Morgunblaðið - 26.01.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 26.01.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                               !  "   #    $     verði ekki látnir í friði með þetta þegar þeir fara að ríða um héruð á næstu vikum.“ Guðný sagði að fund- urinn hefði verið sterk byrjun og nú skipti öllu að láta ekki deigan síga. Á fundinum voru samþykktir landssamtakanna samþykktar og eins sendi fundurinn frá sér ályktun. Þar er skorað á ríkisstjórn og Al- þingi „að beita sér fyrir því að lög- um um þjóðlendur nr. 58/1998 verði breytt þegar í stað á þann veg að land, sem samkvæmt þinglýstu landamerkjabréfi og/eða heimildar- skjali, þar á meðal fyrirvaralausu eignarafsali frá ríkinu, tilheyrir til- tekinni jörð, jörðum, upprekstrar- félagi, fjallskiladeild, sveitarfélagi eða annars konar lögpersónu, skuli teljast eignarland. Sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrði fyrir því“. Þá mótmælir fundurinn harðlega túlkun og framkvæmd þjóðlendulag- anna af hálfu ríkisins. Þar væri enda gengið gegn þeim skilningi sem lagður var í tilgang laganna á Al- þingi og utan þess á sínum tíma. Bent er á að eignarrétturinn sé stjórnarskrárbundinn og friðhelgur. Gegn þessum rétti sé freklega geng- ið með ólöglegum kröfum ríkisvalds- ins. Landeigendur muni verjast með öllum lögmætum ráðum. Í ályktun- inni er minnt á að alþingiskosningar séu framundan og skoraði fundurinn á landeigendur að halda málstað sín- um hátt á loft í aðdraganda þeirra. Auk Guðnýjar Sverrisdóttur for- manns voru kosin í aðalstjórn LLÍ þau Ólafur H. Jónsson, Reykjavík Örn Bergsson, Hofi, Jóhannes Kristjánsson, Höfðabrekku og Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu. LANDSSAMTÖK landeigenda á Ís- landi (LLÍ) voru stofnuð á fjölsótt- um fundi í Sunnusal Hótels Sögu í gær. Aðstandendur fundarins telja að hátt í 300 stofnfélagar hafi skráð sig í samtökin, en í þeim hópi eru einstaklingar, sveitarfélög og lögað- ilar. Fólk kom víða að, m.a. flutti stór rúta Skagfirðinga og Húnvetn- inga suður. Þá fjölmenntu Þingey- ingar til fundarins og flest héruð áttu þarna fulltrúa. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps á Grenivík, var kjörin formaður LLÍ. Hún sagði að efst í huga sínum að fundinum lokn- um væru gleði og baráttuvilji. „Þetta var frábær fundur og fór fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Guðný. „Maður heyrði á mörg- um að þeir vilja gera þetta að kosn- ingamáli. Ég held að þingmenn 300 manns stofna félag landeigenda Morgunblaðið/G. Rúnar Stofnfundur Fjöldi fólks hvaðanæva af landinu kom á fundinn og á þriðja hundrað stofnfélaga skráði sig í Lands- samtök landeigenda á Íslandi. Samtökin ætla m.a. að berjast fyrir breytingum á þjóðlendulögunum. ÚTFLUTNINGSSKYLDA á lambakjöti verð- ur felld niður frá og með framleiðsluárinu 2009 og framlög ríkisins til sauðfjárræktar hækkuð um 300 milljónir á næsta ári samkvæmt nýjum samningi ríkisins og bænda um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem undirritaður var í gær. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2013. Hann var undirritaður með fyr- irvara um samþykki Alþingis. Framlög ríkisins til sauðfjárræktar hækka um 300 milljónir króna og nema 3.348 milljónum á næsta ári. Þau lækka síðan í áföngum á samn- ingstímanum um nær 1% á ári að raunvirði. Greiðsluleiðum til bænda fækkar og jöfnunar- greiðslum er breytt í beingreiðslur. Þá verður undanþága frá útflutningsskyldu felld niður í áföngum og útflutningsskyldan fellur niður frá og með 2009. Fjármunir verða veittir til að efla nýliðun í stétt sauðfjárbænda. Framlög til gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu eru aukin og verða þau hærra hlutfall af greiðslum til bænda af samn- ingsfé en samkvæmt núgildandi samningi. Bændur sem orðnir eru 64 ára geta gert samn- ing um búskaparlok án þess að tapa rétti til beingreiðslna. Greiðslur vegna ullarframleiðslu eru óbreyttar og ákvæði um aðilaskipti að greiðslumarki eru óbreytt. Jóhannes