Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 33
Far þú svo í friði, elsku bróðir, og hjartans þökk fyrir allt. Þín systir Lilja. Í dag kveðjum við vin okkar og heiðursmanninn Ara Jónsson, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 19. jan. sl. Það er upphaf nýs árs og upphaf á leiðinni löngu sem Ari fetar nú. Ég var svo lánsöm að kynnast þeim hjónum Ara og Svönu, þegar ég var tíu ára stelpuhnokki og fékk að fara í sveit til þeirra. Þá bjuggu þau á Höfn á Svalbarðsströnd. Það er mikil reynsla fyrir barn að fara í fyrsta skipti að heiman en það væsti ekki um mig hjá þeim, þar var yndislegt að vera. Vináttu þeirra hef ég átt alla tíð síð- an sem er mér afar dýrmætt. Ari var ekki allra eins og sagt er en þeim sem hann tók var hann sannur og tryggur vinur. Ari var mikill fjölskyldumaður og sýnir það að börn hans hafa byggt sér hús í landi Sólbergs. Hann var ekki bara faðir þeirra heldur einnig þeirra besti vinur. Það var á áttunda áratugnum sem við systur leituðum til Ara um að fá land undir sumarbústað, það var auð- sótt mál og fór hann með okkur upp í heiði og sýndi okkur landskika með undurfallegu útsýni yfir allan Eyja- fjörð og sagði okkur að hér skyldum við reisa okkur bústað. Eina skilyrðið sem hann setti var að við gengjum snyrtilega um landið. Bústaðurinn var reistur og á stórfjölskyldan þar sannkallaðan sælureit sem við erum afar þakklát fyrir. Ari var mikið snyrtimenni og hag- leiksmaður eins og allt umhverfi Sól- bergs ber vott um. Það var sl. sumar að við fórum til Ara að fá lánaða skóflu, sem hann tók vel í og fór ég með honum í áhaldageymsluna þar sem skóflan góða hékk á sínum stað, en ég hef aldrei séð eins snyrtilega og vel um gengna geymslu áður. Ari hafði skarpar skoðanir á mönn- um og málefnum, var víðlesinn og unni landinu, jörðinni sinni og heima- byggð af heilum hug. Við kveðjum góðan vin með ljóði Davíðs Stefánssonar. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. Nú sofa menn og saklaus dýr. Nú sofa dagsins ævintýr. Nú ríkir þögn að ysta ós, svo ekkert vekur Þyrnirós. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. Elsku Svana, Rúnar, Örn, Úlfar, Edda, tengdabörn og barnabörn Sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Það er rúmur áratugur síðan ég kynntist Ara á Sólbergi. Við hjónin vorum að leita eftir rúmgóðri lóð í ná- grenni Akureyrar þar sem unnt væri að njóta bæði kosta dreifbýlis og ná- lægðar við þéttbýli. Við vissum ekki af neinum slíkum búsetukosti fyrr en við fréttum af túninu sem Ari var búinn að skipta niður í nokkrar stórar lóðir. Þar fór Ari ótroðnar slóðir í landnýt- ingu en hlutskipti frumkvöðulsins er ekki alltaf létt og Ari hafði til að bera þá þrautseigju og framtíðarsýn sem þurfti til að koma málum áfram. Mig grunar að við höfum litið út sem ungir skýjaglópar þar sem við ráðgerðum húsbyggingar fimm ár fram í tímann en Ari tók okkur vel og þar strax kynntumst við hlýju hans og orðheldni. Eftir að við fluttum heim frá Svíþjóð árið 2000 og inn í hús okk- ar 2001 höfum við notið nágrennisins við Ara sem hefur verið boðinn og bú- inn að aðstoða og hjálpa til eftir föng- um. Með Ara er genginn góður maður sem gott var að eiga að nágranna. Eftirlifandi konu Ara, Svönu, börnum þeirra og fjölskyldum viljum við fjöl- skyldan í Sólheimum 9 votta samúð okkar. Starri Heiðmarsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 33 ✝ Magnús Krist-berg Guð- mundsson fv. kaup- maður fæddist 17. ágúst 1917. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, f. 22.11. 1886, d. 18.8. 1959 og Val- gerður Víglunds- dóttir, f. 13.9. 1883, d. 9.2. 1954. Systkini Magnúsar, sem komust á legg, voru Sigurður Víg- lundur, Ólafur, Ástrós Guð- mundína, Einar Sigurgeir, Sig- f. 13.3. 