Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar 569 1100 Tækniþjónustan er hluti af Icelandair Group sem annast viðhald flugvéla og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri. Félagið hefur hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá félaginu starfa 240 starfsmenn sem eru lykillinn að velgengni þess. Félagið býður upp á krefjandi og spennandi verkefni hérlendis sem erlendis. Tækniþjónustan leggur áherslu á þjálfun starfsmanna, styður félagsstarf og hvetur til heilsuræktar. Tækniþjónustan er reyklaus vinnustaður. Icelandair Technical Services á Keflavíkurflugvelli óska eftir að ráða til starfa flugvirkja. Starfssvið: Almenn viðhaldsvinna í viðhaldsstöð, út maí 2007. Hæfniskröfur: Flugvirkjamenntun. Mjög góð ensku- og tölvukunnátta. Leikni í samskiptum. Góðir skipulagshæfileikar. Faglegur metnaður og hæfni til að miðla upplýsingum. Nákvæmni og sjálfstæði í starfi. Umsóknarfrestur: Skriflegar umsóknir, merktar viðeigandi starfi, berist starfsmannastjóra Icelandair Technical Services, Flugskýli 8, 235 Keflavíkurflugvelli eigi síðar en 29.12.06. Flugvirkjar Fundir/Mannfagnaðir Fulltrúaráðsfundur Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík fimmtudaginn 21. des- ember kl. 17.15. Dagskrá: 1. Ákvörðun um framboðslista í Reykjavíkurkjördæmunum. 2. Ræða, Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra. Stjórnin. Tilkynningar Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Lokað verður vegna jólaleyfa frá og með 22. desember til áramóta. Gleðileg jól! Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími 570 7100. Félagslíf I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18712198  JV. IOOF Rb. 4  15512197JV* Vaktstjórar! Vaktstjórar óskast í verslun Nóatúns Grafarholti, þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Sækið um á vefnum www.noatun.is eða sendið í pósti á Kaupás hf. Bíldshöfða 20, 10 Reykjavík, b.t. rekstrarstjóri Nóatúns. Spennandi störf í boði! Í Nóatúni vinnur mikið af hæfileikaríku fólki sem myndar samheldinn hóp og leggur sig fram við að veita viðskiptavinum Nóatúns fyrsta flokks þjónustu. Fjölbreytt störf eru í boði þar sem metnaður, fagmennska og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Þú finnur starf við þitt hæfi hjá okkur! í hópinn Við bjóðum ykkur velkomin Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! FRÉTTIR SIGURBJÖRN Bárðarson kynnti nýjan DVD kennsludisk, „Skeið“, í hestavöruversluninni Líflandi síðastliðinn fimmtudag. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Hér er á ferðinni efni sem margir hesta- menn hafa beðið eftir lengi, einfaldlega vegna þess að Sigurbjörn er snjallasti og reyndasti skeiðreiðarmaður á íslenskum hestum í dag. Ferill Sigurbjörns á skeiðbrautinni er þak- inn skrautfjöðrum. Hann hefur sett Íslands- met í öllum vegalengdum skeiðkappreiða.“ Á diskinum fer Sigurbjörn yfir uppbyggingu og undirbúning hests og knapa fyrir skeið; þrekþjálfun í náttúrunni og hvernig sjálfs- traust og einbeiting hestsins er efld í reið upp á gamlan íslenskan máta. Einnig er farið ítarlega í tækni í niðurtöku, og stjórnun með sæti og taum. Efninu á diskinum er skipt niður í 19 kafla, sem eru flestir stuttir og aðgengilegir, með stuttum rituðum formála hver, segir í frétt í tilefni af útkomu disksins. Kennsluefni í skeiði Kynning Sigurbjörn Bárðarson kynnir hinn nýja DVD kennsludisk í skeiði. LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að banaslysinu sem varð á Álftanesvegi laust eftir miðnætti laugardagsins 16. desember. Sérstaklega leitar lögreglan eftir því að ná tali af ökumönnum tveggja bifreiða sem komu að vettvangi skömmu eftir slysið og tal- ið er að hafi séð aðdraganda þess. Eru vitni beðin að hafa samband við lögregluna í Hafn- arfirði í síma 525 3300. Vitna leitað að banaslysi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.