Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 26
matur 26 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er frá foreldrum mínum kom- ið, mamma og pabbi eru miklir matgæðingar og hafa alltaf verið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson um ástæðu þess að hann er hald- inn mikilli matarástríðu og hefur verið frá unga aldri. Hann er læknir, lauk námi 2004 og er nú í sérnámi í almennum lyflækningum á Landspítalanum. „Ég man eftir því að hafa verið mjög ungur farinn að gera tilraunir í eldhúsinu, ætli ég hafi ekki verið svona ellefu ára þegar ég var farinn að gera skúffuköku og spagettí bolognese,“ segir hann léttur. „Svo má eiginlega segja að ég hafi fengið að fylgjast með og hjálpa til í eldhúsinu þangað til ég fór að búa sjálfur, en þá fór ég fyrst af einhverju viti að elda sjálfur. Mér hefur alla tíð þótt þetta rosalega gaman.“ Ragnar Freyr er að mestu sjálflærður en segist þó hafa afskaplega gaman af því að lesa matreiðslubækur. „Ég á gott safn slíkra bóka og les þær eins og aðrir lesa reyfara. Ég hef þær með mér í rúmið og þær eru eig- inlega úti um allt heima hjá mér,“ segir hann og hlær. Allir þurfa að borða! Þó að Ragnar Freyr hafi fetað braut lækn- isfræðinnar segir hann að eftir að hann lauk námi hafi honum dottið í hug að gaman hefði getað verið að mennta sig eitthvað á sviði matreiðslunnar. „Ég sé samt ekki eftir því eina mínútu að hafa valið læknisfræðina, mat- reiðslan er einfaldlega frábært, afslappandi áhugamál til að eiga heima. Maður getur al- gjörlega gleymt sér og leikið sér í eldhúsinu, svona eins og þegar maður var lítill.“ Ragnar Freyr segist bæði elda dags dag- lega fyrir fjölskylduna auk þess sem honum finnist mjög skemmtilegt að bjóða fólki heim til að njóta góðra veitinga. „Við hjónin erum mjög oft með gesti í mat, einu sinni til tvisvar í viku,“ segir hann. Sérnámið sem hann er nú í segir Ragnar Freyr auðvitað taka mikinn tíma, en bendir réttilega á að allir þurfi að borða. „Maður er satt að segja alveg jafnlengi að búa til góðan mat og vondan mat. Þetta snýst bara um hrá- efnið, smávinnu og natni,“ segir hann með áherslu. Ekki er nóg með að hann dundi sér við matreiðslu í eldhúsinu því að hann heldur úti bloggsíðu þar sem hann bloggar um mat- argerð sína. „Ég blogga seint á kvöldin,“ seg- ir hann, „áður en ég fer að sofa. Ég hef þetta í dagbókarformi og ég fékk þá hugmynd úr matreiðslubók; að halda skrá yfir það sem maður er að gera í eldhúsinu til að sjá hvort einhver framför verður. Þess vegna fór ég að blogga þetta.“ Blogg er augljóslega annað en dagbók því það er þess eðlis að vera opinbert. Það segir Ragnar Freyr að sér finnist bara gera þetta skemmtilegra. „Ég verð bæði undrandi og finnst það skemmtilegt,“ segir hann um það þegar hann veit að einhver hef- ur lesið bloggið hans. „Það er frábært ef ein- hver hefur áhuga á því sem maður er að gera.“ Afleitur ljósmyndari Seinna meir stefnir hann á að gefa bloggið út á bók. „Einhvern tímann langar mig að gefa út matreiðslubók og ég hugsaði mér það í upphafi að bloggfærslurnar væru fyrsta skrefið í átt að heilum texta. Það er líka oft þannig að ef maður er að gera eitthvað sem manni dettur óvænt í hug í eldhúsinu að best er að setja það strax niður í ritform svo ekki gleymist hvernig að var farið,“ segir Ragnar Freyr, en hann segist þó vera afleitur ljós- myndari þannig að minna fari fyrir mynda- töku af réttunum. „Ég ætla þó að reyna að bæta úr því og safna í sarpinn,“ segir hann glettnislega. Uppskriftir segist hann oft laga eftir eigin höfði þó að hugmyndirnar séu kannski fengn- ar úr bókum. Við bakstur segir hann þó nauðsynlegt að fara eftir uppskrift. „Þetta á reyndar við um kökubakstur – þar þarf að fara eftir uppskriftum – en í brauðbakstri má alveg spinna.“ Ragnar Freyr brást ljúflega við bón um að gefa lesendum Morgunblaðsins uppskriftir og þær fylgja hér með. Vetrargúllassúpa með heilhveitikexi og salati 1 kg nautagúllas 2 litlir laukar 4 gulrætur 3 sellerístangir 5 hvítlauksrif 1,5 l vatn nautakjötskraftur í samræmi við vatnsmagn ½ flaska af góðu rauðvíni 1 lítil dós tómatpuré 6 meðalstórar kartöflur 250 g sveppir 3 lárviðarlauf 1 grein ferskt rósmarín Maldon-salt og nýmalaður pipar fersk steinselja til skrauts Morgunblaðið/Sverrir Liðtæk í eldhúsinu Ragnar Freyr nýtur lífsins í eldhúsinu með börnunum sínum, Valdísi, sitjandi, og Vilhjálmi Bjarka, í fangi föður síns. Matreiðslan er frábært, afslappandi áhugamál Klettasalat Gerir hverja máltíð að veislu. Hann hefur gaman af því að elda, en hefur menntað sig í læknisfræði. Ragnar Freyr Ingvarsson sagði Sigrúnu Ásmundar frá áhugamálinu sem hann bloggar um af miklum móð. Vetrargúllassúpa Gott að gæða sér á á köldum vetrarkvöldum. Heilhveitikex Tilheyrir gúllassúpunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.