Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 35
Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 35 vina þinna eða sjálfs þín væri; dauði sér- hvers manns smækkar mig, af því ég er ísl- unginn mannkyninu; spyr þú því aldrei hverjum klukkan glymur; hún glymur þér. (John Donne) Þessi upphafsorð bókar Hem- ingways, Hverjum klukkan glymur, komu mér fljótlega til hugar þegar mér varð ljóst að það væri ekki vond- ur draumur að Jói svili minn væri all- ur. Jóa kynntist ég fyrir rúmum 30 árum í Snælandshverfinu í Kópavogi. Jói var litli bróðir Sveinbjargar bekkjarsystur minnar, ári yngri, en samrýndari systkini var vart að finna. Snælandshverfið var þá í örri upp- byggingu, hálfgerð sveit í borg með öllu því frjálsræði sem slíku fylgir. Krakkaskarinn í hverfinu úti að leik öll kvöld og fimmtudagskvöld sjón- varpslaus og allur júlí. Æskan var leiðangrar í skógræktina, brennó, hlaup-í-skarð, barnaafmælin pulsur, súkkulaðikökur og litlar kók með lakkrísröri. Úti í skurði að reykja njóla, vaða lækinn, hlaða brennur – Fossvogurinn og skógræktin ævin- týraland og framtíðin eitthvað sem gamalt fólk hugsaði um. Fyrir um 10 árum lágu leiðir okkar aftur saman þegar Jói og Ragga mág- kona felldu hugi saman – við vorum orðnir svilar. Að fá að kynnast Jóa aftur sem fullorðnum manni hafa ver- ið mér mikil forréttindi. Jafn rólynd- an og góðlyndan mann er erfitt að finna. Ég mun sakna rökræðna okkar Jóa sem oftar en ekki áttu sér stað í sveitasælunni á Miðhrauni með Sigga mági þar sem tekist var á um pólitík- ina, lífsgátuna og önnur dægurmál líðandi stundar. Jói var alltaf rödd yf- irveguðu skynseminnar en stundum valdi hann sér öndverðan málstað með stríðnisbros á vör. Græna fingur og ást á náttúrunni má eflaust rekja í Fossvoginn og skógræktina en nú er Jói búinn að finna frið í þeim garði sem af öðrum ber – Paradís. Röggu, Ölfu, Aski, Agli og Hlyni votta ég samúð mína svo og foreldrum og fjöl- skyldu Jóa. Guðbrandur Örn. Það er komið að kveðjustundinni. Jóhann Pálmason vinur minn er lát- inn. Hann var oft kallaður Jói Pálma en fyrir mér var hann og verður alltaf Jói og þegar ég heyri nafnið Jói þá er það myndin af honum sem kemur upp í hugann, hann var hinn einni sanni Jói. Það er svo margt sem hægt er að segja um Jóa; fótboltastjarna, skák- maður, músíkant, listamaður og góð- ur vinur. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við hittumst fyrst, sennilega vorum við 4–5 ára þegar ég kom niður á Kársnesbraut þar sem Jói bjó og við töluðum alltaf um að þar hefði vin- skapurinn hafist. Svo byrjuðum við saman í sex ára bekk í Snælandsskóla og þá vorum við nú orðnir stórir. Snælandshverfið og Fossvogurinn voru okkar leikvellir næstu 10 árin, hvort sem það var á fótboltavellinum niðri í dalnum eða úti í skógi, kringum skólann eða í kjallaranum í Furu- grundinni, þar sem voru oft haldin heilu fótboltamótin, en það var ein- mitt í fótboltanum þar sem enginn af okkur vinunum komst með tærnar þar sem Jói hafði hælana, enda einn sá besti, ef ekki sá besti í Kópavog- inum á þessum tíma og að sjálfsögðu fyrirliði í sínum flokki í ÍK. Þegar við byrjuðum að hlusta á tónlist var Kiss það eina sem komst að með öllu því sem Kiss-æðinu fylgdi; plötum, plak- ötum og merkjum, og svo að sjálf- sögðu að herma eftir þeim á diskótek- um í Snælandsskóla, málaðir og flottir með gítara sagaða út úr kross- við. En það var ekki eini gítarinn sem Jói spilaði á, því á þessum tíma var hann farinn að fikta við að spila á gít- ar og varð fljótt mjög fær og gat nán- ast spilað allt sem hann vildi. En það var einmit þannig með hann Jóa; hann var góður í öllu sem