Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus ArnarPétursson fædd- ist í Reykjavík 21. september 1946. Hann lést á heimili sínu á Akranesi þriðjudaginn 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Mikael Guðjónsson, múrari í Reykjavík, f. á Hrygg í Flóa 12.12. 1922, d. 1.12. 1990, og kona hans, Anna Lilja Lárusdóttir húsfreyja, f. 18.11. 1910 í Álfta- gróf í Mýrdal, d. 12.12. 1985. Systir Lárusar er Sólrún Péturs- dóttir, kennari í Reykjavík, f. 17.6. 1948. Lárus kvæntist 25. júlí 1975 Svanhildi Eddu Thorstensen hjúkrunarfræðingi, f. 23.8. 1951 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Vilmar Herbert Thorstensen, verkamaður í Reykjavík, f. 26.9. 1913 í Hafnarfirði, d. 25.5. 1992, og kona hans, Klara Hulda Svan- laugsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 12.10. 1914 á Varmavatns- hólum í Öxnadal. Börn Lárusar og Svanhildar eru Pétur Atli, f. 2.4. 1972, Lilja Björk, f. 9.1. 1976, og Hulda Klara, f. 31.7. 1982. Dóttir Lilju er Lára Björk, f. 30.11. 2001. Lárus lauk stúd- entsprófi 1966 frá MR og prófi í tann- lækningum frá Há- skóla Íslands 1972. Hann hóf störf sem tannlæknir á Akra- nesi 1972 hjá Ingj- aldi Bogasyni og frá 1976 rak hann tannlækningastofu í félagi við Ingjald. Lárus lét af störfum í júlí 2006 vegna veikinda. Lárus var einn af stofnendum Blakfélagsins Bresa á Akranesi og var ritari félagsins 1985–1991 og formaður 1992 og 1996–1999. Hann var gjaldkeri Golfklúbbsins Leynis 2000–2004 og gegndi ýmsum störfum fyrir klúbbinn, meðal annars sem formaður mótanefndar. Útför Lárusar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku besti pabbi minn er dáinn. Það er óréttlátt að maður á besta aldri sem hafði allt til að lifa fyrir sé tekinn burt svona snemma, en hann hafði barist hetjulega við erfiðan sjúkdóm í hálft ár. Það er aldrei auðvelt að kveðja ástvin en það er fátt eins erfitt eins og að kveðja besta pabba í heimi. Guð hefur kall- að hann til sín núna til annarra verkefna. En við fjölskyldan eigum svo margar og yndislegar minning- ar sem við geymum í hjörtum okkar að eilífu. Pabbi var einstakur maður sem ég elskaði mjög mikið og leit upp til. Hann var mjög vel gefinn og reglu- maður mikill og allt það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af mikilli nákvæmni og var skipulagð- ur í öllu. Pabbi var yndislegur faðir sem gerði mig að betri manneskju vegna mikils ástríkis sem mér hlotnaðist í uppeldinu, og hefur það reynst mér gott veganesti. Hann hrósaði mér alltaf þegar vel gekk og hvatti mig alltaf áfram ef mér fannst eitthvað ekki vera að ganga upp. Fjölskyldan mín hefur alltaf verið mjög samrýnd og sú ást, virð- ing og vinátta sem ríkti milli for- eldra minna var alveg einstök. Pabbi hafði mjög gaman af að ferðast og á ég margar góðar og skemmtilegar minningar frá ferða- lögum erlendis og um landið okkar. Á þessum ferðum var ómissandi að hafa hann pabba sér við hlið því hann fræddi okkur um allt sem fyrir augum bar, því hann kunni heiti á öllu, fjöllunum, vötnunum, ánum, bæjunum og fleiru, var ég alltaf mjög fróð um landið okkar þegar heim kom. Pabbi var eins og stór al- fræðiorðabók, ef ég þurfti að vita um eitthvað sérstakt þá leitaði ég strax til hans pabba míns því hann vissi alltaf svarið. Við fórum oft í okkar notalega sumarbústað sem pabbi og afi byggðu í múraralandinu í Öndverð- arnesi, þar áttum við fjölskyldan ógleymanlegar stundir. Svo var far- ið í tjaldferðir og einu sinni á ári voru farnar ferðir með tannlækna- hópnum hans pabba. Pabbi var mikill íþróttaunnandi og fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast á því sviði. Pabbi fór að æfa blak. Hann fékk fljótt mikinn áhuga á þessari íþrótt. Hann var mikill keppnismaður og lét vel í sér heyra í hita leiksins, svo vel að ég varð stundum hálf miður mín og hugsaði: „Vá, er þetta hann pabbi minn sem lætur svona?