Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 27
Fyrst er nautagúllasið steikt í heitri olíu. Á meðan það er að brúnast er laukur, sellerístangir, hvítlaukur og 2 gulrætur hökkuð í matvinnsluvél – fremur smátt. Kjötið er sett til hliðar í skál og smáolíu bætt í pottinn og grænmet- ið sett út í og steikt þar til glært. Þá er kjötinu bætt saman við með öllum vökva sem fylgir. Saltað og piprað. Steikt í smástund og hrært vel saman. Því næst er 1,5 l af vatni bætt út í og einnig hálfri flösku af rauðvíni. Nautakjötkrafti bætt við – skv. leiðbeiningum mið- að við vatnsmagnið. Tómatpuré því næst bætt saman við ásamt kartöfl- unum, flysjuðum og skornum í fernt, sveppum sem skornir eru til helminga, og tveimur nið- urskornum gulrótum. Lárviðarlaufi og söxuðu, fersku rósmaríni bætt í. Saltað og piprað aftur. Soðið í 30 mínútur með lokið á og svo 1 klukkustund við lágan hita – þar til það er soðið niður um nær helming. Súpan verður orðin þykk og kraft- mikil þegar hún er tilbúin. Borið fram í súpuskálum – skreytt með niðurskorinni steinselju og heil- hveitikex haft með. Heilhveitikex 2 bollar hveiti 2 bollar heilhveiti 30 g haframjöl 1½ bolli mjólk 100 g smjör – fryst um stund 1½ msk. lyftiduft. Hveiti, heilhveiti lyftidufti, hafra- mjöli, léttmjólk, smjöri (sem er brytjað niður með grófu rifjárni) er blandað saman og hrært. Litlir bit- ar eru teknir af deiginu og flattir vel út og svo er stungið á þá með gaffli. Raðað á ofnplötu og bakað í heitum ofni í um 8 mínútur við 190 gráðu hita. Salat Klettasalat ½ kastalaostur 1 pera 5 lauf ferskt basil ¼ búnt kóríander 1 plómutómatur Klettasalat lagt á flatan disk. Pera flysjuð og sneidd í langar grannar sneiðar sem eru lagðar of- an á salatið. Blár kastali sneiddur niður og lagður þar ofan á. Plómu- tómatur skorinn niður og lagður með. Fersku basil og kóríander dreift yfir. Smá extra virgin- ólífuolíu skvett yfir. Saltað og pipr- að. Jarðarberja og bláberja- krumbl með vanilluís 250 g hveiti 150 g sykur (100 g dökkur Muscovado-sykur og 50 g hvítur sykur) 100 g smjör 1 tsk. vanilludropar 50 ml mjólk 350 g jarðarber 150 g bláber 30 g hvítur sykur Hveiti, sykri, smjöri, van- illudropum og mjólk blandað saman í hrærivél. Jarðarberjum, skornum í tvennt og bláberjum blandað sam- an. Berin þvegin og lögð blaut í eldfast mót og sykruð með hvítum sykri. Bakað í 190 gráðu heitum ofni í 10 mínútur. Þá eru þau tekin út og flutt yfir í minni eldföst mót (1 á mann) og deiginu sáldrað yfir. Bakað aftur í um 10 mínútur eða þar deigið er orðið fallega gullið. Borið fram með vanilluís. Morgunblaðið/Sverrir Jarðarberja- og bláberjakrumbl Gott með vanilluís. sia@mbl.is ragnarfreyr.blog.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 27 Gylfi Þorkelsson gaf útljóðabókina Guðað á gluggann fyrir jólin og ritaði í eintak til móður sinnar: Tókst í hönd þér huga minn, hjartað, ljósið, skuggann. Guða svo í andakt inn um opinn sálargluggann. Og til Bjarna bróður síns skrifaði hann í eintak af bókinni: Orð er ljúft að eiga við ekkert kann ég betra til að öðlast innri frið en með bleki letra. Allt virðist hafa verið í bundnu máli hjá Gylfa yfir hátíðirnar. Í jólakort til konu sinnar færði hann til bókar: Þegar ógnar orrahríð, yfir níðið dynur, veit ég að þú alla tíð ert minn besti vinur. Loks varð Margrét Hafliðadóttir, mágkona hans, sextug á jóladag. Gylfi orti: Hvað er dagur, hvað er stund? Hvað er áratugur? Gullið hjarta, glaðvær lund, góður vinarhugur. VÍSNAHORNIÐ Ritað í bækur pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.