Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 26. 1. 2007 bílar mbl.isbílar Volvo C30 frumsýndur um helgina » 8 TÍUNDI ÆTTLIÐURINN NÝR COROLLA-FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR REYNSLUEKINN Í BARCELONA >> 2 Einfalt og þægilegt - Bílafjármögnun Lýsingar Einfalt ilegt - Bílafj r nun L r Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is Tengdu iPodinn í bílnum iPod-tengi frá DENSION fyrir flestar gerðir hljómflutningstækja í bílum. N ýlega luku starfsmenn Arctic Trucks við að smíða 38" breytingu fyrir Nissan Navara pickup-jeppann, sem kynntur var á síðasta ári, og verður afraksturinn til sýnis nú um helgina í húsakynnum Arctic Trucks á Kletthálsi 3. Nissan Navara hefur verið afar vinsæll bíll alveg frá kynn- ingu og seldust um 220 bílar á fyrsta söluárinu. Nav- ara pickup er fáanlegur með 5 þrepa sjálfskiptingu en í nútíma jeppa af þessu tagi er það nánast orðið staðalbúnaður. Þeir sem eru að ferðast um fjöll og firnindi á 38" bílum kjósa nú orðið flestir sjálfskipta bíla ef þess gefst kostur. Þessi fyrsti Navara pickup sem Arctic Trucks breytir er einmitt sjálfskiptur. Aksturseiginleikar Vélin í þessum 38" bíl snýst liðlega 2000 snúninga á mínútu á 90 km hraða og verður það að teljast mjög þægilegur vinnsluhraði enda er hljóð frá vél í algjöru lágmarki á þessum algenga ferðahraða. Upptak er gott og er þá sérstaklega eftirtekt- arvert hvernig sjálfskiptingin virðist alltaf fá tækifæri til að skipta sér á nokkurn veginn réttu augnabliki miðað við snúning vélar þannig að ökumaður finnur hvorki fyrir að snúningur sé orðinn of mikill né of lítill. Þetta gerir að verkum að skipt- ingar verða mjög áreynslu- litlar og bíllinn líður átaks- lítið á milli gíra á þessum stóru hjólum. Það sama er uppi á teningnum þegar búið er að hleypa úr og keyrt er í lága drifinu á snjó, sjálfskiptingin virðist alveg taka stór dekk og lægri drif í fullkomna sátt. Tæknileg útfærsla Að öðru ólöstuðu virðist framdrifið hafa verið erf- iðast viðfangsefnið að leysa en tæknimenn Arctic Trucks nutu dyggrar aðstoðar bræðranna flinku á Ljónsstöðum í Árnessýslu. Upprunalega fram- drifið var ekki talið nægjanlega sterkt fyrir 38" dekk og því var gripið til þess ráðs að skipta fram- drifinu alveg út fyrir nýtt drif sem er af gerðinni Dana44 en afturdrifið er einmitt af þeirri gerð líka. Þessi lausn ekki sú einfaldasta en hún er örugglega sú sterkasta og það sem meira er – nýja framdrifið kemur alltaf með takkastýrðum 100% driflás og því eru 100% læsingar að framan og aftan innfaldar í verðinu á þessari breytingu. Drifhlutföllin eru 1:4,56. Uppfærður Þeir sem ferðast um fjöll og fyrnindi kjósa nú orðið flestir sjálfskipta bíla ef þess gefst kostur. Arctic Trucks kynnir breyttan Nissan Navara Í þessum Nissan Navara SE er staðalbúnaður nokkuð góður. Vélin er 174 hestöfl og 403Nm, Loftræsting með sjálfstæðu hitakerfi fyrir öku- mann og farþega, rafstýrðir og hitaðir úti- speglar, læsing á afturhlera, NATS-þjófa- varnakerfi og rafdrifnar rúður ásamt fjarstýrðum hurðalæsingum stigbrettum og ál- felgum. Innréttingin er hefðbundin með gráu og svörtu plussáklæði. Staðalbúnaður föstudagur 26. 1. 