Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 24
vín 24 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Garðfuglaskoðun Um helgina stendur Fuglavernd fyrir garð- fuglaskoðun. Markmiðið er að fá sem flesta til að skoða fugla í görðum sínum og vekja athygli á hversu auðvelt er að stunda fuglaskoðun. Nú er um að gera fyrir alla að kíkja út í garð og skoða fuglana. Nánari upplýsingar á http:// www.fuglavernd.is/. Nýtt íslenskt verk í Borgarleikhúsi Ungir og upprennandi leikarar frumsýna á sunnudaginn verkið Eilífa hamingju eftir Þor- leif Örn Arnarson, sem jafnframt er leikstjóri, og Andra Snæ Magnason. Leikarar eru Orri Huginn, Sara Dögg, Jóhannes Haukur og Guð- jón Þorsteinn. Þá er bara að finna sparifötin og skella sér í leikhús. Mýramaðurinn í Landnámssetrinu Um helgina verður fjör í Borgarnesi því Gísli Einarsson mun hvorki meira né minna en heimsfrumsýna verkið Mýramanninn á Sögu- loftinu á Landnámssetrinu. Í verkinu rekur hann þróunarsögu Mýramannsins allt frá stein- öld að Mýraeldunum 2006. Þetta gerir hann í eigin persónu með hjálp hreyfimynda. Meðal gestaleikara á hvíta tjaldinu eru Ilmur Krist- jánsdóttir leikkona, Hallgrímur Ólafsson, for- menn stjórnmálaflokkanna og fjöldi annarra. Gísli sjálfur er höfundur verksins. Nýdönsk á Nasa Árið 1987 gaf hljómsveitin Nýdönsk út sína fyrstu hljómplötu og fagnar því tuttugu ára af- mæli í ár. Í tilefni þess blása þeir til ærlegrar veislu á Nasa laugardagskvöldið 27. janúar. Húsið verður opnað klukkan 23.00 en hljóm- sveitin byrjar að spila klukkan 00.30. Aldurs- takmark er tuttugu ár. Hvernig væri nú að grafa upp dansskóna og skella sér á ball á Nasa? Synt alla helgina og strákarnir okkar spila handbolta Í nýju lauginni í Laugardalnum hefst al- þjóðlegt sundmót í dag. 240 keppendur taka þátt í mótinu, þar af 55 erlendir. Ekki má heldur gleyma HM þar sem ís- lenska landsliðið leikur við Slóveníu og Þýska- land á laugardag og sunnudag. Þó að strákarnir okkar hafi tapað í gærkvöldi þurfa þeir ekki nema einn sigur eða tvö jafntefli til að komast í 8 liða úrslit. Þeir þurfa því á stuðningi að halda og þjóðin er hvött til að setjast við sjónvarpið og senda þeim hlýja strauma. Göngutúr í drullunni Nú þegar snjóinn hefur að mestu tekið upp í byggð er ekki úr vegi að finna góða gönguskó, nú eða bara stígvél, og láta sig hafa það að fara í góðan göngutúr í drullunni. Auðvitað eru víða góðir göngustígar sem má feta. Þó er alltaf gaman að fara aðeins út fyrir bæinn og finna ótroðnar slóðir og þar er kannski ekki eins margt um manninn og á merktum gönguleið- um. mælt með . . . Þ etta eru vín sem að mínu mati auðguðu vínúrvalið í vínbúð- unum og eru verðugir fulltrúar sinna heima- svæða. Hvert og eitt þeirra frá- bær kaup. Allt eru þetta vín sem eiga skilið einkunnina 18–20/20 samkvæmt þeim kvarða sem not- aður hefur verið síðustu ár og tek- ur mið af því hvað vínið kostar samhliða hreinum gæðum. Hér verður til gamans notaður svokall- aður 100 punkta skali og þá ein- ungis horft til þess hvað vínið á skilið óháð verði. Quinta do Crasto Reserva Old Vines 2003 er þykkt og feitt vín, frábært dæmi um hvers Portúgal- ar eru megnugir í öðru en púrt- vínsgerð. Í nefi krydd og svartur ávöxtur, þroskaður og heitur, ör- lítið anís, kaffi og þurr vanilla og eik. Í lokin situr eftir í munni þægilegur keimur af súkkulaði og eik. 1.980 krónur. 