Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Pálma-son fæddist í Reykjavík 17. júlí 1969. Hann lést í Reykjavík 17. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Pálmi Sveinsson f. 19. ágúst 1947 og Alfa Malmquist f. 18. júní 1947. Systur Jóhanns eru Krist- rún f. 21. september 1966, synir hennar eru Styrmir, Pálmi Freyr og Fannar Máni og Sveinbjörg f. 30. júní 1968. Jóhann kvæntist Ragnheiði Gísladóttur frá Ólafsvík 17. júlí 2004. Börn Ragnheiðar og Jó- hanns eru Askur, f. 26. ágúst 1999 og Alfa, f. 7. desember 2002. Son- ur Jóhanns og Ragnheiðar Eiríks- dóttur er Hlynur, f. 14. ágúst 1992. Son- ur Jóhanns og Þóru Unnardóttur er Eg- ill Þór, f. 5. júlí 1996. Jóhann ólst upp í Kópavogi og lauk námi við Garðyrkju- skóla ríkisins og myndlistarnámi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Jó- hann lauk meist- anámi í skrúðgarðyrkju 2004. Hann bjó í Reykjavík og starf- aði við garðyrkju og rak garða- þjónustuna Björk. Jóhann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi. Ég sakna þín alveg ótrúlega mikið og mér þykir alveg of- boðslega vænt um þig. Ég vona að þér líði sem best og að þú sért laus við þetta árans þunglyndi. Ég er mjög leiður að þú hafir þurft að fara frá okkur en mér finnst það alla vega skárra en að þú hefðir áfram lifað í þjáningu. Takk fyrir að vera svona góður og æðislegur pabbi og fyrir- gefðu að ég náði aldrei að sýna þér fullkomlega hvað þú varst æðislegur. Ég vona að þú sjáir núna hvað öllum þykir rosalega vænt um þig. Ég er búinn að heyra margar sögur um hvað þú varst mikill kvennabósi og klár í fótbolta og þær sögur eru snilld. Kalli og vinir þínir eru búnir að vera æðislega góðir við mig og hjálpa mér heilmikið með því að sýna mér gamlar myndir af þér, segja mér sögur og eyða tíma með mér. Ég veit að þú hefðir orðið stór fótboltastjarna ef þú hefðir ekki lent í þessum sjúkdómi, strákarnir sögðu mér það hver og einn fyrir sig. Strákarnir eru búnir að segja mér frá öllum hæfileikum þín- um og hvað þú varst gríðarlega vin- sæll. Ég hafði ekki hugmynd um það en er sko ekki hissa, því þú ert alveg æðislegur. Vinir þínir ætla líka að skanna inn gamlar og nýjar myndir af þér og setja á geisladiska fyrir alla sem vilja minnast þín. Ég fann skáp- inn með öllum videospólunum með þér og þinni list og mig langar að þakka þér fyrir að vera svona mikill videokall. Það verður svo gaman að horfa á þessar spólur seinna, því þá man ég svo vel eftir þér. Ég er búinn að fara að sjá þig tvisvar eftir að þú fórst og það var alveg æðislega gott að geta verið hjá þér og kvatt þig og fundið fyrir þér. Þú varst mjög klár að fela hvað þér leið illa, en ég hefði samt viljað vita það fyrr og reyna að hjálpa þér. Mér þótti vænt um þegar þú sagðir bless við mig og man vel eft- ir því. Ég var svo áhyggjufullur og mér þykir svo vænt um þig að ég skrópaði í skólanum og fór niður í bæ að leita að þér því ég hélt að þú værir byrjaður að drekka aftur. Presturinn Kalli ætlar að fara með mér á staðinn þar sem þú lést því mig langar svo mikið að fara þangað með blóm og hugsa til þín. Ég er viss um að ég á eftir að heimsækja þann stað oft og líka kirkjugarðinn þar sem þú munt hvíla. Þinn sonur Hlynur. Það voru hamingjudagar þegar hann kom með hverja medalíuna af annarri í skák og fótbolta og gladdi fjölskyldu sína. Ljúfur og oft ör- þreyttur en alltaf broshýr og tilbúinn að gera betur. Einnig voru veiðiferðir frá blautu barnsbeini þáttur í tilver- unni. Farið í veiði hvort sem hægt var að koma