Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar JakobJónsson fæddist á Sæbóli í Kaldr- ananeshreppi í Strandasýslu hinn 14. júlí 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. jan- úar síðastliðinn. Hann var yngsta barn hjónanna Jóns Júlíusar Jónatans- sonar útvegsbónda, f. 7. júlí 1876, d. 25. jan. 1960, og Krist- jönu Einarsdóttur húsmóður, f. 17. nóvember 1873, d. 21. nóvember 1955. Systkini Einars voru Guð- björg Júlíana, Ingibergur Jónatan, Hallbjörg og Hugi Falur. Þau eru nú öll látin. Eiginkona Einars er Hólmfríður Pálmadóttir, f. 28. ágúst 1919. Samvistir þeirra gáfu ríkan ávöxt, en fyrst fæddist þeim stúlka í sept- ember 1939, hún hlaut nafnið Kristjana en hún lést aðeins tveggja vikna gömul. Þeim fædd- Smári, f. 20. október 1950, eig- inkona hans er Bára Reynisdóttir. Þau eiga saman dæturnar Hólm- fríði Kristjönu og Berglindi Báru en áður eignaðist Bára þau Guð- laug og Ingibjörgu. Auk þessa eignaðist Einar einnig fjölmörg langafabörn. Einar lauk barnaskólaprófi og starfaði lengstum sem útvegs- bóndi og bjuggu þau Hólmfríður á Sæbóli við Steingrímsfjörð þar sem þau eignuðust syni sína. Einar hélt kindur fram yfir 1970 og átti þegar mest var yfir hundrað ær. Hann stundaði sjóinn lengst af á Barðanum ST-33 á reknetum og línu auk þess sem hann beitti einn- ig fyrir Barðann. Árið 1965 flutt- ust þau Einar og Hólmfríður svo á Drangsnes við Steingrímsfjörð. Þegar Einar hætti til sjós fór hann að vinna í frystihúsinu á Drangs- nesi en þar starfaði Hólmfríður. Árið 1984 fluttu þau hjónin til Ak- ureyrar þar sem tveir synir þeirra bjuggu en árið 1995 fluttust þau á Hrafnistu í Reykjavík þar sem Einar bjó til dauðadags. Útför Einars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ust síðan fimm synir: 1) Steingrímur, f. 25. apríl 1941, eiginkona hans var Inga Jóna Steingrímsdóttir sem nú er látin. Þau eign- uðust saman einn son; Gunnar Einar, en Inga Jóna átti tvö börn frá fyrra hjóna- bandi, þau Steingrím og Hallgerði, sem Steingrímur gekk í föður stað. 2) Jón, f. 8. apríl 1943, eig- inkona hans er Ingibjörg Hjörvar. Saman eiga þau tvær dætur; Krist- ínu Friðrikku og Kristjönu Mjöll. 3) Sigurður Pálmi, f. 18. apríl 1946, fyrri kona hans var Gyða Jó- hannesdóttir og saman eiga þau tvö börn; Bolla og Hólmfríði. Seinni kona Pálma er Maria Teo- dora G. Munoz og á hún einn son; John Michael Munoz. 