Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Seltjarnarnes | Gert er ráð fyrir allt að 25
íbúðum í nýbyggingu við Skerjabraut 1–3 á
Seltjarnarnesi, samkvæmt auglýstri tillögu
að deiliskipulagi.
Skipulagsreiturinn nær til lóðanna
Skerjabraut 1og 3 og afmarkast af götunum
Skerjabraut og Nesvegi. Lóðirnar Skerja-
braut 3a, Tjarnarból 14 og Tjarnarból 17
hafa lóðarmörk að skipulagsreitnum.
Allt að fimm hæða mishá bygging
Á reitnum er m.a. svokallað Iðunnarhús
og er veitt heimild til niðurrifs húsa á hon-
um. Í staðinn er lagt til að byggð verði allt
að fimm hæða bygging með allt að 25 íbúð-
um og bílageymslu í kjallara. Samkvæmt
greinargerð stallast byggingarreitir á lóð-
inni og taka mið af formi og yfirbragði
byggðar í nágrenni lóðarinnar. Þess vegna
er heimilt að byggja hæst meðfram gatna-
mótum Skerjabrautar og Nesvegar en
lægst við lóðamörk út að Skerjabraut 3a og
Tjarnarbóli 17.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, þurfa
að vera skriflegar og skal þeim skilað á bæj-
arskrifstofu Seltjarnarness ekki síðar en 4.
febrúar nk.
Morgunblaðið/Sverrir
Breyting Í stað Iðunnarhússins er gert ráð
fyrir allt að fimm hæða og 25 íbúða húsi.
Allt að 25
nýjar íbúðir
SKIPULAGS- og byggingarsvið
Reykjavíkurborgar hefur fengið
mikil viðbrögð og mótmæli frá
hagsmunaaðilum vegna tillögu að
deiliskipulagi lóðarinnar Keilu-
granda 1 en í kynningu er hug-
mynd um allt að 12 hæða stórhýsi
á lóðinni.
Lóðin er í einkaeign og hafa
eigendur lengi óskað eftir því að
byggja á henni en tillögur þeirra
hafa ekki hlotið brautargengi hjá
borginni. Á lóðinni er fyrir svo-
nefnd SÍF-skemma og hefur legið
fyrir að hún yrði rifin. Svæðið af-
markast af Eiðsgranda að norðan,
Keilugranda að vestan, Fjöru-
granda að sunnan og aðliggjandi
húsa við Boðagranda að austan.
Horft hefur verið til svæðisins
með íþróttastarfsemi í huga en
samkvæmt aðalskipulagi Reykja-
víkur er þar gert ráð fyrir íbúða-
byggð. Margrét Þormar, hverf-
isarkitekt hjá skipulags- og
byggingasviði Reykjavíkur-
borgar, segir að ekki sé gert ráð
fyrir þéttingarsvæði þarna og því
þurfi að breyta aðalskipulaginu.
Allt að 12 hæða bygging
Fyrir um ári sendu eigendur
lóðarinnar inn tillögu um bygg-
ingu 150 íbúða á reitnum en henni
var hafnað. Að þessu sinni liggur
fyrir tillaga Kristins Ragn-
arssonar, arkitekts, um a.m.k.
jafnmargar íbúðir. Hún sýnir
sambyggð hús umhverfis rétt-
hyrndan inngarð. Fjórlyft hús
mynda þrjár hliðar rétthyrnings-
ins, en hliðin, sem snýr að Eiðs-
granda, er 7, 9, 10 og 12 hæða auk
kjallara sem nær 1,5 metra upp
fyrir jarðveg. Nýtingarhlutfall of-
anjarðar er 2,15. Gert er ráð fyrir
tvílyftri bílageymslu neðanjarðar
og engum bílastæðum ofanjarðar.
Aðkoma að lóðinni er frá Eiðs-
granda og fer umferð að henni því
ekki í gegnum íbúðahverfið.
Margrét Þormar segir að hug-
myndirnar séu þess eðlis að bygg-
ingin varpi tiltölulega litlum
skugga á umhverfið. „Skuggavarp
af þessu hæsta húsi er nánast eins
lítið og það getur verið,“ segir hún
og vísar til staðsetningar þess
nyrst á lóðinni. Hún bendir jafn-
framt á að húsið standi framar en
önnur hús við götuna. Það sé í og
með gert til þess að það hafi minni
áhrif á húsin við hliðina.
