Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 28

Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RANGLÁTT SKATTKERFI Það ranglæti, að tekjur launþegaberi nærri því fjórum sinnum hærri skatta en tekjur sem fólk hefur af fjármagnseign sinni, hefur lengi legið fyrir. Smám saman bæt- ast hins vegar drættir í mynd, sem sýnir að við þá mismunun, sem nú ríkir í íslenzku skattkerfi, verður varla unað öllu lengur. Í fréttaskýringu Ómars Friðriks- sonar á forsíðu Morgunblaðsins í gær kemur fram að fólk, sem hefur eingöngu fjármagnstekjur, er nú um 2.200 manna hópur. Þetta fólk greiðir ekki eingöngu miklu lægra hlutfall af tekjum sínum í skatta til samfélagsins en almennir launþeg- ar. Það greiðir ekkert útsvar, sem þýðir að það tekur ekki þátt í að fjármagna þá þjónustu, sem það nýtur í nærsamfélagi sínu – til dæmis malbikun götunnar eða upp- byggingu leikskólans. Það greiðir ekki heldur gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og mun ekki greiða hinn nýja nefskatt, sem nota á til að fjármagna starfsemi Ríkisút- varpsins, af því að síðastnefndu gjöldin eru tengd innheimtu tekju- skatts. Það blasir við öllum að þetta get- ur ekki verið sanngjarnt fyrir- komulag. Spurningin er hvernig eigi að breyta því. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir í Morgunblaðinu í gær að endurskoðun skattalaga sé hafin vegna nefskattsins. Hvað fjár- magnstekjuskattinn varðar segir hann: „Fjármagnstekjur eru mjög viðkvæmur tekjustofn og hann get- ur horfið eins og dögg fyrir sólu ef einhver býður betur.“ Þetta á auðvitað við að vissu marki um alla skatta núorðið, þar sem bæði fólk og fjármagn er orðið tiltölulega hreyfanlegt milli landa. Fjármálaráðherra hefur það til síns máls, að það er auðveldara að skattleggja launatekjur en fjár- magnstekjur vegna þess að fjár- magnið er hreyfanlegra en vinnu- aflið. Fyrir ríkissjóð er að sjálfsögðu mikilvægt að tekjupóst- ur eins og fjármagnstekjurnar, sem hefur farið hraðvaxandi undanfarin ár, hverfi ekki úr landi. En á móti því verður að vega þau sanngirn- isrök, sem augljóslega mæla með því að allar tekjur séu skattlagðar eins, sama hvernig menn afla þeirra. Leiðin til að gera íslenzkt skatta- umhverfi aðlaðandi, jafnt fyrir launþega og fjármagnseigendur, fólk og fyrirtæki, jafnframt því að gæta að sanngirnissjónarmiðum, getur verið sú að leggja flatan skatt á jafnt launatekjur, fjár- magnstekjur og hagnað fyrirtækja. Hugmyndir um slíkt hafa verið settar fram af jafnólíkum aðilum og Viðskiptaráði Íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Slík breyting myndi fela í sér gríðar- lega einföldun á skattkerfinu og fjarlægja þann hvata, sem menn hafa í dag til að reyna að breyta launatekjum í fjármagnstekjur. Hún er nánari skoðunar verð. SÝKNUDÓMUR Hæstiréttur sýknaði í gær fjórasakborninga í svonefnduBaugsmáli af öllum ákærum í fyrsta þætti málsins. Hér var um að ræða það, sem eftir var af hinni upp- haflegu ákæru í málinu, sem þingfest var í ágústmánuði árið 2005 en flest- um þáttum þeirrar ákæru var vísað frá dómi eins og menn muna. Dómur Hæstaréttar nú er fyrsti efnisdóm- urinn, sem Hæstiréttur fellir í þessu máli og er staðfesting á dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem áður hafði sýknað sakborninga í máli þessu. Eftir standa þá tveir þættir máls- ins. Annars vegar umtalsverður þátt- ur af þeirri ákæru, sem Sigurður Tómas Magnússon gaf út eftir að hann hafði farið yfir málið og lagt mat á það hvort tilefni væri til að gefa út nýja ákæru eftir að dómstólar höfðu vísað flestum ákæruliðum upphaf- legrar ákæru frá. Þeir ákæruliðir verða teknir til