4) Garðar, f. 11. nóvember 1948, eiginkona hans er Guðbjörg Bárðardóttir. Þau eiga einn son; Einar Má. 5) Ég fór í heimsókn til afa og ömmu á Hrafnistu miðvikudaginn 17. jan- úar síðastliðinn og eftir þá heimsókn var ég viss um að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi afa minn á lífi. Það reyndist rétt. Einars afa minnist ég fyrst og fremst með afskaplega mikilli hlýju og þakklæti. Faðmurinn hans var mér alltaf opinn, mjúkur, hlýr og elskandi. Þegar ég var lítill gutti hlakkaði ég alltaf mikið til að fara í ferðalag vestur á Drangsnes til afa og ömmu, því þar var alltaf svo gaman. Afi var alltaf til í að gera eitthvað skemmti- legt og sérstaklega gaman var að fá að sitja í gamla traktornum hans, en best var þó að fá að sitja í fanginu á afa. Eftir að afi og amma fluttust til Akureyrar þá var það ósjaldan sem ég hjólaði til ömmu og afa og sníkti þar nýbakaðar kleinur, mjólkurglas og eina skák. Oft fékk ég líka að gista hjá ömmu og afa og þá var ým- ist spilað Ólsen Ólsen við ömmu eða teflt við afa. Já, það voru ófáar stundirnar sem við sátum saman og tefldum, en afi hafði mjög gaman af því að taka í tafl með afastráknum sínum og einhvern veginn æxlaðist það nú svo að ég vann alltaf, hvernig sem stendur nú á því! Ég man að það barst til eyrna mér eitt sinn að afi hafði á sínum yngri ár- um spilað mikið á munnhörpu og þótti góður. Næstu jól á eftir keypti ég munnhörpu og gaf afa í jólagjöf. Það þótti honum vænt um og oftsinn- is spilaði hann fyrir mig á munnhörp- una eftir það. Eftir að ég fullorðnaðist fækkaði því miður skiptunum sem ég fór í heimsókn til gömlu hjónanna. En alltaf var samt gott og hlýtt að koma til þeirra og þau tóku ástfóstri við Erlu eiginkonu mína eftir að hún kom til sögunnar. Afi var alla tíð afskaplega barngóð- ur og hlýr. Augu hans ljómuðu þegar langafabörnin komu í heimsókn og hann faðmaði þau að sér og kyssti og bað góðan Guð að blessa þau. Eftir að Erla, konan mín, útskrifaðist sem sjúkraþjálfari fór hún að vinna á Hrafnistu og því hitti hún afa nokkuð reglulega og nú undir það síðasta var hann í meðferð hjá henni og því hitt- ust þau oft í viku sem var afar ánægjulegt. Það hefur ekki verið auðvelt líf að starfa sem útvegsbóndi á Ströndum og marga hildi hafði afi háð. Fyrsta barnið þeirra lést aðeins tveggja vikna gamalt. Það hefur verið mikill harmur fyrir ungu hjónin að bera. En þau létu ekki bugast og ávallt stóð afi sperrtur þó að lífið reyndist erfitt. Í síðasta sinn sem ég sá afa á lífi varð mér einmitt hugsað til þessa, þegar ég leit í blíðu augun hans og horfði á hrukkótt andlitið, andlitið sem var samt svo fallegt, góðlegt og hlýlegt. Þá sannaðist það sem ég þegar vissi, að hann afi bjó yfir ást, von og trú sem var öllu öðru sterkari. Elsku afi, ég mun ávallt muna þig og elska. Takk fyrir að elska mig. Guð, alheims faðir, allra skjól, þér einum lýtur jörð og sól. Í geislum dagsins dýrð þín skín er dimmir vakir náðin þín. Þá minnist líkn þín lúins manns og lætur svefninn vitja hans og styrkja hug og hýrga brá og hryggð og angri víkja frá. Þinn afastrákur, Gunnar Einar. Jæja, elsku afi, nú ertu kominn heim, heim á Strandir eins og þú sagðir alltaf. Um þig er sko margs að minnast. Tala nú ekki um allt knúsið og faðmlögin sem þú varst nú óspar á. