Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 15
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 15 ÚR VERINU HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýkn- að hafði tvo fyrrverandi starfsmenn Ískerfa af kröfu Optimar Ísland ehf. þess efnis að þeim yrði bannað með dómi að framleiða og eða selja ís- strokka í ísþykknivélar. Optimar áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Hæsta- réttar. Saga þessa máls er á þann veg að Optimar krafðist þess að lagt yrði bann við því að tveir menn, sem höfðu verið starfsmenn Ískerfa, framleiddu eða seldu ísstrokka af tiltekinni teg- und eða sambærilega vélarhluti. Í maí 2003 keypti Optimar birgðir og rekstrarfjármuni Ískerfa og var tekið fram í samningnum að Optimar fengi framseldan rétt Ískerfa til að fram- fylgja og fullnusta ákvæði ráðningar- samninga núverandi og fyrrverandi starfsmanna Ískerfa um trúnaðar- skyldur. Optimar byggði m.a. á því að mennirnir hefðu nýtt sér trúnaðar- upplýsingar, sem þeir hefðu komist yfir í störfum hjá Ískerfum, við fram- leiðslu ísvéla. Krafa Optimar var einkum reist á því að starfsmennirnir væru bundnir trúnaði og þagnar- skyldu samkvæmt ákvæðum ráðn- ingarsamninga þeirra við Ískerfi. Í héraðsdómi var ekki talið á færi Optimar að byggja á þessum samn- ingum og voru starfsmennirnir þegar af þeirri ástæðu sýknaðir vegna aðild- arskorts Optimar. Á hinn bóginn byggði Optimar sjálfstætt á því að háttsemi mannanna væri í andstöðu við 2. og 3. mgr. 27. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Ekki var tekin afstaða til þessarar málsástæðu í héraðsdómi og var án þess ekki talið unnt að sýkna þá vegna aðildarskorts Optimar. Af þessum ástæðum og þar sem bersýnilega var talin þörf á kunnáttu sérfróðra meðdómsmanna til að leysa úr öðrum málsástæðum, sem vörðuðu tæknileg atriði, taldi Hæstiréttur að ekki yrði komist hjá því að ómerkja héraðsdóm ásamt meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar. Mál Optimar Íslands aftur fyrir héraðsdóm LAGAGRUNDVÖLLUR kvóta- kerfisins 1984–1985 var veikur. Munur var gerður á úthlutun kvót- ans milli skipa sem aðallega höfðu veitt botnfisk á viðmiðunartíma- bilinu og þeirra sem gerðu það ekki. Sú mismunun gat verið réttlætan- leg en studdist ekki við næga laga- stoð. Aðferðin sem mælt var fyrir um í lögunum var ekki beitt í reglu- gerð. Þetta er hluti af niðurstöðum Helga Áss Grétarssonar lögfræð- ings sem kannað hefur lagalega hlið kvótakerfisins á árunum 1984 til 1990. Helgi kynnti niðurstöður sínar í erindi nú í vikunni. Hann segir að niðurstaðan sé sú að greinarmun- urinn sem var þarna gerður byggð- ist á hæpnum lagagrundvelli og óvíst að það hafi mátt mismuna með þeim hætti sem gert var. Of mörg skip að eltast við of fáa fiska „Alvarlegir erfiðleikar voru við stjórn botnfiskveiða í lok árs 1983. Of mörg skip voru að eltast við of fáa fiska. Það var því fyllilega lög- mæt ráðstöfun á þessum árum að takmarka þann hóp sem kom til greina við að stunda botnfiskveiðar með því að setja á fót veiðileyfa- kerfi. Þegar búið var að takmarka aðganginn þurfti að skipta veiði- réttinum á milli skipa. Haldið hefur verið fram að veiðireynsla á þriggja ára tíma- bili árin 1980–983 hafi verið eina viðmiðið og skip hafi verið föst í þeirri viðmiðun upp frá því. Það er ekki rétt. Sóknarmark var val- kostur við aflamark sem gerði að verkum að menn gátu unnið sig upp. Kvóti í lok tímabilsins gat byggst á fjölbreytilegum grundvelli en ekki einhæfum, það er veiði til margra ára gat legið til grundvallar þegar kvótanum var skipt árið 1991 samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990,“ segir Helgi Áss. Mörg önnur frávik Hann bendir einnig á að á þess- um árum hafi verið mörg önnur frá- vik frá úthlutun, svo sem línutvö- földun, skipstjórakvóti og lítt takmarkaðar veiðar smábáta. Helgi Áss nefnir einnig að þótt lagaheim- ild til ýmissa þátta hafi verið hæpin, megi segja að framkvæmd þeirra hafi verið fyllilega réttlætanleg í ljósi aðstæðna enda hafi verið bætt úr þeim vanköntum síðar. Byggt á hæpnum lagagrundvelli Helgi Áss Grétarsson FISKAFLI við Færeyjar fyrstu 11 mánuði síðasta árs var nánast sá sami og á sama tímabili árið áður. Alls var landað 122.000 tonnum, sem er 360 tonnum meira en árið 2005. Verðmæti aflans jókst hins vegar mikið, eða um tæpan millj- arð, sem svarar til 8%. Alls var afla- verðmætið umrætt tímabil 13,4 milljarðar íslenzkra króna, en var 12,4 milljarðar á sama tímabili 2005. Það sem einkennir veiðina nú er mjög lítill þorskafli og ufsaafli í há- marki. Alls veiddust 54.000 tonn af ufsa þetta tímabil, en aðeins 121.000 tonn af þorski. Þorskveiði hefur ekki verið svona lítil síðan 1994. Þetta er líka í fyrsta sinn síð- an þá, sem verðmæti ufsaaflans er meira en þorskaflans. Botnfiskafli var í heildina 6.000 tonnum minni árið 2006, en þar sem afli annarra fiskitegunda jókst að sama skapi varð aflinn þetta tímabil jafnmikill og árið 2005. )0  1 .20$  #         ! % $ # $    2$.; ), ,  2 !                     %?     "              %?        )!.B  ,   Aukin aflaverðmæti Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is 13.15 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Venjuleg aðalfundarstörf Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde, forsætisráðherra Þingforseti: Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur 14.30 Opinn fundur – allir velkomnir Umhverfi og velferð Framsöguræður flytja: Ásta Möller, alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og Ragnar Árnason, prófessor. Pallborðsumræður. Stjórnandi: Sigríður Andersen, lögfræðingur. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00 Heiðursgestur: Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. Blótsstjóri: Illugi Gunnarsson, hagfræðingur. Umhverfi og velferð Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna á morgun, laugardaginn 27. janúar 2007 í Sunnusal Hótels Sögu. U M H V E R F I S Á H R I F Á L V E R S I N S Í S T R A U M S V Í K - fyrir og eftir stækkun        A T V I N N U L Í F O G U M H V E R F I F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 2 0 0 6 - 2 0 0 7 Miðvikudaginn 31. janúar kl. 8:30-10:00 Húsi atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 6. hæð Erindi: Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Alcan Fyrirspurnir og umræður Allir velkomnir - skráning á www.sa.is eða í síma 591 0000 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.