meðferðar hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur í febrúar. Hins vegar er skattamálum, sem verið hafa til lögreglurannsóknar, ólokið. Baugsmálið hefur, frá því að það kom til meðferðar hjá dómstólum, orðið að eins konar kennslubókar- dæmi um það fyrir ákæruvaldið hvaða kröfur íslenzkir dómstólar gera nú til gerðar ákæra. Ganga má út frá því sem vísu að ákæruvaldið lagi sig að þeim kröfum, sem augljós- lega hafa verið meiri en áður hefur tíðkazt. Það er sjálfsagt og eðlilegt að gerðar séu hinar ýtrustu kröfur til ákæruvaldsins í þeim efnum. Að fá á sig ákærur af þessu tagi er mikið al- vörumál og þess vegna verður að gera kröfu til þess að málatilbúnaður allur sé mjög vandaður. Með sama hætti má ganga út frá því sem vísu, að sýknudómur Hæsta- réttar nú, varðandi hvað skuli teljast lán samkvæmt ákveðinni lagagrein og hvað ekki og hvernig orðið lán er skilgreint, verði leiðbeinandi fyrir endurskoðendur og stjórnendur fyr- irtækja, sem skráð eru á markaði. Hæstiréttur hefur lagt línur um það hvað megi gera og hvað megi ekki gera og vafalaust munu menn fara eftir þeim leiðbeiningum eða nýta sér þær eftir atvikum. Og svo er auðvitað hugsanlegt að einhverjir velti því fyr- ir sér hvort ástæða sé til lagabreyt- inga eftir að niðurstaða þessa máls liggur fyrir. Það er ástæða til að fagna því, að þetta mál er nú ýmist komið til efnis- legrar niðurstöðu eða er að fara til efnislegrar meðferðar. Það hefur orðið að martröð fyrir þá, sem hlut eiga að máli og raunar fyrir þjóðina alla, eins og öll slík mál hljóta að verða fyrir þá, sem við sögu koma. En jafnframt eru þeir opinberu að- ilar, sem um þetta mál hafa fjallað orðnir reynslunni ríkari og vonandi betur í stakk búnir til þess að fjalla um stór álitamál í viðskiptalífinu í framtíðinni. Mál þetta dæma hæsta-réttardómararnirGunnlaugur Claessen,Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar af hálfu ákæruvalds- ins 22. mars 2006 og krefst „sakfell- ingar samkvæmt ákæru útgefinni 1. júlí 2005 hvað varðar ákæruliði 33 til 36, 38 og 40 og að ákærðu verði dæmd til refsingar“. Ákærðu krefjast staðfestingar héraðsdóms. I. Mál þetta höfðaði ríkislögreglu- stjóri gegn ákærðu ásamt Jóhann- esi Jónssyni og Tryggva Jónssyni með ákæru 1. júlí 2005, þar sem lýst var í 40 liðum sökum á hendur þeim, ýmist einu þeirra eða fleirum í hverjum lið fyrir sig. Samkvæmt því, sem greindi í ákærunni, gegndi ákærði Jón Ásgeir Jóhannesson starfi forstjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og stjórnarfor- manns frá síðastnefndum degi, en Tryggvi Jónsson starfi aðstoðarfor- stjóra sama félags frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og forstjóra frá þeim tíma. Hafi Jóhannes Jónsson verið starfsmaður félagsins og átt sæti í stjórn þess frá 7. júlí 1998, en ákærða Kristín Jóhannesdóttir verið varamaður í stjórninni frá 26. apríl 2000, auk þess að vera fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags- ins Gaums ehf. frá 27. ágúst 1999. Þá hafi ákærði Stefán Hilmar Hilmarsson einn verið löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá 7. júlí 1998 fram að árinu 2000, en upp frá því með ákærðu Önnu Þórðardótt- ur. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 20. september 2005 var málinu vísað frá dómi. Sú nið- urstaða var staðfest með dómi Hæstaréttar 10. október sama ár í máli nr. 420/2005 að því er varðaði fyrstu 32 liði ákærunnar, en að öðru leyti var úrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka 33. til og með 40. lið hennar til efnismeðferðar. Með hinum áfrýjaða dómi var leyst að efni til úr því, sem samkvæmt þessu stóð eftir af upphaflega málinu. Í 33. og 34. lið ákærunnar var sökum beint að ákærðu Jóni Ás- geiri og Stefáni Hilmari ásamt Tryggva Jónssyni, en í 35. og 36. lið að þeim sömu og ákærðu Önnu. Nánar tiltekið var ákærði Jón Ás- geir í 33. lið ákæru sakaður um að hafa sem forstjóri Baugs hf. við undirbúning, gerð og framsetningu ársreiknings félagsins vegna ársins 1998 með tilstuðlan Tryggva, að- stoðarforstjóra félagsins og yfir- manns fjármála, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í efnahagsreikn- ingi, þar sem ekki var sérstaklega getið fjárhæðar lána til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum, sundur- liðaðri með upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skil- mála, heldur hafi hún verið felld undir liðinn aðrar skammtímakröf- ur í efnahagsreikningi, auk þess sem hennar hafi ekki verið getið í skýrslu stjórnar eða skýringum við ársreikninginn, eins og hafi borið að gera. Ákærði Stefán Hilmar var borinn sökum um að hafa sem end- urskoðandi félagsins áritað án fyr- irvara ársreikninginn með röngum og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa. Við þennan lið ákærunnar var tiltekið að lán af þeim toga, sem hér um ræðir, hafi í lok ársins 1998 numið annars vegar 221.298 krónum til ákærða Jóns Ásgeirs og hins vegar 401.430 krónum til Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. Ákærði Jón Ásgeir var sakaður um að hafa brotið með þessu gegn 2. mgr. 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum og 2. tölulið 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., 43. gr. og 36. gr. þágildandi laga nr. 144/1994 um ársreikninga, Tryggvi gegn sömu lagaákvæðum, til vara sem hlutdeildarmaður, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 144/1994, og ákærði Stefán Hilmar gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og 2. og 3. tölulið 85. gr., sbr. 82. gr., 43. gr. og 36. gr. laga nr. 144/1994. Í 34. lið ákæru var efnislega samhljóða sak- argiftum beint að sömu mönnum vegna ársreiknings Baugs hf. fyrir árið 1999, en lán við lok þess reikn- ingsárs hafi annars vegar verið til ákærða Jóns Ásgeirs, 7.048.346 krónur, og hins vegar Fjárfestinga- félagsins Gaums hf., 143.068.986 krónur. Í 35. lið ákærunnar voru sams konar sakir bornar á ákærða Jón Ásgeir og Tryggva, svo og ákærðu Stefán Hilmar og Önnu sem löggilta endurskoðendur Baugs hf., vegna ársreiknings fé- lagsins fyrir árið 2000, en í lok þess hafi staðið úti lán til ákærða Jóns Ásgeirs, 19.537.582 krónur, Fjár- festingafélagsins Gaums ehf., 121.443.932 krónur, og Fjárfars ehf., 113.602.581 króna. Loks voru ákærðu Jón Ásgeir, Stefán Hilmar og Anna ásamt Tryggva sökuð í 36. lið ákærunnar um sams konar brot varðandi ársreikning Baugs hf. fyr- ir reikningsárið 2001, sem hafi lok- ið 28. febrúar 2002, en þann dag hafi lán til ákærða Jóns Ásgeirs numið 67.218.559 krónum, ákærðu Kristínar 3.388.833 krónum, Fjár- festingafélagsins Gaums ehf. 244.347.997 krónum og Fjárfars ehf. 168.883.376 krónum. Fyrir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms tóku gildi lög nr. 3/2006 um árs- reikninga, sem leystu af hólmi áð- urnefnd lög nr. 144/1994. Ákvæði 2. töluliðar 1. mgr. 83. gr., 82. gr., 43. gr. og 36. gr. eldri laganna, sem vís- að var til í ákæru, eiga sér sam- svörun í 2. tölulið 1. mgr. 121. gr., 120. gr., 53. gr. og 43. gr. yngri lag- anna, en 2. mgr. 83. gr. eldri lag- anna, sem vísað var sérstaklega til varðandi ætluð brot Tryggva, og 2. og 3. töluliður 85. gr. þeirra, sem ætluð brot ákærðu Stefáns Hilmars og Önnu töldust meðal annars varða við, voru sama efnis og nú- gildandi ákvæði 2. mgr. 