hann gerði. En þessir tímar voru okkur góðir og margar minningarnar hafa runnið í gegn undanfarna daga um allt sem við gerðum og gerðum af okkur á þessum tíma en það verður ekki talið upp hér. Ég votta Röggu, börnum hans, foreldrum, systrum og vinum alla mína samúð á þessum erfiðu tím- um og megi Guð vera með ykkur. Jóa, gamlan æskufélaga minn, kveð ég með þessum sálmi: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Ásgeir Sigurjónsson. Í dag kveðjum við góðan dreng. Söknuðurinn er mikill. Leiðir okkar hafa legið saman um árabil. Fyrri- hlutinn einkenndist af ærslum og á köflum því sem á góðri íslensku mætti kalla rugli. En síðustu árin hafa verið gjöful – fyllt mörgum góð- um minningum. Ragga og Jói áttu gott líf sem gaf af sér og styrkti tengsl við góða vini. Jói og Ragga komu með okkur í Ósfjölskylduna þegar Askur var rétt orðinn tveggja. Ós byggist ekki síst á foreldrunum og eiginleikum þeirra. Þau komu af krafti inn í starfið og tóku þátt í öllu sem viðkom þessum einstaka leikskóla. Starfsdagar, Mun- aðarnesferðir og árshátíðir – allt er þetta vettvangur foreldra, barna og starfsmanna Óss. Þegar við kvöddum þetta yndislega samfélag með sökn- uði í sumar hugguðum við okkur við það að vináttan við Ósarana var var- anleg. Haustið leið og allt virtist ganga vel. Börnin hittu Ask og Ölfu í bæjarferðum og kaffið var teigað í stuttum stoppum á Tárinu og á Framnesvegi. Jói og Ragga áttu eftir að heimsækja okkur í Víkina og Ásta Júlía og Arnaldur bíða eftir að hitta gömlu vinina og sýna þeim svæðið. Jói kemur ekki með í Víkina með Röggu og börnunum. Við höfðum hlakkað til að fá góð ráð þegar farið skyldi í garðinn í vor, því þeirra höfð- um við áður notið á Vesturvallagöt- unni. Fótbolti með Aski og Arnaldi verður að vera án Jóa. Við trúum því að Jóa líði vel núna – það var tekið vel á móti honum þegar hann kom. Elsku Ragga, Hlynur, Egill, Askur og Alfa og aðrir aðstandendur Jóa, megi guð styrkja ykkur í þeirri miklu sorg sem þið gangið í gegnum núna. Við huggum okkur við þá vissu að: Hvar sem góður maður fer er honum borgið. Grímur og Helga Vala. Daginn sem Jói dó stóð ég við gluggann og horfði lengi á tréð sem hann gróðursetti í garðinum mínum. Það er gott að horfa á tré. Ég vissi ekki að hann væri að deyja þennan dag. En nú þegar hann er allur finn ég að hann hefur líka gróðursett tré innra með mér, tré sem horfir á mig. Hann var fullur af lífi og fjöri, hlýju og forvitni, áhuga og visku. Hann hafði þennan klikkaða húmor sem einkennir stundum fólk í krabba- merkinu. Allar þessar góðu gjafir sem honum höfðu verið gefnar gaf hann áfram til þeirra sem voru í kringum hann. Svo kom sjúkdómur- inn og rústaði öllu saman. Það er svo sárt. Svo erfitt stundum að rísa uppúr þessum rústum. Svo erfitt að sjá að það er til leið. Og stundum er kannski engin leið. Stundum hefur leiðin kannski lokast, jafnvel þótt hún sé þarna. Jói gaf mér fegurð og aðdáun svo trúin á sjálfa mig batnaði, hann var góður við strákana mína og þeim þótti strax vænt um hann. Okkur þótti líka vænt um Hlyn litla strákinn hans Jóa sem oft var í fylgd með hon- um. Hlynur framkallaði blik í augun hans Jóa. Við þekktumst ekkert mjög lengi en hann hafði afgerandi áhrif á líf mitt, áhrif sem munu aldrei hverfa. Hann kenndi mér að sitja á gólfinu. Það er töframáttur fólginn í því að sitja á gólfinu. Þá er maður laus úr öllum stellingunum, situr bara og segir jæja er það eða það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður verður bara að prófa. Þótt ljúfmennskan væri þráðurinn í persónu Jóa var hann líka úr andstæðum, bjó yfir strákskap og karlmennsku, kæru- leysi