Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LAUMUFARÞEGI BORGAR MIÐANN SINN Ákvörðun íslenzkra stjórnvaldaum að biðja um aðild aðMannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins og hefja greiðslur í hann var löngu, löngu tímabær. Út af fyrir sig má segja að Íslandi hafi verið nauðugur einn kostur að ganga til liðs við sjóðinn, vegna þess að Bandaríkin sitja ekki þar lengur fyrir okkar hönd. Bandaríkin gegndu alla tíð hlutverki gistiríkis gagnvart sjóðnum vegna mannvirkja, sem reist voru fyrir fé úr honum hér á landi. Kannski voru einhver rök fyrir því, út frá því að Bandaríkin sáu alfarið um varnir landsins og nýttu þau mannvirki, sem um var að ræða. Nú er varnarliðið farið og Ísland hefur tekið við stjórn þessara mannvirkja, en þau eru áfram í eigu Mannvirkja- sjóðsins. Þar á meðal eru flugbrautir og flugskýli á Keflavíkurflugvelli, ratsjárstöðvarnar og fjarskiptakerfið sem tengir þær saman, olíubirgða- stöðin og höfnin í Helguvík. Í meira en hálfa öld lagði Ísland ekkert af mörkum til sjóðsins en fékk úr honum ríkulegar greiðslur vegna mannvirkjagerðar hér. Lengi vel greiddi Mannvirkjasjóðurinn líkast til hærra verð fyrir verkefni á Íslandi en víðast annars staðar vegna þess einokunarfyrirkomulags, sem var á verktakastarfsemi fyrir varnarlið Bandaríkjanna. Sú saga öll er okkur til lítils sóma. Nú munu þessi mál komast í eðli- legra og heilbrigðara horf. Ísland mun hefja greiðslur í sjóðinn á næsta ári. Þær verða aðeins um tvær millj- ónir króna fyrsta árið, en að loknum tíu ára aðlögunartíma verða þær orðnar 30 milljónir króna á ári. Í ljósi þess hvað þetta eru lágar greiðslur í samanburði við mörg önnur útgjöld ríkisins vegna þátttöku í alþjóða- stofnunum má raunar spyrja hvort nokkur ástæða sé til þess fyrir ríki, sem hefur átt aðild að NATO frá upphafi, að þiggja slíka aðlögun. Eig- um við ekki bara að greiða okkar fulla skerf strax? Ísland á að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar mannvirkja í þágu NATO í nýjum að- ildarríkjum og á átakasvæðum, þar sem bandalagið hefur tekið að sér að stilla til friðar. Þróun öryggismála á alþjóðavettvangi hefur valdið því að við verðum að leggja meira af mörk- um en áður, bæði til eigin varna og sameiginlegra varna Atlantshafs- bandalagsins. Það gerum við til dæm- is með því að taka þátt í friðargæzlu og auðvitað ekki síður með því að taka eðlilegan þátt í sameiginlegum kostnaði NATO við mannvirkjagerð. Í meira en hálfa öld var Ísland að þessu leyti eins konar laumufarþegi í NATO; naut góðs af öllu því sem að- ild að bandalaginu hafði í för með sér en lagði fjárhagslega ekkert af mörk- um í staðinn. Nú er kominn tími til að við borgum fyrir miðann okkar. ÖRUGGT UPPLÝSINGASAMFÉLAG? Æ fleiri fyrirtæki eru nánast al-gerlega háð greiðum fjarskipt- um og hvers kyns rafrænum sam- skiptum í rekstri sínum. Daglegt líf fólks gengur að verulegu leyti út á slík samskipti. Við búum orðið í sann- kölluðu upplýsingasamfélagi, þar sem greiður aðgangur að rafrænum upp- lýsingum skiptir öllu máli. Efnahags- lífið þrífst í rauninni á bandbreidd; það er t.d. almennt viðurkennt að skortur á hraðvirkum nettengingum hamlar atvinnuþróun til sveita. Og það sama á auðvitað við um landið allt; ef afkastamiklar gagnatengingar við umheiminn eru ekki fyrir hendi kemur það niður á efnahagslífinu. Ís- lenzkt atvinnulíf verður æ alþjóð- legra og greið rafræn samskipti við umheiminn eru því lífsnauðsyn. Það breytti miklu fyrir upplýsinga- samfélagið á Íslandi þegar Cantat 3- sæstrengurinn kom til sögunnar, um