Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 21 LANDIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Multidophilus-12 12 tegundir lifandi mjólkursýrugerla Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | „Ég hef unnið að söfnun örnefna síðan ég hætti bú- skap árið 1994. Flesta daga kem ég eitthvað að þessu, ýmist að leita heimilda eða með því að skrifa nið- ur,“ sagði Rósmundur Ingvarsson fræðimaður þegar fréttaritari hitti hann á dögunum og innti eftir ör- nefnaskráningu sem hann hefur stundað í mörg ár. „Um síðustu áramót var ég bú- inn að senda 276 skrár um jarðir í Skagafjarðarsýslu til Örnefna- stofnunar. Það er ein skrá fyrir hverja jörð og þær eru misjafnlega umfangsmiklar, geta verið allt frá fáeinum blaðsíðum og upp í nokkra tugi,“ bætir Rósmundur við. Hann getur þess sem dæmi að hann sé byrjaður að skrá fyrir Hóla í Hjaltadal og sé kominn í sextíu síð- ur og ekki nærri búinn, enda Hólar ekki nein venjuleg jörð. Yfirleitt eru skrárnar þó á bilinu 15 til 25 síður. „Ég gef mér góðan tíma í þetta, fer á staðinn, í flestum tilfellum oftar en einu sinni og hitti ábú- endur sem sýna mér landareignina og svo reyni ég að hitta fyrrver- andi ábúendur eða jafnvel fólk sem ólst upp á viðkomandi jörð. Ég ótt- ast að það glatist mikill fróðleikur um örnefni með þeirri kynslóð sem ég tilheyri sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu,“ segir Rósmundur. Byrjaði á eigin jörð Rósmundur býr nú í Varmahlíð en var um árabil bóndi á Hóli í Tungusveit sem er í Lýtings- staðahreppi. Þar byrjaði hann að skrá niður örnefni á sinni jörð um 1980. Byrjunin var sú að hann fékk skrá um Hól frá Örnefnastofnun og þá voru þar aðeins skráð 6 ör- nefni. Hann vissi um miklu fleiri og fór svo að skrá niður á jörðum í kring. Hann lagði þetta síðan alveg á hilluna en eftir að hann hætti bú- skapnum tók hann þráðinn upp að nýju enda hafði hann þá rýmri tíma til að sinna ritstörfum og grúski. Rósmundur segist í upphafi hafa pikkað þetta á ritvél en árið 1996 festi hann kaup á tölvu. Það tók að sjálfsögðu sinn tíma að læra að nota tölvuna fyrir mann sem ekk- ert hafði kynnst slíkum verkfærum áður. En vinnan varð þó miklu létt- ari á eftir. Nú er t.d. hægt að breyta textanum og bæta við þar sem ástæða er til því oft geta nýjar upplýsingar komið þegar handrit að viðkomandi jörð er nánast frá- gengið. Ólaunað hugsjónastarf Segja má að örnefnaskráningin sé hugsjónastarf hjá Rósmundi því þessu fylgir talsverður kostnaður, einkum varðandi akstur. Þó svo að Örnefnastofnun sé áhugasöm fyrir starfi hans fékk hann lengi vel ekki greitt fyrir söfnunina. En síðustu ár hefur hann þó fengið styrki frá stofnuninni og einnig hefur hann síðustu ár fengið styrk frá Menn- ingarsjóði Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og stundum frá fleiri að- ilum. Þótt upphæðirnar séu ekki stór- ar segir Rósmundur þetta kær- komna viðurkenningu á sínu starfi og uppörvun og hvatningu til að halda því áfram. Við að skoða skrár Rósmundar er ljóst að hann leggur mikla vinnu í verkið. Þarna eru jafnt skár fyrir lögbýli og jarðir sem löngu eru farnar í eyði. Á fremstu síðu er upptalning á því hvar hann hefur leitað heimilda sem eru bæði rit- aðar heimildir og munnlegar frá einstaklingum sem hann hefur leit- að til. Þá er þarna ábúendaskrá sem nær aftur fyrir árið 1900 og til nútímans. Einnig er þarna sam- ankomin ýmis annar fróðleikur