og alvarlegum hliðum. Hann var ástríðumaður gagnvart garðyrkjunni og málverkinu. Það var gaman að sjá hann vinna, hvort sem hann var að klippa tré eða mála á striga. Ást hans, stolt og elska gagnvart konu sinni og öllum börnunum sást svo fallega. Ég vildi hann hefði lifað lengur svo þau hefðu átt hann að. Ég vildi að honum hefði batnað en minning hans minnir okkur á að gæta að hverju skrefi. En dansa samt. En á þessari stundu er ekkert hægt að segja, kannski horfa á tréð og leyfa sorginni að brjótast fram og laufgast þegar fram líða stundir. Fólkinu hans, móður hans, föður, systrum, konunni hans, sonum hans og lítilli dóttur sendi ég mína dýpstu samúð. Elísabet Jökulsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jó- hann Pálmason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ólafur Magnússon; Emilía o.fl.; Eiríkur Baldursson; Finnbogi Þorkell, Karl og Rúnar, Arndís Hrönn, Kristinn Jakobsson, Marta, Margrét, Jóna, María, Helga Ó. og Helga Þ.; Steinunn, Þröstur, Halldór og Kristín; Valgarður og Hulda; foreldrar og starfsfólk á Barnaheimilinu Ósi. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, BJÖRN SIGURÐSSON bóndi, Sauðhaga, Völlum, andaðist laugardaginn 20. janúar. Útför hans fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardag- inn 27. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum eða Krabbameinsfélagið. Jóhanna Freyja Björnsdóttir, Magnús S. Magnússon, Magnea Herborg Björnsdóttir, Sigmar Björnsson, Amalía Björnsdóttir, Sigurður Ragnar, Ásbjörg, Hrafnhildur, Magnús, Freyja, Björn Geir, Baldvin, Ólöf Sölvadóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar aðfaranótt mánudagsins 22. janúar. Jarðsungið verður frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 27. janúar kl. 11.00. Halldóra Ragnarsdóttir, Frímann Gústafsson, Einar Júlíusson, María Lillý Ragnarsdóttir, Haukur Jónsson, Guðmundur Ragnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Jón Ásgeirsson, Ragnar Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Í minningu ástkærrar eiginkonu og besta vinar, ÓLAFAR HERMANNSDÓTTUR, (Lóu) sérkennara, Barmahlíð 28. Ólöf lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 16. janúar. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar Jóhann Guðjónsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir (Gugga), Holgeir Jónsson, Ragnar Jóhann Holgeirsson, Berglind Anna Holgeirsdóttir. ✝ Hjartkær frænka okkar, DÝRFINNA TÓMASDÓTTIR, áður Gautlandi 1, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu að morgni miðvikudagsins 24. janúar sl. F.h. annarra aðstandenda, Ólafía S. Hansdóttir, Hreiðar Sigurbjarnason, Lára G. Hansdóttir, Guðmundur V. Sigurbjarnason, Dýrfinna P. Hansdóttir, Sigurður T. Sigurbjarnason, Hafsteinn Sigurbjarnason, Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN DANÍELSDÓTTIR (Minný), Tryggvagötu 24, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 22. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 13.30. Tómas Jónsson, Hulda Guðjónsdóttir, Hjalti, börn og barnabarn, Hulda, Gunnar og börn, Hlynur og sonur, Heimir, Sólborg og börn, Berglind og börn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS HELGASONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðárkróki fyrir hlýju og góða umönnun. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Júlíusson, Helgi Dagur Gunnarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson, Helga Sigurðardóttir, Þorgeir Gunnarsson, Elín Steingrímsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Þorleifur Konráðsson, Elísabet Jóna Gunnarsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.