1972, sambýliskona Helga Finnbjörnsdóttir, f. 29.5. 1980. 2) Guðmundur Valur, f. 7.12. 1945, kvæntur Evu Egils- dóttur, f. 15.4. 1962, dóttir þeirra er Hildur, fyrir átti Eva soninn Egil. Fyrir átti Guð- mundur Valur, a) Sesselju Hrönn og b) Aðalstein. 3) Krist- björg, f. 24.3. 1953, gift Axel Axelssyni, f. 25.7. 1951 og eru börn þeirra a) Lilja Rós b) Kar- en, en fyrir átti Axel Esther Sigrúnu. Magnús starfaði hjá Blómum og ávöxtum áður en hann gerð- ist leigubílstjóri hjá Steindóri. Hann var verslunarstjóri hjá verslun Axels Sigurgeirssonar. Lengst af var hann þó kaup- maður í versluninni Öldunni á Öldugötu 29. Magnús lauk starfsferli sínum í verslun Rauða kross Íslands í Múlabæ. Útför Magnúsar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ríður Jóna, Þorvaldur og Sig- ríður Emma Jós- efína. Hinn 13.6. 1943 kvæntist Magnús Sesselju Sigurð- ardóttur, f. 15.5. 1919, d. 1.1. 2002. Börn þeirra eru: 1) Ólöf, f. 23.4. 1944, gift Hilmari E. Guð- jónssyni, f. 15.11. 1938, börn þeirra eru: a) Magnús Guðjón, f. 28.12. 1963, kvæntur Ingibjörgu Er- lendsdóttur, f. 26.8. 1964, börn þeirra eru Ólöf Sunna, Hilmar Örn og Hekla Sóley. b) Haukur, Tengdafaðir minn Magnús Kr. Guðmundsson er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og var stoltur af uppruna sínum. Kynni okkar hóf- ust árið 1971 þegar ég var kynntur fyrir Magnúsi og konu hans Sess- elju. Upp frá því leit ég alltaf á Magnús sem mikinn vin, enda fór vel á með okkur og aldrei bar nokk- urn skugga á þann vinskap. Lengst starfaði Magnús sem kaupmaðurinn á horninu. Hann rak verslunina Ölduna við Öldugötu. Þar átti hann dygga viðskiptavini sem héldu tryggð við sinn mann enda maðurinn einstaklega þjón- ustulundaður og með hlýja nær- veru. Magnús var góður söngmaður og söng í kirkjukór Neskirkju í mörg ár. Í þeim góða félagsskap undi hann hag sínum vel enda mikil fé- lagsvera. Því átti ég eftir að kynnast vel þegar við hjónin bjuggum um 9 ára skeið í Minden í Þýskalandi. Það voru ófáar ferðirnar sem Magnús og Sesselja lögðu upp í til að heim- sækja okkur til Minden. Magnús sóttist mikið eftir að fá að koma með í hinar ýmsu ferðir með hand- boltaliðinu sem ég spilaði með. Þó ekki væri mikilli tungumálakunnáttu fyrir að fara var Magnús hrókur alls fagnaður meðal liðsmanna. Eftir- minnilegasta ferðin var eflaust þeg- ar við sóttum Moskvu heim árið 1978, en þá fylgdi liðinu stór hópur stuðningsmanna. Þeirra á meðal var tengdapabbi sem naut hverrar mín- útu. Lilja Rós og Karen sjá nú eftir afa sínum með miklum söknuði enda eiga þær sínar allra bestu æsku- minningar tengdar ömmu Sesselju og afa Magnúsi. Þeim finnst huggun harmi gegn að nú fær afi að hitta ömmu aftur eins og hann hafði þráð. Með þessum orðum kveð ég tengdaföður minn og þakka allt gamalt og gott. Hvíl þú í friði. Axel Axelsson. Magnús Kr. Guðmundsson ✝ Guðrún Sigríð-ur Friðbjörns- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 27. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 15. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðbjörn Benónýsson skóla- stjóri í Reykjavík, f. 12. desember 1911, d. 15. desem- ber 1973, og eig- inkona hans Guð- björg Einarsdóttir hjúkrunarkona, f. 18. ágúst 1911, d. 23. ágúst 1998. Guðrún Sigríður ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964, lagði stund á sálfræði og leikhúsfræði í Kaupmannahöfn og Lundi 1964–1968 og lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1970. Hún hóf söngnám hjá Guðmundu Elías- dóttur og var við nám í söng og al- mennum tónlist- arfræðum við Gu- ildhall School of Music and Drama í London 1974–1979 og lauk þaðan prófi. Stundaði framhaldsnám í söng í Stokkhólmi og í München. Hún var stundakennari í Reykjavík 1970–1974. Var fastráðinn kórkennari hjá Söng- málastjórn Þjóðkirkjunnar 