niður öngli á höfuðborgar- svæðinu og reyndist snáðinn strax klár veiðimaður. Setti einu sinni í stóran lax sem hann missti, þá tíu ára gamall og grét sárt, enda fiskur sá minnst sextán pund og stöngin léleg. Það voru heit tár. Annars voru tár hans ekki mikil í æsku, þótt oft væru erfiðleikar. Á trillunni Ölfu var Jó- hann sex ára stýrimaður hja pabba sínum og var róið til rauðmagaveiða frá Hafnarfirði. Það fannst honum mjög gaman. Kaupið var eitthvað um fimm hundruð krónur á viku. Það var farið með rauðmagann í Breiðholtið þar sem hann var seldur. Hrognin lögð inn hjá verktaka. Það voru oft stoltir feðgar sem komu með rauð- maga í soðið handa mömmu á kvöldin og þá var haldin veisla. Samband hans við systur og foreldra var alltaf nærgætið ásamt fyrirhyggjusemi. Eftir tíu ára aldur fóru önnur áhuga- mál að taka við. Fótboltinn var aðal- áhugamálið og skák enda tvíefldur í hvoru fyrir sig. Æskuárin liðu og ýmsir framhaldsskólar tóku við.  Elsku Jói minn, núna ert þú horfinn og farinn burt svona snöggt. Enginn átti von á því. Og við sem þekktum þig svo vel söknum þín sárt. Þú varst svo ljúfur og áttir svo margt til að lifa fyrir. Það koma svo margar minning- ar upp í hugann að ég kem þeim ekki öllum á blað. Þú gafst mér svo mikið. Þú varst ljósið í myrkrinu, eins og ég sagði stundum. Og öll börnin þín þau eru yndisleg svo og eiginkona þín. Þið voruð svo samhent og sæt saman. En svona er nú lífið stundum. Það er svo margt óskiljanlegt. Þú áttir líka við erfiðleika að stríða en stóðst þig alltaf eins og hetja. Ég sakna þín sárt. Svo voruð þið búin að kaupa sumarbú- stað. Þú varst að spá í ræktun og við vorum farin að hlakka til vorsins. Þá ætluðum við að gróðursetja og setja upp plastgróðurhús og sá. Og ég var farin að hlakka svo mikið til að fá að vera eitthvað með puttana í því. En nú ert þú farinn. En þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Og elsku Ragga mín guð styrki þig og börnin ykkar og varðveiti. Svo bið ég algóðan guð um að passa þig og alla englana. Ég ætla að kveðja þig með þessum orðum. Þín mamma. Nú hugsum við um sumarið, trén og blómin sem þú hlúðir að á und- anförnum árum og framtíðin blasir við börnunum þínum sem þú gafst okkur. Takk fyrir það. Sólstaðirnir sem þið Ragga keyptuð, þar bíða verkefnin fyrir okkur fjölskyldu þína og þar verða ábyggilega haldnar af- mælisveislur og gróðurferðir. Þá verður gaman. Seinna sjáumst við og förum í fótbolta, veiðiferðir og fleira. Það verður hugað að brúðarlundinum ykkar Röggu þar sem allir hjálpuðust að og þú stjórnaðir af röggsemi og ábyggilega tekur Ragga við með hjálp að stjórna framhaldinu enda sigrar ástin allt. Pabbi. Í dag kveðjum við tengdason okkar Jóhann Pálmason sem lést 17. janúar sl. Jóhann var fallegur og góður mað- ur sem vildi öllum vel. Hann var list- hneigður og mikið náttúrubarn. Hann unni fjölskyldu sinni afar heitt og var stoltur af Ragnheiði konunni sinni og börnunum sínum fjórum sem eiga eftir að sakna föður síns sárt. Það er erfitt að missa foreldra og maka á unga aldri en minningin lifir. Margar hjálparhendur eru réttar fram og sendir fjölskyldan kveðjur og innilegt þakklæti til vina og skyldfólks. Guð blessi minningu Jóhanns og styrki Ragnheiði okkar og börnin á þessum erfiðu stundum. Hvíl í friði. Jóna Birta og Gísli Jónsson. Elsku Jói bróðir, ég sakna þín svo mikið og á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég vissi ekki að þér leið svona illa og vildi óska að þú hefðir getað leitað til einhvers og treyst