Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Sig-urður Valtýs- son fæddist í Nesi í Fnjóskadal 22. apr- íl 1953. Hann lést 16. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Gunnars voru Val- týr Kristjánsson bóndi í Nesi, f. 23. júlí 1918, d. 21. janúar 1978 og Kristín Sigurð- ardóttir, f. 29. nóv- ember 1928, d. 21. júlí 1971. Gunnar var þriðji í röð átta systkina en hin eru: 1) Vignir Kristján, f. 4. desember 1947. 2) Sigrún, f. 28. júní 1949, maki, Gunnlaugur Auðunn Árnason, f. 1. júlí 1950. 3) Haukur Friðgeir, f. 26 júní 1956, maki Guðrún Hreindís Hreinsdóttir, f. 24. mars 1957. 4) Vilhjálmur Jón, f. 9. júlí 1959, maki, Helen Jónsdóttir, f. 4. jan- úar 1958. 5) Hjördís, f. 12. ágúst 1963, maki, Magnús Gunnarsson, f. 30. október 1962. 6) Bryndís, 1980, kona hans er Edda Elvý Hauksdóttir frá Grenivík, f. 11. janúar 1980, dóttir þeirra er Bríet Ýr, f. 25. apríl 2003. Þau búa á Akureyri. 3) Valtýr Smári, f. 20. ágúst 1983, unnusta Bjarn- ey Sigurðardóttir frá Akureyri, f. 22. mars 1986. Þau búa á Ak- ureyri. 4) Berglind Ýr nemi, f. 4. nóvember 1989. Hún býr í Nesi. Gunnar stundaði nám í Fram- haldsskólanum á Laugum eftir hefðbundið skyldunám. Eftir það stundaði hann húsasmíðanám í iðnskóla. Hann starfaði við húsa- smíði með náminu og eitthvað lengur en fór fljótlega að vinna við ýmiss konar vélavinnu hjá föður sínum, einkum vegagerð. Nokkrum árum eftir að for- eldrar Gunnars féllu frá keyptu þau hjónin jörðina Nes af systk- inum hans og tóku við búsfor- ráðum þar. Fljótlega hóf hann rekstur á eigin vörubíl og keypti síðar ýmsar vélar og bíla og starfaði við það alla tíð. Hann vann mikið fyrir Vegagerðina, bændur, sumarbústaðaeingendur og fleiri og var hann einstaklega vel liðinn. Gunnar bjó í Nesi í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit alla sína ævi ásamt fjölskyldu sinni. Útför Gunnars verður gerð frá Hálskirkju í Fnjóskadal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 12. ágúst 1963, maki Sævar Örn Hallsson, f. 14. mars 1963. 7) Karl Matt- hías, f. 12. ágúst 1963, maki Una Jón- atansdóttir, f. 8. október 1969. Gunnar kvæntist Sigurlínu Hrönn Halldórsdóttur, frá Sauðárkróki, f. 18. mars 1962. For- eldrar Sigurlínu eru Halldór Karel Jak- obsson, f. 20. júlí 1941 og Birna Gunnhildur Guð- mundsdóttir, f. 1. júlí 1941, þau slitu samvistum. Eiginmaður Birnu er Kjartan Árni Björns- son, f. 7. október 1932. Eig- inkona Halldórs Karels er Stein- unn Björg Björnsdóttir, f. 10. nóvember 1952. Börn Gunnars eru 1) Kristinn Elvar, f. 24. sept- ember 1977, búsettur á Ak- ureyri, móðir Sigurbjörg Péturs- dóttir frá Grenivík, f. 24. janúar 1960. 2) Gunnar Helgi, f. 24. júní Elsku pabbi! Það er á svona stund- um sem þessum þegar maður skilur ekki alveg út á hvað lífið gengur. Þeg- ar ég hugsa til baka detta mér strax í hug þær skemmtilegu stundir þegar maður var staddur í sveitinni og fékk að fara með í áburðarflutning með þér, þar gátum við setið bræður allan liðlangan daginn í Scaniunni og farið með áburð á alla bæi í Fnjóskadal og víðar. Maður reyndi að hjálpa eins og maður gat, hengja á krókinn og svona. Svo var náttúrulega hápunkt- ur dagsins þegar stoppað var í sjoppu á Akureyri og keypt appelsín og prins póló. Alltaf hefur þú fylgst vel með hvað ég hef verið að bralla og ekki var