Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 25. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MATARÁSTRÍÐA LÆKNIRINN SEM BLOGGAR UM MAT OG LES UPPSKRIFTIR FYRIR SVEFNINN >> 26 GUÐSPJALLAMENN Í HOLLYWOOD TOM KRISTUR FALSKRISTUR? >> 45 HÆSTIRÉTTUR sýknaði með dómi í gær Jón Ásgeir Jóhann- esson, Kristínu Jóhannesdóttur, Stefán Hilmar Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur af þeim sex ákæruliðum sem eftir stóðu af hinu upprunalega Baugsmáli. Staðfesti dómurinn niðurstöður Héraðsdóms Reykjavíkur. Hæstiréttur sýknaði sakborn- inga af ákærum um brot á tolla- lögum, almennum hegningarlög- um og lögum um ársreikninga. Var Jón Ásgeir m.a. sakaður um að hafa látið hjá líða að geta um fjárhæð lána til stjórnarmanna, stjórnenda, hluthafa eða aðila þeim tengdra í skýringum með ársreikningum Baugs fyrir árin 1998–2001. Stefáni var gefið að sök að hafa áritað fyrirvaralaust ársreikninga Baugs árin 1998– 2001, án viðeigandi skýringa, og Önnu gefið það sama að sök árin 2000 og 2001. Í sýknudómi Hæstaréttar segir m.a. um þetta atriði að við skýr- ingu á merkingu hugtaksins láns sé óhjákvæmilegt að taka mið af því að í málinu reyni á hana ein- göngu við úrlausn um hvort ákærði hafi gerst sekur um refsi- verða háttsemi. „Þessu orði verð- ur því ekki gefið hér víðtækara inntak en leiðir af hljóðan þess og getur þar engu breytt hvort ákvæðinu kunni að hafa verið ætlað annað markmið en þjónað yrði með slíkri skýringu …“ segir meðal annars í dómnum. Féllst Hæstiréttur heldur ekki á það með ákværuvaldinu að hugtakið lán tæki til heildarfjárhæðar krafna Baugs hf. í lok hvers reikningsárs á hendur þeim að- ilum sem ákærðir voru, án þess að frekar yrði að huga að því hvernig kröfurnar hefðu mynd- ast. Ennfremur segir m.a. í dómn- um að mestu máli skipti að hvorki Jóni Ásgeiri né endur- skoðendunum hafi réttilega gefist kostur á að koma fram skýring- um og afstöðu sinni til þess hvort einstakar færslur varði lán í skilningi 43. greinar laga um árs- reikninga og eftir atvikum hvort einhverjar gætu hafa verið und- anþegnar tilgreiningarskyldu. „Þetta er stór dagur sem mað- ur hefur beðið eftir í fjögur ár … Málið var aldrei rannsakað af hlutlægni,“ sagði Stefán Hilmar í gær. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sagðist lengi hafa verið sannfærður um að þetta væri eðlileg og rétt niðurstaða í málinu. „Það er alltaf gott að málum skuli ljúka og nú er þess- um hluta málsins lokið,“ sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari. Jón Ásgeir Jóhannesson Kristín Jóhannesdóttir Anna Þórðardóttir Stefán Hilmar Hilmarsson ÖLL SÝKNUÐ  Hæstiréttur Íslands sýknaði fjóra sakborninga af sex ákæruliðum í gær  Baugsmálinu er lokið gagnvart Kristínu, Stefáni og Önnu  „Eðlileg og rétt niðurstaða,“ segir lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Í HNOTSKURN » Hið upphaflega Baugsmálhófst með ákæru ríkislög- reglustjóra 1. júlí 2005, en um var að ræða ákæru á hendur sex manns. » Ákæruatriðin sem Hæsti-réttur sýknaði sakborn- inga af í gær voru þau sem eftir stóðu af upprunalegri ákæru ákæruvaldsins, en Hæstiréttur vísaði í október 2005 32 af 40 ákæruliðum frá dómi. » Enn hefur ekki fallið dóm-ur í nýrri ákæru sem höfð- uð var í apríl á síðasta ári, en þá voru endurútgefnir 19 af þeim 32 liðum sem Hæstirétt- ur hafði áður vísað frá. » Vísun skattrannsókn-arstjóra á máli nokkurra stjórnenda Baugs til ríkislög- reglustjóra vegna ætlaðra skattalagabrota er enn til rannsóknar hjá embættinu. FRÉTTASKÝRING Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is EFTIR glæsilega frammistöðu íslenska landsliðsins í handknattleik karla – í leikjum gegn Evrópumeisturum Frakka og Afríku- meisturum Túnis – í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi kom spennufall og vonbrigði í leik gegn Pólverjum í gærkvöldi í Westfalen-höll- inni, þar sem „strákarnir okkar“ máttu þola tap, 33:35. Fyrir leikinn sagði landsliðsþjálf- arinn að pólska liðið myndi brotna saman ef jafnt yrði á komið með liðunum um miðjan síð- ari hálfleik og taldi hann sigurinn þá vísan. Það voru ekki Pólverjar sem brotnuðu, heldur leik- menn