Morgunblaðið - 19.12.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.2006, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F jölskyldustefna fyr- irtækja, eins og lesa mátti um í Morg- unblaðinu á sunnu- daginn, er mikilvægur liður í að tryggja réttindi barna til að búa við eðlilegt fjölskyldulíf, og líka er hún mikilvægur – ef ekki hreinlega mikilvægasti – liður í að tryggja rétt feðra til að ala upp börnin sín. Það er mikilvægt að bæta þessu atriði við það sem haft er eftir Herdísi Þorgeirsdóttur á sunnu- daginn, þar sem hún vitnar í Veg- vísi Evrópusambandsins 2006– 2011 sem kveður á um að miðað skuli að því „að konur séu efna- hagslega jafn sjálfstæðar og karl- ar, það er að heimur þeirra og barna þeirra hrynji til dæmis ekki við hjónaskilnað, aukinni samræm- ingu vinnu og fjölskyldulífs, auk- inni þátttöku kvenna við stjórnvöl- inn í viðskiptalífinu og samfélaginu, útrýmingu á kyn- bundnu ofbeldi og staðalímyndum og útbreiðslu jafnréttissjónarmiða utan Evrópu“. Að tryggja körlum jafnan rétt til að ala upp börnin sín er jafnframt virk aðferð til að auka möguleika kvenna á efnahagslegu sjálfstæði og aukna þátttöku þeirra í stjórn- un fyrirtækja, að ekki sé nú talað um hvað það getur breytt miklu fyrir útrýmingu á kynbundnum staðalímyndum. Það er nefnilega tilfellið að meg- inástæðan fyrir því að karlar njóta ekki í raun jafns réttar og konur til uppeldis barna eru fyrst og fremst kynjabundnar staðalímyndir – öðru nafni fordómar – sem standa mun fastari fótum í íslensku sam- félagi en við viljum vera láta. Veg- vísir ESB ætti auk þess sem að framan er talið að kveða á um mik- ilvægi þess að karlar hafi jafna réttarstöðu og konur til dæmis ef kemur til skilnaðar, en það er kunnara en frá þurfi að segja að við slíkar aðstæður er hætt við að heimur karla og barna þeirra hrynji vegna þess að þeir eru ekki með „forræðislegt sjálfstæði“ (sbr. „efnahagslegt sjálfstæði“ kvenna). Þeir eru í mörgum tilvikum háðir konunum hvað varðar forræði barnanna, rétt eins og margar kon- ur eru háðar körlum hvað varðar efnahagslega afkomu. Fjölskylduvæna stefnan sem öll fyrirtæki segjast nú fylgja í starfs- mannamálum er áreiðanlega til bóta fyrir alla aðila, starfsfólkið og fyrirtækin, en engu að síður er við ramman reip að draga í þessum efnum, því að þótt auðvelt sé að tala gegn kynjabundnum staðal- ímyndum er erfiðara að uppræta þær í raun. Fullyrt er í greininni í Morg- unblaðinu á sunnudaginn að það sé ekki nauðsynlegt að fórna fjöl- skyldunni fyrir starfið. Ég veit að vísu ekki hvort þarna er um að ræða sannindi sem búið er að sýna fram á með afkomutölum fyr- irtækja, eða hvort þetta er bara eitthvað sem allir myndu sam- þykkja í orði. Hitt hef ég aftur á móti sterkan grun um, að þegar karlar eiga í hlut sé þetta allt annað en viðtekið viðhorf. Ég held að enn sé ákaflega útbreitt það viðhorf að karlmaður eigi að velja á milli þess hvort hann taki fjölskylduna fram yfir starfs- frama, eða öfugt. Og sá sem velur fjölskylduna er ekki talinn efni í háttsettan stjórnanda. Ég leyfi mér að efast um að konur þurfi að velja á milli starfsframa og fjöl- skyldu með jafn afgerandi hætti og karlmenn. Maður sem hefur valið fjölskylduna er þar með búinn að gera sig „ósamkeppnishæfan“, og maður sem er búinn að velja starf- ið hefur þar með afsalað sér mögu- leikanum á að geta, ef til þess kem- ur, orðið aðaluppalandi barnanna sinna. Það eru til óteljandi dapurleg – jafnvel beinlínis sorgleg – dæmi um menn sem hafa látið undan óyrtri