Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 22
|föstudagur|26. 1. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Ungir og upprennandi leikarar
frumsýna á sunnudaginn verkið
Eilífa hamingju eftir Þorleif Örn
Arnarson. » 24
mælt með
Steingrímur Sigurgeirsson
horfir um öxl, setur hlutina í
samhengi og velur fimmtán eft-
irminnileg vín. » 24
vín
Læknirinn og sælkerinn Ragnar
Freyr Ingvarsson hefur verið
haldinn mikilli matarástríðu frá
unga aldri. » 26
matur
Argasta bull með
sögulegu ívafi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Mýramaðurinn í öllu sínu veldi Ef einhver
getur skemmt sér á hans kostnað er tilgang-
inum náð, segir Gísli Einarsson um verkið.
Ég get ekki annað en mælt með kvikmyndinni Mýrinni þó að sá
hængur sé á henni að þar er ekki minnst á Mýramenn.
Það er snjallt að fara í sveitina, t.d. Borgarfjörðinn, þar sem
ganga má um víðan völl og æfa sig í þúfnagöngulaginu, fín af-
slöppun í því.
Ef fólk vantar hreyfingu er upplagt að stinga út úr fjárhúsunum.
Þorramat, að sjálfsögðu. Sérstaklega reyktum magál sem tekur
öllu fram, m.a.s. konfekti.
Að hlusta á geisladiskinn Sögur úr sveitinni með Bjartmari
Hannessyni.
Í lokin tekur Gísli það sérstaklega fram að hann vilji mæla með
þorrablótum … bara yfir höfuð.
Gísli mælir með …
HÁTÍSKUSÝNING Armani Privé í París á
miðvikudaginn var ekki aðeins sýning á fal-
legum fötum heldur líka fallegu fólki. Cate
Blanchett fylgdist náið með sýningunni auk Katie
Holmes og 600 annarra útvalinna. Hátíska er ekki
mjög lýðræðisleg í eðli sínu en Armani gerði þó til-
raun til að breyta því með því að vera fyrsti hönn-
uðurinn sem sýnir hátískuföt í beinni á netinu. Út-
sendingin hófst strax eftir að sjálfri tískusýningunni
lauk og stilltu fyrirsæturnar sér upp að nýju.
Fötin voru glitrandi, oft klædd skínandi Swarovski-
kristöllum. Þó voru óvenjumargir dagklæðnaðir í sýn-
ingunni, a.m.k. ef miðað er við hefðbundna hátísku-
sýningu, en líka var af nógu að taka fyrir rauða dreg-
ilinn.
Nú styttist í Óskarsverðlaunahátíðina, þar sem há-
tískukjólar fá venjulega að njóta sín og keppast hönn-
uðir um athygli stjarnanna. Fréttastofa AP spurði
Blanchett hvort hún ætlaði að klæðast Armani-kjól á
hátíðinni: „Ég hef ekki ákveðið mig ennþá, en mér
finnst allt hér stórkostlegt,“ svaraði hún en sumir
kjólanna virtust hreinlega vera hannaðir með hana í
huga.
Glitrar og glóir Skínandi kristallar prýddu
margar flíkurnar og sköpuðu skemmtilegt
mótvægi við litatónana sem hér sjást.
Reuters
Óskarskjólarnir
frá Armani?
Ég eyði mínum helgum yf-irleitt í það að skemmtaöðrum,“ segir húmoristinnGísli Einarsson aðspurður.
„Það kemur til af því að ég er yfirleitt
alla föstudaga og laugardaga á árshá-
tíðum sem veislustjóri, ræðumaður
eða þvíumlíkt,“ bætir hann við og seg-
ist þess vegna eðli málsins samkvæmt
oft eiga frí yfir daginn um helgar og
eyði helst dögunum með börnunum
sínum. „Oft dandalast þau nú með
mér í vinnunni, það verður að við-
urkennast, en svo reynum við að fara í
sund og svona,“ segir Gísli og fullyrðir
í framhaldinu að sundlaugin í Borg-
arnesi sé sú besta á landinu. „Enda er
hún mikið nýtt af sumarhúsafólki,“
bætir hann við, ánægður með sína
heimabyggð.