Íslands er þeir voru með fjögurra marka forskot í seinni hálfleik, sem þeir misstu eins og hendi væri veifað. Vonbrigðin voru geysileg í herbúðum ís- lenska liðsins eftir leikinn. „Þetta var gott tækifæri til að tryggja okkur sæti í átta liða úr- slitunum og því miður nýttum við það ekki. Þar voru í bland óheppni og smáheimskupör sem við gerðum okkur seka um, óþarfa sendingar sem klikkuðu, fengum á okkur dýrar brottvís- anir og vorum endalaust einum færri. Nú verð- um við að horfa fram á veginn og gera betur gegn Slóvenum,“ sagði Ólafur Stefánsson, landsliðsfyrirliði Íslands, við Morgunblaðið. Jafntefli gegn Slóveníu ætti að nægja Með sigri var sæti í átta liða úrslitum næsta öruggt, en nú er staðan þannig í milliriðli 1, sem Ísland leikur í, að fimm þjóðir berjast um fjögur sæti í átta liða úrslitum og á Ísland (fjögur stig) eftir að leika gegn tveimur þeirra – Slóveníu (tvö stig) og Þýskalandi (fjögur stig). Hinar þjóðirnar eru Frakkland (fjögur stig) og Pólland (fjögur stig). Íslenska liðinu nægir jafntefli gegn Slóveníu til að komast áfram, svo framarlega sem leik- urinn gegn Þýskalandi tapast ekki ævintýra- lega stórt. Ísland er með 12 mörk í plús, Slóv- enía 13 mörk í mínus. Fjórar þjóðir úr hvorum milliriðli komast í átta liða úrslit, þar sem þjóð- in sem er í efsta sæti í milliriðli 1 leikur gegn þjóðinni sem er í fjórða sæti í milliriðli 2 og öf- ugt. Þjóðirnar sem hafna í öðru sæti leika gegn þjóðunum sem lenda í öðru sæti. Ef íslenska landsliðið hafnar í fyrsta eða þriðja sæti í sín- um riðli mun það leika í Köln í átta liða úrslit- unum þriðjudaginn 30. janúar en hafni liðið í öðru eða fjórða sæti leikur það í Hamborg sama dag. Sigurliðin í leikjunum í Köln mætast þar í borg í undanúrslitum fimmtudaginn 1. febrúar og sigurliðin í Hamborg leika undanúrslitaleik sinn þar í borg. Úrslitaleikir fara síðan fram í Köln. Ef íslenska landsliðið kemst ekki í átta liða úrslitin mun það leika um 9.–12. sæti á HM. Ef liðið kemst í átta liða úrslit og tapar leikur það tvo leiki í keppni um 5.–8. sæti. Spennufall á HM – hvað er framundan? Morgunblaðið/Günther Schröder Vonbrigði Sverre Jakobsson og Ólafur Stefánsson eftir leikinn gegn Póllandi. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FÓLK sem vill njóta virð- ingar í samtímanum verður að tjá sig skýrt, alls staðar verður að sjást að það hafi þróaðan smekk, að sögn Marius Jensen sem er ráðgjafi hjá vefsíðunni Opinion í Noregi. Þar eru m.a. kynntar niðurstöður markaðsrannsókna. Það dugar ekki lengur að maður eigi sjöuna frægu eftir Arne Jac- obsen – stóllinn verður líka að vera í réttu samhengi við annað á heimilinu og helst á maður að vita hvað Jacobsen var að hugsa þegar hann hannaði stólinn og hvenær hug- myndin fæddist, er haft eftir Jensen í Aft- enposten. „Heimili okkar er orðið að sviði þar sem við sýnum afrekin okkar. Áður var það staðurinn þar sem við slökuðum á en síðustu árin er það orðið kraftbirting þess sem við erum og hvað við viljum,“ segir hann. „Fagurfræðin er hin nýja siðfræði – við erum fordæmd fyrir vondan smekk.“ Engin afsökun fyrir kauðalegu heimili Föt og húsgögn séu orðin svo ódýr að engin afsökun sé til fyrir því að heimilið sé kauðalegt og ekkert nema drasl í fata- skápnum. Nú ráði smáatriðin úrslitum en komi jafnframt upp um skussana. Mikið goð lífsstílista, Lisbeth Larsen, segir söguna mikilvæga. „Allt verður að gefa af sér virðisauka, hönnuður getur ver- ið frægur eða við kaupum góða samvisku með því að kaupa vöru sem framleidd er í takt við reglur um sanngjörn heims- viðskipti – en svo getur virðisaukinn falist í sögunni að baki,“ segir Larsen. Erfitt sé að halda í við heimilatískuna, hún skipti næst- um því eins oft um ham og fólk um rúmföt. Svið til að sýna hvað við erum „Rétt“ heimili orðin frumskilyrði virðingar Vipp Fatan sem fólk dreymir um. Sex ákærur  Sakborningarnir fjórir voru sýknaðir af sex ákærum sem eftir stóðu af hinu upprunalega Baugsmáli. » 6 Dómur staðfestur  Hæstiréttur staðfesti upp- runalegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars 2006. » Miðopna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.