það leyti sem netbyltingin var að byrja að láta á sér kræla. Vöxtur net- notkunar og alls kyns annarra gagna- samskipta við útlönd var hins vegar svo hraður, að afkastageta strengsins varð fljótlega ónóg. Bilanir á strengnum, sem urðu t.d. af því að togarar festu veiðarfærin í honum, höfðu æ meiri áhrif eftir því sem árin liðu. Fyrstu árin var netumferð til út- landa ekki meiri en svo að koma mátti á varasambandi um gervihnetti ef Cantat bilaði. Það gat að vísu tekið tíma og olli óþægindum. En seinni ár- in hefur gervihnattasamband ekki dugað sem varasamband. Það var því mikil bót er Farice- strengurinn bættist við, en hann hef- ur margfalt meiri afkastagetu en Cantat. Hann hefur hins vegar ekki síður reynzt viðkvæmur fyrir bilun- um; nú eru það ekki togaraskipstjór- ar á Færeyjahrygg, heldur gröfu- stjórar í Skotlandi sem stefna öryggi upplýsingasamfélagsins á Íslandi í hættu. Ef Farice rofnar getur Cantat ekki tekið við allri umferðinni. Þess vegna er að verða brýn nauðsyn, til að tryggja öryggi samskipta okkar við umheiminn, að bæta við sæstreng, þannig að við bilun í einum streng sé auðvelt að beina umferð um annan og truflun verði ekki á netsambandinu. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að nefnd á vegum samgönguráðherra telji nauðsynlegt að leggja þriðja strenginn. En jafnframt kemur fram að símafyrirtækin séu treg til að fjár- festa í slíkum streng, því að enn sé mikil ónýtt afkastageta í Farice. Það má spyrja, hvort það sé boðleg afstaða af hálfu símafyrirtækjanna. Þau selja viðskiptavinum sínum ekki aðeins flutningsgetu, heldur líka rekstraröryggi. Auðvitað hlýtur það að kosta eitthvað að hafa tryggt gagnasamband og að varaleið sé allt- af tiltæk. Líklega verður netsamband til útlanda alltaf heldur dýrara á Ís- landi en í mörgum öðrum löndum vegna legu landsins. Ríkisvaldið tók þátt í kostnaði við Farice, með þeim rökum að mikil- vægt væri að tryggja öryggi upplýs- ingasamfélagsins hér á landi. Þau rök eiga ennþá við. Hins vegar hljóta símafyrirtækin, sem barizt hafa fyrir því að losa fjarskiptageirann undan ríkisforsjá, að axla sína ábyrgð á því að landinu séu tryggð örugg fjar- skipti. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í SKÝRSLU starfshóps á veg-um samgönguráðherra erlagt til, að lagður verði nýrsæstrengur frá Íslandi til Skotlands eða Írlands til að tryggja öruggt varasamband fjarskipta við útlönd og að framkvæmdum við hann ljúki eigi síðar en haustið 2008. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum. Kostnaður við slíkan streng er á bilinu 3-4 milljarðar króna. Færey- ingar hafa þegar ákveðið að leggja nýjan streng frá eyjunum og er hugsanlegt að nýr strengur verði lagður í samvinnu við þá. Fjarskiptasamband við útlönd fer um tvo sæstrengi, Cantat 3 og Farice, og hefur sá fyrrnefndi tölu- vert verið í fréttum vegna bilunar sem varð í honum á laugardags- kvöld. Cantat 3 er rúmlega 12 ára gamall, flutningsgetan er takmörk- uð og almennt er litið svo á, að eftir nokkur ár muni hann ekki anna gagnaflutningum frá landinu. Raunar er það svo, að bili hinn sæ- strengurinn, Farice, getur Cantat 3 með engu móti tekið við allri umferð af Farice, heldur aðeins hluta af henni, samkvæmt upplýsingum frá Farice hf. Þá tæki það a.m.k. nokkr- ar klukkustundir ef ekki lengri tíma að koma á slíkri tengingu. Ekki er heldur raunhæft að nota gervihnött sem varaleið því gervihnattasam- band dugar nánast aðeins fyrir tal- símaflutning. Farice bilanafrír í 10 mánuði Cantat 3 var tekinn í notkun árið 1994. Tíu árum síðar, eða 