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu, þegar þið áttuð heima á Drangsnesi og á Akureyri. Þið tókuð alltaf svo vel á móti okkur með klein- um og súkkulaðiköku. Og svo núna þegar þú varst veikur þá vildirðu endilega kyssa okkur og halda í hendur okkar. Bara þetta lýsir hvað þú hefur yndislegan mann að geyma. Það er margt gott sem við gætum sagt um þig en minningarnar um þig finnst okkur líka gott að varðveita í huga okkar, elsku afi, við verðum dugleg að halda utan um ömmu fyrir þig. Njóttu þín í nýju heimkynnum þínum. Vertu sæll að sinni. Ástar- kveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Berglind, Hólmfríður, Ingibjörg og Guðlaugur. Fyrsta minningin sem ég á um hann afa minn, Einar Jónsson, er frá því að ég var u.þ.b. fimm ára gömul. Þá bjuggu amma og afi hjá okkur um tíma á meðan þau biðu eftir húsnæði á Akureyri en þau voru að flytja þangað frá Drangsnesi á Ströndum. Það var í fyrsta skipti sem ég kynnt- ist þeim og minnist ég þessa tíma með mikilli ánægju. Mér þótti ákaf- lega gaman að hafa þau hjá mér og heyra sögurnar sem afi sagði mér af þeim fjarlæga og framandi stað sem Drangsnes var í mínum huga þegar ég var fimm ára gömul. Eftir að amma og afi fluttu til Ak- ureyrar fór ég að heimsækja þau reglulega þangað. Ég fór þangað á hverju sumri og í hverju einasta páskafríi ásamt móður minni og syst- ur. Mánuðirnir, vikurnar, dagarnir, mínúturnar og sekúndurnar voru taldar niður til næstu ferðar sem ég færi norður til Akureyrar, slík var til- hlökkunin. Í hvert einasta skipti sem ég kom beið afi eftir mér úti í eldhúsglugga og fylgdist með þegar bíllinn kæmi uppað húsinu og var hann fyrstur út á stigapallinn til að taka á móti Jönu sinni þegar ég hljóp upp stigann í fangið á afa. Alltaf heilsaði hann mér á sama máta og sagði: „Komdu fagn- andi, elsku barn, komdu fagnandi.“ Afi Einar var eini afi minn sem ég fékk að kynnast og hef ég því alltaf verið eigingjörn á hann afa minn. Ég veit að afi var hvíldinni feginn enda orðinn þreyttur og lúinn en þó er sárt að kveðja. Hann er nú samt kominn í sitt himnaríki og sé ég hann fyrir mér vera kominn aftur á Drangsnes til ömmu Kristjönu, afa Jóns og systk- ina sinna. Það væri hans himnaríki. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, pabbi, frændur, tengdadætur, barnabörn og barna- barnabörn. Ég og mín fjölskylda vilj- um votta ykkur okkar dýpstu samúð. Kristjana Mjöll Jónsdóttir. Einar Jakob Jónsson V i n n i n g a s k r á 39. útdráttur 25. janúar 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 1 8 8 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 4 6 2 6 2 1 4 5 5 0 7 5 