Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 43
|föstudagur|26. 1. 2007| mbl.is
staðurstund
Ofurstjarnan Silvía Nótt er með
nýjan umboðsmann. Sá heitir
Crisbin Thomas og að hans
sögn fangaði Silvía hann. » 47
fólk
Aðalsmaður vikunnar er Bjarni
Lárus Hall söngvari Jeff Who?
Uppáhaldsmaturinn hans er
maturinn hennar mömmu. » 46
íslenskur aðall
Myndirnar Little Children og
Bood Diamond koma í bíóhús í
dag en þær eru báðar tilnefndar
til Óskarsverðlauna. » 45
kvikmyndir
Ragna Sigurðardóttir dæmir
sýningu fjögurra listamanna
sem stendur yfir í húsnæði
Kling og Bang. » 47
dómur
Höskuldur Ólafsson fjallar um
hlutverk leikarans Tom Cruise
sem hins útvalda spámanns
Vísindakirkjunnar. » 45
af listum
Hið lifandi I leikhús er hóp-ur ungra listamannasem tók þá stefnu strax íupphafi að fjalla um
samtíðarmál,“ segir leikstjórinn
Þorleifur Örn Arnarsson en leik-
húsið frumsýnir á sunnudag verkið
Eilíf hamingja sem samið er af Þor-
leifi og Andra Snæ Magnasyni.
„Okkur fannst við þurfa að taka á
þessum stóru breytingum sem hafa
átt sér stað í þjóðfélaginu, hvernig
þjóð sjávar og sveita er allt í einu
orðin að þjóð bissneskalla og sprota-
fyrirtækja,“ segir Þorleifur um sýn-
inguna sem gæti kallast „fyrsta ís-
lenska millistjórnendadramað.“
„Grunnurinn að velgengni fyr-
irtækja liggur í ímyndinni. Góð
ímynd er forsenda krafts útrás-
arinnar. En ef ímyndin hrynur þá er
það markaðsdeildin sem þarf að
redda málunum, og það er í þessari
kreppu sem leikhúsið finnur sér
efnivið.“
Verkið er gamanleikur en að-
spurður kveður Þorleifur sér ekki
líka orðið ádeila í þessu samhengi.
„Við erum að skoða hina nýju ís-
lensku alþýðu, millistjórnendurna,
án þess að setjast í eitthvert dóm-
arasæti.“
Auðurinn byggist á ímynd
„Handritið var tilbúið í fyrradag,“
grínast Þorleifur, aðspurður um
hvernig æfingaferlið hafi gengið.
„Við unnum mikið með leik-
urunum í sumar og við Andri sett-
umst svo niður í kjölfarið og skrif-
uðum handritið en eins og með öll ný
íslensk verk hefur ýmislegt verið
lagað, klippt og skorið.
Við vorum með rennsli í fyrradag
og þá varð þetta að leikriti, í gær fín-
pússuðum við ljós og hljóð og þá var
umgjörðin komin, í kvöld fáum við
svo áhorfendur í fyrsta sinn og þá
verður sýningin fyrst tilbúin,“ segir
leikstjórinn.
Þorleifur segir vinnuna við Eilífa
hamingju eitthvert skemmtilegasta
ferli sem hann hafi tekið þátt í á sín-
um ferli.
„Okkur fannst öllum mjög gaman
að krukka í þessari ímyndarpælingu,
því þegar allt kemur til alls er það
ímyndin sem allur þessi auður bygg-
ist á.“
Nær uppselt í Berlín
Maxím Gorkí-leikhúsið í Berlín
hefur tekið þá stefnu að bjóða til sín
utanaðkomandi leikhópum frá Evr-
ópulöndum sem taka á nútímanum.
Þorleifur nemur leikstjórn í Berlín
og bentu skólayfirvöld á hann sem
mögulegan kandídat í hið nýja verk-
efni.