einhverjum fyrir tilfinningum þínum. Ég á svo erfitt með að skilja að þér fannst þetta vera eina leiðin. Ég veit að núna ertu á góðum stað og vakir yfir okkur öllum. Pálmi Freyr óskaði þess að Hróðmar læknirinn hans hefði komið og læknað hjartað þitt eins og hann læknaði hjartað hans þegar hann var lítill. Ég mun alla tíð hugsa um góðu stundirnar okkar saman, mér er ofarlega í huga hve stolt ég var alltaf af þér á ÍK- leikjunum og hvað þú varst alltaf duglegur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Öll jólin er við vorum lítil og fengum skemmtileg spil í jólagjöf og máttum spila eins lengi frameftir og við vildum, berjamóarnir og að fylla hverja dós sem við höfðum, og skelli- hlæjandi og glöð og fjólublá í framan á heimleiðinni. Skemmtilegu stund- irnar þegar mamma spilaði á gítar og við sungum saman og allar veiðiferð- irnar með pabba, tjaldútilegurnar og ferðir í Hallormsstaðarskóg þar sem við fengum að kynnast náttúrunni upp á eigin spýtur og horfa á Svein afa skera út svo falleg listaverk. Manstu eftir sögunni sem pabbi las einu sinni fyrir okkur, um litla strák- inn sem átti enga fjölskyldu og við grétum og vildum leyfa honum að búa hjá okkur því við vissum hvað það er mikilvægt að eiga og hafa fjölskyldu sína hjá sér. Stundum var erfitt hjá okkur og við gátum ekki verið saman. Ég veit hve fjölskylda þín var þér mikilvæg og hve góður faðir þú varst og eiginmaður. Ég bið góðan Guð að passa börnin þín og hjálpa þeim og styrkja þau í gegnum þessa erfiðu reynslu. Elsku Jói minn, ég veit ég verð nú að kveðja þig í hinsta sinn, en minn- ingin um þig mun ætíð vera mér í hjarta. Ég kveð þig með versinu sem mamma og pabbi kenndu okkur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Megi vindarnir ávallt blása í bak þér og sólin skína í andlit þitt og megi vindar örlaganna lyfta þér til að dansa við stjörnurnar og megir þú hafa með þér þinn fegursta skrúð- garð upp til himnanna. Þín systir Kristrún. Elsku Jói, mig tekur það svo sárt að þurfa að kveðja þig elsku mágur. Það sem ég dáði við þig var hve þú hafðir fallega lífsspeki að leiðarljósi. Hún endurspeglaði það hve fallega sál þú hafðir að geyma þrátt fyrir veikindi þín. Fyrir þér voru allir menn jafnir, þú kunnir manna best að samgleðjast öðrum. Efnishyggja var ekki til hjá þér. Fyrir þér var það númer eitt að fjölskyldu þinni liði vel. Þú varst yndislegur faðir og eigin- maður. Ég varð svo oft vitni að því hve hlýlegt og fallegt samband þú átt- ir við börnin þín og Röggu þína. En skynjun þín á sjálfum þér var því miður ekki söm og hjá okkur sem eftir lifum. Ég held stundum að þér hafi verið ætlað miklu stærra hlut- verk sem þú gast ekki uppfyllt hér hjá okkur. Ég er sannfærð um að nú finnir þú ró í sál þinni og að nú bíði þín stór og fallegur garður í guðsríki sem þú átt eftir að umbreyta með þínum einstöku hæfileikum. Elsku Jói, ég og fjölskylda mín eigum eftir að sakna þín sárt. Þú og þín fallega lífsspeki verður alltaf í hjörtum okkar og ég bið Guð að stykja Röggu systur og börnin þín Hlyn, Egil Þór, Ask, Ölfu, foreldra þína og systur. Björk mágkona. Hlynur okkar hafði búið hjá pabba sínum í hálft ár áður en þessi yfir- þyrmandi sorg barði að dyrum. Núna er ég svo óendanlega þakklát fyrir tímann sem þeir fengu saman. Undir það síðasta hringdi Jói svo oft í mig til Svíþjóðar til að spjalla um Hlyn. Hann spurði kannski „Já er þetta ekki bara voða góður strákur sem við eigum?