Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 31 UMRÆÐAN RÍKISÚTVARPIÐ verður ekki einkavætt samkvæmt þeim lögum sem Alþingi hefur nú af- greitt. Ýmsum ákvæðum var breytt frá upphaflegri gerð, m.a. að óskum framsóknarmanna. Alls ekki er gert ráð fyrir einka- væðingu heldur verður Rík- isútvarpið opinbert hlutafélag – „ohf“. Í fyrra voru sett laga- ákvæði um opinber hlutafélög, en slík fyrirtæki eru að öllu leyti í opinberri eigu og háð ákvæðum upplýsingalaga, jafnrétt- isákvæðum o.þ.h. Málþóf stjórnarandstæðinga rann út í sandinn enda var það þrætubók þar sem sumir töluðu um ríkisvæðingu, aðrir um einkavæðingu eða eitthvað ann- að. Almenningur átti erfitt með að botna í þessum málflutningi. Loks gáfust stjórnarandstæð- ingar upp frammi fyrir hneyksl- un fólksins. Í lögunum sem nú hafa verið samþykkt eru ákvæði um rétt- indi starfsmanna og þar er tekið fram að Ríkisútvarpið ohf. verð- ur ekki selt úr ríkiseigu, sund- urbútað eða sameinað öðru fyr- irtæki. Nokkrir áhugamenn í Sjálfstæðisflokknum virðast hafa misskilið þær breytingar sem gerðar voru á málinu. Á flokksþingi framsókn- armanna 2005 var samþykkt að Ríkisútvarpið yrði áfram í eigu þjóðarinnar og unnið yrði að efl- ingu þess og endurskipulagn- ingu. Nýju lögin eru þannig í samræmi við samþykkt flokks- þingsins og lagaákvæði um „ohf.“ voru sett að frumkvæði viðskiptaráðherra Framsókn- arflokksins. Ákvæði laganna um „ohf.“ eru að flestu leyti sambærileg við t.d. norsk lög um ríkisfyrirtæki. Munur er t.d. í því að í íslensku lögunum er gert ráð fyrir að eign ríkisins geti verið bæði bein og óbein og m.a. þess vegna hentar rekstrarform sem svipar til hlutafélaga. Í lögunum er miðað að því að tryggja samkeppnisaðstæður á auglýsingamarkaði ljós- vakamiðla. Í þessu eru mörg álitamál. Meðal annars er kveðið á um aðgreiningu í fjárhag og skipulagi Ríkisútvarpsins ohf. í þessu skyni. Jafnframt er ljóst að alls ekki er stefnt að því að vængstýfa Ríkisútvarpið. Jón Sigurðsson Ríkisútvarpið ohf. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Falleg og björt 2ja herbergja, 84 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi með lyftu auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er með merbau-park- eti. Stórar, flísalagðar svalir með fallegu sjávarútsýni. Stórt svefnherbergi með góð- um skápum. Eldhús er með fallegri kirsu- berjainnréttingu. Baðherbergi er flísalagt, sturtuklefi. Þvottahús er fyrir hverja hæð. Sameignin er öll hin vandaðasta. Íbúðinni fylgir bílageymsla í kjallara hússins og er innangengt í hana úr sameign. Húsvörður sér um viðhald húss og lóðar. Verð 26,8 millj. KIRKJUSANDUR - 105 Rvík 3ja herbergja, 108,9 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi í miðborginni ásamt bílskýli. For- stofa er flísalögð, fataskápur. Setustofa og borðstofa eru parketlagðar, svalir eru út af hvorri stofu. Hjónaherbergi er parketlagt, góðir skápar. Svefnherbergi er parketlagt. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, falleg innrétting, flísalagður sturtuklefi. Eldhús er parketlagt, vönduð sérsmíðuð innrétting, borðkrókur. Á hæðinni er sameiginlegt þvottahús fyrir fjórar íbúðir hæðarinnar. Bílastæði er í bílageymslukjallara. Falleg íbúð á frábærum stað í hjarta borgarinnar. Verð 33,9 millj. KLAPPARSTÍGUR - 101 Rvík Afar falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð með frábæru útsýni í nýlegu fjöl- býlishúsi (lyftuhúsi) ásamt bílageymslu við Kórsali í Kópavogi. Stór stofa, parketlögð, útgengi er á sa-svalir. Eldhús er rúmgott, falleg innrétting með vönduðum tækjum, borðkrókur. Hjónaherbergi er stórt, parket- lagt og með miklum skápum. Svefnher- bergi er parketlagt. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, falleg innrétting, baðkar og sturtuklefi. Þvottahús er innan íbúðar. Geymsla er í sameign auk bílageymslu. Sameign er öll hin snyrtilegasta. Bílastæði eru fyrir framan húsið. Vönduð og falleg íbúð með glæsilegu útsýni. Verð 28,9 millj. KÓRSALIR Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FJÓRAR íslenskar þingkonur tóku að eigin frumkvæði þá póli- tísku ákvörðun fyrir heimsókn sína til Sádí-Arabíu að „klæða sig að hluta samkvæmt siðum landsins og bera slæðu yfir hárinu á fundum með ráðamönnum“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu 23. janúar. Reyndar sýna myndir að þær hafa gengið ögn lengra til móts við gest- gjafana, hulið hálsinn, dregið ermar fram á fingur til að hylja úlnliði og falið ökkla undir drag- síðum buxum. Því í landinu Sádí-Arabíu er litið á þessa líkams- parta konunnar sér- staklega til þess skap- aða að trufla karlmenn við alvar- lega iðju sína. Það kemur þó fram í frá- sögn þingkvennanna af för sinni til Sáda að einungis 25% lands- manna eru á vinnu- markaði. En það getur auðvitað líka verið truflandi fyrir ríka iðjuleysingja sem og atvinnulausa að sjá konur á ferli með hár og háls og úlnliði og ökkla og þess vegna er þeim bannað með lögum að hreyfa sig á almannafæri nema huldar svarta pok- anum abaya. Abayan í Sádí-Arabíu hylur reyndar andlitið allt nema augun, því enni, vangar, munnur, nef og haka kvenna eru einnig ógn við ríki Sáda. „Konur sem sendinefndin hitti í höfuðborg- inni voru allar með blæju fyrir and- litinu þegar karlar voru nálægir, sem var mjög sláandi fyrir okkur“ segja þingkonurnar í grein sinni. Þeim hefði væntanlega einnig þótt það „sláandi“ að sjá refsilöggjöfinni framfylgt og konur slegnar op- inberlega, hýddar tugum vand- arhögga fyrir brot á lögum prins- anna um klæðaburð. Var Halldór með kafya? Íslensku þingkonunum þótti það tilhlýðileg virðing við menn sem stjórna með slíkum lögum að bera nauðungarklæðin sem þeir fyr- irskipa „að hluta“. „Það er hefð- bundið í opinberum heimsóknum sem þessum að taka tillit til sið- venja þess lands eða þjóðhöfðingja sem sóttur er heim“ segja kon- urnar einnig. Hefðu ís- lenskir þingmenn af karlkyni í sömu sendi- nefnd klæðst víðum sloppum og sett upp rauðköflótta höf- uðklúta með hring í virðingarskyni við Sáda? Ég man ekki til að hafa séð mynd af Halldóri Ásgrímssyni með svartköflótt kafya á höfðinu þegar hann hitti Arafat. Ég man ekki til að hafa séð ráðamenn á Vest- urlöndum almennt setja upp gyðingakollu og svartan hatt eða hengja á sig Davíðs- stjörnu þótt þeir hafi hitt forráðamenn Ísr- aels.Voru þeir ekki bara í sínum venjulegu jakkafötum þegar þeir heimsóttu Maó? Var ekki Margaret Thatc- her alltaf með vel greitt hár og veski (eins og Múmín- mamma), hvaða skúrk sem hún sótti heim? Klæddist ekki Gro Harlem Brundt- land eins og norsk nútímakona á al- þjóðavettvangi? Kóranskólun Evrópu Prinsarnir í Sádí-Arabíu leggja lítinn hluta af olíuauði sínum til þess að efla almenna menntun í eigin landi, hvað þá koma þessum 75% af iðju- eða atvinnuleysingjum í vinnu. Þeir státa þó af nokkrum háskólum sem konum hefur nýlega verið veittur aðgangur, með ströng- um aðskilnaði kynjanna. Hið stóra afrek á sviði menntamála hafa þeir hins vegar unnið í hinum opnu fjöl- menningarsamfélögum Vestur- Evrópu þar sem þeir hafa kostað fjöldamargar moskubyggingar og stutt starf kóranskóla í flestum stórborgum um áratugaskeið. Þar geta ungir drengir (og stundum ungar stúlkur líka), sem hið al- menna vestræna skólakerfi hefur kennt að lesa, fengið að læra Kór- aninn utan bókar með öllum súrum, þar með töldum súrum um klæðnað siðsamra kvenna, súrum um fjöl- kvæni, súrum um samfarir við frá- skildar eiginkonur á barnsaldri (ókynþroska), súrum um vantrúaða, súrum um kristna og gyðinga, heil- agt stríð o.s.frv. (Á sama tíma hef- ur engin kirkja verið reist í landi þeirra og maður sem er staðinn