Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 55
40.000
MANNS!
450 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
- Verslaðu miða á netinu
Eragon kl. 6, 8.20 og 10.40 B.i. 10 ára
Casino Royale kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 6
Hátíð í bæ / Deck the Halls kl. 5.50
Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 8 og 10.10
Borat kl. 8 og 10
Cameron
Diaz
Kate
Winslet
Jude
Law
Jack
Black
JÓLAMYNDIN Í ÁR
Aðeins
500 kr.
Frábær fjölskyldu- og gamanmynd
sem kemur öllum í gott jólaskap
eeee
S.V. MBL.
eeee
V.J.V. TOPP5.IS.
eee
S.V. MBL.
eee
MMJ, KVIKMYNDIR.COMKVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
80.000
gestir!
Now with english
subtitles in Regnboginn
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið!
Stórkostleg
ævintýramynd
byggð á magnaðri
metsölubók
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 10
Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6 og 9
Sýnd kl. 8 og 10.15 Strangl. B.I. 16Sími - 551 9000
Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveit-
ingar kl. 14.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl.
10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há-
degisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl.
13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 les-
hringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30
handavinna. Kl. 9.15–16 postulíns-
málun. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45–
12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 búta-
saumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 13–
14.30 leshringur. Kl. 14.30–15.45
kaffiveitingar.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 hjúkrunar-
fræðingur (fyrsta þriðjudag í mán-
uði). Kl. 10 bænastund og samvera.
Kl. 12 bónusbíllinn. Kl. 13 opinn salur.
Kl. 16.45 bókabíllinn.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 18.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund,
spil og spjall. kaffiveitingar og alltaf
eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir
börn 10–12 ára í Engjaskóla kl. 17–18.
TTT fyrir börn 10–12 ára í Borgaskóla
kl. 17–18.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund alla
þriðjudaga kl. 12–12.30 í Grensás-
kirkju. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum
kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar, héraðsprests.| Bæna-
og kyrrðarstund kl. 18.
Kristniboðssalurinn | Samkoma
verður í Kristniboðssalnum Háaleitis-
braut 58–60 miðvikudaginn 20. des-
ember kl. 20. „Orðið varð hold.“ Hall-
dóra Lára Ásgeirsdóttir talar. Bjarni
Gíslason segir frá götubörnum í
Addis Abeba. Kaffi eftir samkomuna.
Allir eru velkomnir.
Víðihlíð, V-Hún. | Smiðja kl. 8.30,
handavinnustofan opin frá kl. 9–
16.30, morgunstund kl. 9.30, hár-
greiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar
frá kl. 9, leikfimi kl. 10. Félagsvist kl.
14, allir velkomnir. Félagsmiðstöðin er
opin öllum aldurshópum.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá
kl. 9–16.30. Jóga kl. 9. Postulíns-
málun kl. 13. Lestrarhópur kl. 13.30.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8–16
handavinna, kl. 9–16.30 smíði/
útskurður, kl. 9–16.30 leikfimi, kl. 9
boccia.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað-
gerð, leikfimi, vefnaður, línudans,
boccia, blöðin liggja frammi.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Kíkið inn, gluggið í Moggann og
hin blöðin og fáið ykkur rjúkandi kaffi
hjá Erlu og Rósu. Jólahlaðborð kl. 17
föstudag 15. des. Uppl. 588 5533.
Handverksstofa Dalbrautar 21–27 er
opin frá kl. 8 til 16 virka daga. Allir
velkomnir.
Félagsheimilið Gjábakki | Gler- og
postulínsmálun kl. 9.30. Handavinna
kl. 10, leiðbeiðandi verður til kl. 17.
Jóga kl. 10.50. Alkort kl. 13.30. Ganga
kl. 14. Skötuveisla verður í Gjábakka
kl. 11.45 á Þorláksmessu, skráning í
síma 554 3400.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Jóga kl. 9.30. Myndlistahópur kl.
9.30. Jóga kl. 18.15.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Tölvur kl. 17 og 19 í Garðaskóla.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfells-
bæ | Jólahátíðarstund verður á
Dvalarheimilinu Hlaðhömrum þriðju-
daginn 19. des. kl. 14. Söngur, jóla-
hugvekja og hátíðarkaffi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt
ganga um nágrennið. Kl. 15.30 syng-
ur Gerðubergskórinn jólalög o.fl.í
Garðheimum, undir stjórn Kára Frið-
rikssonar, í boði þar er súkkulaði og
piparkökur. Á morgun er skötuveisla í
hádeginu í Kaffi Bergi. Uppl.á staðn-
um í síma 575 7720. Strætisvagnar
S4, 12 og 17.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin, handavinna, glerskurður,
hjúkrunarfræðingur á staðnum. Kl. 10
boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg-
ismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13
myndlist. Kl. 15 kaffi. Kl. 9 hár-
greiðsla, sími 894 6856.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Myndmennt kl. 10. Leikfimi kl. 11.30.