Það varð úr að hópnum var boðið
til Berlínar þar sem þau sýna alla-
vega tvær sýningar af Eilífri ham-
ingju í febrúar, sem að sögn Þorleifs
er nánast uppselt á nú þegar.
Eilíf hamingja verður sem fyrr
segir frumsýnt á litla sviði Borg-
arleikhússins á sunnudag.
Með aðalhlutverk í sýningunni
fara þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir,
Jóhannes Haukur Jóhannesson,
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og
Orri Huginn Ágústsson. Um leik-
mynd sér Drífa Freyjudóttir og
dramatúrg er Arndís Þórarinsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Lifandi Þorleifur Örn Arnarsson nemur nú leikstjórn í Berlín og er annar höfundur Eilífrar hamingju.
Ímyndin er
blekking, líkt
og leikhúsið
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„Já, það er hægt – hefur alltaf verið
hægt – og verður alltaf hægt,“ seg-
ir Sigurður I. Snorrason klarinettu-
leikari spurður um skemmtilegheit-
in kringum Mozart og hvort
tónlistarmenn finni endalaust nýjar
leiðir að tónskáldinu. Sigurður er
einn aðstandenda afmælistónleika
Mozarts sem löngu eru orðnir að
föstum lið í tónleikahaldinu í borg-
inni á afmælisdegi tónskáldsins 27.
janúar.
Verð aldrei þreyttur
„Ég finn óskaplega margt í Moz-
art og hann gefur mér alltaf mjög
mikið. Ég verð aldrei þreyttur á að
hlusta á verkin hans. Og sem eðli-
legt er ég enn að heyra verk eftir
hann sem ég hef ekki heyrt áður.
Það er gífurlega mikið sem til er –
þetta er ótrúlegt magn. Ég var áð-
an að fara í gegnum verkalistann
hans, Köchel-listann, frá K1 og upp
í K626, og það er alveg makalaust
að lesa sig í gegnum þetta. Það er
ótrúlegt hverju maðurinn afkast-
aði. En auðvitað er þetta misgott.
Ef við tökum dæmi af fiðlusónt-
unum. Sónöturnar K301–306 vildi
hann kalla fyrstu sónöturnar, og
vildi ekki nefna æskuverk sín af
þeirri tegund. Það segir okkur eitt-
hvað um hvernig hann hugsaði.“
Afmælistónleikar Mozarts verða
á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 16,
og þau sem leika eru Laufey Sig-
urðardóttir, Anna Áslaug Ragn-
arsdóttir, Sigurður Ingvi, Kjartan
Óskarsson, Brjánn Ingason, Björn
Árnason, Þorkell Jóelsson og Emil
Friðfinnsson, en Sigurður Ingvi
kynnir verkin og segir frá Mozart.
Á efnisskránni verður Fiðlusó-
nata K 306 sem þær Laufey og
Anna Áslaug leika, en restin af pró-
gramminu er blásaramúsík, bæði
frumgerðir og umritanir. Diverti-
mento KV 247 og tvö Adagio umrit-
uð fyrir blásarasextett af Sigurði
og Kjartani eru þar á meðal, en eft-
ir hlé verður leikinn Sextett í Es-
dúr, eitt af stóru kammerverkunum
sem Mozart samdi fyrir blásara.
Sextettinn verður leikinn í upp-
haflegri gerð, en Mozart bætti síðar
sjálfur tveimur óbóum við verkið.
Nafndagsglaðningur í porti
„Ég ætla að lesa upp úr bréfi sem
Mozart skrifaði pabba sínum og er
mjög skemmtilegt. Mozart átti
nafnsdag, og um kvöldið komu sex
blásarar honum á óvart með því að
spila sextettinn í portinu fyrir
framan gluggana hjá honum.“
Ég finn óskaplega margt í Mozart
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afmæli Sitjandi á myndinni eru Björn og Brjánn og fyrir aftan þá standa
f.v Sigurður, Þorkell, Kjartan og Emil sem allir ætla að spila Mozart.