1983–1990. Hún söng í útvarp og sjónvarp og hélt tónleika hér á landi og erlendis og gaf út hljómplötu með einsöngslögum. Guðrún Sigríður verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Sagan er tré með rætur í minningum manna, stofn þar sem atvikin lifa, laufblöð úr orðum. … (Einar Már Guðmundsson) Kær vinkona er látin og minn- ingarnar sækja að. Mér er ljúft að minnast skóla- systur minnar og vinkonu, Guð- rúnar Sigríðar Friðbjörnsdóttur, Gunnu Siggu eins og hún var alltaf kölluð. Við kynntumst bekkjarsyst- ur í Kvennaskólanum í Reykjavík, en það var ekki fyrr en í Mennta- skólanum í Reykjavík í stærðfræði- deildarbekknum 4.T að við Gunna Sigga urðum nánar vinkonur og tengdumst vináttuböndum æ síðan. Hún var mikil vinkona, umvafði mig umhyggju sinni og alla sem næst mér stóðu, foreldra mína, Jakob kærasta minn og síðar eig- inmann, foreldra hans og börnin okkar. Gunna Sigga var fljúgandi greind, fjölhæf og skörp. Hún var stór í sniðum, skapi og athöfnum og lá ekki á skoðunum sínum. Sjálfstæði og dugnaður voru henni eðlislæg. Hún mótaðist einnig af því að vera einkabarn og auga- steinn foreldra sinna, sem studdu við bakið á henni, hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var óvenju meðvituð á unga aldri um ætt sína og uppruna og stolt af honum, ekki síst formóður sinni, Þórunni ljósmóður og grasakonu. Að loknu stúdentsprófi fór Gunna Sigga til náms í Kaup- mannahöfn og Lundi. Þegar við hjónin ásamt ungri dóttur okkar komum tveimur árum síðar til Kaupmannahafnar í nám tók Gunna Sigga fagnandi á móti okkur og naut þess að sýna okkur Borg- ina við Sundið. Hún var fróðleiks- brunnur um sögu Kaupmannahafn- ar og Íslendinga, sem þar höfðu dvalið. Hún setti okkur inn í stúd- entalífið, fór með okkur í Bisk- upakjallarann, Kannibalinn og Litla apótekið þar sem Jónas sat forðum og enn mátti sjá blettinn eftir hnakkann á honum á veggn- um. Ógleymanlegur er leiklestur- inn, sem hún stjórnaði í Biskupa- kjallaranum á Strompleik Halldórs Laxness og við tókum þátt í nokkr- ir félagar. Var gerður góður rómur að þessu framtaki og þótti takast vel. Lund sýndi hún okkur og dóm- kirkjuna frægu. Hún var frábær í hlutverki leiðsögumanns og hefði getað lagt það fyrir sig, en á þeim árum þekktist varla orðið. Höfðingi í lund var Gunna Sigga og vildi alltaf vera veitandi og gef- andi. Margar gjafirnar færði hún mér, sá eitthvað fallegt, sem henni fannst að ég þyrfti að eignast og kom þá færandi hendi. Margir hlutir, sem minna mig á hana í dagsins önn. Samt fannst henni hún aldrei hafa gefið mér neitt, fannst það smámunir einir. Hún hafði yndi af að búa til mat, bæði að halda í þjóðlegar hefðir og reyna við nýtt og framandi. Dömu- boðið með breska hlaðborðinu munum við allar, sem þar vorum. Ítölsk máltíð með ítölsku víni og enskur morgunverður eru líka minnisstæð. Margar stórhuga hugmyndir fékk Gunna Sigga en rak sig oft á veggi. Stundum ávítaði hún mig fyrir leti og metnaðarleysi, fannst lítið hafa orðið úr áformum æsk- unnar um það sem við ætluðum að breyta og laga þegar við kæmumst til áhrifa. Gunna Sigga hafði einlægan áhuga á stjórnmálum og kvenrétt- indum. Tók hún þátt í starfi Al- þýðubandalagins og Rauðsokka- hreyfingarinnar. Á mynd í dagblaði sást hún í fararbroddi þegar rauð- sokkur báru stóru styttuna úr Lýs- iströtu niður Laugaveg 1. maí 1970. Söngur og tónlist urðu stærsti þátturinn í lífi Gunnu Siggu. Hún hóf söngnám hjá Guðmundu Elías- dóttur og átti tónlistin hug hennar upp frá því. Hélt hún áfram til söngnáms í London og lærði einnig í Þýskalandi og Svíþjóð. Eftir heimkomuna kenndi hún söng. Hún fékk starf hjá Þjóðkirkjunni við þjálfun kirkjukóra vítt um land. Var hún mjög áhugasöm um starf sitt og fannst skemmtilegt að kynnast fólki og nýjum