slæmt að eiga þig að þegar ég hóf sjálfur verktakarekstur tvítugur. Þá kom að því að kaupa vörubíl og þá var gott að geta leitað til þín sem varst manna fróðastur um Scaniu vörubíla og ekki þótti þér slæmt að fyrsti vöru- bíllinn minn væri Scania 141 af sömu gerð og gullvagninn þinn. Ég og starfsmenn mínir verða þér ævinlega þakklátir fyrir alla þá aðstoð sem þú hefur veitt okkur, ekki síst þegar ég var í burtu í námi og þið Beggi frændi voru alltaf boðnir og búnir að koma í bæinn og hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Mér þykir leitt að hafa ekki getað náð að fljúga með þig og athuga með rollur eins og þú varst búinn að biðja mig um og stóð til. Þér er alltaf vel- komið að sitja í þegar ég er að fljúga. Kær kveðja, með söknuði, þinn sonur Kristinn Elvar. Elsku pabbi minn, nú veit ég ekki hvað skal segja. Þetta er eins ótrúlegt og það getur verið að vera að fara að sofa og fá svo þessi tíðindi eins og kalda vatnsgusu. En þetta er víst raunin og núna vantar hornstaurinn í fjölskylduna. Núna hugsa ég hvern ég eigi eiginlega að spyrja þegar ég veit ekki hvað skal gera í hinum ýmsu málum. Ef ég þurfti að vita eitthvað, alveg sama hvað það var, þá talaði ég við þig og þú vissir alltaf svarið. En ég mun halda áfram að leita ráða hjá þér og veit að þú munt láta mig vita ef þér líst ekki á það sem ég er að gera. Ég á svo margar minningar til að segja frá að það yrði eins og James Bond myndirnar ef ég ætlaði að segja frá öllu, alltaf eitthvað nýtt. Það þykir nú kannski skrítið en mér er nú efst í huga þegar við vorum saman í sveit- inni að setja niður skítabauka fyrir bændurna svo þeir gætu hætt að skíta í lækinn eins og þú orðaðir það. Þetta þykir nú ekkert flott vinna eða fín en þú varst alltaf mættur og ef það var eitthvað sem ég vildi ekki fara með puttana í þá komst þú og redd- aðir því eins og skot. Þú dreifst bara í því sem þurfti að gera hverju sinni. En þetta er nú samt einhver besti tími sem ég hef lifað með þér, á kafi í hvers manns skítakoppi ef svo má segja. Saman hittum við svo hina ýmsu bændur sem ég hafði ekki hitt áður og varst þú öllu kunnugur sem bar á góma, hvort sem það voru kýr, kindur, Ferguson, Land Rover eða hvað sem er. Og ég sat og hlustaði á meðan við borðuðum eitthvert góð- gætið í eldhúsum Þingeyinga. Við fór- um svo í grænadalinn og hittum þá bræður úr Flís eins og við kölluðum þá en vorum þó mest með honum Ing- ólfi eða Hreppa vini okkar og reynd- um að grafa skurði út og suður fyrir hann og allt varð það að vera eftir nýj- ustu reglum, enda var kallinn að rembast við að verða pípari og gekk bara vel. En allt tekur enda og við hættum í þessu skítabrasi og fórum til annarra starfa, ég í bæinn til Kidda bróður og þú að sinna snjómokstri, kindunum og fleiri störfum með mömmu. Ég verð svo duglegur að fara heim í Nes til mömmu og Berg- lindar til þess að líta eftir þeim og kindunum ykkar og vörubílunum þín- um. En meira ætla ég ekki að segja í bili, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og mínum, elsku pabbi minn. Minningarnar geymi ég svo ávallt í hjarta mínu. Minning þín lifir í hjarta mínu og vonandi í verkum mínum. Kveðja með söknuði, þinn sonur Valtýr Smári. Elsku pabbi minn, ég trúi þessu varla enn. Ég er enn að bíða eftir því að þú labbir hérna inn til