2007 íþróttir mbl.is íþróttir SERENA STEFNIR Á GULL SÉRFRÆÐINGAR SPÁÐU HENNI EKKI GÓÐU GENGI - TÖLDU HANA Í SLÆMU LÍK AMLEGU ÁSTANDI >> 8 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Eftir Ívar Benediktsson í Halle ben@ mbl.is „Þetta var viðureign tveggja góðra liða. Við erum með betra lið og þess vegna er enn verra að sætta sig við þessi úrslit,“ sagði Róbert. Með sigri í gær hefði íslenska landsliðið tryggt sér sæti í 8-liða úr- slitum HM en þess í stað er það jafnt Pólverjum og Þjóðverjum með 4 stig í efsta sæti. „Undir lokin misstum við Pólverj- ana út úr höndunum á mjög klaufa- lega hátt, þegar það varð röng skipt- ing hjá okkur, með þeim afleiðingum að við verðum einum færri. Þá töp- uðum við Pólverjunum endanlega framúr okkur,“ sagði Róbert sem var afar vonsvikinn með úrslitin eins og allt íslenska liðið, því möguleikinn á sigri var svo sannarlega fyrir hendi allt fram á síðustu mínútu. Róbert segir að brestir hafi komið í sóknarleikinn á síðustu 20 mínút- unum. Menn hafi ekki vandað skot sín og einnig tekið rangar ákvarð- anir þegar ákveðið var að skjóta á markið. Þá hafi varnarleikurinn brugðist. „Við vorum ekki nógu duglegir við að ganga út í skyttur pólska liðsins og þeir fengu fyrir vikið alltof mikið af opnum skotfærum,“ sagði Róbert ennfremur. „Þetta er hundfúl niðurstaða, það veit ég, þótt enn geti ég ekki gefið fullkomnar skýringar á því hvað fór úrskeiðis, enda leiknum nýlokið. Þrátt fyrir þetta erum við alls ekki úr leik, eigum enn góðan möguleika á átta liða úrslitum sem við vorum staðráðnir í að tryggja okkur að þessu sinni.“ Næsti leikur Íslands verður á laugardag, á móti Slóveníu, og þá verður að nást sigur til þess að ís- lenska liðið komist í 8-liða úrslit. „Það lánaðist ekki og núna verð- um við að nýta næsta möguleika sem gefst,“ sagði Róbert Gunnarsson. Íslendingar misstu vænlega stöðu niður tap gegn Pólverjum á heimsmeistaramótinu í handknattleik „Hundfúl niðurstaða“ Reuters Svekktur Róbert Gunnarsson, línumaðurinn sterki, sem á hér í höggi við Pólverjann Gregorz Tkaczyk, var ekki sáttur við tapið fyrir Póllandi. „ÚRSLITIN eru gríðarleg von- brigði,“ sagði Róbert Gunnarsson, einn íslensku landsliðsmannanna í handknattleik, eftir tap íslenska landsliðsins fyrir því pólska í milli- riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Gary Weber íþróttahöllinni í Halle í gærkvöldi, 33:35. „Við vorum klárlega komnir í góða stöðu nokkrum sinnum í síð- ari hálfleik, en þá tókst okkur ekki að fylgja stöðunni eftir og hrein- lega keyra yfir Pólverjana.“ AÐEINS sú þjóð sem verður heims- meistari í handknattleik karla í Þýskalandi tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Peking í ágúst á næsta ári, en hing- að til hafa allt að sjö efstu þjóðirnar á næsta heimsmeistaramóti á und- an Ólympíuleikum tryggt sér far- seðil á leika. Þessi breyting er gerð til þess, að sögn Alþjóðahandknatt- leikssambandsins (IHF) vegna óska sem komu frá Alþjóðaólymp- íunefndinni. Af þessu leiðir að þær þjóðir sem verða í öðru til sjöunda sæti á HM í Þýskalandi fara í sér- staka forkeppni fyrir Ólympíu- leikana í Peking. Til stendur að sú keppni fari fram í lok maí 2008. Auk sex efstu þjóðanna frá HM mæta þjóðir til leiks í þessa forkeppni frá hinum heimsálfunum. HM 2009 í Króatíu Næsta heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Króatíu frá 16. janúar til 1. febrúar 2009. Hvaða Evrópuþjóðir taka þátt í þeirri keppni kemur ekki í ljós fyrr en að lokinni forkeppni sem haldin verður aðra og þriðju helgi júní 2008, rétt eftir að forkeppni Ólymp- íuleikanna verður lokið. Eina þjóð- in fyrir utan gestgjafa Króata sem vinnur sér keppnisrétt á HM 2009 er sú sem stendur uppi sem sig- urvegari á HM í Þýskalandi. Ekki er ljóst enn hvar HM 2011 verður haldið og vel kann að fara svo að HM verði ekki haldið fyrr en 2013. HM gefur aðeins eitt sæti á ÓL 55 erlendir keppendur taka þátt í sundmóti Ægis í Laugardal >> 6 Yf ir l i t                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                        Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Staksteinar 8 Umræðan 31 Veður 8 Minningar 32/40 Viðskipti 14 Brids 40 Úr verinu 15 Leikhús 46 Erlent 16/17 Myndasögur 48 Menning 18/19, 44/48 Dagbók 49/53 Höfuðborgin 20 Staður