Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 5:50 - 8 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 ára THE HOLIDAY kl. 8:30 B.i. 7 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir besta handrit ársins3 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSTIL- NEFNINGAR5 MARTIN SCORSESE BESTI LEIKSTJÓRINN eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:45 - 8 LEYFÐ FORELDRAR kl. 8 B.i. 12 TENACIOUS D IN: THE PICK OF D... kl. 10 B.i. 12 KÖLD SLÓÐ kl. 10:15 B.i. 12 / KEFLAVÍK BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR. STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI FRÁBÆR BARNA-OG FJÖLSKYLDUMYND FRÁ HÖFUNDI STÚART LITLA. ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HJÁLPIN BERST AÐ OFAN una hjá Víkverja. Eftir miklar framkvæmdir, þar sem hverfið var allt saman uppgrafið mán- uðum saman, er loksins komið box á vegg í húsi Víkverja, sem honum skilst að innihaldi end- ann á ljósleiðaranum. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir og enn hefur enginn haft samband við Víkverja til að út- skýra fyrir honum hvaða gagn ljósleið- arinn geri eða hvaða þjónustu Víkverji geti tengzt í gegnum hann. Víkverji veltir því fyrir sér hvort Orkuveitan hafi lagt ljós- leiðarann bara svona upp á grín. Til hvers á að nota hann? x x x Víkverji fylgist ekki vel með þessuhandboltamóti í Þýzkalandi, sem er mikið í fréttum. Honum geng- ur illa að fá áhuga á boltaleikjum full- orðins fólks, sem Víkverja finnst að ætti kannski bara að vera í vinnu ein- hvers staðar. En hvað sem því líður er Víkverji einu mjög feginn. Það er að vera ekki þessi milliriðill, sem allir eru að tala um. Víkverji vill ekki einu sinni ímynda sér hvaða hlutskipti milliriðli er ætlað. Víkverji hefur fjór-um sinnum á und- anförnum árum keypt sér húsgögn, sem hann hefur þurft að fá send heim. Í eitt skiptið fékk hann gallaða vöru og þurfti að fá aðra í stað- inn, með tilheyrandi umstangi. Í tvö skipti fékk hann einfaldlega ranga vöru, sem hann hafði alls ekki beðið um. Í eitt skipti var send- ingin í lagi og Víkverji fékk það sem hann hafði keypt. Þessi reynsla hefur óneitanlega orðið til þess að Víkverji veltir því fyrir sér hvernig skipulagi og lagerhaldi sé háttað hjá stærri húsgagnaverzl- unum, því að í öllum tilfellum átti hann viðskipti við virðuleg fyrirtæki með mikla reynslu. Svona mistök valda auðvitað ekki aðeins við- skiptavinunum óþægindum og um- stangi, heldur verða fyrirtækin sjálf ekki síður fyrir kostnaði. Ekki vill Víkverji nefna hvaða búðir það voru sem klúðruðu málum svona. En sú, sem stóð sig vel, var Exó. x x x Ádögunum var ljósleiðari Orku-veitu Reykjavíkur lagður í göt-    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lk. 22, 18.) Í dag er föstudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Takmarka flæði útlendinga ÉG las grein Jóns Magnússonar sem nokkur úlfaþytur hefur verið kringum, að okkur beri að takmarka flæði útlendinga til landsins. Ég er honum sammála um að okkar fá- menna þjóð á að vera á varðbergi áður en í óefni er komið. Veit ég að fjöldi fólks er honum sammála en þorir ekki að tjá sig vegna hræðslu við að vera kallaður kynþáttahatari. Ég var á gangi um eitt hverfi borgarinnar á dögunum. Heyri ég þá þrumandi múslimamessu frá húsi einu og kannski var notað gjall- arhorn. Þar sem ég vissi að einn þjónandi prestur þjóðkirkjunnar bjó í námunda við hávaðann velti ég því fyrir mér hvað væri að gerast og hvort hér væri um samkeppni að ræða. Stöndum vörð um kristindóminn, hann á í vök að verjast um þessar mundir. Guðrún Magnúsdóttir. Um endurnar á Tjörninni VEGNA fréttar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag um að endur komi ekki upp ungum vegna fæðuskorts og ásóknar sílamáva á Tjörninni vil ég koma því á framfæri að ég fór í fyrra með barnabörnin niður að Tjörn að gefa öndunum og þar horfði ég á mávana pikka andarungana upp. Þegar við vorum að gefa öndunum brauð réðust mávaranir á börnin. Þarna var algert mávager og voru þeir svo frekir að maður trúði ekki að þetta væri að eiga sér stað. Ung- arnir eru sem sagt étnir um leið og þeir koma úr eggjunum. Finnst mér það synd að geta ekki farið með börnin niður að Tjörn vegna þessa. Eins vil ég nefna að ég bý uppi í Árbæ og þetta er líka svona við stífluna þar, mávarnir sveima yfir öndunum og tína upp ungana. Auður Valdís Guðmundsdóttir. Vagnarnir á Hlemmi Strætisvagnafarþegi skrifaði nýlega í Velvakanda að hann væri í vand- ræðum með finna út hvaða vagn væri næstur niður í bæ frá Hlemmi. Ég þekki þetta vandamál svolítið af eigin raun og sjálfsagt margir aðrir. Ég mundi mæla með að kíkja á leiðartöflur sem eru aðgengilegar úti á nokkrum stöðum, m.a. á Hlemmi og athuga hvaða S-vagn á að fara næst miðað við tímann og ef viðkomandi vill getur hann alltaf fylgst með því hvort einhver vagn á leið 11, 12 eða 13 kemur á Hlemm í millitíðinni en þeir fara allir sömu leið niður í bæ. Pétur Urbancic. Karlmannsúr týndist Le/Coultre Memovox-karlmannsúr týndist líklega á leiðinni frá Tjarn- argötu upp á Kirkjugarðsstíg eða við Nóatún hjá JL-húsinu. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 697 6984. Fundarlaun. Kápa og barnajakki í óskilum KÁPA fannst liggjandi fyrir utan Blindrahúsið í Stakkahlíðinni. Eig- andi getur haft samband í síma 551 8181. Á sama stað er í óskilum barnagallajakki með bleiku fóðri. Armbandsúr í óskilum ARMBANDSÚR fannst sl. þriðju- dag í vesturbæ Kópavogs. Upplýs- ingar í síma 554 4689. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 40ára af-mæli. Í dag, 26. janúar, er fertug dr. Guðbjörg Hild- ur Kolbeins fjöl- miðlafræð- ingur, til heimilis að Víði- mel 63, Reykja- vík. Brúðkaup | Gefin voru saman 29. september sl. í Danmörku þau María Motzfeldt og Örn Ragnarsson Motz- feldt. Heimili þeirra er í Danmörku. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýs- ingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.