Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Ómar Birgjar verðlaunaðir Athygli viðskiptavina verslanakeðjunnar Bónuss er vakin á vörum sem ekki hafa verið hækkaðar í verði. Fá áberandi hillupláss Bónus verðlaunar birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VERSLANAKEÐJAN Bónus hef- ur tekið upp á því að verðlauna þá birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum sínum til verslunarinnar, með því að vekja sérstaka athygli viðskiptavina á þessum vörum, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. „Við erum að benda viðskipta- vinum okkar á vörur frá birgjum sem ekki hafa hækkað. Til dæmis byrjuðum við í morgun [í gær] að auglýsa allt lambakjöt frá Kaup- félagi Skagfirðinga en það er engin hækkun þar,“ segir Guðmundur og bætir við að jákvæð viðbrögð hafi fengist við þessu. Bónus muni halda áfram að reyna að verðlauna þá birgja sem ekki hafi boðað hækkun og athuga hvort það hafi hugsanlega þau áhrif á aðra birgja að þeir dragi hækkanir til baka. Guðmundur segir að töluvert hafi verið um hækkanir frá birgj- um undanfarið og fleiri hækkanir hafi verið boðaðar á næstunni. Hækkanir birgja til verslana séu frá 3% og upp í nokkra tugi pró- senta. „Sem dæmi má nefna að all- ur ávaxtasafi hækkar um 20–30% vegna hráefnishækkana,“ segir hann og vísar til uppskerubrests á appelsínum. Algengustu skýringar birgja á hærra verði til verslana séu launahækkanir 1. janúar sl. Beðnir að sýna hófsemi „En við erum að reyna að biðja birgja að sýna hófsemi í þessum hækkunum og athuga hvort ekki sé hægt að hliðra til og gera sparnað- arráðstafanir.“ Guðmundur segir ennfremur að þótt birgjar hækki verð sitt sé ekki þar með sagt að verð varningsins hækki út úr búð. „Eins og staðan er núna tökum við á okkur stóran hluta af þessum hækkunum,“ segir Guðmundur. Verslunin meti það í hverju tilviki fyrir sig hvort ástæða sé talin til þess að hækka verð á vörunni út úr búð. ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. E N N E M M / S ÍA / N M 2 5 7 6 1 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hægviðri, þurrt og svalt á NA- landi. SV 3–8 m/s, slydda eða súld S- og V-lands. Svo vestlægari, þykknar upp A-lands. » 8 Heitast Kaldast 6°C -1°C MIKIÐ hvassviðri gekk yfir austanvert landið í gær og olli tjóni a.m.k. í Öræfum og á Seyðisfirði. Í Öræfasveit var ekkert ferðaveður fyrripart gærdagsins þegar vindhviður fóru í 40–50 m/sek. Þar flettist klæðning af þjóðveginum við Kvísker, eins og með- fylgjandi mynd fréttaritara Morgunblaðs- ins sýnir. Víðar var mjög hvasst og óveður á fjall- vegum á Austur- og Norðausturlandi sam- kvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Auk hvassviðrisins var einnig hálka á þessum leiðum og því viðsjárvert ferða- veður. Þá var varað við miklu hvassviðri með grjóthruni og sandfoki við Hvalsnes. Gömul söltunarskemma á svæði Norður- síldar við Seyðisfjörð fauk að hluta í gær- morgun. Skemman var ekki lengur í notk- un. Einnig fauk þar stór aftanívagn á hliðina. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Óveður Hvassviðrið fletti klæðningunni af þjóðveginum við Kvísker í Öræfum. Hvassviðri austanlands Vegklæðning flettist af og skemma fauk að hluta FRUMFLUTT verður nýtt íslenskt leikrit næstkomandi sunnudag á vegum leikhópsins Hins lifandi leikhúss í Borgarleikhúsinu. Verkið heitir Eilíf ham- ingja og er eftir þá Þorleif Arnarsson, sem einnig leikstýrir verk- inu, og Andra Snæ Magnason. Í kjölfarið verður farið með verkið til Þýskalands. Maxím Gorkí-leikhúsið í Berlín ákvað fyrir skömmu að hefja sýningar með leikhópum frá öðrum Evrópulöndum sem gerðu nútímann að efniviði sínum. Þor- leifur nemur leikstjórn í Berlín og bentu skólayfirvöld á hann sem verðugan þátt- takanda í hinu nýja verkefni. Það varð úr að hópnum var boðið til Berlínar þar sem Eilíf hamingja verður sýnd a.m.k. tvisvar sinnum í febrúar og að sögn Þorleifs er nú þegar nánast uppselt á báðar sýningarnar, þótt verkið hafi ekki enn verið frumsýnt hér á landi. | 43 Leikritið Eilíf hamingja Þorleifur Arnarsson Frumsýnt í tveimur löndum ♦♦♦ MIKIL mildi þykir að ekki varð stórslys þegar andlega vanheill maður tók stóran tíu hjóla dráttarbíl ófrjálsri hendi seint í gærkvöldi og ók honum á miklum hraða um austurhluta höfuð- borgarsvæðisins. Sinnti hann hvorki stöðvunar- merkjum lögreglu né rauðum umferðarljósum. Fjöldi lögreglubíla tók þátt í eftirförinni þar til tókst að stöðva dráttarbílinn við Vífilsstaðaveg. Að sögn lögreglunnar var maðurinn vistaður á geðheilbrigðisstofnun en hafði farið þaðan. Hann hafði unnið hjá Samskipum og vissi hvar nýjar, ótollafgreiddar bifreiðar voru oft geymd- ar ólæstar og með lyklunum í. Maðurinn mun hafa notað sér þá vitneskju, sótti sér dráttarbíl og fór í ökuferð um borgina. Stefndi sér og öðrum í mikla hættu Lögreglumenn sem voru í eftirlitsferð í aust- urborginni sáu númerslausan bílinn á ferð og gáfu stöðvunarmerki. Ökumaðurinn sinnti því engu en jók hraðann og ók suður Reykjanes- braut þar sem hann brunaði gegn rauðum um- ferðarljósum á fernum gatnamótum á allt að 100 km hraða. Með þessari háttsemi stefndi hann sjálfum sér og öðrum vegfarendum í mikla hættu, enda getur dráttarbíll af þessari gerð verið á annan tug tonna að þyngd, að sögn lög- reglunnar. Lögreglunni tókst að koma einum sinna bíla fram fyrir dráttarbílinn og ók hann með neyð- arljósum og sírenuvæli til að bægja annarri um- ferð frá. Á síðustu tvennum gatnamótunum sem dráttarbíllinn brunaði yfir á fullri ferð höfðu lögreglumenn tekið sér stöðu til að hleypa hon- um í gegn og stöðva aðra umferð. Loks gafst ökumaður dráttarbílsins upp og lét af háskaakstrinum þegar komið var suður í Garðabæ. „Þetta er þvílík Guðs mildi að ekki varð stór- slys,“ sagði varðstjóri lögreglu höfuðborgar- svæðisins. „Þvílík Guðs mildi að ekki varð stórslys“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ofsaakstur Lögreglan veitti stórum dráttarbíl eftirför á Reykjanesbraut. Brunaði hann gegn rauðum umferðarljósum á fernum gatnamótum áður en hann var stöðvaður við Vífilsstaðaveg. Vanheill maður tók ólæstan dráttarbíl á geymslusvæði og ók honum á ofsahraða um austurborgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.