og stund 50 Akureyri 20 Víkverji 52 Austurland 21 Velvakandi 52 Landið 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 22/27 Ljósvakamiðlar 54 * * * Innlent  Hæstiréttur sýknaði í gær fjóra sakborninga í Baugsmálinu svo- nefnda af sex ákæruliðum sem stóðu eftir af upphaflegri ákæru í málinu. Staðfesti dómurinn þannig nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Í málinu voru systkinin Jón Ásgeir og Kristín Jóhannesdóttir ákærð og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákæruatriðin lutu annars vegar að meintum lögbrotum við gerð árs- reikninga Baugs á árunum 1998–2001 og hins vegar við innflutning á tveim- ur bílum til landsins á árunum 1999 og 2000. » Forsíða, 6, miðopna  Útflutningsskylda á lambakjöti verður felld niður frá og með fram- leiðsluárinu 2009 og framlög ríkisins til sauðfjárræktar hækkuð um 300 milljónir á næsta ári, samkvæmt nýj- um samningi ríkisins og bænda um starfsskilyrði sauðfjárræktar, sem undirritaður var í gær. » 4  Landssamtök landeigenda á Ís- landi (LLÍ) voru stofnuð á fjölsóttum fundi í Sunnusal Hótels Sögu í gær. Aðstandendur fundarins segja að hátt í 300 stofnfélagar hafi skráð sig í samtökin, sem ætlað er að gæta hags- muna landeigenda. Fundurinn mót- mælti harðlega túlkun og fram- kvæmd þjóðlendulaga af hálfu ríkisins og sagði hana ganga gegn þeim skilningi sem lagður var í til- gang laganna við setningu þeirra, innan þings sem utan. » 4 Erlent  Kínverjar hafa viðurkennt að þeir hafi notað eldflaug til að eyða gervi- hnetti fyrr í mánuðinum. Hefur þetta valdið alþjóðlegri deilu um það hvort stefna eigi að sáttmála er banni öll geimvopn og setji reglur um hvað megi gera til að stemma stigu við aukningu rusls í geimnum. Bandaríkjamenn hafa fram til þessa verið andvígir öllum hömlum í þeim efnum. » 16  Stjórnvöld í Georgíu hafa fang- elsað rússneskan ríkisborgara og þrjá innfædda Georgíumenn í tengslum við tilraun til að selja hópi íslamista auðgað úran, efni sem nota má til að smíða kjarnorkusprengju. Umræddur maður gekk í fyrra í gildru sem Georgíumenn settu upp í samstarfi við Bandaríkjamenn, meintur kaupandi var starfsmaður lögreglu en ekki íslamisti. » 16  Breska stjórnin hyggst á næst- unni leggja fram frumvarp til laga um rétt samkynhneigðra para til að ætt- leiða börn. Kaþólska kirkjan og bisk- upakirkjan vilja að kristnar ættleið- ingarstofnanir geti fengið undanþágu frá lögunum. » 16 Ákveðið hefur verið að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar- ráðs VR fyrir árið 2007. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæð, eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 9. febrúar. Kjörstjórnin Framboðsfrestur Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Í RÝMINGARÁÆTLUN, sem unnin hefur verið vegna hugsanlegs stíflurofs Hálslóns Kárahnjúka- virkjunar, er gert ráð fyrir að m.v. 150 þúsund rúmmetra flóð myndi vatnið ná efstu bæjum á skilgreindu áhættusvæði á minnst tveimur klukkustundum, sem gefur um 90 mínútna langan viðbragðstíma. Staða viðbragðs- og rýmingar- áætlunar var efni opins borgara- fundar, sem haldinn var í Brúarási í Jökulsárhlíð í gærkvöldi, og sóttu um 100 manns fundinn. Á fundinum voru m.a. fulltrúar frá almannavarnarnefnd Héraðs- svæðis, almannavarnardeild ríkis- lögreglustjóra og Landsvirkjun. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, sagði á fundinum að rýmingaráætlun væri þegar fyrir- liggjandi, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefði falið yfir- völdum í héraði að vinna svokallaða sérstaka viðbragðsáætlun, sem rýmingaráætlun yrði hluti af. Yrði henni væntanlega lokið fyrir vorið. Þá færi fram æfing samkvæmt henni eftir ákveðnu boðunarkerfi og áætlunin yrði svo endurskoðuð í kjölfarið. „Búið er að skapa hér ástand og nú vinnum við með ykkur íbúum að því að finna út hvernig við getum brugðist við hættuástandi,“ sagði Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar- stjóri á Fljótsdalshéraði. Hann sagði að eftir sérstöku boðunarkerfi á hættutíma ættu íbúar að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Grunn- skólanum á Egilsstöðum til skrán- ingar. Fundarmenn gagnrýndu að að- eins skyldi horft til Egilsstaða sem fjöldahjálparstöðvar og bentu m.a. á að ef Jökla yrði ófær þyrftu menn að hafa aðgang að svæði Jökuldals- megin. Þá var gagnrýnt að enn væru dauðir punktar í gsm-sam- bandi frá Kárahnjúkum til sjávar, sem ylli óvissu í boðunarkerfi rým- ingaráætlunar. Gert ráð fyrir 90 mín- útna viðbragðstíma Fundur um viðbrögð við hugsanlegu stíflurofi Hálslóns Í HNOTSKURN » Í endurskoðuðu áhættu-mati Landsvirkjunar segir afar ólíklegt að stíflurof geti orðið og að aðdragandi slíkrar atburðarásar væri þá langur. » Áhættan sé metin minnien samþykkt ásættanleg áhætta vegna snjóflóða. Þær hættur sem lagðar eru til grundvallar matinu eru flóð, jarðskjálftar, lónfyllingin sjálf, gallar á mannvirkjum og skemmdarverk. UM eitt hundrað manns sóttu í gær opinn borgarafund sem haldinn var í Brúarási í Jökulsárhlíð. Á fundinum var staða viðbragðs- og rýmingaráætlunar vegna hugs- anlegs stíflurofs í Hálslóni rædd, en á fundinum voru meðal annars fulltrúar lögreglu, almannavarnar- nefndar Héraðssvæðis og Borgarfjarðar, almannavarn- arnefndar og Landsvirkjunar. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að komi til stíflurofs gefist yfirvöldum um níutíu mínútna langur viðbragðs- tími. Morgunblaðið/Steinunn Fundað um almannavarnarmál HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 23 ára karlmann, Daníel Þór Gunnars- son, í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og til greiðslu 680 þús- und króna í miskabætur til fórnar- lambs síns. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem Daníel hefur sætt síðan í mars á sl. ári. Atvik málsins voru þau að snemma morguns hinn 4. mars á síð- asta ári var lögreglu tilkynnt að maður hefði verið stunginn með hnífi á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Greindi maðurinn frá því að hann hefði verið staddur á staðnum þegar ákærði reyndi að egna hann til slags- mála. Maðurinn vildi ekki slást við manninn og sneri sér að vinum sín- um. Hefði þá verið ráðist á hann fyr- irvaralaust og slagsmál hafist. Mað- urinn kvaðst ekki hafa áttað sig á að hann hefði verið stunginn fyrr en hann fór að missa mátt. Daníel játaði við skýrslutöku að hafa stungið manninn en sagðist ekki hafa ætlað að skaða hann. Samkvæmt vottorði læknis voru tveir skurðir á brjóstholi mannsins vinstra megin og aftan til. Hefði hníf- urinn stungist aðeins nær hryggsúlu hefði hjarta eða stórar æðar orðið fyrir alvarlegum áverka sem hefði hæglega getað leitt til dauða. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. Stakk mann tví- vegis í brjósthol LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-inu handtók í fyrradag og í fyrrinóttnokkra þjófa, þ.á m. tvo karlmenn og unglingsstúlku sem óku um á stolnum bíl. Í Breiðholti voru tveir unglingspiltar handteknir í fyrri- nótt vegna innbrots í leikskóla og um miðjan dag voru þrír unglingar staðnir að hnupli í verslunum. Nokkrir þjófar handteknir ÖKUMAÐUR á höfuðborgarsvæð- inu var að tala í farsíma á rauðu ljósi í fyrradag og tók ekki eftir því þegar græna ljósið kviknaði. Hann varð hálfhvumsa þegar lögreglan skipti sér af honum. Sér til máls- bóta sagði maðurinn að hann hefði ekki hringt úr símanum heldur hefði verið hringt í sig! Hringdi ekki sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.