“ því hann var ekki vanur að hækka raustina annars staðar, en svo hrósaði hann líka alltaf mönnum þegar vel gekk. Pabbi var í stjórn Blakfélagsins Bresa í fjöldamörg ár. Hann sá um mörg mót og var einn aðalmaðurinn í að skipuleggja öldungameistara- mótin sem voru haldin hér árin ’91 og ’97, og voru þetta 400–500 manna mót hér á Skaganum. Pabbi tók þátt í 20 öldungameistaramótum sem haldin voru með glæsibrag víða um landið og eignaðist hann marga góða blakkunningja. Pabbi var mjög duglegur og vandvirkur og sást það best í starfi hans sem hann unni mjög. Ég hafði þann heiður að fá að starfa með honum á tannlæknastofunni í nokk- urn tíma og sást þá hversu vand- virkur hann var og hve rólegur og yfirvegaður hann var í öllu. Pabba fannst alltaf best að vera heima í faðmi fjölskyldunnar og naut þess að koma heim eftir langan vinnudag og lesa bækur og hlusta á tónlist sem voru áhugamál hans. Einnig hafði hann mikinn áhuga á vínmenningu og góðum mat og var alltaf mikil eftirvænting þegar kom að matarklúbbunum frægu og var mikið lagt í að búa til flotta mat- seðla og velja rétt vín með matnum. Honum fannst mjög gaman að halda boð heima og var hann hrókur alls fagnaðar. Hann og mamma voru líka dugleg að skreppa hring á golf- vellinum og taka nokkrar holur. Pabbi studdi okkur systkinin í öllu og hvatti okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var kletturinn í lífi okkar. Í nóvember 2001 eignaðist ég litla stúlku sem varð litli sólargeislinn hans og voru þau mjög samrýnd, hún dýrkaði afa sinn svo mikið. Hann var yndislegur afi og gaf sér allan þann tíma sem hann gat til að vera með henni. Er þetta mikill missir fyrir hana. Seinustu mánuði þurfti hann að glíma við erfið veikindi og stóð hann sig eins og hetja allan tímann og bugaðist aldrei. Var ég svo stolt af honum pabba mínum. Hann var svo ánægður að geta komið heim til okkar um jólin og var svo gott að fá hann heim. Mamma, ástin í lífi hans, stóð eins og klettur hjá honum öll veikindin og hjálpaði honum mikið. Pabbi var ánægður að geta verið heima hjá okkur fram á síðasta dag. Það var það sem hann óskaði sér þegar hann vissi hvert stefndi og hann var þakklátur fyrir að fá tíma með okkur og til að kveðja. Þú og mamma voruð bestu vinir mínir og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona góða foreldra. Ég mun passa og styðja mömmu vel eins og þú baðst um og vera henni stoð og stytta í öllu. Hann var kletturinn sem við leit- uðum skjóls hjá. Hann var bjargið sem við treyst- um á. Hann var fjallið sem við litum upp til. Ég mun sakna þín óskaplega mik- ið og munt þú alltaf eiga stað í hjarta mér. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Lilja Björk. Ég sit hérna með tárin í augunum að reyna að skrifa nokkur orð um þig, elsku pabbi minn. Mér finnst þetta allt saman svo óraunverulegt. Ég á svo mikið af yndislegum minn- ingum um þig. Öll ferðalögin sem við fórum út um allt land, ferðirnar upp í sumarbústaðinn okkar sem þú og afi Pétur smíðuðuð sjálfir. Þú hafðir svo gaman af tónlist og var því mikil tónlist spiluð heima og oft- ar en ekki hækkað vel í hljómgræj- unum. Það var svo gaman að hlusta á þig spila á píanóið en þú þurftir bara að heyra lag í útvarpinu og þá gastu sest við píanóið og spilað lagið eftir eyranu. Þú varst matmaður mikill og fannst svo skemmtilegt að borða góðan mat í góðra vina hópi þar sem þú varst oft hrókur alls fagnaðar. Þú hafðir gaman af því að hafa boð heima og er mér minn- isstætt hvað þú varst spenntur þeg- ar næsti fundur hjá matarklúbbnum þínum kæra átti að vera heima. Þá varstu nokkrar vikur að spá í hvaða mat þið ættuð að hafa og reynt var að búa til sem glæsilegastan mat- seðil og vínin voru valin af kost- gæfni. Þú varst alltaf að lesa bækur, last mjög mikið þér til þekkingar, og hafðir þú mestan áhuga á sögu síðustu alda, landafræði og veður- fræði, einnig varstu mikill vínáhuga- maður og blandaðist þá landafræðin og veðurfræðin inn í það. Við köll- uðum þig líka oft í gríni alfræðiorða- bókina okkar því það var hægt að spyrja þig að nánast öllu og þú viss- ir alltaf svarið. Síðustu árin hef ég unnið með þér, af og til uppi á tannlæknastofu og var svo gaman að fylgjast með þér hvað þú varst alltaf vandvirkur og metnaðarfullur í starfi og þótti vænt um starfið þitt. Ekki grunaði mig þegar ég var að vinna með þér síðasta vor og sumar að þetta væru síðustu vikurnar þínar sem þú gast unnið þitt ævistarf. Það var svo mikið áfall þegar það var uppgötv- að, þetta alvarlega krabbamein hjá þér, sem enginn hafði grun um. Þú varst líka alltaf svo hraustur og frískur og varst aldrei veikur. En það er víst að hver sem er getur fengið krabbamein. Þú barðist eins og hetja við þennan illvíga sjúkdóm og ég var svo stolt af þér, hvað þú varst duglegur. Svo varstu alltaf svo hugprúður í þessu öllu saman, gast alltaf fundið eitthvað til að þakka fyrir. Ég man svo vel þegar þú sagðir, þrátt fyrir allt, að þú værir þakklátur fyrir að fá að fara svona og geta kvatt okkur, heldur en að hafa farið snögglega eins og til dæmis í slysi. Þú varst svo yndislegur faðir og finnst mér ég ekki geta verið heppn- ari að hafa átt þig. Þú varst klett- urinn í lífi mínu, studdir mig í öllu og alltaf var gott að spyrja þig ráða, þú vissir alltaf svarið og varst svo raunsær. Þú og mamma voruð mínir bestu vinir og var svo frábært að geta talað við ykkur um hvað sem er og hef ég síðan ég man eftir mér, þakkað guði á hverjum degi fyrir að eiga svona góða foreldra. Ástin sem ríkti milli þín og mömmu var svo einstök og falleg, þið voruð bestu vinir og urðuð nánari með hverju árinu sem leið. Þið gerðuð allt sam- an og voruð svo dugleg að gera eitt- hvað skemmtilegt, fóruð oft í leik- hús, ferðuðust mikið saman, innanlands og utan. Fóruð saman í golf sem ykkur fannst svo notalegt eftir langan vinnudaginn og voruð saman í blakinu á sínum tíma. Það er svo sárt að vita að þið fáið ekki að verða gömul saman. Ég mun passa upp á elsku mömmu eins og þú baðst mig um og styrkja hana af öll- um mínum mætti. Elsku pabbi minn, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú sem ert tekinn frá okkur svo allt of, allt of fljótt. Ég á eftir að sakna þín óend- anlega mikið, en á eftir að hugga mig við allar þessar yndislegu minn- ingar sem eru fjársjóður sem ég mun eiga meðan ég lifi. Ég trúi og vona að við hittumst aftur þegar minn tími kemur til að fara. Ég elska þig, pabbi minn. Þín dóttir, Hulda Klara. Afi minn er dáinn. Ég sakna hans svo mikið. Núna er hann kominn