Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 60

Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Sunnan- og suð- vestanátt, víða 13–18 m/s, og rigning en úr- komulítið á Norðaustur- og Austurlandi. » 8 Heitast Kaldast 12°C 5°C NÚ VIRÐIST í gangi á Akureyri „æði“ sem felst í því að „sletta hendi“ eins og það er kallað. Þykir flott, en er ekki mjög snið- ugt að mati hjúkrunarfræðings sem varar við uppátækinu. Svo rammt kveður að í sumum tilfellum að fingur fara úr liði án þess að krakkar geri sér grein fyrir því hvað er á seyði. „Börnin verða laus í lið- unum. Þegar svo er komið dunda þau við að toga sig úr liði og smella til baka,“ segir Katrín Friðriksdóttir, hjúkrunarfræð- ingur í Brekkuskóla. Enginn virðist vita hvaðan þetta uppá- tæki er ættað. Barn sem Morgunblaðið spurði í gær hafði heyrt að „einhver fræg- ur karl“ hefði gert þetta fyrst! Katrín segir þetta hafa byrjað í ung- lingadeildum en hún viti að krakkar allt niður í 3. bekk séu komnir með áverka á liði í höndum og úlnliðum. Hefur hún sent foreldrum bréf vegna málsins. | 20 „Sletta hendi“ og fara úr liði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tíska Börn á Akureyri „sletta hendi“ í tíma og ótíma en uppátækið er varasamt. FRAMSÓKNARMENN á Seyðisfirði halda því fram, að Framsóknarflokkurinn, sem fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir, hafi ekki verið stofnaður í Reykjavík 16. desember árið 1916, heldur nokkrum dög- um fyrr, seint í nóvember, og þá á Seyð- isfirði. Kemur þetta fram í frásögn, sem fram- sóknarfélagið á Seyðisfirði hefur sent Morgunblaðinu, en þar segir að nokkrir þingmenn, sem voru á leið til þings, hafi orðið veðurtepptir á Seyðisfirði. Hafi fimm þeirra átt með sér nokkra fundi og ákveðið að stofna nýjan þingflokk. Þeir hafi síðan haft samband við aðra þing- menn er til Reykjavíkur kom og fyrsti fundur þeirra, 16. desember, hafi í raun verið framhaldsstofnfundur. | 20 Framsókn stofnuð á Seyðisfirði? Eftir Andra Karl andri@mbl.is HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, voru í héraðs- dómi Reykjavíkur í gær úrskurðaðir vanhæfir til að fara með rannsókn á meintum skatta- lagabrotum fimm einstaklinga sem öll tengjast Baugi. Dómurinn varð ekki við kröfum um að rannsóknin yrði úrskurðuð ólögmæt. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þegar Haraldur tilkynnti að ríkissaksóknari tæki við Baugsmálinu svokallaða hinn 11. októ- ber 2005, degi eftir að Hæstiréttur hafði vísað fyrstu 32 ákæruliðunum frá dómi, hefði hann um leið verið að lýsa yfir vanhæfi sínu. Dóm- urinn segir málið þannig vaxið að líta beri á það sem eina heild og því sé Haraldur, og í kjölfarið Jón H.B. einnig, vanhæfur. Þrír dagar til að kæra úrskurðinn „Við þurfum að fara yfir þennan rökstuðning og átta okkur á hvort við þetta verði unað eða við kærum,“ sagði Jón H.B. eftir að úrskurð- urinn var kveðinn upp. Hann segir niðurstöðu héraðsdóms hafa komið sér nokkuð á óvart og tekur fram að þegar sú ákvörðun var tekin að skjóta málinu til ríkissaksóknara hafi ríkis- lögreglustjóri ekki verið að lýsa yfir vanhæfi. Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jóns- sonar, lýsti yfir ánægju með að dómurinn skyldi verða við varakröfunni en óánægju með að aðalkröfunni, þ.e. að rannsóknin yrði úrskurðuð ólömæt, skyldi hafnað. Hann segir ljóst af niðurstöðunni að rannsóknarathafnir sem fram hafa farið í málinu eftir 12. október 2005 séu merktar vanhæfni. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort kært verður til Hæstaréttar en kærufrestur er þrír dagar.  Haraldur og Jón | 6 Voru úrskurðaðir vanhæfir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hyggst í dag kynna rík- isstjórninni tillögur starfshóps um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins leggur hópur- inn til, að lagður verði nýr sæ- strengur frá Íslandi til Skotlands eða Írlands og að framkvæmdum ljúki haustið 2008. Kostnaður við slíkan streng gæti numið 3–4 millj- örðum króna. Net- og talsímasamband Íslands við umheiminn fer um tvo sæ- strengi, Cantat 3 og Farice. Sá fyrrnefndi er 12 ára gamall og hef- ur samgönguráðherra sagt, að hann muni ekki duga til lengri tíma. Raunar er staðan sú, að langt er frá því að Cantat 3 geti tekið við allri þeirri umferð sem fer um Far- ice, komi til bilunar í þeim streng. Talið er að það taki um tvö ár að leggja nýjan sæstreng. Farice var á sínum tíma lagður í samvinnu íslenska ríkisins, Sím- ans, sem þá var ríkisfyrirtæki, Og Vodafone og Færeyska símans. Svo virðist sem ekki muni nást slík samstaða um nýja strenginn, þess þriðja, sem Íslendingar hefðu að- gang að, því samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur komið fram af hálfu Símans, að fyrirtæk- ið hyggist ekki fjárfesta í nýja strengnum og Vodafone segir að- komu sína háða „fjárhagslegum forsendum“. Það þýðir trúlega, að fyrirtækið vilji að tryggt sé, að hagnaður verði af rekstrinum. Nýr sæstrengur verði lagður fyrir árið 2008 Í HNOTSKURN » Sæstrengurinn Cantat 3er 12 ára og flutnings- getan takmörkuð. Mun hún verða fullnýtt eftir fá ár. » Farice-strengurinn vartekinn í notkun fyrir tæpum þremur árum. » Dýrasti en kannski bestikosturinn er að leggja þriðja strenginn til Írlands um Færeyjar.  Varasamband | miðopna HANN Ólafur Arnar Ottósson í Taekwondo- deild Fjölnis er hér í þann veginn að leysa af hendi eina þrautina í svokölluðu beltaprófi í íþróttinni en þeir, sem það standast, fá nýtt belti til marks um það. Hlynur Þór Árnason heitir sá, sem heldur á steininum, sem Ólafur klauf síðan með glæsilegu sparki. Starfsemi Taekwondo-deildar Fjölnis fer nú öll fram í Fjölnishúsinu en að þessu sinni var prófið þó haldið í Egilshöllinni. Ekki þarf að hafa um það mörg orð en Ólafur Arnar stóðst það með prýði. Morgunblaðið/Kristinn Fljúgandi kraftur og nákvæmni FJARVISTARDAGAR starfsmanna, bæði vegna veikinda og slysa, voru að meðaltali tæplega 10 á árinu 2005. Það nemur 4,3% vinnudaga og felur í sér kostnað upp á 25 milljarða króna. Starfsmannavelta fyr- irtækja á árinu 2005 var 14,2%. Það jafn- gildir því að sjöundi hver starfsmaður hafi skipt um starf á árinu. Þetta kemur fram í tölum sem ráðgjaf- arfyrirtækið ParX hefur tekið saman fyr- ir Samtök atvinnulífsins (SA). Í gagna- safni ParX um veikindafjarvistir og starfsmannaveltu, sem nær aftur til ársins 2002, eru upplýsingar frá 110 þátttak- endum sem ná til rúmlega 50 þúsund starfsmanna, sem er um 31% allra starfs- manna á íslenskum vinnumarkaði. Starfs- mannavelta var mest í verslun og þjónustu (18,9%) en minnst í iðnaði (6,9%). | 4 25 milljarðar í veikindalaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.