7 5 5 9 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5324 9389 19344 32017 48778 58700 8697 15943 26468 37221 53620 62534 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 3 3 6 1 2 1 3 9 2 3 5 8 7 3 2 0 0 3 4 3 0 0 0 5 6 1 7 9 6 3 7 1 1 7 1 3 7 6 6 8 6 1 2 3 5 8 2 3 5 9 2 3 3 2 3 3 4 3 3 3 8 5 7 5 7 7 6 3 7 2 1 7 1 4 0 7 1 5 3 9 1 2 9 1 8 2 4 2 2 1 3 5 4 3 8 4 6 8 0 3 5 7 6 0 8 6 3 9 1 9 7 2 1 0 3 2 4 9 4 1 3 6 4 8 2 6 0 3 7 3 5 8 0 1 4 7 3 6 9 5 8 1 2 9 6 6 1 5 4 7 2 4 1 2 2 5 9 5 1 5 4 7 6 2 6 4 3 9 3 6 7 7 4 4 8 0 3 8 5 8 1 3 6 6 7 4 4 1 7 3 7 4 6 3 0 5 1 1 5 8 7 6 2 9 2 7 3 3 7 9 1 5 4 8 9 1 9 5 8 2 2 5 6 7 4 9 1 7 3 9 1 3 3 2 0 0 1 6 1 7 8 2 9 4 1 7 3 8 0 8 3 5 0 8 3 2 5 8 6 8 6 6 7 9 4 3 7 4 4 2 9 3 3 1 3 1 7 1 9 3 2 9 5 5 8 3 8 7 7 2 5 1 1 9 0 5 9 6 2 1 6 8 0 5 7 7 4 6 1 1 4 1 5 9 1 9 6 4 0 2 9 6 5 6 4 0 5 1 1 5 1 2 6 1 5 9 8 3 0 6 8 1 6 1 7 8 4 4 3 4 2 6 5 2 0 1 8 1 2 9 9 1 3 4 0 5 4 1 5 2 2 6 1 6 1 4 0 8 6 8 1 8 6 4 7 4 3 2 1 0 6 7 3 0 0 6 4 4 1 2 7 1 5 2 6 0 9 6 1 5 6 7 6 8 5 5 0 5 5 4 0 2 1 5 9 6 3 0 4 7 8 4 2 4 0 2 5 4 2 6 0 6 2 1 0 8 7 0 1 3 2 7 1 2 5 2 1 6 9 5 3 0 6 4 9 4 2 6 7 0 5 5 0 1 9 6 3 5 3 7 7 0 3 7 9 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 8 1 2 6 0 2 2 3 8 2 8 3 3 8 5 6 4 2 9 6 6 5 2 6 4 6 6 1 6 3 2 7 0 2 4 4 1 1 4 1 3 3 4 1 2 4 2 5 2 3 5 1 9 8 4 3 0 6 4 5 3 0 2 2 6 1 7 9 6 7 0 2 6 4 3 2 6 1 3 4 6 5 2 4 4 0 8 3 5 4 9 5 4 3 5 2 7 5 3 3 2 4 6 2 0 6 6 7 1 2 6 4 8 2 2 1 3 4 7 4 2 5 0 3 8 3 5 5 2 1 4 3 7 1 0 5 3 5 9 3 6 2 4 8 0 7 1 9 2 6 9 0 8 1 3 5 9 5 2 5 2 0 9 3 5 5 2 4 4 3 9 4 6 5 3 7 7 3 6 2 5 2 3 7 1 9 7 5 2 8 6 6 1 4 4 3 6 2 5 3 1 0 3 5 5 4 2 4 3 9 5 5 5 3 9 5 0 6 2 5 7 4 7 2 0 1 7 3 3 0 6 1 5 1 1 1 2 5 7 3 2 3 5 5 6 6 4 4 3 4 2 5 4 1 8 8 6 2 9 7 6 7 2 5 5 7 3 3 2 6 1 5 6 1 1 2 7 4 4 8 3 6 3 7 6 4 4 4 4 3 5 4 3 3 6 6 3 2 0 3 7 2 9 9 7 3 3 9 6 1 6 0 0 8 2 7 5 2 0 3 6 6 0 6 4 4 6 4 9 5 5 0 3 2 6 3 6 1 7 7 3 5 9 4 3 5 7 9 1 6 3 5 4 2 8 3 2 4 3 7 4 6 0 4 4 7 0 8 5 5 0 9 5 6 3 6 3 4 7 3 6 5 4 3 6 6 5 1 6 8 5 8 2 8 4 3 3 3 7 9 9 7 4 5 0 9 2 5 5 9 2 3 6 3 6 4 5 7 4 4 3 7 3 8 9 0 1 8 2 3 6 2 8 4 7 8 3 8 0 6 4 4 5 3 7 8 5 6 1 0 6 6 3 9 7 0 7 4 8 7 1 4 0 7 5 1 8 2 7 3 2 8 5 5 4 3 8 2 7 2 4 5 4 7 7 5 6 1 7 2 6 4 1 7 6 7 5 1 8 1 4 6 3 7 1 8 4 8 9 2 8 7 3 0 3 8 8 3 6 4 5 9 6 2 5 7 0 0 6 6 4 6 0 3 7 5 1 9 6 4 9 4 8 1 8 8 1 2 2 8 7 8 5 3 8 8 5 7 4 6 2 9 1 5 7 0 8 1 6 4 7 0 4 7 5 2 8 7 5 0 6 1 1 9 2 4 4 2 8 9 5 3 3 9 7 7 2 4 6 6 0 2 5 7 2 3 2 6 5 4 9 4 7 5 3 1 2 5 1 9 5 1 9 3 2 8 2 9 3 4 7 3 9 7 7 9 4 6 7 8 9 5 7 2 5 9 6 5 6 9 0 7 5 7 3 4 5 7 1 1 1 9 3 6 0 2 9 3 7 0 3 9 8 8 5 4 6 8 4 0 5 7 5 2 4 6 5 9 3 0 7 6 0 4 2 5 9 0 8 1 9 4 6 8 2 9 5 9 9 3 9 9 2 8 4 7 0 4 6 5 7 6 4 2 6 6 4 8 0 7 6 6 9 3 6 3 7 9 1 9 8 3 4 2 9 6 5 2 4 0 0 9 3 4 7 5 7 7 5 7 8 6 1 6 6 