til guðs og ætlar guð að passa hann fyrir okkur. Afi var alltaf svo góður og skemmtilegur og vildi allt fyrir mig gera. Ég og mamma bjuggum heima hjá ömmu og afa fyrstu árin og var það yndislegur tími því afi og amma voru svo frábær og voru allt- af að gera eitthvað skemmtilegt með mér. Ég flutti svo til Reykja- víkur með mömmu og vorum við duglegar að keyra oft upp á Akra- nes því þar var best að vera. Afi og amma komu alltaf út í dyr og knús- uðu mig mikið þegar ég kom og var alltaf jafn gaman að koma til þeirra. Afi spilaði mikið á píanóið og leyfði mér að sitja hjá sér og spilaði þá oft lög sem ég kunni, svo ég gæti sung- ið með honum, það var mjög gaman. Afi var duglegur að fara með mig á rólóinn og upp í skógrækt og þegar var snjór þá fór hann með mér út í fína garðinn sinn og bjuggum við til rosa stóran snjókarl. Á kvöldin þeg- ar ég fór að sofa þá bað ég hann oft um að lesa bók fyrir mig og vildi hann það alltaf og var gaman að hlusta á hann lesa. Þú ert besti afi í öllum heiminum og mun ég sakna þín svo mikið og mun ég aldrei gleyma öllu því sem við gerðum saman. Ég er svo hepp- in að hafa átt svona góðan afa. Ég ætla að passa hana ömmu mína mik- ið fyrir þig, elsku afi minn. Ég elska þig mikið, afi minn. Þín afastelpa, Lára Björk. Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? (Stefán frá Hvítadal) Skjótt hefur sól brugðið sumri: Nú er komið að skilnaðarstund í lífi okkar systkinanna. Mig langar að minnast nokkrum orðum ástkærs bróður míns sem kvaddi okkur fjöl- skyldurnar og vinina allt of fljótt. Ótal margs er að minnast sem of langt yrði upp að telja. Lárus fæddist í Reykjavík og ólst upp í Laugarnes- og Vogahverfinu. Við systkinin fengum að njóta þess tíma er ein fyrirvinna var á heim- ilum og mæður unnu heima. Þessir tímar voru minnisstæðir á margan hátt. Félagslíf mikið, frændgarður stór og vinirnir margir. Eftir að foreldrar okkar létust með nokkurra ára millibili tengd- umst við enn fastari systkinabönd- um.Ég vil fá að þakka og minnast hans með virðingu fyrir allar ógleymanlegu samverustundirnar í lífi okkar. Dvöl mína á glæsilegu heimili hans, Svanhildar og barnanna á Akranesi, jafnt á hátíð- um sem hversdögum; í sumarbústað þeirra hjóna í Grímsnesinu, á ferða- lögum, ættarmótum og heima hjá mér í Keldulandinu. Minningarnar lifa um sterkan persónuleika, hlýja nærveru, gest- risni og umhyggju fyrir mér alla tíð. Framkoma Lárusar, bróður míns, einkenndist af sterkum þáttum hjá fjölskyldum okkar: umhyggju, hóg- værð, lítillæti og mikilli gestrisni. Ég votta Svanhildi, eiginkonu Lárusar bróður, og börnum þeirra: Pétri Atla, Lilju Björk, Huldu Klöru og afastúlkunni Láru Björk innilega samúð mína. Far þú í friði, elsku bróðir, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elskulega fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur og leiða á þessum erfiðu tímamótum sem komu allt of fljótt. Ykkar mágkona, föðursystir og afasystir, Sólrún Pétursdóttir. Vinur okkar og mágur, Lárus Arnar Pétursson, er látinn langt um aldur fram eftir erfið veikindi síð- ustu mánuðina. Lárus tókst á við þessi veikindi og hina erfiðu með- ferð sem þeim fylgdu eins og hvert annað verkefni. Hann hélt alltaf í hina veiku von um einhvern bata svo lengi sem stætt var og þegar út- séð var um bata, tók hann því með því æðruleysi og yfirvegun sem ein- kenndi allt hans líf. Lárus hélt öllum sínum karakter- einkennum, kímnigáfu og reisn allt til loka. Hann sem