Glerskurður kl. 13. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56–58 | Búta- og brúðu-
saumur kl. 9–13 hjá Sigrúnu. Jóga kl.
9–11, Björg Fríður. Helgistund kl. 13.30
í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar.
Myndlist kl. 13.30–16.30. Fótaaðgerð-
ir. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Það eru allir vel-
komnir í félagsstarfið. Endilega kom-
ið við, kíkið í blöðin og fáið ykkur
kaffisopa! Tilvalið að bjóða allri fjöl-
skyldunni í síðdegiskaffi undir stóra
jólatrénu okkar. Fastir liðir eins og
venjulega og auk þess alltaf eitthvað
nýtt á hverjum degi! Maður er manns
gaman! Uppl. 568 3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Jóla-
stund með Þorvaldi Halldórssyni og
Þórdísi frá Háteigskirkju kl. 10.30.
Morgunblaðið/Golli
GEISLADISKURINN Í rökkri er
afrakstur verkefnis sem nær a.m.k.
þrjú ár aftur í tímann og er það því
mikið gleðiefni að
hann skuli vera
kominn út. Ás-
gerður Júníus-
dóttur og sam-
starsfsmenn
hennar eiga heið-
ur skilinn fyrir
þetta framlag til íslenskrar tónlist-
arsögu, en sönglög Magnúsar Blön-
dal Jóhannssonar hafa ekki áður
komið út saman í heild og áttu sum
þeirra jafnvel á hættu að falla í
gleymskunnar dá. Ásgerður var
frumkvöðull að verkefninu og er það
án tvímæla önnur rós í hnappagatið
fyrir hana, en hún hefur hingað til
unnið ötullega í þágu íslenskrar tón-
listar, bæði frumflutt tónlist eftir
fjölda núlifandi íslenskra tónskálda
og sungið ljóð og lög íslenskra
kvenna inn á hljómdisk, Minn heim-
ur og þinn, 2001.
Magnús Blöndal Jóhannsson er
hvað þekktastur meðal leikmanna
fyrir lagið „Sveitin milli sanda“ úr
samnefndri kvikmynd frá árinu 1962
og eflaust kannast margir við lagið
Dómínó úr samnefndu leikriti. En
ferill hans sem tónskáld og músíkant
var margslunginn og fjölbreytilegur.
Hann var allt í senn bullandi róm-
antíker, flinkur píanisti, djarft fram-
úrstefnutónskáld, frumherji í ís-
lenskri raftónlist og einn af stofn-
endum Musica Nova, félags sem sett
var á stofn með það að markmiði að
kynna tónlist ungra íslenskra höf-
unda.
Sönglög Magnúsar eru mjög mis-
munandi að gerð og andblæ og tekst
Ásgerði vel upp í að koma marg-
breytileika þeirra til skila. Hún
bregður sér í allra kvikinda líki, allt
frá dramatískri dívu sem allt að því
sprengir hátalarana yfir í glettna
ungmær sem dillar sér og hlær. Ein-
kennandi fyrir heildarmyndina er þó
silfurþráðurinn í röddinni, sem fær
mann til að hugsa um Sigfús Hall-
dórsson, Elsu Sigfúss og Stefán Ís-
landi. En það er einmitt þessi silfur-
þráður sem bindur plötuna saman
svo ómstríðari lögin orka ekkert
öðruvísi á mann en þau ómþýðari.
Er þar einnig að þakka áreynslu-
leysinu sem Ásgerður býr yfir, þ.e.
langsóttar laglínur verða einhvern
veginn augljósar og frjálsar í með-
förum hennar, sem verður að teljast
sjaldgæf náttúra.
Árni Heimir Ingólfsson hefur veg
og vanda af meirihluta meðleiksins á
diskinum og gerir vel. Leikur hans
er yfirvegaður og samstilltur með
söngkonunni, tempóin góð og styrk-
leikabreytingar aldrei of eða van. Á
þeim stöðum sem píanóið nýtur sín
eitt og sér finnur maður vel hversu
fyllilega hann er til staðar, bæði ein-
beittur og listfengur.
Sökum mikilvægis hans á plötunni
mætti það teljast nokkuð undarlegt
að nafn hans skuli ekki koma fram
einhvers staðar utan á hulstrinu, eða
í það minnsta á bakhlið titilsíðunnar,
heldur sé það bara að finna inni í
bæklingnum með æviferli hans.
