Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 47 menning Miðasala í síma 4 600 200 og á netinu www.leikfelag.is F í t o n / S Í A Athugið! Tryggðu þér miða í tíma! Sem fyrr: stuttur og þéttur sýningartími. Aðeins sýnt á Akureyri! Fim 25.jan ........................ UPPSELT Fös 26.jan ........................ UPPSELT Lau 27.jan ........................ UPPSELT Sun 28.jan ........................ UPPSELT Fim 1.feb ........................ örfá sæti laus Fös 2.feb ........................ UPPSELT Lau 3.feb ........................ UPPSELT Sun 4.feb ........................ UPPSELT Næstu sýn: 9., 10., 16., 17. febrúar. Ath: Sýningin er ekki við hæfi barna! SÝNINGUNNI sem staðið hefur yf- ir í Kling og Bang síðan í desember, Ljósaskipti, fylgir skemmtilegur texti. Hér er ekki aðeins um að ræða texta um list sýnendanna fjögurra heldur einnig eins konar persónulýs- ingar, á skapgerð og lífssýn lista- mannanna. Hér segir af hugs- unarhætti þeirra og um leið án efa margra af þeirra kynslóð sem oft hefur verið nefnd krútt. Ef til vill mætti líka kalla hana álfakynslóðina, að minnsta kosti er ekki hikað við að kalla listamennina ljósálfa í upphafi textans, en hann skrifa Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem er einn af sýn- endum og Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarkona. Í upphöfnum stíl sem einkennist af því sérstaka sam- blandi af kaldhæðni og einlægni sem einkennir marga íslenska listamenn af yngri kynslóðinni er áhorfand- anum gefin áhugaverð innsýn í hugsunarhátt listamannnanna. Áhersla er lögð á að sjá töfra hvers- dagsins, en einnig á hjálpsemi, nær- gætni, næmi, viðkvæmni, réttlæt- iskennd og trú á lífið. Listamennirnir fjórir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daníel Björnsson, Hekla Dögg Jónsdóttir og Sirra – Sigrún Sigurðardóttir, sýna öll inn- setningar í húsnæði Kling og Bang undir nafninu Ljósaskipti, í tengslum við árstímann. Þegar inn kemur er það verk Ásdísar sem tek- ur á móti áhorfendum, flöktandi mynd er varpað á vegg og á gólfi eru hlutir eins og lítil diskókúla og pýra- mídar sem hleypa ljósi og birtu i gegnum sig. Litríkum einingum er fyrir komið hist og her svo virðist sem af kæruleysi en heildin skapar líkt og nútímalegt landslag, samspil tækni og náttúru, einkalífs og op- inbers rýmis og verkið breytist stöð- ugt eftir staðsetningu áhorfandans. Í veggverki Heklu Daggar Jóns- dóttur þar sem filma hreyfist í sífellu og spilar með form og ljós er unnið með áhrif fortíðar, verk op- og pop- listamanna koma upp í hugann. Sirra – Sigrún Sigurðardóttir vinnur hér á ný með þunna plastfilmu sem skapar aflokað rými líkt og hún gerði á sýningunni Pakkhús post- ulanna fyrir skömmu, nema hér er áhorfandinn staðsettur inni í rými hennar. Þetta er spennandi hráefni og eins og raunin var í Hafnarhúsinu verður einnig hér til áhugavert rými sem vekur forvitni og heldur áhorf- andanum föngnum. Úr kjallara berst síðan þung rotnunarlykt, hér eru það jólaeplin sem er farið að slá í, en Daníel Björnsson hefur skapað innsetningu úr eplum, kandíflosi og sykri, þar sem ofgnótt og tilfinning um hverfulleika er ríkjandi. Sýningin er nokkuð dæmigerð fyrir ákveðna strauma í íslensku listalífi nú um stundir, þar sem sam- an vinna nútíma tækni, aðskiljanleg- ustu fundnir hlutir úr hversdagslíf- inu, tilvísanir í listasögu, hlutverk áhorfandans og persónu listamanns- ins, allt í einum graut. Vísun í sam- tíma og samfélag má finna í epla- verki Daníels, sem hugsanlega athugasemd við jólaofgnótt landans. Í heild kemur vel fram það frelsi sem listamenn dagsins nýta sér vel, að því er virðist án þess að það íþyngi þeim hið minnsta. Útlit verk- anna einkennist af áhyggjuleysi en lestur textans sem fylgir verkunum segir okkur líka að yfirborðið er ekki allt. Myrkrið lýst upp Dæmigert „Sýningin er nokkuð dæmigerð fyrir ákveðna strauma í íslensku listalífi nú um stundir“. MYNDLIST Kling og Bang Til 28. janúar. Opið fim. til sun. frá kl. 14– 18. Aðgangur ókeypis. Ljósaskipti, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daní- el Björnsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Sirra – Sigrún Sigurðardóttir Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ stefnir í bráðfjöruga músík- helgi, nú þegar Myrkir músíkdagar standa í hásuðri. Þeir sem hrífast af góðum píanóleik ættu ekki að missa af tónleikum Sus- anne Kessel í Salnum á laugardags- kvöld kl. átta. Kessel er þýsk og þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í efnisvali á tónleikum sínum og geisladiskum. Hún þykir hafa afar persónulegan og glæsilegan stíl, sem hefur fært henni margvíslegar viðurkenningar, þar á meðal alþjóðlegu Schubertverðlaunin