Margar athugasemdir
Að sögn Margrétar hefur hug-
myndin vakið mikil viðbrögð og
hafa margar athugasemdir borist
frá lóðasamtökum, húsfélögum og
íbúum. Meðal annars er hæð og
stærð mótmælt vegna áhrifa á
vindafar og jarðveg, og sagt er að
byggingin hafi áhrif á umferð-
aröryggi og lífsskilyrði. Rætt er
um sjónmengun, umferðarteppu
og jafnvel er talað um umhverfis-
slys.
Mjög margar athugasemdir
Hugmynd um allt að 12 hæða hús á Keilugranda 1 kynnt hagsmunaaðilum
Stórhýsi Kynnt hefur verið hugmynd um allt að 12 hæða stórhýsi á lóðinni Keilugranda 1. Samkvæmt tillög-
unni er gert ráð fyrir 4, 7, 9, 10 og 12 hæða byggingu auk kjallara og hafa drögin kallað fram mótmæli.
Í HNOTSKURN
» Drög að deiliskipulagilóðarinnar Keilugranda
1 í Reykjavík liggja fyrir og
hafa borist margar at-
hugasemdir frá íbúum í ná-
grenninu og öðrum hags-
munaaðilum.
» Eftir á að vinna úr at-hugasemdunum og
skipulagsráð á eftir að taka
ákvörðun um framhaldið áð-
ur en tillagan verður auglýst
formlega.
STJÓRNENDUR útgerðarfyrirtækisins
Brims segja það miður að ekki hafi gengið að
ná samkomulagi við forsvarsmann Sjómanna-
félags Eyjafjarðar í ýmsum málum á und-
anförnum árum, um sameiginlega hagsmuni
útgerðar og skipverja, og nýútgefin yfirlýsing
stjórnar Sjómannafélags Eyjafjarðar sanni
með óvéfengjanlegum hætti að engin breyting
til batnaðar sé í sjónmáli.
„Brim hf. hefur starfað í fjölda ára í Reykja-
vík og á Snæfellsnesi og þar hafa samskipti við
stéttarfélög gengið snurðulaust og er það haft
til samanburðar. Engin breyting til batnaðar
er í sjónmáli eins og nýútgefin yfirlýsing
stjórnar Sjómannafélags Eyjafjarðar sannar
með óvéfengjanlegum hætti. Með því að færa
umdæmisskráningu hluta af skipum Brims hf.
á RE missir enginn sjómaður pláss sitt né
nokkur önnur réttindi sem hann hefur áunnið
sér,“ segir í yfirlýsingu frá Brim í gær. Þar er
áréttað að fyrirtækið geri enga kröfu um að
sjómenn færi félagsaðild sína, þó svo að skip
skipti um umdæmisstafi.
Starfsmenn velja sér stéttarfélag
Þar segir einnig: „Brim hf virðir alla al-
menna kjarasamninga og mun gera. Einnig
hefur félagið alltaf virt það að hver og einn
starfsmaður Brims hf ákveði sjálfur í hvaða
stéttarfélagi hann er. Nærtækast er að nefna
eitt af elstu skipum Brims, Tjald SH, sem er
skráður á Rifi á Snæfellsnesi en í 12 manna
áhöfn skipsins eru skipverjar í 7 stétt-
arfélögum alls staðar af landinu og tveir
standa utan stéttarfélags. Brim hefur engin
áhrif á það hvar eða hvort skipverjar eru í
stéttarfélagi.“
Í yfirlýsingunni segir að Brim sjái tækifæri
í framtíðinni í gerð vinnustaðasamninga sem
rúmast innan aðalkjarasamninga og telur að
þeir samningar séu til bóta fyrir bæði sjómenn
og útgerðarmenn.
Forráðamenn Brims segja um kæru Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar vegna útivistar
togarans Sléttbaks EA, sem var á veiðum í
Barentshafi á þeim tíma sem um ræðir, og
fullyrðingar Sjómannafélags Eyjafjarðar um
„hið sanna í málinu“: „Skipið var búið að vera
á veiðum í Barentshafi í rúma 30 daga og ró-
legt hafði verið yfir aflabrögðum. Fjögurra til
fimm daga stím var í heimahöfn, þannig að
skipið hefði þurft að leggja af stað heim eigi
síðar en á 35. veiðidegi. Á þessum tíma var
veiðin farin að glæðast og skipið átti ónýttan
þorskkvóta í lögsögu Noregs. Þá var tekin
ákvörðun um að lengja túrinn ef áhöfnin sam-
þykkti það í leynilegri atkvæðagreiðslu. Það
var samþykkt með miklum meirihluta. Í fram-
haldi af því ákvað útgerðin að borga áhöfninni
5.000 krónur aukalega á hvern mann, hvern
dag umfram 40 daga.“ Sú upphæð varð
130.0000 kr. fyrir hvern dag, alls 1,3 milljónir.