kröfu vinnuveitanda og vinnufélaga og í raun látið af hendi stórt hlutverk í fjölskyldu sinni til þess að finnast þeir ekki glata möguleikum og mannvirðingu í vinnunni. Það sem er dapurlegast af öllu við þetta er að ástæðurnar fyrir þessu hafa ekkert með að gera hæfni þessara manna til að sinna vinnunni sinni, eða vanhæfni þeirra til að sinna uppeldi barnanna sinna. Þetta hefur ekk- ert með að gera áþreifanlega þætti, heldur eru meginástæð- urnar fyrir þessu rótgrónar staðal- ímyndir sem teknar eru sem óum- flýjanlegur sannleikur. Með öðrum orðum, þetta sorglega hlutskipti alltof margra manna er til komið vegna fordóma og úreltra viðhorfa bæði þeirra sjálfra og vinnuveit- enda þeirra, og ekki síður sam- félagsins í heild. (Að ógleymdri heimskulegustu ástæðunni, sem engu að síður ræður kannski meiru en mann grunar: Þörf manna fyrir metorð og vald.) Tökum svo eitt einfalt dæmi um gömul viðhorf sem enn standa djúpum rótum: Að kona taki sér frí úr vinnu til að sinna veiku barni þykir sjálfsagt mál. (En gleymum því ekki að um leið þykir sjálfsagt mál að hún sé með lægri laun en karlmaður.) Að karlmaður taki sér frí úr vinnu til að sinna veiku barni þykir ekki sjálfsagt mál. Aftur á móti er alveg sjálfsagt að karl- maður taki sér frí úr vinnu til að vera við jarðarför. (En án þess að þar með þyki sjálfsagt að hann hafi lægri laun en þeir sem aldrei fara á jarðarfarir.) Af hverju jarðarför en ekki veikindi barns? Við þessari spurningu er ekki til neitt skyn- samlegt svar. Þetta er bara svona. Þetta er eitt lítið dæmi um birting- armynd djúpstæðra viðhorfa, svo djúpstæðra að það má kalla þau lífsviðhorf. Slík viðhorf eiga sér oft ekki neina skynsamlega skýringu, og það eru þau sem erfiðast er að breyta. Jafnvel má halda því fram að það sé hreinlega ekki hægt að breyta þeim með handafli. Það eina sem hægt er að gera er að bíða eftir því að þau breytist. Er það ekki dapurlegra en orð fá lýst að réttindi og velferð barna séu fyrir borð borin vegna þess að fólk þorir ekki – eða kann ekki – að skipta um skoðun? Að skipta um skoðun » Það eru til óteljandi dapurleg – jafnvel beinlín-is sorgleg – dæmi um menn sem hafa látið undan óyrtri kröfu vinnuveitanda og vinnufélaga og í raun látið af hendi stórt hlutverk í fjölskyldu sinni til þess að finnast þeir ekki glata mögu- leikum og mannvirðingu í vinnunni. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Í LEIÐARA Morgunblaðsins í dag 17. desember er tekið mjög ákveðið undir þau sjónarmið að það sé óeðlilegt að leyna þjóðina, sem er eigandi Landsvirkj- unar, upplýsingum um raforkuverð til stór- iðju. Það er gott að blaðið tekur nú undir þau sjónarmið að þjóð- in eigi rétt á svörum um það hvaða verð- miða stjórnvöld setja á náttúruauðlindir okk- ar. Það er ein af for- sendum þess að hægt sé að meta efnahags- áhrif stóriðjustefnu og álvæðingar. Raforkuverð er grundvallarþáttur í fjárhagslegri arðsemi virkjunarframkvæmda og eins og deilurnar um arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar sýna næst hvorki niðurstaða í rökræðum né útreikn- ingum ef þessari mikilvægu breytu er haldið leyndri. Því miður hafa menn lítið af Kárahnjúkaumræðunni lært eins og niðurstaða stjórn- arfundar í Landsvirkjun sl. föstudag sýnir. Þar var felld með fimm at- kvæðum og einni hjásetu tillaga mín um að aflétta leynd á raforkuverði í nýjum samningi við Alcan í Straumsvík. Í leiðaranum er ranglega sagt að leynd hafi umlukið samninga af þessu tagi frá upphafi. Hið rétta er að fyrsti