90/100 Morties Pic St. Loup „jamais content“ er toppurinn frá vínhús- inu Mas de Morties í Suður- Frakklandi en heitið jamais con- tent þýðir „aldrei ánægður“. Þetta er vín sem byggist að mestu á Sy- rah-þrúgunni eða 80%. Það var ár- gangurinn 2002 sem lengst af var í sölu á árinu, þungt og mikið, lokað alllengi og maður skynjar í fyrstu einungis kraftinn sem þarna leynist. Þegar það opnar sig kem- ur fram eik og dökkur ávöxtur í miklu magni, kryddaður, þurr og heitur. Nú hefur hins vegar ár- gangurinn 2004 tekið við og það mun um þessi tvö ár. Vínið er bjartara, með ferskum og hreinum rauðum berjasafa, kryddi, skarpri sýru og áberandi en mildum tann- ínum. 1.960 krónur. 90/100 fyrir 2002 og 89/100 fyrir 2004. Annar Suður-Frakki er Cha- teau de Flaugergues Coteaux de Languedoc 2003. Þetta vín- hús er staðsett skammt frá Mont- pellier – einungis þrjá kílómetra frá miðbænum – og þrúgublandan er dæmigerð fyrir Miðjarðarhafs- svæðið, Mourvédre og Syrah með 40% hvor og Grenache loks 20%. Dökk sæt ber, ilmolíur/reykelsi, lavender. Vín til að smjatta á, yndislegt frá fyrsta sopa, þykkt, mjúkt og djúpt með sætum og óneitanlega nokkuð áfengum ávexti. Vín til að bera fram með grilluðu nautakjöti, krydduðu með engu öðru en sjávarsalti og ný- muldum pipar eða grilluðu lamba- læri. 1.750 krónur. 90/100 Við höldum okkur áfram við suðurhluta Frakklands. Chapou- tier Belleruche Cotes du Rhone 2005 er flottur, klassískur Cotes du Rhone, sá besti sem ég smakk- að af þessum árgangi. Ber og blóm mynda uppistöðuna. Maður fær vínið í glasið og hugsar, já ná- kvæmlega svona eiga klassa Cotes du Rhone að vera, mikið vín og flókið þótt það sé ódýrt. Kirsuber, hindber og sveskjur, rósir, fjólur, örlítil vanilla og bakaður pæ, tann- ín sem bíta og segja manni að vín- ið verði líklega á toppnum eftir ár eða tvö. Vonandi hafa einhverjir þolinmæði, þetta er ekki dýrt vín til að kaupa nokkrar flöskur af og leggja til hliðar.1.490 krónur. 86/ 100 Það er erfitt að setja saman lista sem þennan án Bordeaux- víns. Þar koma nokkur til greina. Niðurstaðan varð Chateau Cante- nac Brown 2001, eitt af stóru víngerðarhúsunum í Margaux, sem ég smakkaði á ný nú fyrir áramót- in innan um nokkur stór Bor- deaux-vín. Og það hreinlega brill- eraði. Klassískt í uppbyggingu með meðaltannínum og farið að sýna þroska, berjávöxturinn (kirsuber og sólber) og blóm smám saman að víkja fyrir jarð- bundnari ilm og reyk. Langt og slípað í lokin. Árangurinn 2001 er alveg hreint yndislegur þessa stundina og gefur mikið af sér þótt vínið muni einnig þola ára- langa geymslu. 3.790 krónur. 92/ 100 Frá Búrgund kemur rauðvínið Domaine Pierre Guillemot Sa- vigny-Les-Beaune Les Grands Picotons. Þetta er vel gerður og dæmigerður Búrgundari með rauðum og svörtum skógarberjum, kryddjurtum og rósum í bland við vanillu. Sýrumikið með ágætum þéttleika og lengd. 2.190 krónur. 89/100 Síðasti Frakkinn er svo hvítur. Chanson Chassagne-Montrac- het 2004 er hreint út sagt magn- að hvítvín. Ungt og öflugt og með gífurlega dýpt. Aðgengilegt en samt með allt sem þarf til að þroskast vel og lengi næsta ára- tuginn eða svo. Eikað og smjör- kennt með mikilli vanillu en jafn- framt þykkum hnetu- og steinefnamassa í bland við hvít ber. Vín sem er í senn algjört sæl- gæti en sömuleiðis heimspekilegt hugleiðingavín. Og það á fínu verði miðað við gæði. 3.190 krón- ur. 94/100 Þá yfir til Ítalíu. Cantina Terl- ano Porphyr Riserva 2003 er vín úr þrúgunni Lagrein, sem á upp- runa sinn að rekja til þessa svæðis og er nær algjörlega óþekkt utan þess. Vínið er dökkt, svarblátt og liturinn ekkert farinn að gefa eftir þótt að um þrjú ár séu liðin frá því þrúgurnar voru pressaðar. Angan vínsins er kraftmikil með krækiberja- og sólberjasaft í bland við dökkt súkkulaði og örlítið krydd. Vínið er tannískt mjög, en þau eru mjúk og yfirbragð vínsins í munni er lagskipt þar sem hver hjúpurinn af öðrum tekur við. Vín til að geyma í 3–5 ár en gefa ella einhverja klukkutíma í karöflu áð- ur en það er borið fram. 2.860 krónur. 