Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 43
|föstudagur|26. 1. 2007| mbl.is staðurstund Ofurstjarnan Silvía Nótt er með nýjan umboðsmann. Sá heitir Crisbin Thomas og að hans sögn fangaði Silvía hann. » 47 fólk Aðalsmaður vikunnar er Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? Uppáhaldsmaturinn hans er maturinn hennar mömmu. » 46 íslenskur aðall Myndirnar Little Children og Bood Diamond koma í bíóhús í dag en þær eru báðar tilnefndar til Óskarsverðlauna. » 45 kvikmyndir Ragna Sigurðardóttir dæmir sýningu fjögurra listamanna sem stendur yfir í húsnæði Kling og Bang. » 47 dómur Höskuldur Ólafsson fjallar um hlutverk leikarans Tom Cruise sem hins útvalda spámanns Vísindakirkjunnar. » 45 af listum Hið lifandi I leikhús er hóp-ur ungra listamannasem tók þá stefnu strax íupphafi að fjalla um samtíðarmál,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson en leik- húsið frumsýnir á sunnudag verkið Eilíf hamingja sem samið er af Þor- leifi og Andra Snæ Magnasyni. „Okkur fannst við þurfa að taka á þessum stóru breytingum sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu, hvernig þjóð sjávar og sveita er allt í einu orðin að þjóð bissneskalla og sprota- fyrirtækja,“ segir Þorleifur um sýn- inguna sem gæti kallast „fyrsta ís- lenska millistjórnendadramað.“ „Grunnurinn að velgengni fyr- irtækja liggur í ímyndinni. Góð ímynd er forsenda krafts útrás- arinnar. En ef ímyndin hrynur þá er það markaðsdeildin sem þarf að redda málunum, og það er í þessari kreppu sem leikhúsið finnur sér efnivið.“ Verkið er gamanleikur en að- spurður kveður Þorleifur sér ekki líka orðið ádeila í þessu samhengi. „Við erum að skoða hina nýju ís- lensku alþýðu, millistjórnendurna, án þess að setjast í eitthvert dóm- arasæti.“ Auðurinn byggist á ímynd „Handritið var tilbúið í fyrradag,“ grínast Þorleifur, aðspurður um hvernig æfingaferlið hafi gengið. „Við unnum mikið með leik- urunum í sumar og við Andri sett- umst svo niður í kjölfarið og skrif- uðum handritið en eins og með öll ný íslensk verk hefur ýmislegt verið lagað, klippt og skorið. Við vorum með rennsli í fyrradag og þá varð þetta að leikriti, í gær fín- pússuðum við ljós og hljóð og þá var umgjörðin komin, í kvöld fáum við svo áhorfendur í fyrsta sinn og þá verður sýningin fyrst tilbúin,“ segir leikstjórinn. Þorleifur segir vinnuna við Eilífa hamingju eitthvert skemmtilegasta ferli sem hann hafi tekið þátt í á sín- um ferli. „Okkur fannst öllum mjög gaman að krukka í þessari ímyndarpælingu, því þegar allt kemur til alls er það ímyndin sem allur þessi auður bygg- ist á.“ Nær uppselt í Berlín Maxím Gorkí-leikhúsið í Berlín hefur tekið þá stefnu að bjóða til sín utanaðkomandi leikhópum frá Evr- ópulöndum sem taka á nútímanum. Þorleifur nemur leikstjórn í Berlín og bentu skólayfirvöld á hann sem mögulegan kandídat í hið nýja verk- efni. Það varð úr að hópnum var boðið til Berlínar þar sem þau sýna alla- vega tvær sýningar af Eilífri ham- ingju í febrúar, sem að sögn Þorleifs er nánast uppselt á nú þegar. Eilíf hamingja verður sem fyrr segir frumsýnt á litla sviði Borg- arleikhússins á sunnudag. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Orri Huginn Ágústsson. Um leik- mynd sér Drífa Freyjudóttir og dramatúrg er Arndís Þórarinsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Lifandi Þorleifur Örn Arnarsson nemur nú leikstjórn í Berlín og er annar höfundur Eilífrar hamingju. Ímyndin er blekking, líkt og leikhúsið Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „Já, það er hægt – hefur alltaf verið hægt – og verður alltaf hægt,“ seg- ir Sigurður I. Snorrason klarinettu- leikari spurður um skemmtilegheit- in kringum Mozart og hvort tónlistarmenn finni endalaust nýjar leiðir að tónskáldinu. Sigurður er einn aðstandenda afmælistónleika Mozarts sem löngu eru orðnir að föstum lið í tónleikahaldinu í borg- inni á afmælisdegi tónskáldsins 27. janúar. Verð aldrei þreyttur „Ég finn óskaplega margt í Moz- art og hann gefur mér alltaf mjög mikið. Ég verð aldrei þreyttur á að hlusta á verkin hans. Og sem eðli- legt er ég enn að heyra verk eftir hann sem ég hef ekki heyrt áður. Það er gífurlega mikið sem til er – þetta er ótrúlegt magn. Ég var áð- an að fara í gegnum verkalistann hans, Köchel-listann, frá K1 og upp í K626, og það er alveg makalaust að lesa sig í gegnum þetta. Það er ótrúlegt hverju maðurinn afkast- aði. En auðvitað er þetta misgott. Ef við tökum dæmi af fiðlusónt- unum. Sónöturnar K301–306 vildi hann kalla fyrstu sónöturnar, og vildi ekki nefna æskuverk sín af þeirri tegund. Það segir okkur eitt- hvað um hvernig hann hugsaði.“ Afmælistónleikar Mozarts verða á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 16, og þau sem leika eru Laufey Sig- urðardóttir, Anna Áslaug Ragn- arsdóttir, Sigurður Ingvi, Kjartan Óskarsson, Brjánn Ingason, Björn Árnason, Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson, en Sigurður Ingvi kynnir verkin og segir frá Mozart. Á efnisskránni verður Fiðlusó- nata K 306 sem þær Laufey og Anna Áslaug leika, en restin af pró- gramminu er blásaramúsík, bæði frumgerðir og umritanir. Diverti- mento KV 247 og tvö Adagio umrit- uð fyrir blásarasextett af Sigurði og Kjartani eru þar á meðal, en eft- ir hlé verður leikinn Sextett í Es- dúr, eitt af stóru kammerverkunum sem Mozart samdi fyrir blásara. Sextettinn verður leikinn í upp- haflegri gerð, en Mozart bætti síðar sjálfur tveimur óbóum við verkið. Nafndagsglaðningur í porti „Ég ætla að lesa upp úr bréfi sem Mozart skrifaði pabba sínum og er mjög skemmtilegt. Mozart átti nafnsdag, og um kvöldið komu sex blásarar honum á óvart með því að spila sextettinn í portinu fyrir framan gluggana hjá honum.“ Ég finn óskaplega margt í Mozart Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmæli Sitjandi á myndinni eru Björn og Brjánn og fyrir aftan þá standa f.v Sigurður, Þorkell, Kjartan og Emil sem allir ætla að spila Mozart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.