stóriðjusamningurinn sem gerður var við Alusuisse (Íslenska álfélagið hf.) 1966 var galopinn. Yfir honum hvíldi engin leynd og reynd- ar fullyrtu stjórnvöld þeirra tíma að sá útsöluprís sem raforkan var seld á væri harla gott verð. Það var ekki fyrr en á árinu 1995 að stjórn Landsvirkjunar ákvað með sérstakri samþykkt að þaðan í frá skyldu raf- orkusamningar vegna stóriðju vera leyni- plagg. Og það gekk eft- ir í næstu endurskoðun á raforkusamningi við Íslenska álfélagið og allar götur síðan. Frá því ég tók sæti í stjórn Landsvirkjunar hefur aðeins einu sinni verið fjallað um þetta mik- ilvæga prinsipp. Það var sl. sumar þegar felld var tillaga mín og Helga Hjörvars um að aflétt skyldi leynd á raforkusamningi við Alcoa vegna Kárahnjúkavirkjunar. Sú tillaga hlaut aðeins tvö atkvæði. Morgunblaðið kallar eftir rökum fyrir leyndinni. Það gerði ég líka á stjórnarfundinum sl. föstudag og þess vegna var, áður en kom að um- fjöllun um samningana við Alcan, í sérstökum dagskrárlið tekist á um þetta leynimakk og farið yfir það hvaða rök menn hefðu fyrir leynd- inni og hver mæltu á móti. Ég hef gert grein fyrir minni afstöðu í sér- stakri bókun og yfirlýsingu sem send var m.a. til Morgunblaðsins. Aðrir verða að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Upplýst er að Alcan hafi óskað eftir því að raforkusamning- urinn verði leyndarmál og ákvað meirihluti stjórnar að fallast á það. Þar með var ljóst að ég fengi samninginn við Alcan ekki í hendur nema með því skilyrði að halda hon- um leyndum fyrir Reykvíkingum sem ég er fulltrúi fyrir. Undir slíka afarkosti gat ég ekki gengist. Ég kýs að sitja við sama borð og allur al- menningur og hlaut því að víkja af fundinum. Ég tel að ég sem stjórn- málamaður ætti erfitt með að berj- ast gegn trúnaði sem ég hef sjálf undirgengist. Og ég er ekki hætt að berjast fyrir því að raforkuverðið til álfyrirtækjanna, Alcoa, Alcan og Norðuráls, verði gert opinbert. Framsetning Morgunblaðsins í frétt af stjórnarfundinum var mjög sérstæð og vegna þess sem og mis- skilnings á afstöðu minni í leið- aranum hlýt ég að fara fram á það að blaðið birti í heild áðurnefnda yf- irlýsingu mína sem því var send strax að stjórnarfundinum loknum. Leyndin hjá Landsvirkjun Álfheiður Ingadóttir skrifar um raforkuverð til stóriðju »… ég er ekki hætt aðberjast fyrir því að raforkuverðið til álfyr- irtækjanna, Alcoa, Alc- an og Norðuráls, verði gert opinbert. Álfheiður Ingadóttir Höfundur er fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Landsvirkjunar. UMFERÐARÖRYGGISMÁL eru ofarlega á baugi og skyldi engan undra. Allar tölur sem koma fram varðandi slys og fórnir í umferðinni eru þannig að ekki er hægt annað en að bregðast við þeim. Í 7 ár hefur umræðu verið haldið á lofti varðandi nauðsyn þess að tvöfalda og lýsa upp Suð- urlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss og ná þannig hámarks- öryggi á veginum. Síðan 1990 hafa orðið um 2580 slys á Suðurlands- vegi og um 1230 manns hafa slas- ast. Þetta er veruleikinn. Trygg- ingafélagið Sjóvá hefur sett fram tölur um slysakostnað og áætlaðan samfélagskostnað vegna slysa á Suðurlandsvegi. Kostnaður vegna slysa á þeim vegi milli Reykjavík- ur og Selfoss er 116% hærri en á öðrum vegum. Þetta kom fram í samantekt frá Sjóvá í mars 2005 og svo aftur í nóvember 2006. Sveitarfélögin á Suðurlandi hafa undanfarin ár verið með tvöföldun Suðurlandsvegar í forgangi í sín- um áherslum. Nú hafa þau ásamt Sjóvá stofnað félagið Suðurlands- vegur ehf. til þess