“, talaði svona hægt og rólega með mjúkri rödd. Þá sagði ég honum hvað mér þætti hann Hlynur vera að þroskast yndislega við að búa hjá pabba sínum, hvað það hefði góð áhrif á hann. Þá hló Jói lágstemmdum væntumþykjuhlátri og var ánægður en samt svo hógvær eins og alltaf. Honum Jóa var gefið svo margt. Hann var fallegur og listrænn og svo endalaust góður við fólkið sitt. Lík- lega leyfði sjúkdómurinn honum aldr- ei að skilja það til fulls hvað óskaplega mörgum þótti óskaplega vænt um hann. Núna þegar hann er laus við myrkrið og þjáningarnar vona ég að hann sitji einhvers staðar í fallegu trjárjóðri umvafinn lífi og gróðurilmi, og ég vona að hann sjái okkur öll sem söknum hans og ég vona að hann finni alla ástina og allar hlýju hugsanirnar sem við sendum honum í huganum og í orðum okkar. Kannski er hann alveg gáttaður á þessu, en ég trúi því að nú skilji hann loksins hvers virði hann var í lífi og hvers virði hann er okkur öllum núna í minningunni. Við höld- um áfram að lifa án hans Jóa, við sjáum allt sem minnir á hann, mynd- irnar af honum, verkin hans í görð- unum, listina hans, tónlistina sem hann hlustaði á og auðvitað börnin hans fjögur sem öll eru yndisleg og hafa fengið fallegar gjafir frá pabba sínum. Hlynur hefur skapið blíða og kroppinn hans pabba síns, Egill er svolítið feiminn eins og pabbi hans var og svo líkur honum í fasi, Askur hefur erft fótboltasnillina og brosið hans Jóa og litla skottan hún Alfa er eins og lítil kát og glettin kvenkyns útgáfa af honum Jóa. Kannski verður minningin sterkust í börnunum hans fyrir okkur sem horfum á þau vaxa og dafna. Ég veit að við munum öll styðja þau í sorginni og hjálpa þeim að muna eftir pabba sínum sem var svo óendanlega hlýr og góður við þau. Elsku Ragga, Askur, Alfa, Egill Þór, Pálmi, amma Alfa, Kitta, Svenný, Styrmir, Pálmi yngri, Fann- ar og auðvitað Hlynur minn og allir hinir sem sakna hans Jóa, hugur minn er hjá ykkur og ég vona að þið munið smám saman finna góðan og hlýjan stað fyrir sorgina innra með ykkur. Minningarnar eru svo dásam- lega margar, megi þær ylja ykkur og veita ykkur styrk til að halda áfram. Ragnheiður Eiríksdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Elsku Jói. Engin veit sína ævi fyrr en öll er, en ég trúi því að dvöl okkar á þessari jörðu sé bara lítill hluti af ferðalagi okkar. En þrátt fyrir þá hugsun finnst okkur, sem eftir sitjum, að dvöl þín hafi verið of stutt og kveðjum við þig með sárum söknuði. Ég kynntist þér fyrst í MHÍ, þegar þið Ragnheiður frænka mín hófuð að vera saman. Þið voruð mjög sam- rýmd, elskuðu listina og hvort annað heilshugar og með gagnkvæmri virð- ingu. Síðan eru liðin mörg ár og hef ég fengið að fylgjast með ykkur og deila með ykkur góðum stundum og minn- ingum. Litlu börnin ykkar Askur og Alfa bera með sér gleði ykkar, þokka og virðingu. En í mínum huga ber hæst minninguna um brúðkaup ykk- ar að Uppsölum í Rangárvallasýslu. Þar voruð þið í íslenskri sumarblíðu, klædd að íslenskum hætti og geisl- uðuð af lífsgleði, ást og hreysti. Þegar þið sýnduð mér ljósmyndir úr brú- kaupinu, sagðir þú mér að þessi sól- skinsdagur hefði verið einn af bestu dögum ævi þinnar. Þegar við heim- sóttum ykkur var alltaf tekið vel á móti okkur. Ragnheiður var með heimabaksturinn tilbúinn og góða kaffið, því að þið voruð vinmörg og sunnudagarnir annasamir. Mér er minnistætt hvað vel ykkur gekk að koma húsinu ykkar í stand. Þið Ragn- heiður voruð samhent og einnig feng- uð þið góða hjálp frá ykkar fjölskyld- um. Húsið ber vott um mikla natni og vandvirkni. Elsku Ragnheiður, Ask- ur, Alfa