundir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 29 Opið þorláksmessu kl. 11-23, aðfangadag kl. 10-13. Glæsilegt úrval jólagjafa fyrir dömur og herra Náttföt • Sloppar • Undirföt        Síðumúla 3, sími 553 7355 Opið til kl. 21.00 öll kvöld Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.