okkar eins og ekkert hafi í skorist, að þú segir við okkur að þetta hafi allt saman bara verið vondur draumur og allt sé í himna lagi. En því miður er það ekki þannig. Staðreyndin er sú að þú ert farinn og kemur aldrei aftur. Þú varst ekki nema 53 ára og í blóma lífsins. Þú varst svo hraustur og heilbrigður. Ég get ekki skilið hvernig er hægt að taka eitthvað svona mikilvægt frá manni á einni kvöldstund. Mér finnst eins og lífið sé hrunið. Ég veit hrein- lega ekki hvernig við eigum eftir að komast í gegnum þetta. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hvað þú varst mikilvægur, já, stoðin og styttan í fjölskyldunni. Ég gleymi því aldrei hvað mér fannst gaman að segja að þú hefðir búið frá því að þú fæddist í Nesi, og meira að segja að þú hefðir fæðst í einu herberginu í húsinu okk- ar. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að búa heima í Nesi, í dalnum fagra eins og ég sagði stundum. Það var oft sem ég var spurð hvaðan ég væri, og þegar ég sagðist vera úr Nesi í Fnjóskadal, þá var alltaf sagt: Já, ertu dóttir hans Gunnars, ég svaraði því auðvitað játandi og skildi stund- um hvorki upp né niður. En ástæðan var auðvitað sú að það þekktu þig svo gífurlega margir og þú þekktir svo marga. Ég man þegar við systkinin vorum yngri og þegar við fórum í ferðalög um landið með þér og mömmu, þá þurftirðu helst alltaf að beygja inn á alla afleggjara og skoða alla króka og kima. Ég var oft orðin frekar leið á þessum endalausum snúningum, en núna er ég mjög þakk- lát fyrir þetta, vegna þess að það eru ekki margir á mínum aldri sem hafa séð jafn mikið af Íslandi og ég, og það er þér og mömmu að þakka. Eitt af því sem er efst í minningunni er þeg- ar ég og þú vorum að fara sofa, þegar ég var lítil. Ég vildi alltaf að þú svæfð- ir mig, við fórum inn í herbergi og þú last stundum fyrir mig en þú söngst alltaf. Þú söngst Sofðu unga ástin mín, Erla góða Erla og Siggi var úti og oftast var það þannig að þú varst á undan að sofna og byrjaður að hrjóta áður en ég vissi af. Þá var ég ennþá vakandi og pikkaði í þig og þú byrj- aðir að syngja aftur. Þessu mun ég aldrei gleyma og ég ætla að syngja þessi yndislegu lög fyrir börnin mín ef ég verð svo heppin að eignast þau. Mér er mjög minnisstætt þegar ég fékk bílpróf núna í nóvember. Þá var ég að rembast við að bakka í stæði og ökukennarinn sagði við mig: Þú átt nú ekki að vera í vandræðum með þetta, stelpa af þessum manni komin, og meinti þetta auðvitað í góðu og svo fór hann að dásama þig, elsku pabbi, hvað þú værir frábær ökumaður, og einn besti vélamaður á landinu. Ég var auðvitað frekar montin og reyndi að gera betur. Svo var það þegar við keyptum peugeot-inn minn, þá sagð- irðu við mig að það væri ekkert að því að keyra á 60–70 ef þess þyrfti og ég skildi gera það hiklaust, og ég ætla að gera það fyrir þig, pabbi minn. Svo var það þegar ég lenti í því að það datt púströrið undan bílnum mínum núna fyrir stuttu, þá hringdi ég strax í þig skelfingu lostin ég bað þig um að koma strax í bæinn. Þú varst auðvitað kominn eftir smástund með verk- færatöskuna og kipptir þessu öllu saman í lag. En núna get ég ekki hringt í þig ef eitthvað bjátar á. En sem betur fer á ég bestu bræður í heimi sem verða mér til hjálpar með bílinn minn. Ég gleymi því ekki þegar þú varst