Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 45 menning Ef einhver segir þá við yður:„Hér er Kristur“ eða „þar,“þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða af- vega jafnvel hina útvöldu, [...].“ Þessi orð eru höfð eftir Jesú frá Nasaret í Matteusarguðspjalli (Matt. 24, 23) þegar lærisveinarnir spyrja meistara sinn út í end- urkomu Krists. Þessi orð – og önnur sem finna má í Biblíunni um endurkomu Krists – öðluðust að einhverju leyti nýtt líf í vikunni þegar þær fréttir bárust frá Bandaríkjunum að kvik- myndaleikarinn Tom Cruise væri „hinn útvaldi“ spámaður Vísinda- kirkjunnar sem breiða myndi út fagnaðarerindið. Í fréttinni var haft eftir David Miscavige, hæstráðanda kirkjunnar að í framtíðinni yrði Cruise tilbeð- inn líkt og Jesús um víða veröld og að hann myndi taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.    Stórkostlegt,“ hugsaði ég meðmér þegar ég las fréttina á þriðjudag. „Nú er kvikmyndaferill þessa ofmetna leikara loksins far- inn í vaskinn, og ekki seinna vænna!“ En svo leitaði önnur hugsun á mig; „Af hverju er það ekki stór- frétt þegar einn frægasti kvik- myndaleikari heims er sagður vera hinn útvaldi.“ Cruise er í söfnuði sem í eru mörg hundruð þúsund manns um allan heim? Hvað voru fylgjendur Jesú frá Nasaret annars margir þegar hann hóf að predika í eyðimörkinni fyrir 2000 árum? 12? 20? Varla fleiri en það! Í því ljósi mætti halda því fram að Cruise væri með nokkuð gott „start“ til Krists-embættisins, eins og sagt er á íþróttamáli. Og á þeim sömu nótum mætti spyrja sig, á hvorn yrði veðjað í dag, óþekktan trésmið frá Galíleu eða kvikmynda- stjörnu sem milljarðar þekkja jafn vel og sumir systkini sín?    Ef litið er yfir sögu „hinna út-völdu“ (eða „hinna smurðu“ svo notuð séu viðeigandi hugtök) innan gyðingdómsins, þá má í orðs- ins fyllstu merkingu segja að hún hafi verið skrifuð af sigurveg- urunum. Eða hver þekkir til spá- mannsins Júdasar sem var sonur Hezekia (ekki Ískaríots), Símons frá Perea, Anþrongus smala og Júdasar frá Galíleu en þeir voru af fylgjendum sínum allir taldir Krist- ur, á undan Jesú. Þessa menn þekk- ir enginn í dag. Og ekki heldur þá spámenn sem áttu sér allnokkra fylgjendur eftir daga Jesú. Þeudas kallaðist einn, annar gekk einfald- lega undir nafninu „Egyptinn“ og svo komu þeir hver af öðrum, Manaheim, Jóhannes frá Gischala, Simon og Jónatan vefari. Síðastur hinna „minni“ spámanna var Shab- betai Zevi frá Smyrnu en talið er að hann hafi átt sér meira en hundrað þúsund fylgjendur þegar best lét. Shabbetai var uppi fyrir um þrjú hundruð árum. Ættum við ekki að hafa heyrt um hann? Komum við til með að muna eftir Tom Cruise eftir þrjú hundruð ár? Þökk sé kvik- myndunum eru allar líkur á því.    Taki Tom Cruise við nýja djobb-inu er eitt morgunljóst; þeir Jóhannes, Lúkas, Matteus og Mark- ús, eiga lítið í þá guðspjallamenn sem finna má í draumasmiðju Hollywood. Í 27. versi í sama kafla Matteus- arguðspjalls og vitnað er í að ofan, segir: „Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.“ Ég veit ekki með ykkur hin en þetta minnir mig svolítið á atriði úr Top Gun? Tom Kristur eða falskristur? Hinn útvaldi Ætli Jesús Kristur yrði ekki líka beðinn um eiginhandaráritun af fylgjendum sínum í dag? AF LISTUM Höskuldur Ólafsson » „Stórkostlegt! Nú erkvikmyndaferill þessa ofmetna leikara loksins farinn í vaskinn, og ekki seinna vænna!“ ELÍSABET Eyþórsdóttir hefur verið umlukin tónlist frá blautu barnsbeini. Foreldar hennar eru báðir tónlistarmenn (Eyþór Gunn- arsson og Ellen Kristjánsdóttir) og systur hennar tvær, þær Sigríður og Elín einnig. Yngsta systkinið, níu ára strákur að nafni Eyþór, ku þá afar efnilegur á því sviðinu. Elísabet er nú í söngnámi við Tónlistarskóla FÍH og samkvæmt viðtali sem við hana birtist í blaði þessu síðastliðinn desember hyggst hún einhenda sér í tónlistina, eins og hún á kyn til. Fyrstu þreifing- arnar í þá áttina má heyra á þess- ari sólóplötu hennar, ef svo mætti kalla. Tónlistin er nefnilega eftir Börk Hrafn Birgisson (þekktastur fyrir veru sína í fönksveitinni Jagú- ar) og texta á Einar Már Guð- mundsson, eitt helsta samtímaskáld og rithöfundur landsins. Þau þrjú eru enda