að vinna að undirbúningi tvöföldunar og lýs- ingar vegarins í einkaframkvæmd. Með þessu framtaki leggja þessir áhrifamiklu aðilar áherslu á nauð- syn þess að ná hámarksöryggi á veginum. Nýlega tók forsætisráð- herra við 25 þúsund undirskriftum sem söfnuðust á 3 vikum þar sem ríkisstjórnin er hvött til þess að tvöfalda og lýsa veginn upp til þess að ná fram hámarksöryggi. Fólk vill ekkert hálfkák í þessu efni. Umferð á Suðurlandsvegi vex hraðar en opinberar meðaltal- stölur gera ráð fyrir og til þess verður að taka tillit. Embættismenn sem vinna að umferðarmálum og umferðarör- yggismálum stíga nú fram hver af öðrum og reyna að tala í burtu áherslur um hámarksöryggi og vilja frekar fá 2+1 veg án lýsingar en 2+2 veg með lýsingu. Þeir segja umræðuna á tilfinn- inganótum og setta fram vegna stórra slysa sem nýlega hafa orð- ið. Þá segja þeir 2+1 veg mun ódýrari og leggja þannig pen- ingalegt mat á öryggið. Nú síðast var það framkvæmdastjóri um- ferðaröryggissviðs Umferðarstofu sem talaði um munað varðandi tvöfaldan Suðurlandsveg. Hann kemur í kjölfar vegamálastjóra í þessu efni og fleiri hafa talað. Þeir vega ekki nægilega hið mikla tjón, bæði borganlegt tjón og óborg- anlegt, þegar þeir meta þetta heldur vilja minnka hættuna en telja samt í lagi að einhver slys verði. Slík hugsun er óásættanleg. Það er nefnilega þannig að þegar embættismenn meta arðsemi vega, þá virðist stytting vegalengda vega meira en öryggi. Í áherslum embættismannanna varðandi Suð- urlandsveg kemur ekki fram að 2+1-vegur sé án mislægra gatna- móta. Hver er mismunurinn þegar búið er að reikna mislægu gatna- mótin inn í verð 2+1-vegarins til þess að auka öryggi hans? Það verða stór slys á gatnamótum eins og dæmin sanna. Hversu mikið eykst öryggi á gatnamót- um þegar þau eru mislæg? Við sem notum gatnamótin vitum að þau eru miklu öruggari. Hreppsnefnd Ölf- ushrepps tókst að koma í veg fyrir að gatnamót Þrengsla- vegar og Suður- landsvegar yrðu flöt og hættuleg eins og embættismenn vildu. Í umferðaröryggismálum má taka öryggismál sjómanna til fyr- irmyndar. Í öryggismálum sjó- manna er allt gert til þess að gæta fyllsta öryggis varðandi björgun, ef upp koma slíkar að- stæður, og fyrst og fremst er hugsað um að mannslífum verði bjargað. Svo er og um búnað, það dettur engum í hug að setja um borð í bát með 10 manna áhöfn björgunarbát fyrir 8 menn, nei, það er settur bátur fyrir alla og annar til vara og auk þess allur mögulegur búnaður sem að notum getur komið þegar hætta mynd- ast. Sama hugsun er hjá Sjóvá þegar þeir setja fram hugmyndir um tvöföldun og lýsingu Suður- landsvegar sem vel má færa yfir á Vesturlandsveg. Sú hugsun ger- ir ráð fyrir að ökumaðurinn sé alltaf við bestu mögulegar að- stæður. Það sem við þurfum núna er ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um tvöföldun Suðurlandsvegar í einkaframkvæmd á næstu 4 árum. Vilji menn gera stórátak á mestu umferðaræðunum getur slík ákvörðun náð til Vesturlands- vegar og vega í kringum Akureyri sem komið hafa til umræðu. Það þarf stórhug til þess að taka slíka ákvörðun og stjórnmálamenn okk- ar eru stórhuga. Umferðaröryggi er ekki munaður, það er nauðsyn. Umferðaröryggi er nauðsyn, ekki munaður Sigurður Jónsson og Guð- mundur Sigurðsson skrifa um umferðaröryggi »… þegar embætt-ismenn meta arð- semi vega virðist stytt- ing vegalengda vega meira en öryggi. Guðmundur Sigurðsson Höfundar búa á Selfossi og eru talsmenn Vina Hellisheiðar. Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.