alltaf hafði verið svo stór og sterkur, gerði nú góðlát- legt grín að sjálfum sér og að því er honum sjálfum fannst, frekar aumu líkamlegu ástandi sínu. Einnig not- aði hann tímann vel og las eins mik- ið og þrek og orka leyfðu, enda hef- ur lestur alltaf verið stór þáttur í lífi Lárusar. Það var eftirtektarvert hversu vel fjölskyldunni allri tókst að höndla þetta erfiða og sorglega ferli og maður komst heldur ekki hjá því að skynja alla þá vináttu, velvild og drengskap sem þau nutu frá vinum, fyrrverandi samstarfsfólki og með- eigendum, og ekki síst nágrönnum sínum á Akranesi. Það var um mitt sl. sumar sem Lárus greindist af meini sínu, ein- mitt um sama leyti og við höfðum ráðgert smá mannfagnað og afmæl- isveislu með okkar nánustu vinum og vandamönnum í stórum og góð- um sumarbústað uppi í Skorradal. Það var nú þannig með Lárus að hann var alltaf mikill gleðimaður og kunni að skemmta sér og öðrum í bestu merkingu þess orðs. Og það varð engin breyting á því í þetta sinn frekar en endranær. Lárus var söngmaður góður og stóð fyrir söng og gleði, og varð ekki betur séð en að Lárus skemmti sér jafn vel og áður í svipuðum tilfellum, nákvæm- lega eins og ekkert hefði í skorist. Þetta hefði allt eins getað verið eitt af okkar árlegu fjölskyldu þorra- blótum sem haldin hafa verið óslitið allt frá 1973, gleðskap sem þau syst- ir mín og mágur létu sig aldrei vanta í og veit ég að Lárusar verður sárt saknað í þeim ágæta fé- lagsskap. Stór þáttur í samskiptum og vin- áttu okkar Lárusar og Svanhildar voru ferðalög, bæði innanlands og utan. Þar er af svo mörgu að taka að því verður ekki á blað komið í svo stuttu máli. Lengi var þó í minnum höfð fyrsta ferðin sem við hjónin fórum með þeim þjóðhátíðarárið 1974 í gamla Landróverjeppanum hans Péturs pabba Lárusar, Sú ferð byrjaði að vísu ekki betur en svo að gírkassinn í bílnum bilaði, rétt í þann mund sem við vorum að leggja af stað. Þar var eldhuganum Lárusi rétt lýst, hann var nú ekki aldeilis tilbúinn til að fresta ferðinni út af svoleiðis smámunum, heldur hafði samband við einhverja ætt- ingja sína, laghenta menn sem kunnu til verka á þessu sviði, og það var ekki að spyrja að því, bíllinn var kominn í lag seint um kvöldið og við lögðum af stað með það sama. Við lentum að vísu í blindþoku á veg- leysunni frá Búrfelli inn í Land- mannalaugar, einmitt á þessum hraunflákum þar sem varla markar nokkur staðar fyrir hjólförum, hvað þá í blindþoku eins og við lentum í, en einhvern veginn tókst Lárusi að finna réttu leiðina. Það var okkur öllum ógleymanleg sjón, þegar við skyndilega ókum út úr þykkum þokubakkanum um kl. 6 um morg- uninn og Landmannalaugar blöstu við í allri sinni dýrð. Þannig varð öll þessi ferð stórkostleg og ógleym- anleg reynsla, og ekki amaleg byrj- un á öllu því sem á eftir kom. Einnig er ógleymanleg fyrsta ferðin sem við fórum nokkur saman til útlanda, með nánast engum fyr- irvara, ferð sem oft hefur vakið upp kátlegar minningar. Þá voru heim- sóknir í sumarbústaðinn þeirra í Öndverðarnesi alltaf fastir liðir á hverju sumri. Nú eða heimsóknir á einstaklega notalegt heimili þeirra á Skaganum. Hér áður fyrr þegar börnin nenntu enn að koma með okkur, stuðlaði það að góðri vináttu þeirra á milli sem enn stendur á traustum grunni. Og svo hin síðari árin þar sem við lékum iðulega golf saman og áttum síðan notalegar og stundir í bústaðnum eða hvar sem Lárus Arnar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.