titluð fyrir plötunni á um- slagi. Tónlistin er lágstemmd, þar sem kassagítarleikur Barkar er í for- grunni. Léttdjössuð á köflum, og einkennist af þægilegheitum og ró- semd. Lögin eru haglega samin og snotur, en eiga það til að skilja ekki of mikið við sig. Söngrödd Elísabetar er þá ekki fyllilega mótuð enn, henni hættir til að vera óörugg, eins og heyra má t.d. í „Páskaliljan mín“. Röddin sjálf er þó áheyrileg, lágvær og seyðandi og ég efast ekki um að Elísabet eigi eftir að temja hana á næstu árum. Textarnir eru þá upp og ofan. Textinn við „Og öll þessi ef“ er t.d. snjall en í „Ástarbirta“ má finna eftirfarandi línu: „Þú ert mitt hold- lega bál/þú ert mín andlega sál“. Fremur ódýrt verður að segjast. Platan er þá nokkuð lengi í gang, hrekkur ekki almennilega í gír fyrr en við sjöunda lag, titillagið, sem er bráðgott. Sama má segja um hið Getz/Gilberto-lega „Á morgun skín sólin“ og „Úr tómleikans gjá“, sem inniheldur fantagott gítarspil. Frambærilegasta lagið er svo það síðasta, hið þjóðlagaskotna „Ást- arbirta“. Það besta við plötuna er hljóm- urinn; heildaráferðin er lagleg og þekkileg. Umslagið fellur og í þennan flokk, það er fallega hannað og eigulegt. Þessir þættir eru að gera plötuna fremur en einstakir þættir í innihaldinu sem eiga það til að fljóta fulltilþrifalítið fram hjá manni. Áferð ofar innihaldi TÓNLIST Geisladiskur Elísabet Eyþórsdóttir syngur, Börkur Hrafn Birgisson á lög og Einar Már Guð- mundsson texta. Elísabet, Sigríður Ey- þórsdóttir og Gunnar Þórðarsson koma að samningu nokkurra laga. Hljóðfæra- leikarar eru þeir Eyþór Gunnarsson (pí- anó, Rhodes, Hammond, slagverk), Börk- ur (gítarar), Scott McLemore (trommur) og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (kontrabassi). Ellen Kristjánsdóttir syng- ur í tveimur lögum. Sigurður Flosason (sópransaxófónn), Kjartan Hákonarson (flugelhorn) og Sigurgeir Agnarsson (selló) leggja lið í nokkrum lögum. Eyþór Gunnarsson stýrði upptökum. 12 tónar gefa út. Elísabet Eyþórsdóttir – Þriðja leiðin  Arnar Eggert Thoroddsen KVIKMYNDIN Blood Diamond verður frumsýnd hér á landi í dag. Myndin gerist í Síerra Leóne á tí- unda áratug síðustu aldar og segir sögu tveggja ólíkra Afríkubúa. Ann- ar er málaliðinn Danny Archer (Leonardo DiCaprio) og hinn sjó- maðurinn Solomon Vandy (Djimon Hounsou). Þessir ólíku menn öðlast smám saman sameiginlegan tilgang í lífinu, að hafa uppá afar verðmætum bleikum demanti. Amnesty International á Íslandi hyggst notast við kvikmyndina til að upplýsa landsmenn um hinn svokall- aða Kimberley-sáttmála. Hann greinir frá uppruna hvers demants þ.e. með hvaða hætti skartgripasal- inn hefur fengið hann en vitað er að demantar fjármagna ýmsan ófögnuð í þriðja heiminum; vopnasölu, styrj- aldir, barnahermennsku og þræl- dóm. Blood Diamond verður frum- sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói. Barátta Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou í kröppum dansi. Frumsýning | Blood Diamond Blóðug barátta um demanta Erlendir dómar: Metacritic: 63/100 The Hollywood Reporter: 70/100 Variety: 60/100 The New York Times: 50/100 Allt skv. Metacritic. GRÆNA ljósið frumsýnir í dag kvikmyndina Little Children eftir Todd Field (In the Bedroom), í Laugarásbíói og Regnboganum. Sem fyrr lúta sýningar Græna ljóssins sínum eigin lögmálum, ekk- ert hlé er gert á sýningu mynd- arinnar og auglýsingar fyrir hana hafðar í lágmarki. Í myndinni skoðar Todd Field þá bresti sem liggja undir spegilsléttu yfirborðinu í úthverfum millistétt- arinnar. Sagðar eru nokkrar sam- hliða sögur úr velmegandi litlu hverfi þar sem líf nokkurra ein- staklinga skarast á leikvöllum, sundlaugum og götum þeirra smá- vaxna samfélags, á óvæntan og jafnvel hættulegan hátt. Þess má geta að þau Kate Winslet og Jackie Earle Haley voru bæði til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndinni á dögunum. Lítil börn Patrick Wilson og Kate Winslet í hlutverkum sínum. Frumsýning | Little Children Brestir undir fáguðu yfirborði Erlendir dómar: Metacritic: 76/100 The Hollywood Reporter: 90/100 The New York Times: 90/100 Variety: 70/100 Allt skv. Metacritic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.