91/100 Fontodi Chianti Classico 2002 er hreint Sangiovese-vín og koma þrúgurnar af nokkrum mismun- andi ekrum á landareigninni. Vínið er látið liggja á frönskum eik- artunnum í ár áður því er tappað á flöskur. Eikin er enn nokkuð áberandi í nefi með miklu dökku súkkulaði, vanillu og kaffi í nefi. Það hefur yfir sér þykkt og feitt yfirbragð jafnt í nefi sem munni með djúpum og góðum svörtum berjaávexti. Hefur allmassíva upp- byggingu og góða lengd. Vín til að smjatta á. 1.890 krónur. 90/100 Fulltrúi Veneto á Ítalíu er Te- nuta Sant Antonio La Bandina 2001 sem mætti flokka sem „of- ur“-valpolicella-vín. Þetta er vín úr smiðju Castagneda-fjölskyld- unnar líkt og Monte Ceriani og eina Valpolicella-vínið sem fékk þrjú glös hjá ítölsku vínbiblíunni Gambero Rosso á þessu ári. Dökkt og öflugt með þungri angan af þurrkuðum berjum, sveskjum og rúsínum ásamt leðri og reyk. Gæl- ir við Amarone-einkenni (við erum að tala um 14,5%) en heldur þó léttleika í munni og hreinum ávexti, greina má vindlakassa – sedrusvið – og nokkurn krydd- keim í lokin. Fantagott vín og mun batna enn meir ef það fær að hvíla í kjallaranum í 3–5 ár. 2.190 krónur. 92/100 Baron de Ley Reserva 2001 er nútímalegt og pottþétt Rioja-vín frá Spáni. Rauður berjaávöxtur, þroskaður og jaðrar við að fara út í sultu, kjötmikið með vindlareyk og nokkurri vanillu og þykkri og feitri eik. Yndislegt með rauðu nautakjöti. 1.490 krónur. 89/100 Kollwentz Eichkogel 2002 er fulltrúi Austurríkis á þessum lista, blanda af þrúgunum Blaufränkisch og Zweigelt, stórt, samþjappað og mikið vín. Dökk og þroskuð ber og súkkulaði eru ríkjandi í nefinu í bland við sæta eik, ilmur vínsins djúpur og margslungin. Þétt og feitt í munni, vel gert vín með öfl- ugum tannínum og góðri lengd. Vín sem sýnir vel hvers aust- urrískir rauðvínsgerðarmenn eru megnugir. Má geyma í nokkur ár. 2.490 krónur. 92/100 La Chamiza Syrah „Polo Pro- fessional Reserve“ 2004 er verðugur fulltrúi Chile á listanum. Yndisleg og flókin angan, brennd og krydduð, með karamellu, van- illu og kaffi í blandi við dökkan, þroskaðan berjaávöxt. Mikið en mjúkt, með löngu og þéttu bragði, sambræðingur af nýjaheims-shiraz og frönsku Syrah-Rónar-víni í stílnum. Brandarakaup á 1.190 krónur. 88/100 Frá Suður-Afríku kemur Le Bonheur Merlot-Cabernet Sau- vignon sem er vel gert og athygl- isvert rauðvín. Byrjar með mikilli angan af sólberjum og krækiberj- um, það er eins og hellt hafi verið Ribena-safa í glasið. Fljótlega bætist þó meira við, vanilla og við- ur, súkkulaði og púðursykur. Upp- bygging öll góð, lengd yfir með- allagi. 1.890 krónur. 87/100 Og loks einn Ástrali, Philip Shaw no. 11 Koomooloo Vi- neyard Chardonnay 2005 rjómi og vanillusykur, sætur ávöxtur, ferskjur og ananas, feitt og milt í munni með hóflegri sýru. Ein- staklega aðlaðandi og þægilegt vín í alla staði. 2.490 krónur. 90/100 Fimmtán frækin Það getur verið forvitnilegt að horfa um öxl og setja hluti í samhengi, segir Steingrímur Sigurgeirsson. Eftir að hafa rennt yfir þau vín sem fjallað var um í fyrra eru nokkur sem standa upp úr. Hér eru fimmtán þeirra rifjuð upp þótt vissulega hefði mátt nefna fleiri. M or gu nb la ði ð/ B ry nj ar G au ti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.