að bulla í Sindra frænda fram og til baka, þið gátuð hlegið endalaust að einhverri vitleysu, um t.d. að þú hefðir nú verið Íslands- meistari í hinu og þessu, svo eitthvað sé nefnt. Elsku pabbi minn, ég gæti skrifað endalaust um þig, en einhvers staðar verð ég að stoppa. Pabbi, ég skil ekki hvernig for- gangsröðin er í þessu lífi, ég hélt að þetta væri orðið gott þegar ég var bú- in að ganga í gengum að missa Egil bekkjarbróður minn í 10. bekk og Lúlla bróður mömmu núna í apríl á seinasta ári. Enn er tekið frá manni og núna það sem er manni kærast. Elsku pabbi, börnin mín eiga aldrei eftir að hafa þau forréttindi að eiga þig sem afa, eins og hún Bríet. En ég mun segja börnunum mínum frá þér og hversu yndislegur maður þú varst og besti pabbi í heimi. Pabbi minn, ég elska þig af öllu mínu hjarta og vil ég þakka þér og mömmu fyrir að ala mig svona vel upp og gera mig að þessari manneskju sem ég er í dag. Elsku pabbi, ég veit að þú vakir yf- ir okkur og reynir að hjálpa okkur í gegnum þetta. Ég ætla að enda þetta á einu af laginu okkar sem þú söngst alltaf fyrir mig. Ástarþakkir fyrir allt, Erla, góða Erla! eg á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Hart er mannsins hjarta, að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi og drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal) Þín dóttir Berglind Ýr. Elsku Gunnar, hvar á að byrja þeg- ar svona hörmulegir hlutir gerast. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er: yndislegur, góður og vitur tengdafaðir og afi sem maður gat allt- af spurt og nánast alltaf fengið rétt svör. Ég gleymi aldrei þegar ég kom fyrst í Nes, ég opnaði dyrnar og þar stóðst þú í þvottahúsinu, svona líka alveg eins í útliti og sonurinn sem ég ætlaði mér að eiga. Enda hef ég oft sagt við hana Sillu þína að það væri frábært hvað þið væruð líkir því að þá vissi ég hversu myndarlegur sonur- inn yrði þegar hann yrði eldri. Ekki get ég nú sagt að þú hafir oft sýnt tilfinningar þínar en þegar litli gimsteinninn þinn fæddist hún Bríet Ýr, þurfti nánast að draga þig niður á jörðina. Það er svo æðislegt að skoða myndir af þér og Bríeti saman, alltaf horfir þú þessum dásemdaraugum á hana en aldrei í myndavélina. Það lýs- ir þér best hvernig þér leið í kringum hana. Það er svo margt sem ég gæti skrifað um þig, Gunnar minn, en ég ætla að láta þetta nægja í bili og geyma allar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég og Gunnar Helgi lofum þér að vera dugleg að tala um þig við barnabörnin þín svo að þú munir aldrei gleymast. Guð geymi þig að eilífu þar til við hittumst aftur, þín verður sárt saknað af öllum sem þekktu þig. Þín tengdadóttir Edda Elvý. Elsku Gunnar minn, þetta er svo óraunverulegt. Mig langar ekki til þess að trúa þessu en þetta er víst raunin. Maður ræður nú ekki miklu um þetta líf, en eitt veit maður þó fyr- ir víst að maður fer á endanum en þú maður á besta aldri, íþróttagarpurinn sjálfur, fórst alltof snemma. Ég trúi því samt að þér líði vel þar sem þú ert núna og vakir yfir okkur hérna sem söknum þín svo sárt. En hvað nú? Í hvern eigum við Val- týr núna að hringja þegar við vitum ekki eitthvað eða vantar bara ein- hverja hjálp. Þú varst alltaf sá sem hægt var að hringja í og varst boðinn og búinn til þess að hjálpa öllum, al- veg sama hvað