Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 51

Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 51 menning ÆVINTÝRAMYNDIN Eragon er komin í efsta sæti yfir vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmynda- húsum, en þar hefur James Bond- myndin Casino Royale setið sem fastast í mánuð. Rúmlega 6.000 manns sáu Eragon fyrstu sýning- arhelgina, en myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Chri- stopher James Paolini sem var að- eins 15 ára þegar hann byrjaði á bókinni sem er sú fyrsta í þrennu um unga hetju, dreka, góð öfl og ill á miðöldum. Titilhetjan kemst að því að hún getur bjargað Alagaësíu, landi sínu, og þjóð með hjálp goð- sagnakennds dreka. Hann getur líka tortímt því en leggur ótrauður í bardaga við harðstjórann, konung- inn geggjaða Galbatorix. Með helstu hlutverk í myndinni fara Edward Speleers, Jeremy Irons og John Malkovich. Beint í annað sæti listans stökk svo spennumyndin Deja Vu sem skartar Denzel Washington í aðal- hlutverki. Myndin fjallar um leyni- lögreglumanninn Doug Carlin sem er kallaður á vettvang til að rann- saka dularfullt mál. Smátt og smátt flækist hann inn í undarlega at- burðarás þar sem honum finnst hann upplifa sömu hlutina aftur og aftur. Þá áttar hann sig á því að hann getur hugsanlega komið í veg fyrir hræðilega atburði, sem hafa þegar átt sér stað. Rúmlega 2.000 manns sáu myndina um helgina. Casino Royale er komin í fjórða sætið, en Mýrin er í sjöunda sæti og hefur hún verið á lista í níu vikur. Alls hafa nú rúmlega 86.000 manns séð myndina. Kvikmyndir | Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi Eragon skákaði Bond                    !  "#  $ %!   &    ' () ) &) *) +) ) ,) -) .) ()   ,=! #          Ævintýri Edward Speleers leikur aðalhlutverkið í Eragon. KVIKMYNDIN The Pursuit of Happiness, þar sem Will Smith leik- ur aðalhlutverkið, var vinsælasta myndin í bandarískum kvikmynda- húsum um helgina. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún fjallar um einstæðan heimilislausan föður sem á endanum verður farsæll verðbréfamiðlari. Þar skákaði hún þeim tveimur myndum sem áður var spáð að yrðu vinsælustu barna- og unglingamynd- ir ársins, það er að segja Eragon, sem var í öðru sæti listans yfir vin- sælustu myndirnar í bandarískum kvikmyndahúsum, og Charlotte’s Web, sem var í því þriðja. Vanur toppsætinu Smith má vel við una en þetta er ekki í fyrsta sinn sem mynd með honum í aðalhlutverki skýst beint á topp aðsóknarlistans þar vestra. Meðal fyrri afreka Smiths á listan- um má nefna Men In Black og Indep- endence Day. „Áhorfendur um allan heim elska Will Smith,“ fullyrti meira að segja Rory Bruer hjá dreifingardeild Sony. „Öllum sem sjá eða hitta Smith líður eins og hann sé besti vin- ur þeirra.“ Smith fékk fyrir helgina tilnefn- ingu til Golden Globe-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni og hef- ur verið bendlaður við ósk- arsverðlaunatilnefningu. Mynd Mel Gibsons, Apocalyptica, sem vermdi toppsætið í síðustu viku, fór niður í sjötta sæti um helgina. Bandaríkjamenn elska Will Smith! 1. The Pursuit of Happiness 2. Eragon. 3. Charlotte’s Web. 4. Happy Feet. 5. The Holiday. 6. Apocalyptico. 7. Blood Diamond. 8. Casino Royale. 9. The Nativity Story. 10. Unaccompanied Minors. Reuters Vinsæll Will Smith hreiðrar um sig á toppnum, og ekki í fyrsta sinn. Kvikmyndir | Vinsælastar vestanhafs XXX ROTTWEILERHUNDAR umbyltu íslensku rappi árið 2001 og ári síðar flæddu inn á markaðinn plötur þar sem rappað var á hinu yl- hýra. Eftir þá sprengingu varð út- gáfan nokkru stopulli og þannig hef- ur Bent, einn af höfuð-textamiðum Rottweiler, ekki komið að plötu í fjögur ár. Rottweiler áttu tvær plöt- ur árin 2001 og 2002 og svo gerðu Bent og 7Berg plötu, einnig árið 2002. Fyrstu sólóplötu Bents er eig- inlega best lýst sem skemmtilegri, jafnvel aðgengilegri. Textarnir á víxl sniðugir og svo áleitnir, rabbgrobbið þar sem skotið er á hina og þessa er til staðar („Prófið bara að bera ykk- ur saman við Bent/Hættið svo að rappa og grátið ykkur í svefn,“ segir í „Le Roi De La Montagne“) en einn- ig skýtur Bent að vangaveltum um samfélagslega hluti eins og hina ný- orðnu fjármagnsstétt og trúarbrögð, svo dæmi séu tekin. Tónlistin rúllar áfram í þægilegum millitakti, og sum lögin bara harla grípandi og oft er gott grúv í gangi. Bent er stundum á mörkum þess að vera barnslega ein- lægur, og slær vopnin úr höndum manna með hressandi hreinskilni. „Þetta lag er um áfengissýkina mína,“ segir hann t.d. um lagið „Móða“ í bæklingi, og vitnar svo kinnroðalaust í viðtal