Reyndar á þetta sama við um Stein-
grím Þórhallsson orgelleikara, sem
einnig sýnir góða frammistöðu, þótt
hlutverk hans á plötunni sé smærra í
sniðum. Hæglega hefði mátt koma
því að á ögn meira áberandi hátt
hverjir spila á hvað á plötunni og
eins hefði verið gaman að vita hvaða
tæki og tól hinir ungu útsetjarar
notuðust við og hvaða hljóðfæraleik-
arar eiga í hlut hjá þeim, þegar við á.
Annað og öllu meira smáatriði sem
ekki var í lagi í umslaginu er laga-
listinn aftan á bæklingnum, þar sem
stendur að öll lögin séu þrjár mín-
útur og þrjátíu sekúndur. Raunveru-
leg lengd laganna kemur reyndar
fram aftan á hulstrinu, svo enginn
skaði er skeður, en lengi leynist einn
og með ögn meiri yfirlegu hefði vel
verið hægt að komast hjá svona
amalegri villu.
Það er vel til fundið og mjög við
hæfi að fimm síðustu númerin á plöt-
unni séu nýjar útsetningar eftir mis-
munandi listamenn sem allir notast
að einhverju leyti eða að fullu við
rafræna tækni. Mjög ákveðin stemn-
ingsbreyting verður, sem rífur það
sem á undan er komið skemmtilega
úr samhengi. Útsetning Áka Ás-
geirssonar á „Na no Mani“ er vel til
til þess fallin að brúa bilið, þar sem
hún er sú hljómrænasta af nýju út-
setningunum. Áki er með húmorinn
á réttum stað, alls kyns undarleg
hljóð kitla eyrun en gítar, bassi og
blokkflauta spila saman sem hljóm-
sveit undir söngkonunni sem syngur
í raun tenórlínu lagsins á móti tölvu-
rödd sem syngur laglínuna. Úr verð-
ur undarleg partístemning, sem hef-
ur á sér filmógrafískan blæ. Stendur
tvímælalaust upp úr af nýju útsetn-
ingunum. Útsetning Ghostigital á
laginu „Aria“ er líka mjög góð. Þrás-
tef á hljóðgervil helst nokkuð stöð-
ugt út í gegn og röddin bætist ofan á
það ásamt takti úr ýmsum einföldum
rafhljóðum. Sérstaklega er fallegt
hvernig píanóið læðist inn með
hljómrænu inn á milli og opnar upp
lagið. Þrátt fyrir að útsetningin sé
löng og einföld í grunninn leiðist
manni alls ekki, stöðugar litlar
breytingar halda manni við efnið.
Hinar þrjár útsetningarnar eru
allar forvitnilegar og góðar, hver á
sinn hátt. Þær eiga það sameiginlegt
að tónskáldin nota stefin meira eins
og efnivið til að gera eitthvað alveg
nýtt heldur en að beinlínis útsetja
þau. Þar sem um látlaus og falleg
sönglög er að ræða mætti jafnvel
spyrja, hvort þau séu komin út fyrir
efnið. En síðan hvenær var bannað
að gera eitthvað nýtt?
Í rökkri er þegar á heildina er litið
vel heppnuð og tvímælalaust eiguleg
plata fyrir lærða sem leika. Með
gerð hennar hefur verið stigið mikil-
vægt skref til varðveislu íslenskrar
tónlistar sem gefur henni aukið
sögulegt vægi. Hún er ljómandi fal-
leg og hefur alla burði til að standast
tímans tönn og verða að sígildri eign
í diskasöfnum landans.
Sígild í safnið og ný í bland
TÓNLIST
Geisladiskur
Ásgerður Júníusdóttir mezzosópran syng-
ur sönglög Magnúsar Blöndal Jóhanns-
sonar. Árni Heimir Ingólfsson leikur á
píanó og Steingrímur Þórhallsson á
orgel. Lögin eru leikin í sinni upprunalegu
mynd, en stakar útsetningar eru eftir
Áka Ásgeirsson, Þuríði Jónsdóttur, Þóru
Marteinsdóttur, Ghostigital og Davíð
Brynjar Franzson. Hljóðritun annaðist
Sveinn Kjartansson hjá Stafræna hljóð-
upptökufélaginu. Upptökur fóru fram í
Salnum og Neskirkju sumarið 2006.
Aukaefni: Myndband eftir Ara Alexander
Ergis Magnússon. Smekkleysa gefur út.
Ásgerður Júníusdóttir – Í rökkri
Ólöf Helga Einarsdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölhæf „Sönglög Magnúsar eru
mjög mismunandi að gerð og
andblæ og tekst Ásgerði vel upp í
að koma margbreytileika þeirra til
skila,“ segir m.a. í dómi.