það var. Þegar ég sit hérna og skrifa þetta þá streymir fullt af minningum fram sem ég ætla bara að geyma í hjarta mínu. Takk fyrir allt og ég mun svo vera dugleg að passa elskurnar þínar hérna niðri. Ætíð vert ljós á allra vegum, breið birtu og yl á báðar hendur. Þá mun þér lýst frá ljóssins heimi og Guð þér gefa gjörvallt yndi. (Jón Árnason Syðri-Á) Þín tengdadóttir Bjarney Elsku besti afi minn, hver á nú að fara með mér og ömmu í fjárhúsin? Hver verður hjá okkur í vor þegar litlu lömbin fæðast og litla barnið líka? Þú manst að þá kemur Mikki refur og þú ætlaðir að fæla hann í burtu frá okkur. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku afi, allra gönguferðanna okkar niður á verkstæði að gera við vörubílana og allra fjárhúsaferðanna okkar, en ég lofa þér að ég mun hugsa vel um ömmu Sillu og hjálpa henni eins og ég get miðað við ungan aldur. Pabbi og mamma segja að þú sért núna orðinn engill á himnum og lítir alltaf eftir mér en mikið á ég eftir að sakna þín. Bless í bili. Sofðu vært og rótt, afi minn þinn „gullmoli“ Bríet Ýr. Einhverjar erfiðustu stundir í mínu lífi voru þegar Karl bróðir minn kom til mín um miðnætti 16. janúar síðast- liðinn og tilkynnti okkur hjónunum lát Gunnars bróður okkar. Þetta kom öllum algerlega á óvart þar sem Gunnar hafði ekki kennt sér meins og varla orðið misdægurt um ævina. Hann var aðeins 53 ára og því í blóma lífsins. Gunnar var þriðji í röð okkar systkinanna frá Nesi en við erum átta. Hann keypti jörðina, Nes, ásamt konu sinn Sigurlínu Halldórsdóttur, nokkrum árum eftir að foreldrar okk- ar voru fallin frá og hafa þau búið þar síðan, en föðurbróðir okkar Stefán Kristjánsson og kona hans Alda Alex- andersdóttir búa á hinu býlinu, Tungunesi. Í Nesi hafa þau staðið fyr- ir fjárbúi ásamt því að reka vörubíla og vinnuvélar en vélaútgerð hefur verið aðalstarf Gunnars. Eftir hér- aðsskólaskólavist á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu fór hann í iðnskóla og nam húsasmíði en starfaði fremur lít- ið við smíðar og sneri sér fljótt að ým- iss konar vélavinnu. Gunnar vann víða við vegagerð og þjónustaði bændur mikið og ég held að það hafi verið fáir bæir í Þingeyjarsveit sem hann hafði ekki komið á og unnið eitt- hvað fyrir auk fjölmargra annarra staða. Einnig þjónustaði hann mikið sumarbústaðaeigendur sem hafa komið sér fyrir í Fnjóskadal og í fleiri sveitum þar í kring. Alls staðar átti hann gott samstarf við þá sem hann var að vinna fyrir enda var hann mjög samviskusamur og vandaði öll verk. Ekki veit ég til þess að hann hafi nokkurs staðar átt neina óvild heldur þvert á móti gat hann komið hvar sem var og minnti mig þannig á Skúla móðurbróður okkar og fyrrum bónda á Stóru-Tjörnum. Eins og áður kom fram bjó Gunnar á æskustöðvum okkar systkinanna og fannst okkur þau hjón alltaf stuðla að því að halda tengslum okkar við sveit- ina, meðvitað eða ómeðvitað. Þetta var okkur systkinum hans mikils virði í því að halda samstöðu í hópnum eftir ótímabær fráföll foreldra okkar. Seinna hafa sum systkinanna sett upp hjólhýsi á afmörkuðum svæðum í Neslandi. Það má því segja að Gunn- ar og Sigurlína hafi myndað sterkan hlekk í þessum hópi og er það mikils virði og ber að þakka fyrir. Við hitt- Gunnar Sigurður Valtýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.