við Bjartmar Guðlaugsson frá 1988 á undan laginu „Skunda skakkur“, og er þá að velta fyrir sér aukinni stéttskiptingu í landinu. Bent virðist skítsama um hvað sé töff og hvað ekki, og það ein- mitt það sem er að gera hann svalan. Af hápunktum má nefna dúett Bents og Blazroca (Erpur), kröftugt lag, og áðurnefnt „Móða“ notast glæsilega við hljóðbút úr Hjálma- lagi. „Núðlusúpa“ ber með sér und- irfurðulega og vel heppnaða takt- skiptingu og glaðværan, teiknimyndalegan hljóðbút sem minnir mig einhverra hluta vegna á Karíus og Baktus. Þegar sveit Bents, XXX Rott- weilerhundar, steig fyrst fram á plötu voru lætin mikil, leitast var við að ganga fram af fólki og sveitin einskonar Sex Pistols íslenska rappsins. Fyrir slíku er ekki að fara hér, platan er innhverfari, Bent er í hægðum sínum að velta fyrir sér ýmsum þáttum í lífinu og tilverunni. Bent býr yfir miklum kjörþokka, á greinilega auðvelt með að hrífa fólk með sér, og pælingarnar hérna eru settar þannig fram að maður leggur ósjálfrátt eyrun við. Það er vonandi að þessi vel heppnaða skífa, saman með stórgóðri plötu Forgotten Lo- res, beri með sér meiri virkni í ís- lenska rappinu á næstunni. Skriftaganga skríbents TÓNLIST Geisladiskur Sólóplata Bents (Ágúst Bent Sigberts- son). Bent á alla texta utan að Erpur, Örn, Björgvin og Unnar koma að þeim þætti í þremur lögum. Lúðvík smíðar flesta takta, en einnig eiga Karl Ingi, Tryggvi, Kristinn og Ingi takta. Bent gef- ur sjálfur út. Bent – Rottweilerhundur  Arnar Eggert Thoroddsen ÁRIÐ 2002 hélt Eyjólfur Krist- jánsson tónleika í Borgarleikhúsinu þar sem öllu var til tjaldað. Eyjólf- ur, Eyfi, renndi þar í gegnum feril sinn en tilefnið var tuttugu ára starfsafmæli hans sem tónlistar- manns. Tvennt kom sterklega í ljós á þessum tónleikum, í fyrsta lagi heyrðist glögglega hversu trúr Eyfi er því sem hann gerir og í annan stað kom í ljós að hann á lúmskan slatta af lögum sem eru orðin sígild í íslenskri dægurlagatónlist, lög sem þú vissir varla að þú gætir sungið aftur á bak og áfram. Áðurnefndir tónleikar urðu til þess að Eyfi ákvað að halda aðra slíka, og lét hann mynda þá vegna mynddiskagerðar. Í viðtölum talaði hann um að hann vildi gera þetta í bestu hugsanlegu hljómgæðum og var greinilega ekk- ert að grínast með það. Sjálfur Bob Ludwig, einn frægasti hljómjafnari heims, sá um lokafráganginn á disknum. Líta má á Maður lifandi sem einslags síðbúna myndræna fylgju með áðurnefndum tónleikum frá 2002 (sem komu út á disk sem Engan jazz hér!). Þeir tónleikar voru bráðvel heppnaðir og eins er með þessa. Eyfi er það sem ég vil kalla al- íslenskur tónlistarmaður, algerlega óþekktur eða svo gott sem á er- lendri grundu en á hins vegar sterkt og gott bakland hérna heima. Þetta er líkt og með þá Kim Larsen í Danmörku/Skandinavíu, Herbert Grönemeyer í Þýskalandi og Christy Moore á Írlandi. Eyfi er ekki bara vel liðinn af löndum sínum heldur og meðbræðrum og -systrum í bransanum og nóg var af gestum á þessum tónleikum sem taka með honum lagið. Tónleikarnir eru opn- aðir með hinu stórgóða og bjarta „Dagar“ og svo er haldið í „Gott“, þar sem Sverrir nokkur Stormsker fer á kostum sem textasmiður. Vísnasöngvarinn Eyjólfur, en sem slíkur steig hann sín fyrstu skref, sest síðan einn niður með gítarinn og leikur nokkur lög. Í seinni helm- ingi tónleikanna er strengjasveitinni teflt fram og slögurunum rúllað upp, og að sjálfsögðu endað á hinum ódauðlegu „Álfheiður Björk“ og „Draumur um Nínu“. Eyfi er léttur og þægilegur á milli laga eins og hann á skap til, þar sem saman fer einlægni og grallaragrín. Það stafar nefnilega óneitanlega mikil hlýja frá Eyfa, hann er sannur, er án til- gerðar, kaldhæðni og alls þess sem nútímamaðurinn notar venjulega til að breiða yfir óöryggið. Eyjólfur er gegnheill í því sem hann er að gera og það bæði heyrist – og sést – á þessari útgáfu. Alíslensk dægurtónlist Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Mynddiskur Upptaka frá stórtónleikum Eyjólfs Krist- jánssonar í Borgarleikhúsinu 2. sept- ember 2005. Eyfi er studdur hljómsveit, strengjasveit og bakröddum og gesta- söngvarar eru Bergþór Pálsson, Björgvin Halldórsson, Björn Jörundur Friðbjörns- son, Ellen Kristjánsdóttir, Ingi Gunnar Jó- hannsson, Jón Jósep Snæbjörnsson og Stefán Hilmarsson. Haffi Tempó sá um stafræna upptöku og Addi 800 hljóð- blandaði fyrir mynddisk. Lokahljóð- vinnsla var í höndum Bobs Ludwigs. Eyjólfur útsetti og stýrði upptökum og gefur auk þess út. Sena dreifir. Eyjólfur Kristjánsson – Maður lifandi  Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.