og fjölskylda. Sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur, megi guð vernda ykkur. Ykkar frænka, Sesselja Tómasdóttir og fjölskylda. Nú þegar vetrarsólin hækkar á lofti hægum skrefum og við horfum vonaraugum og í eftirvæntingu til vorsins hefur lífssól Jóhanns Pálma- sonar, svila míns, slokknað og við finnum fyrir myrkri og nístingskulda sem gagntekur okkur. Þetta myrkur og þessi kuldi yfirbugaði vin okkar Jóhann. Við drúpum höfði full sorgar og saknaðar. Fjöldi spurninga vaknar sem aldrei verður svarað. Enn einu sinni erum við minnt á það hve mátt- vana við erum við aðstæður sem þess- ar, hve stutt er á milli lífs og dauða, vonar og ótta og gleði og sorgar. Við getum hins vegar huggað okkur við minningar um góðan og velviljaðan dreng sem öllum vildi gott gera. Sagði aldrei styggðaryrði um nokk- urn mann, var listrænn, hljóður, íhug- ull og viðkvæmur, eins og trén og plönturnar sem hann hafði unun af að rækta og gróðursetja. Þegar plönt- urnar og trén voru annars vegar mátti skynja áhuga, umhyggju, kraft og kjark sem bjó í Jóhanni. Þá var hann í essinu sínu og sýndi sýnar sterku hliðar. Enda var hann lærður skrúðgarðyrkjumeistari en því námi lauk hann á síðasta ári og bar af öðr- um nemendum og náði hæstu ein- kunn þeirra er þreyttu það próf. Jó- hann hafði haft á orði að hann hefði áhuga á enn frekara námi, t.d. í líf- fræði. Jóhann starfaði um árabil í eig- in fyrirtæki við skrúðgarðyrkju í Reykjavík og var eftirsóttur sakir vandvirkni og dugnaðar. Hann var einnig útskrifaður frá Myndlista- og handíðaskólanum. Hann málaði mörg falleg málverk sem nú ylja okkur í minningunni um þennan listræna dreng. Það var einmitt í Myndlista- skólanum sem hann og eftirlifandi kona hans, Ragnheiður Gísladóttir úr Ólafsvík, fóru að rugla saman reytum. Samband þeirra var sterkt og einlægt og brúðkaup þeirra, sem haldið var fyrir liðlega þremur árum, utandyra á Uppsölum í Hvolhreppi hinum forna, var eftirminnilegt, skemmtilegt og óvenjulegt. Þau voru léttstíg og fram- tíðin virtist blasa við þeim í þjóðleg- um fatnaði og stigu þau létt til jarðar í hvítbotnuðum gúmmískónum í ilm- andi sumargrænu grasinu. Vest- mannaeyjarnar blöstu við í fjarska á silfursléttum haffletinum eins og demantur, sem tákn um framtíðina sem blasti við þeim hjónum. Brúðkaupsreiturinn sem gestirnir gróðursettu trjáplöntur í er falleg minning um eftirminnilegt brúðkaup. Þegar Jóhann kom með fjölskyldu sinni í jólaboð á Hvolsvöll á jóladag fórum við að Uppsölum til þess að líta eftir plöntunum í brúðkaupsreitnum. Ekki óraði mig fyrir að það yrðu okk- ar síðustu samverustundir. Jóhann og Ragnheiður eiga saman tvö heil- brigð börn, þau Ask og Ölfu, sem eru fallegur ávöxtur sambúðar þeirra hjóna. Fyrir átti Jóhann drengina Hlyn og Egil, sem einnig eru miklir myndarmenn. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Jóhanns Pálmason- ar og vernda og blessa börn hans og eiginkonu um alla framtíð. Gatan er vörðuð gleði og sorgum. Gjöf er vort æviskeið. Einn dag í dag, svo annar á morgun, allir á sömu leið. (Pálmi Eyjólfsson) Við Steinunn og börnin okkar vott- um öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Minningin lifir um góðan og listrænan mann. Ísólfur Gylfi Pálmason og fjölskylda. Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar; ef sjávarbylgjur skola mold- arhnefa til hafs, minnkar Evrópa, engu síð- ur en eitt annes væri, engu síður en óðal Jóhann Pálmason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.