Brim segir veiði hafa verið mjög góða síðustu
dagana í túrnum, til hagsbóta fyrir áhöfn og
útgerð, og því hafi það komið mjög á óvart
þegar Sjómannafélag Eyjafjarðar kærði fyr-
irtækið fyrir „þessi umsömdu frávik frá samn-
ingsbundnu hafnarfríi“ og krafði Brim 378.000
kr. í févítisbætur.“
Hafnarfrí
Brim nefnir annað dæmi sem getið er um í
áðurnefndri yfirlýsingu sjómannafélagsins og
varðar samning um partrollsveiðar togaranna
Árbaks og Sólbaks. „Þar var lengi reynt að ná
samkomulagi við Sjómannafélag Eyjafjarðar,
bæði af útgerð og sjómönnunum sjálfum, sem
fjallar um að skipin þurfi ekki að stoppa við
lok veiðiferðar í 30 klukkustundir, en án ár-
angurs. Því máli lauk með því að áhafnarmenn
þurftu að leita aðstoðar Sjómannasambands
Íslands svo lyktir fengjust í málið og Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar samþykkti að lokum
að það mætti hafa skiptimannskap á skipunum
og þá þarf ekki að stoppa þessa umræddu 30
klukkustundir að lokinni hverri veiðiferð.
Þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst kærði
Sjómannafélag Eyjafjarðar útgerðina, engu
að síður, fyrir að hafa stoppað skipin einvörð-
ungu í 18 klukkutíma á Akureyri í fyrstu inni-
verunni á partrollsveiðum, en skipin áttu að
stoppa í 30 klukkutíma. Þó var ákvörðun um
að fara út eftir 18 tíma tekin af skipstjórum
skipanna þar sem gott veður var og lítil
vinnsla í frystihúsinu á Akureyri vegna hörg-
uls á hráefni. Af hverju áttu skipin að vera í
landi þegar allir vildu vinna og voru einhuga
um að nú yrði róið? Síðar kom í ljós að annað
skipið hafði svokallaðan millilöndunarsamning
og var fallið frá kæru þar, en hitt skipið var
kært. Þessi dæmi endurspegla vel þá sam-
skiptahætti sem Brim hefur mátt þola frá Sjó-
mannafélagi Eyjafjarðar á síðustu árum.
Spurning er hvort önnur útgerðarfyrirtæki á
svæðinu sæti sömu meðhöndlun og Brim hf.“
Tilfinningaleg tengsl
Brim segir það rétt fyrirtækisins að geta
fært skipin. „Stjórnendur Brims hf. skilja vel
þau tilfinningalegu tengsl sem margir Ak-
ureyringar hafa til gömlu skipa Brims og
finnst viðbrögð þeirra skiljanleg.“ Hins vegar
sé komin mikil þreyta í stjórnendur Brims
vegna uppsafnaðra deilumála við Sjómanna-
félag Eyjafjarðar og nú sé mál að linni. „Ís-
lenskur sjávarútvegur er í harðri samkeppni
við aðrar greinar atvinnulífsins og hinn er-
lendi markaður er harður húsbóndi. Til að
halda velli verður Brim og önnur íslensk út-
gerðarfyrirtæki að fá að þróast og dafna á
sömu forsendum og aðrar atvinnugreinar á Ís-
landi. Við getum ekki rekið útgerð á Akureyri
á þeirri forsendu einni að hún standi á göml-
um merg. Þetta vita Akureyringar manna best
sem hafa sjálfir fært útgerðir af öðrum lands-
svæðum til Akureyrar til að vera samkeppn-
ishæfir í rekstri.“
Í yfirlýsingunni frá Brim er það sagt miður
að samskipti við Sjómannafélag Eyjafjarðar
skuli ekki hafa gengið upp, „en Brim hf óskar
félaginu alls góðs í framtíðinni,“ segir í lokin.
Breyting til batnaðar ekki í sjónmáli
Morgunblaðið/Kristján
Deilur Forráðamenn sjómanna og Brims hafa eldað grátt silfur nokkuð lengi. Þarna eru
fulltrúar sjómanna í fiskikari á bryggjunni fyrir nokkrum misserum, til að hindra löndun.
Starfsmenn velja sér
stéttarfélag sjálfir
AKUREYRI