121. gr. og 2. og 3. töluliðar 123. gr. laga nr. 3/ 2006. Í 37. og 38. lið ákærunnar var sökum beint að ákærða Jóni Ás- geiri einum, í 39. lið Jóhannesi Jónssyni og í 40. lið ákærðu Krist- ínu um „tollsvik og rangfærslu skjala“ í tengslum við innflutning á fjórum tilgreindum bifreiðum. Af ástæðum, sem nánar verður vikið að síðar, þarf ekki að rekja hér efni 37. og 39. liðar ákærunnar. Í 38. liðnum var ákærði Jón Ásgeir sak- aður um að hafa við innflutning bif- reiðarinnar OD 090 í nafni Baugs hf. gefið tollstjóranum í Reykjavík rangar upplýsingar í aðflutnings- skýrslu 3. desember 1999 og lagt fram tilhæfulausan reiknin september sama ár, útg Nordica Inc. í Miami í B unum, þar sem kaupverð arinnar hafi verið tilgrein bandaríkjadalir í stað 34 samkvæmt vörureikningi ber 1999 frá Automotor Franca í sömu borg, en fy reikningurinn hafi verið g ósk ákærða af viðskiptafél Jóni Gerald Sullenberg þessu hafi ákærði komið s greiðslu nánar tiltekinna ingsgjalda að fjárhæð 589.129 krónur. Í 40. lið ák var ákærðu Kristínu gefið hafa við innflutning á b KY 835 gefið rangar uppl aðflutningsskýrslu 30. ma tollstjórans í Reykjavík fram tilhæfulausan reik apríl sama ár frá áðurnefn Nordica Inc., þar sem bifreiðarinnar hafi verið 46.780 bandaríkjadalir í st dala samkvæmt vörureik maí 2000 frá Automotor Franca, en fyrrgreinda rei hafi Jón Gerald Sullenber út að ósk ákærðu. Hafi þessu komið sér undan gre flutningsgjalda að fjárh 697.237 krónur. Í ákæru þessi ætluðu brot ákær varða við 2. mgr., sbr. 1. m gr. þágildandi tollalaga nr og 2. mgr. 158. gr. almenn ingarlaga. Fyrir uppk héraðsdóms höfðu fyrrnef fallið niður við gildistöku nr. 88/2005, en ákvæði e anna, sem vísað var til í ák sér nú samsvörun í 1. og 172. gr. yngri laganna a ákæruefnin varðar. Við ferð málsins í héraði var ákæruvaldsins lögð fram b lækkun á þeim fjárhæð greindi meðal annars í 38. ákærunnar og áður er geti er fyrrnefnda liðinn var samkvæmt bókuninni grundvallar að rétt verð b innar, sem þar um ræddi, h 33.000 bandaríkjadalir og ingsgjöld því orðið 480.605 lægri en efni hafi verið t arnefnda liðnum hafi rétt reiðarinnar átt að vera bandaríkjadalir og gjöldin 439.185 krónum of lág. ákæruvaldsins er því bor ritvillur hafi verið gerðar inni varðandi síðargreindu ina og hafi þær verið leiðr munnlegan flutning málsi aði, en þess þó ekki getið áfrýjaða dómi. Þessar vi verið augljósar, meðal ann því að bókuninni hafi fylgt reikningar á aðflutnings sem beri með sér að ætl verið að tilgreina sem ver arinnar 56.800 bandaríkj mismun aðflutningsgjalda krónu. Með hinum áfrýjaða d ákærðu ásamt Jóhannesi og Tryggva Jónssyni sý kröfum ákæruvaldsins. þess er unað við niðurstöð dóms um sýknu þeirra Jó og Tryggva, svo og um ákærða Jóns Ásgeirs a samkvæmt 37. lið ákærun ir Hæstarétti snýr málið þ 34., 35., 36., 38. og 40. lið h beinast sakir samkvæmt fyrstnefndu liðunum nú að Jóni Ásgeiri og Stefáni svo og að ákærðu Önnu í 3 lið. Auk þessa hefur ákæruvaldsins verið lýst Hæstarétti að fallið sé sakargiftum á hendur ákæ Ásgeiri samkvæmt 33. t ákærunnar að hann hafi s rangar og villandi sérgre liðnum skammtímakröfur hagsreikningum og ek þeirra lána, sem um ræðir liðum, í skýrslu stjórnar í ingum Baugs hf. fyrir árin Dómur Hæ Hæstiréttur sýknaði í gær Jón Ásgeir Jóhann- esson, Kristínu Jóhann- esdóttur, Stefán Hilmar Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur af þeim sex ákæruliðum sem eft- ir stóðu í Baugsmálinu svonefnda. Áður hafði 32 af upphaflegum fjörutíu ákæruliðum verið vísað frá. Hér á eftir fer dómur Hæstaréttar í heild sinni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.