stöðum. Ferðalögin veittust henni erfið þegar frá leið og kenndi hún þá þess sjúkleika, sem síðar átti eftir að leika hana grátt. Fór svo að hún sagði starfi sínu lausu og varð ekki aftur snúið. Hélt hún lengst af heimili með móður sinni og voru þær mæðgur mjög tengdar. Smám saman fjarlægðist hún vini og kunningja og einangraði sig á heimilinu og hvarf okkur þannig nokkur ár. Dásamlegt var að finna hana koma til baka að lokinni læknismeðferð. Hún var full bjart- sýni og vann að því að endurheimta krafta og heilsu og taka upp þráð- inn við vini sína. Vonaðist hún til að geta fundið sér vinnu við hæfi. Það var henni mikil ánægja að hitta gömlu bekkjarsystkinin aftur og hafði á orði að hún ætlaði að mæta framvegis á hádegisfundi okkar. Hún blés á væl um þverr- andi krafta og aldur. Hún hafði aldrei verið hraustari, fannst hún ung ennþá og ætti margt eftir í líf- inu. Hún kvaddi lífið óvænt, fékk hjartaáfall og dó í svefni. Fáein laufblöð hafa verið tínd af laufmiklu tré minninganna. Ég þakka vinkonu minni sam- fylgdina og geymi minningu henn- ar í hjarta mér. Kristín Gísladóttir. Gunna Sigga æskuvinkona mín er látin langt um aldur fram. Við kynntumst sex ára gamlar þegar afi minn Steinþór Guðmundsson og faðir hennar Friðbjörn Benónýsson fengu úthlutað lóð og byggðu sam- an í kjölfarið húsið Neshaga 10 í Reykjavík. Hafa fjölskyldur okkar æ síðan búið í húsinu og undanfar- in sex ár hefur elsta dóttir mín Svanhildur búið í risinu og deilt inngangi með Gunnu Siggu. Við urðum vinkonur og brölluðum margt og er mér ekki örgrannt um að foreldrum Gunnu Siggu hafi þótt ég nokkuð baldin og kennt mér um ýmsar uppákomur sem þeim voru ekki að skapi, eins og t.d. drulluslag við Kamp Knox krakkana. Gunna Sigga var fremur heilsu- tæp sem barn eftir að hafa legið vetrarlangt í kjölfar lömunarveiki og því vildu foreldrar hennar sjálf- sagt ekki að hún göslaðist eins mikið úti og ég gerði. Vinátta okk- ar hélst þó öll æskuárin og við gengum saman í fermingarfræðslu til séra Emils í Óháða söfnuðinum og fermingarveislurnar okkar stóðu samtímis, sín á hvorri hæðinni, á Neshaganum. Enn á ég ferming- armynd af okkur saman, þar sem Gunna Sigga gnæfir yfir mig, höfð- inu hærri, þótt fullorðnar værum við nær jafnháar. Við fórum hvor í sína áttina á fullorðinsárunum en héldum þó alltaf sambandi og hitt- umst þegar við vorum á landinu. Gunna Sigga var alltaf bráð- skemmtileg og sagði oft kostulegar sögur frá sínu umhverfi sem var mjög ólíkt mínu. Við fundum þó út að ýmislegt gat verið svipað í jarð- vísindageiranum og listaheiminum og skemmtum okkur við að bera saman uppákomur sem við lentum í hvor í sínum heimi. Ég heimsótti Gunnu Siggu í þrígang þegar hún bjó í London, bæði ein og með fjöl- skylduna. Þá fór ég með henni á óperuæfingu og á leiðinni í neð- anjarðarlestinni var hún alls ófeim- in við að æfa sig á aríunni sinni. Gunna Sigga var listakokkur og mér er ógleymanleg sælkeraveisla sem hún hélt eitt sinn fyrir stóran hóp vinkvenna sinna með alls kyns frábærum heimagerðum fiskrétt- um. Eftir að Gunna Sigga flutti heim héldum við lengst af sam- bandi og hin síðari ár hittumst við alloft, þótt ég væri flutt til Ak- ureyrar. Nú rétt fyrir jólin bankaði ég upp á hjá henni til að fá leyfi til þess að setja upp handrið meðfram sameiginlegum stiga þeirra sam- býlinga, svo aldraður ættingi ætti hægar með að komast í jólaveislu til dóttur minnar. Spjölluðum við saman smástund og var leyfið auð- sótt, enda sagðist Gunna Sigga sjálf eiga eftir að verða gömul og lasburða og þá kæmi sér vel að hafa gott handrið. Ég harma að hún skuli ekki hafa reynst sannspá en þakka fyrir góða samfylgd og bið ættingjum hennar blessunar. Hrefna Kristmannsdóttir. Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.