„Þetta er skemmtilegt, jú, jú. Ég
væri ekki í þessu annars,“ segir Gísli
um veislustjórnina, „ég fer ekki mikið
út að skemmta mér, ef ég á lausa
kvöldstund eða helgi þá fer ég ann-
aðhvort á bæi upp í sveit eða að hitta
kunningjana í heimahúsi.“
Heimsfrumsýning
í Landnámssetrinu
Gísli upplýsir að oft sé mikil traffík í
Borgarnesi um helgar sem kemur til
af vaxandi sumarhúsabyggð í ná-
grenninu og uppbyggingu afþrey-
ingar á staðnum. „Fólk kemur gjarn-
an í Skallagrímsgarðinn og eftir að
Landnámssetrið kom hefur verið
gríðarleg traffík. Það þykir í raun
enginn maður með mönnum í menn-
ingarlífinu nema hann hafi séð Mr.
Skallagrímsson og svona þær sýn-
ingar sem hafa verið í gangi,“ segir
Gísli glettnislega og bætir við að veit-
ingastaðirnir, bæði í Borgarnesi og
uppi í sveitum, skemmi nú ekki fyrir.
Gísli verður um helgina með hvorki
meira né minna en heimsfrumsýn-
ingu á Mýramanninum í Landnáms-
setrinu. Sýningin er hans hugverk þó
að hann læði því að að hugmyndin sé
hálfpartinn stolin frá Noregi. „Hug-
myndin er að hluta til fengin að láni,
þannig var að fyrir tveimur árum
kom að máli við mig vinur minn, sem
vill svo til að er sveitarstjóri í Borg-
arbyggð, Páll Brynjólfsson, og gauk-
aði að mér hugmynd. Ég hafði ein-
hvern tímann skrifað „fræðilega
útlistun“ á Mýramanninum sem
dýrategund. Hann sagði mér frá
verki sem hét Fordömte Norrlend-
ingene sem hafði gengið í Noregi í
mörg ár. Þar voru þrír eða fjórir leik-
ara sem sögðu molbúasögur af Norð-
lendingum í Noregi og honum datt í
hug hvort ekki væri hægt að taka
þessa hugmynd og heimfæra hana
upp á Mýramanninn. Niðurstaðan
varð reyndar sú að það er svo sem
ekkert líkt með þessu, nema kannski
einn brandari sem ég stel frá þeim þó
að grunnhugmyndin sé svipuð,“ segir
Gísli, sem fékk styrk frá Menning-
arsjóði Borgarbyggðar til að koma
verkinu á koppinn.
Hálfunnin heimildamynd
„Ég sagði Kjartani Ragnarssyni í
Landnámssetrinu frá þessu og hann
greip þetta á lofti og hefur rekið mig
svolítið áfram með að gera þetta. Nú
hefur þetta tekið á sig mynd og þó að
ég hafi upphaflega ætlað að fá ein-
hverja aðra í þetta varð niðurstaðan
sú að ég gerði þetta sjálfur. Þetta er
einleikur en hann er brotinn upp með
leiknum atriðum af myndbandi og
sett upp í að segja má heim-
ildamyndastíl; þetta er í raun hálf-
unnin heimildamynd um þróun
Mýramannsins frá steinöld að Mýra-
eldunum 2006,“ segir Gísli og bætir
svo um betur „náttúrlega er þetta
bara argasta bull með sögulegu
ívafi.“ Ekki er ætlast til að sýningin
skilji mikið eftir sig, að því er Gísli
segir. „En ef einhver getur skemmt
sér þarna á kostnað Mýramannsins
er tilganginum náð,“ segir hann kím-
inn.
Gísli bendir á að Mýramaðurinn sé
þriðja verkið sem frumsýnt er á
Landnámssetrinu og að hvert þeirra
hafi eitthvað sérstakt til brunns að
bera. „Ég er núna að feta í fótspor
ekki minni manna en Benedikts
[Erlingssonar] sem lék í Mr. Skalla-
grímsson og Einars og KK. Það sem
þessi þrjú verk eiga sameiginlegt er
að í þeim öllum er verið að segja sög-
ur, misalvarlegar þó. Benedikt er
leikari og snillingur sem slíkur og
notar leikinn í sinni túlkun. Einar og
KK nota hins vegar sönginn. Ég get
hins vegar hvorki sungið né leikið
þannig að ég nota sjónvarpsmiðilinn,
það er það sem ég kann. Hver okkar
hefur þannig með sér sitt hjálp-
artæki, sem er svolítið skemmtilegt,“
segir Gísli Einarsson glettinn á svip
og kveður svo með virktum til að
halda aftur heim á leið í sveitina því
að „þar líður manni best“.