Sigfússon, formaður Landssam- taka sauðfjárbænda, kvaðst telja að samning- urinn væri um margt ágætur. Hann væri ein- faldari og gagnsærri en undanfarnir samningar. Peningalega væri hann einnig ágætur fyrir sauðfjárbændur. „Ef okkur tekst að vinna vel úr honum tel ég að hann geti orðið sauðfjárrækt- inni mjög hagstæður,“ sagði Jóhannes. Veigamesta breytingin að mati Jóhannesar er að útflutningsskyldan fellur út á samnings- tímanum. Hann sagði að það skapaði ákveðna óvissu. Breytingin gæti leitt til mun harðari samkeppni, bæði milli kjötgreina og eins slát- urleyfishafa sem seldu dilkakjöt á innanlands- markaði. Jóhannes sagðist ekki vilja telja að þetta myndi valda verðhruni, en það gæti dregið saman með innanlands- og útflutningsverði. Jóhannes taldi ákvæði um að efla nýliðun í stétt sauðfjárbænda mjög þarft. Það þyrfti að gera bæði með stuðningi við frumbýlinga og eins við ættliðaskipti á bújörðum. Meðalaldur sauðfjárbænda væri að hækka og ef ekki yrði nýliðun myndi stéttin deyja út. Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktar- félags Íslands, sagði of snemmt að kveða upp úr um hvaða áhrif niðurfelling útflutningsskyldu á lambakjöti myndi hafa á kjötmarkaðinn. „Að öllu jöfnu tel ég að miðað við óbreytta fram- leiðslu séu 1.200 til 1.400 tonn af lambakjöti á ári sem innanlandsmarkaður tekur ekki við. Það gefur augaleið að ef það bætist við á markaðinn veldur það verðfellingu á öllum kjötafurðum. Kjötmarkaðurinn er mjög viðkvæmur. Ef það verður offramboð á einni kjöttegund þá hefur það áhrif á markaðinn í heild,“ sagði Ingvi. Hann benti á að lambakjöt til útflutnings hefði skilað bændum lægra verði en það sem seldist innanlands. Því mætti ætla að reynt yrði að selja sem mest af framleiðslunni hér innan- lands. Útflutningsskylda lambakjöts fellur niður frá og með árinu 2009 Framlög til sauðfjárræktar hækka og verða 3.348 milljónir á næsta ári, samkvæmt nýjum samningi Morgunblaðið/Sverrir Undirritun Fulltrúar bænda og ríkisins und- irrituðu samninginn í Þjóðmenningarhúsinu. Í HNOTSKURN »Markmið samningsins eru: Að eflasauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda; að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli. »Að sauðfjárrækt sé stunduð í sam-ræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu; að örva mark- aðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eft- irspurnar. Einnig að stuðla að framþró- un í sauðfjárrækt. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu vegna meintrar aðildar hennar að íkveikju í Þorlákshöfn 20. janúar sl. Í forsendum fyrir varðhaldinu kemur m.a. fram að á heimili kon- unnar hafi fundist kvikmyndatöku- vél merkt eiganda íbúðarinnar sem brann, tómt veski og grænn bens- ínbrúsi í forstofu. Konan hafði hjá lögreglu ekki viljað kannast við ofangreinda muni. Þrátt fyrir dóminn var henni sleppt síðdegis í gær. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að sama dag og eld- urinn var kveiktur í hinni mann- lausu íbúð í Þorlákshöfn hafi óþekktur aðili hringt í þjónustuver Landsbanka Íslands og kynnt sig sem eiganda íbúðarinnar. Bað hann um að fé yrði flutt á milli reikninga sökum þess að brunnið hefði ofan af honum um nóttina og heimild á greiðslukorti væri full- nýtt. Þjónustufulltrúinn fram- kvæmdi millfærsluna þrátt fyrir að viðkomandi hefði ekki leyniorð á reikninginn. Grunsemdir vöknuðu hjá árvök- ulum starfsmanni bankans þegar sami einstaklingur hringdi skömmu síðar og óskaði eftir fyr- irgreiðslu vegna eldsvoðans. Leiddi það til handtöku karlmanns þar sem hann reyndi að nota greiðslukort eiganda íbúðarinnar. Í bifreið mannsins fundust tveir hnífar, ætlað amfetamín og ætlaðir skuldalistar vegna fíkniefnakaupa. Hann hefur játað verknaðinn og situr í varðhaldi til 2. febrúar nk. Dóminn dæmdu hæstaréttar- dómararnir Ingibjörg Benedikts- dóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Með bensínbrúsa í forstofunni Gæsluvarðhald staðfest yfir konu vegna aðildar að íkveikju í Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.