varðandi jarðir eins og öll landa- merki og ágrip af sögu jarðanna. Þá eru að sjálfsögðu örnefnin sem eru öll númeruð og greinargóð staðháttalýsing við hvert þeirra. Rósmundur segist hafa haft mikla ánægju af þessu starfi. Það sé reyndar mjög tímafrekt en hann hitti margt fólk sem gaman sé að kynnast og fólk taki honum und- antekningarlaust vel þegar hann sé að leita heimilda. Honum finnst vera almennur skilningur á nauð- syn þess að skrá niður örnefni. Nú er fólk miklu minna á ferð um haga og móa en var t.d. fyrir 60 til 100 árum og því mikið til hætt að nota örnefnin í daglegu tali eins og var þegar hæðir, lægðir, tjarnir og lækir höfðu sín sérnöfn á árum áð- ur. Óttast að örnefnin glatist Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hugsjónastarf Rósmundur Ingvarsson örnefnasafnari við heimildaleit á heimili sínu í Varmahlíð. Hann vinnur stöðugt að verkefninu. Í HNOTSKURN » Rósmundur Ingvarssonhefur skráð örnefni 274 jarða í Skagafirði og sent til Örnefnastofnunar. » Hann fékk meiri tíma tilað sinna þessu áhuga- máli eftir að hann hætti bú- skap og nú vinnur hann að þessu verkefni á hverjum degi. Borgarnes | Pétur Már Sigurðsson, körfuknatt- leiksmaður með Skalla- grími, hefur verið út- nefndur íþróttamaður Borgarbyggðar 2006. Pétur var stigahæsti innlendi leikmaðurinn í Skallagrímsliðinu á síð- ustu leiktíð, með 288 stig, og hittni hans og barátta í leikjum var liðinu mikill styrkur í æsispennandi úr- slitakeppni. Liðið varð í öðru sæti á eftir Njarðvíkingum. Þá kemur fram í frétta- tilkynningu um valið að Pétur Már er góð fyrirmynd og hefur náð frábærum árangri í þjálfun yngri flokka Skallagríms í körfu- knattleik og knattspyrnu. Pétur Már var valinn úr stórum hópi sem ungmennafélögin í Borgarbyggð og deildir þeirra tilnefndu en það er tóm- stundanefnd sveitarfélagsins sem hefur veg og vanda af kjörinu. Þá fengu Íris Grönfeldt frjálsíþróttaþjálfari og Ólafur Helgason, stjórnarmaður í körfuknatt- leiksdeildinni, Skallagrímsbikarinn fyrir sérstaklega gott framlag. Guðrún Inga- dóttir fékk viðurkenningu úr Minningar- sjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Íþróttamaður Borgarbyggðar Pétur Már Sigurðsson Öræfi | Hinn heimsfrægi fjallavistfræð- ingur Jack Ives verður með fyrirlestur í Hótel Skaftafelli í Freysnesi í Öræfum næstkomandi þriðjudagskvöld, 30. janúar, kl. 20. Þar mun hann fjalla um Himalaja- fjöll og Skaftafellsfjöll og mannlífið á báð- um stöðum. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röðinni af fræðslufyrirlestrum sem Skaftafells- þjóðgarður stendur fyrir á 40 ára afmæl- isári þjóðgarðsins. Allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Jack Ives með fyr- irlestur í Öræfum AUSTURLAND Mjóifjörður | Í gærkvöld lauk 6. og síðasta íbúaþingi Fjarðabyggðar. Búið er að þinga í Neskaupstað, á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og nú í vikunni í Mjóafirði, á Reyðarfirði og Eskifirði. Á íbúaþing í Mjóafirði komu 11 aðkomumenn siglandi og hittu fyrir 10 heimamenn í Sól- brekku. Mjófirðingar telja bættar samgöngur forsendu bættra bú- setuskilyrða í firðinum og horfa til jarðganga og samgangna á sjó. Varðandi hvaða hlutverki Mjói- fjörður gegni í Fjarðabyggð var m.a. rætt um kjöraðstæður til fisk- eldis í firðinum og að fámenni og svipmikið landslag hefði mikið að- dráttarafl. Íbúar vilja koma upp tjaldsvæði við Sólbrekku og bæta þar umhverfi, setja upp