Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR           !   " Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 50% afsláttur af allri vöru Teinóttar buxur á útsölu Verð áður 8.900 kr. - Nú 3.900 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 ÚTSALA enn meiri verðlækkunKlappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni LAGERSALA 25. jan. - 7. feb. 50-70% AFSLÁTTUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 sími 568 1626 www.stasia.is VERÐHRUN Rýmum fyrir nýjum vörum Allar útsöluvörur á: 1.000 • 1.500 2.500 • 3.500 25% aukaafsláttur af útsöluvörum Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Vorvörurnar frá Lego og Grunt komnar 40% afsláttur af vetrarvörum Nýjar vörur! Opið frá 9-22 alla daga Iðu-húsinu • Lækjargötu 2 • sími 552 7682 • www.glingglo.is SAMTÖK eldri sjálfstæðismanna, SES, benda í ályktun sem þau hafa sent frá sér á ýmsar leiðir sem stjórnvöld geta farið til að bæta stöðu aldraðra. Hildur Hálfdanardóttir, ritari SES, segir margt vel hafa verið gert á undanförnum árum í málefnum aldraðra og því beri að fagna. Hins vegar megi gera betur og bendir hún meðal annars á að niðurfelling skatta á grunnlífeyri kæmi eldri borgurum mun betur en lækkun tekjuskatts hjá öllum um 1%. Þá er í ályktun samtakanna bent á þá leið að skatt- leysismörk verði hækkuð í 125 þús- und krónur, til jafns við lágmarks- laun. Einstaklingur sem eingöngu hefur tekjur frá Tryggingastofnun fær rúmar 126 þúsund krónur á mán- uði. Að frádreginni skattgreiðslu, rúmlega 13 þúsund kr., hafi hann rúmlega 113 þúsund til ráðstöfunar. „Það er eðlilegt að miða skattleys- ismörk við lægstu launatekjur í þjóð- félaginu,“ segir Hildur. Hefðu skatt- leysismörk fylgt verðlagi frá árinu 1988, þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp, væru þau í dag tæp- lega 113 þúsund krónur. Hefðu mörkin fylgt launavísitölu væru þau nú um 143 þúsund kr. Samtökin benda einnig á fleiri leiðir til nauðsynlegra úrbóta kjara eldri borgara, m.a. að byggingu hjúkrunarheimila verði flýtt og að Framkvæmdasjóður aldraðra verði þegar í stað nýttur að fullu til slíkra framkvæmda. Þá benda samtökin á þann möguleika að opna fyrir sjálfs- fjármögnun eldri borgara við bygg- ingu hjúkrunarheimila, þ.e. að íbúar geti fjármagnað húsnæðið ef eigna- staða þeirra leyfi. Grunnlífeyrir verði skattfrjáls GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, áætlar að á bilinu 300–500 manns hafi undanfarna daga keypt farseðla hjá fyrirtækinu í því skyni að ferðast til Þýskalands til þess að fylgjast með íslenska karla- landsliðinu í handknattleik á HM. Icelandair flýgur fjórum sinnum í viku til Frankfurt í Þýskalandi og í vikunni voru auglýstar ferðir þangað og voru innifaldir miðar á leiki gegn Pólverjum, sem fram fór í gær, og Slóvenum, sem leikinn verður á morgun. Guðjón segir að miðarnir hafi selst upp á nokkrum klukkutím- um. Eftirspurn eftir flugi til Frankfurt hafi aukist gríðarlega eftir sigurleik íslenska liðsins gegn Frökkum á mánudag. Sumir velji líka aðrar leiðir, fljúgi til dæmis til Kaupmannahafnar eða Lundúna og haldi til Þýskalands þaðan. Þótt ekki sé erfitt að komast á staðinn hafi vandinn verið sá að erfitt hafi reynst að útvega fólki miða á leiki handboltalandsliðsins. Guðjón segir að búast megi við því að enn fleiri muni vilja leggja land undir fót komist íslenska liðið í und- anúrslit. „Það má búast við því að ef liðinu heldur áfram að ganga vel og það fer hugsanlega í undanúrslit og úrslit, þá vilji fleiri fara.“ Talsvert margar fyrirspurnir Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, er staddur í Þýskalandi vegna heimsmeistaramótsins. Hann segir sambandið hafa fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að fylgjast með íslenska lið- inu spila á HM. „Við höfum reynt að gera það sem við getum en það er nú svo sem ekki mikið. Við búum hérna uppi í sveit og erum fjarri öllum skrif- stofum og sölustöðum. En við höfum komið fólki í beint samband [við þá],“ segir hann. Hann kveðst telja að uppselt sé á lokaleik Íslendinga í milliriðli á sunnudag, en sá leikur er gegn heimamönnum, Þjóðverjum. Enn sé hins vegar hægt að fá miða á aðra leiki íslenska liðsins. Miðar á HM seldust upp á nokkrum klukkustundum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.