1. janúar 2004, komst Farice-sæstrengurinn í gagnið og er óhætt að segja, að við það hafi orðið bylting í fjarskiptum við útlönd enda er flutningsgeta hans margföld á við Cantat 3. Lengi vel var töluvert um að sambandið um Farice rofnaði, einkum vegna þess að jarðvinnuverktakar í Bret- landi voru sérlega lagnir við að grafa strenginn óvart í sundur á leið hans frá Inverness í Skotlandi til London en um 500 kílómetrar eru þarna á milli. Á um 15 mánuðum, frá janúar 2004 til mars 2006, rofnaði samband um strenginn alls 17 sinn- um. Til að bregðast við þessu var í mars 2006 tekin í notkun varaleið á leiðinni frá Inverness til London og hefur sambandið aldrei rofnað síð- an, að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Farice hf. Það hefur þó komið fyrir 3–4 sinnum að landstrengurinn hafi ver- ið rofinn en þá hefur alltaf verið hægt að beina umferðinni um vara- leið. Frá London tengist Farice inn á aðra strengi sem ýmist liggja yfir á meginland Evrópu eða til Ameríku. Augljóslega var ekki vanþörf á varaleið frá Inverness til L eftir stendur, að engin va frá þeim stað sem Farice e land, í Dunnet Bay, og til I en þetta er um 200 kílóm Rofni strengurinn á þessar því að treysta á tengingu u 3. Hið sama á auðvitað við e urinn slitnaði eða bilaði á en það hefur ekki gerst til þ anirnar hafa ávallt verið í la Aðspurður sagði Guðm mun minni hætta væri á a urinn rofnaði á þessari le Inverness til London en strjálbýlla á þessu svæði en sögðu væri ekki hægt a Varasamband tr með nýjum stren Fjarskiptasamband Ís- lands við útlönd er um tvo sæstrengi, Cantat 3, sem er 12 ára gamall, og Farice. Lagt er til að þriðji strengurinn verði lagður til að tryggja varasamband. Dreginn í land Farice-sæstrengurinn var tekinn í land á Seyðisfirði í september 2003 og var tekinn í no & '(     !   "  )( *    ( +  #$  %&  '  4.70.0   4. 70 .0 '.9:43 FARICE-sæstrengurinn kostaði á sínum tíma um 4,3 milljarða ís- lenskra króna og samkvæmt áætl- unum starfshóps samgöngu- ráðherra má gera ráð fyrir, að nýr sæstrengur, sem ætlað er að tryggja öflugt varasamband við umheiminn, kosti 3–4 milljarða. Farice er samvinnuverkefni ís- lenska ríkisins, Símans, Færeyska símans og Vodafone. Ríkið á rúm- lega 41%, Síminn á um 30%, Fær- eyski síminn um 20% og Vodafone tæplega 9%. Svo virðist sem ekki muni nást slík samstaða um lagn- ingu nýs sæstrengs, þess þriðja sem liggur frá Íslandi. Farice annar eftirspurn Við vinnu starfshópsins kom nefni- lega fram sú afstaða Símans, að fyrirtækið myndi ekki fjárfesta í nýjum streng og af hálfu Vodafone kom fram, að ráðlagt væri að leggja nýjan streng en aðkoma fyrirtækisins væri háð fjárhags- legum forsendum. Þessar fjárhagslegu forsendur eru væntanlega þær, að sí irtækin geti hagnast eða t a.m.k. ekki á því að taka þ lagningu nýs strengs. Ef li þess að einungis um 10% a ingsgetu Farice eru í notk er skiljanlegt að símafyrir séu ófús til þátttöku í lagn sæstrengs, eða setji a.m.k irvara við slíkt. Í þessu sam má benda á, að hægt er að falda flutningsgetu Farice að bæta við búnaði við end ar, úr 10 gígabitum á sekú Íslandi eins og nú er, í 360 á sekúndu. Það liggur ekk fyrir en að Farice muni ge eftirspurn eftir gagnaflut náinni framtíð enda er nýj strengnum aðeins ætlað a tryggja varasamband. Farice hf. hefur verið ga fyrir hátt verð en framkvæ stjóri fyrirtækisins bendir gjaldskráin verði að endur kostnað og um 500–600 m fari í rekstur og afborgan um á hverju ári. Hver vill borga fyrir nýjan streng

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.