8 5 0 7 6 8 7 1 6 4 3 2 2 0 4 7 5 2 9 9 8 3 4 0 1 2 9 4 7 9 1 8 5 7 8 8 5 6 7 5 0 5 7 6 9 0 8 6 6 3 6 2 0 4 9 1 3 0 3 1 0 4 0 3 1 1 4 8 3 5 9 5 8 0 0 3 6 7 9 3 2 7 7 4 3 6 8 4 4 9 2 0 5 2 9 3 1 1 6 0 4 0 3 7 5 4 8 5 0 3 5 8 3 4 1 6 7 9 3 7 7 7 6 0 6 8 8 9 9 2 1 0 8 9 3 1 9 0 1 4 0 3 8 0 4 9 1 9 1 5 8 8 7 4 6 8 3 2 3 7 8 7 9 3 8 9 2 4 2 1 0 9 0 3 2 0 1 6 4 0 9 4 6 4 9 1 9 3 5 8 9 8 8 6 8 4 2 6 7 9 7 1 1 9 2 5 3 2 1 1 0 5 3 2 2 4 3 4 1 2 1 0 4 9 5 9 1 5 9 7 2 2 6 8 8 2 2 7 9 7 1 6 1 0 1 1 8 2 1 1 3 9 3 2 2 7 9 4 1 4 8 5 5 0 8 3 3 5 9 8 4 6 6 9 3 2 0 1 1 7 9 2 2 1 2 4 4 3 2 2 8 1 4 1 6 7 2 5 0 9 3 6 6 0 1 9 4 6 9 3 4 9 1 1 8 1 6 2 1 9 7 8 3 3 1 1 5 4 1 7 1 9 5 1 1 4 0 6 0 2 9 6 6 9 5 8 9 1 2 2 1 0 2 2 0 4 1 3 3 4 1 0 4 1 7 5 2 5 1 6 4 2 6 0 4 9 6 6 9 8 5 1 1 2 3 9 3 2 2 8 8 5 3 3 6 1 3 4 1 9 8 0 5 1 9 8 8 6 1 4 5 2 7 0 0 1 7 1 2 4 7 9 2 3 5 8 0 3 3 7 7 9 4 2 6 3 0 5 2 1 3 7 6 1 4 8 5 7 0 1 1 7 Næsti útdráttir fer fram 1. febrúar 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is Félagslíf Í kvöld kl 20.30 heldur Halldór Haraldsson erindi um Alexander Skrjabín, ævi hans og verk, ásamt tóndæmum í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl 15- 17 er opið hús. kl. 15.30 heldur Gísli V. Jónsson erindi : “Hvað er innra frelsi?” Á fimmtudögum kl. 16.30-18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. http://www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  18712681/2  9.0. I.O.O.F. 1  1871268  Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Föstudagsbrids Undanfarin ár hefur verið boðið upp á föstudagsbrids í húsnæði Bridssambandsins á vegum Brids- félags Reykjavíkur en umsjónin er komin í hendur Bridssambands Ís- lands. Spilamennska hefst klukkan 19 og spilað er til rúmlega 23. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fyrsta sæt- ið, auk þess sem eitt par fær útdrátt- arverðlaun. Spilarar eru hvattir til að mæta í þessa skemmtilegu keppni þar sem tilvalið er að eyða föstu- dagskvöldinu í uppbyggjandi spila- mennsku í stað þess að fórna því á annan veg. Skráning á staðnum og pör beðin um að mæta örlítið fyrir klukkan 19 til að gefa keppnisstjóra færi á skipulagningu. Gullsmárinn Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn- ing á 11 borðum mánudaginn 22. desember. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu í NS: Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 276 Tómas Sigurðss. – Ernst Backman 262 Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. M. 260 Guðm. Pálsson – Kristinn Guðmundss. 252 AV Sigríður Gunnarsd. – Lilja Kristjánsd. 263 Ragnhildur Gunnarsd – Páll Guð. 260 Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 240 Heiður Gestsd. – Ólafur Gunnarsson 230 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.