árið 1993. Hér frumflytur hún verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Kjartan Ólafs- son. Önnur tónskáld sem eiga verk á efnisskrá hennar nú eru Haukur Tómasson, Þorkell Sigurbjörnsson, Árni Egilsson, John Cage, Ulrike Haage, Peter Feuchtwanger, Michael Denhoff, Leon Milo og Katharina Binder sem hlýtur að vera eitt yngsta tónskáld dagsins í dag, eða 13 ára, fædd 1994. Á þessu ári mun Susanne Kessel taka upp geisladisk fyrir Oehms Clas- sics með íslenskri píanótónlist. Tónleikarnir verða endurteknir í Laugarborg í Eyjafirði á sunnudag kl. 15. Norræn raftónlist í Salnum Það er hægt að reiða sig á að Myrk- ir músíkdagar bjóði upp á raftónlist, ef raftónleikar hátíðarinnar nú verða í Salnum í kvöld kl. 20. Norræn tón- skáld verða þar í öndvegi, Hans Peter Stubbe Teglbjaerg, Fredric Bergs- tröm, Ríkharður H. Friðriksson, Kjartan Ólafsson og Hilmar Þórðar- son og fleiri. Úr saungbók Garðars Hólm Í Laugarborg verða söngtónleikar á morgun kl. 15. Michael Clarke bari- tón og Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari verða þar að verki, frumflytja Ferðalög eftir Óliver Kentish, en flytja líka lag eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson og svo ljóðaflokk eftir Mich- ael sjálfan, Úr saungbók Garðars Hólm, við ljóð Halldórs Laxness. Það er hægt að sameina myndlist og tónlist í menningarupplifun helg- arinnar, því þær Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víóluleikari og Steinunn Birna Ragnardóttir píanóleikari halda myrkratónleika sína í Lista- safni Íslands á morgun kl. 17.30 og spila þar verk eftir Þórð Magnússon, Kjartan Ólafsson og Hafliða Hall- grímsson. The Slide Show Secret kallast tón- leikar sem verða í Salnum kl. 14 á sunnudag. Þar er heldur óvenjulegt hljóðfæradúó á ferð, í þeim Kristjáni Orra Sigurleifssyni kontrabassaleik- ara og Evu Zöllner harmónikkuleik- ara, en þau leika norræna tónlist. Blásarasveit Reykjavíkur er einn af fastagestum Myrkra músíkdaga og spilar í Seltjarnarneskirkju á sunnu- dag kl. 17. Þar verður frumflutt verk eftir Eirík Árna Sigtryggsson sem ber það kræsilega nafn Truflaður tangó en önnur tónskáld sem eiga verk þar eru Tróndur Bogason og Tryggvi M. Baldvinsson, stjórnandi blásarasveitarinnar. Einleikari í klar- inettukonsert Tryggva er Helga Björg Arnardóttir. Á sunnudagskvöld kl. 20 verður Salurinn á ný vettvangur hátíðarinn- ar, en þar spilar ítalski píanóleikarinn Sebastiano Brusco íslensk og ítölsk verk frá ýmsum tímum og leiðir sam- an tónskáld á borð við Clementi, Scar- latti, Nino Rota og Atla Ingólfsson. Nikka og bassi og 13 ára tónskáld á Myrkum músíkdögum Víóluleikarinn Þórunn Ósk Mar- inósdóttir stígur út úr myrkrinu í Listasafni Íslands á morgun. Nýr Truflaður tangó TENGLAR .............................................. www.listir.is www.susanne-kessel.de SILVÍA Nótt hefur ráðið sér nýjan umboðsmann, en sá er breskur og heitir Crisbin Thomas, sonur upp- tökustjórans Ken Thomas sem hef- ur starfað töluvert hér á landi og unnið með sveitum á borð við Sigur Rós. Crisbin hefur verið umboðs- maður hennar í um það bil þrjá mánuði. „Hún fangaði bara athygli mína, enda ekki annað hægt,“ segir Crisbin um tilefni þess að hann tók starfið. Vinna stendur nú yfir að fyrstu breiðskífu Silvíu sem stefnt er að því að gefa út í apríl. Í byrjun kemur hún út hér á landi en Crisbin vonast til að koma henni að á er- lendum mörkuðum. „Eins og er stefnum við að Bandaríkjamarkaði, en einnig að Bretlandi og Evrópu,“ segir Crisbin, sem er sannfærður um að Silvía geti slegið í gegn á er- lendri grundu. „Hún er bara svo öðruvísi, sviðsframkoma hennar er engu öðru lík, það er að segja þessi kabarett-stíll og þessi persóna sem hún hefur skapað. Fólk þarf á þessu að halda núna og það eru margir sem eru að reyna eitthvað í þessa átt, til dæmis Robbie Williams,“ segir hann. „En hún minnir mig á David Bowie í hlutverki Ziggy Star- dust, hún er að búa til einhvern karakter og fara með hann eins langt og hún getur. Það má líka nefna Marilyn Manson og Adam and The Ants í þessu sambandi.“ Náist samkomulag um útgáfu plöt- unnar í Bretlandi og Bandaríkj- unum telur Crisbin öruggt að tón- leikaferð fylgi í kjölfarið. Aðspurður segist hann ekki vita hvort Silvía geti náð viðlíka vin- sældum í Bretlandi og vinkonur hennar í Nylon. „Ég heyrði um Ny- lon þegar ég kom hingað en ég hef aldrei heyrt á þær minnst í Bret- landi. Það eru allir hér að segja að þær séu stórt nafn í Bretlandi en ég hef aldrei heyrt á það minnst þar,“ segir Crisbin að lokum. Morgunblaðið/Eggert Töff Sölvi Blöndal, Silvía Nótt og Crisbin á hlustendaverðlaunum FM957. Með nýjan umboðsmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.