að biblíulestri er dæmdur í fangelsi.) Með menntaátaki sínu í Evrópu hefur Sádum tekist að kóranskóla milljónir manna sem setja nú fram kröfur um að hin fornu og gildandi lög Arabíu, Sharía, fái einnig að gilda um tiltekna hópa innflytjenda og trúskiptinga álfunnar. Þetta er gert í fúlustu alvöru þótt Sharía brjóti gegn lögum allra Evrópu- landa, gegn lýðræðishugsjónum þeirra og lögum um jafnrétti og al- menn mannréttindi. Aðför sama hóps að tjáningarfrelsinu er ekki síður full alvara eins og dæmin sanna frá Rushdie-málinu í Eng- landi til skopteikningafársins sem upphófst í Danmörku og æ tíðari morða á fréttamönnum, nú síðast armensk-tyrkneska blaðamanninum Hrant Dink. Íslamisminn hefur eignast fjölda fylgismanna í Evrópu eins og aðrar alræðishreyfingar á undan honum. Hjartahreinustu skáld, stjórnmála- og menntamenn hafa ánetjast slík- um hreyfingum á vissum æviskeið- um. Jóhannes úr Kötlum orti: Sov- ét-Ísland, óskalandið – hvenær kemur þú? Nú kyrja ungir menn og konur: Evrabía, óskalandið – hve- nær kemur þú? Evrabía, óskalandið – hvenær kemur þú? Steinunn Jóhannesdóttir skrifar um ferð fjögurra þingkvenna til Sádí-Arabíu »Ég man ekkitil að hafa séð mynd af Halldóri Ás- grímssyni með svartköflótt ka- fya á höfðinu þegar hann hitti Arafat. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. FRAMBJÓÐANDI vinstri grænna, Paul F. Nikolov, skrifar grein um íslenskukennslu fyrir út- lendinga í Morgunblaðið nýverið. Í grein sinni fjallar Paul um samþykkt rík- isstjórnarinnar um 100 milljóna króna framlag til íslensku- kennslu fyrir útlend- inga. Paul gagnrýnir menntamálaráðu- neytið fyrir að lækka þessar 100 milljónir niður í 70 milljónir. Þessi gagnrýni er at- hyglisverð og sérstök í ljósi þess að ekki stendur til og það hef- ur aldrei staðið til að lækka þetta framlag. Hið rétta er að af þessum 100 millj- ónum verður 70 milljónum úthlutað til þess að styrkja námskeiðahald í íslensku og 30 milljónum verður varið til annarra verkefna, s.s. nám- skrár- og námsefnisgerðar og þjálf- unar kennara. Þetta er mikilvægur þáttur enda, líkt og Paul bendir á, er mikilvægt að við séum með góða kennara og vandað námsefni. Samvinna og samráð Samhliða auknu fjármagni fyrir íslenskukennslu fyrir útlendinga var skipuð verkefnastjórn til þess að fylgja málinu eftir. Paul spyr hvort ekki eigi að spyrja þá út- lendinga sem hafa stundað íslensku- kennslu um ráð. Að sjálfsögðu. Verk- efnastjórnin hefur starfað samtals í sjö vinnuvikur og hefur nú þegar haldið upplýs- inga- og samráðsfundi með yfir 50 ein- staklingum frá ýmsum hagsmunaaðilum, í þeim hópi eru Íslendingar og útlendingar. Paul segist jafnframt krefjast þess að námskeið í íslensku fyrir útlendinga verði hluti af vinnutíma. Í dag er staðan þannig að þó nokk- uð er um það að námskeiðin fari fram á vinnutíma. Það er hins veg- ar ekki menntamálaráðuneytisins að vera með tilskipanir á þessu sviði. Eðlilegast er að einstök fyr- irtæki og starfsmenn, samtök at- vinnulífs og stéttarfélaga taki slíkar ákvarðanir. Að lokum vil ég fagna áhuga Paul á íslenskukennslu fyrir útlend- inga en geri jafnframt þá kröfu að fjallað sé um málið af þekkingu og ekki sé farið rangt með stað- reyndir. Þess háttar málflutningur er málaflokknum ekki til fram- dráttar. Hið rétta um íslensku- kennslu fyrir útlendinga Áslaug Hulda Jónsdóttir svarar grein Paul F. Nikolov um ís- lenskukennslu fyrir útlendinga. » Samhliða auknu fjár-magni fyrir ís- lenskukennslu fyrir út- lendinga var skipuð verkefnastjórn til þess að fylgja málinu eftir. Áslaug Hulda Jónsdóttir Höfundur er ráðgjafi menntamálaráðherra. Sagt var: Hann lét sjálfs síns hagsmuni ráða. Rétt væri: Hann lét sjálfs sín hagsmuni ráða. Einnig væri gott: Hann lét eigin hagsmuni ráða. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.