söguskilti við gagnmerka staði og ætla brátt að opna safn sem sýna mun frí- merki og verður opið ferðafólki að sumarlagi. Smári Geirsson fór á íbúaþinginu yfir stöðu fiskeld- ismála í Mjóafirði, en framtíð þess ræður nokkru um framtíðarhorfur í firðinum. Virðist vera þokkalegt framundan í þeim efnum og Mjó- firðingar áfram um að vel takist til í eldinu og að það verði eflt. Ljósmynd/Fjarðabyggð Íbúaþing Um 25% íbúa Mjóafjarðar mættu til skrafs og ráðagerða um stöðu og framtíðarmöguleika staðarins innan Fjarðabyggðar. Fiskeldi, rósemd og fögur náttúra Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Náttúrufegurð Mjóifjörður hinn fríði ber nafn með rentu. Fljótsdalur | Vatnsveita Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdal hefur verið tekin í notkun. Rennsli úr borholum vegna hennar er samt ekki nægilegt þegar til lengri tíma er litið og ljóst að meira vatns verður aflað síðar á árinu. Vatnið er aðallega ætlað til kælingar véla virkjunarinnar inni í fjallinu en einnig sem drykkjarvatn til notk- unar í hlað- og tengivirkishúsum. Á níunda áratug síðustu aldar voru sprengd rannsóknargöng inn í Valþjófsstaðarfjall í Fljótsdal, skammt innan við þar sem nú hafa risið hlaðhús Kárahnjúkavirkjunar og tengivirkishús Landsnets. Þess- um göngum hefur verið fundið hlutverk því í munna þeirra var komið fyrir 400 rúmmetra vatns- geymi nýrrar vatnsveitu. Jarðvegi verður síðan rutt yfir geyminn til að hylja bæði geyminn og ganga- munnann. Verið er að setja risabor nr. 2 saman neðanjarðar í Fljótsdals- heiðinni, við gangamót aðrennsl- isganganna úr Hálslóni og vænt- anlegra Jökulsárveituganga, sem miðla munu vatni m.a. af Hraunum og inn í aðrennslisgöngin. Borinn á fyrir höndum tæplega 9 km langa borun í átt að Ufsarlóni. Borunin á að hefjast í mars og ljúka vorið 2008 og er þetta síðasti boráfangi risabors við virkjunar- verkefnið. Vatnsveita kælir vélar og svalar þorsta Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vatnsveita Mannvirkin í Fljótsdal eru óðum að taka á sig mynd. Eskifjörður | Unnið er að því að fjar- lægja brotamálm úr Eskifirði. Eftir þessa atrennu verður búið að hreinsa allan brotamálm sem hlaðist hefur upp á svæðinu síðustu áratugi. Í sumar verður m.a. unnið að nið- urrifi gamalla girðinga, unnið við frágang og uppgræðslu á malarnám- um og við stígagerð. Þetta er þriðja árið sem umhverf- isvið Fjarðabyggðar hefur forgöngu um hreinsunarátak af þessu tagi í góðri samvinnu við fyrirtækin í sveitarfélaginu og Hringrás. Árið 2005 voru flutt út 1.500 tonn af brotamálmi frá Reyðarfirði. Í fyrra voru flutt út 4.000 tonn og áætlað að flytja út á þessu ári 4.000 tonn. Af þessum 9.500 tonnum er áætlað að um 3.000 tonn komi úr Fjarðabyggð, en 6.500 tonn frá nágrannasveitar- félögum og Kárahnjúkum. Hreinsa brotajárn úr Eskifirði og taka vel til Seyðisfjörður | Sjálfseignar- stofnun hefur verið sett á fót á Seyðisfirði um sumartónleikaröð- ina Bláu kirkjuna. Annar stofnandi og fram- kvæmdastjóri tónleikaraðarinnar frá upphafi, Muff Worden, féll frá fyrir nokkru og er sjálfseign- arstofnunin m.a. gerð til heiðurs og í minningu hennar og hins óeig- ingjarna starfs sem hún innti af hendi. Í stjórn sjálfseignastofn- unarinnar sitja fulltrúar Seyð- isfjarðarkaupstaðar og sókn- arnefndar Seyðisfjarðarkirkju. Formaður er Sigurður Jónsson. Stofnun um tónleikaröð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.