Morgunblaðið - 26.01.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 26.01.2007, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Í HNOTSKURN » Kína er þriðja ríkið sembeitt hefur vopnum til að eyða gervihnöttum. » Bandaríkin og Sovétríkinsálugu eyddu gömlum gervihnöttum sínum með eld- flaugum á níunda áratug ald- arinnar sem leið. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is KÍNVERJAR hafa viðurkennt að þeir hafi eytt gervihnetti með eld- flaug fyrr í mánuðinum og hefur það vakið deilu um hvort stefna eigi að alþjóðlegum sáttmála sem banni geimvopn og setji reglur um hvað gera megi í geimnum, meðal annars til að stemma stigu við geimrusli. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur áskilið sér rétt til að fara eigin leiðir í þessum efnum hverju sem líður andmælum annarra þjóða eða alþjóðastofnana. Bush samþykkti í fyrra nýja geim- áætlun og samkvæmt henni áskilja Bandaríkin sér frelsi til aðgerða í geimnum og rétt til að hindra að ríki, sem teljast óvinveitt Bandaríkjun- um, fái aðgang að honum. Í þessari stefnu felst einnig að Bandaríkjastjórn hafnar hvers kon- ar sáttmálum um bann eða takmark- anir við geimvopnum og hún áskilur sér rétt til að þróa slík vopn. Bush hefur beitt sér fyrir metnaðarfullri áætlun um eldflaugavarnir, sem byggjast á gervihnöttum, og banda- ríska varnarmálaráðuneytið vinnur að eldflaugum, leysibúnaði eða ann- arri tækni til að granda gervihnött- um. Þessi stefna kann þó að koma Bandaríkjamönnum í koll síðar því Kínverjar hafa nú sýnt að þeir hafa þróað vopn sem hægt er að beita í geimnum. Þeir geta fræðilega skotið niður njósnahnetti eða aðra gervi- hnetti annarra þjóða, m.a. Banda- ríkjamanna, blossi upp stríð í Asíu, til að mynda vegna deilu um Taívan. Vilja verja yfirburðina Bandarískir hermálasérfræðingar hafa sagt að kínversku geimvopnin, sem hægt er að beita til að granda gervihnöttum, ógni hernaðaryfir- burðum Bandaríkjanna í Asíu. Fréttastofan AFP hafði eftir John Tkacik, fyrrverandi sérfræðingi bandaríska utanríkisráðuneytisins í málefnum Kína, að sá möguleiki að Kínverjar eyddu mikilvægum gervi- hnöttum Bandaríkjahers gæti orðið til þess að bandarísk stjórnvöld yrðu treg til að koma Taívan til varnar ráðist kínverski herinn á eyjuna. Kínversk stjórnvöld líta á Taívan sem uppreisnarhérað, hafa sakað Taívana um að stefna að því að lýsa yfir sjálfstæði og hótað að beita her- valdi til að koma í veg fyrir það. Stuðningsmenn stefnu Bush segja að bandaríski herinn sé orðinn svo háður gervihnöttum að Bandaríkja- menn verði að áskilja sér rétt til að beita öllum ráðum til að verja yfir- burði sína í geimnum. Deilt um bann við vopnum í geimnum                                                         ! !"!# " # #$!  #$! $%&&                                %  '  $  %% '()   *'(+,) ,-+ #  & #    (&  2 34  .  5  0  /  .  3   !"" #"" $"" %"" &"" ' '()     *     + ,""   )       -   #.     )          /                        4*5 7*5 !  8*5 6                   2367893':8;:7$<93:;3=9$6886 !" #$ %&'()   *+ $,#" #$%-'() .  /" #$%/'()  !" #$ 0  + $,#" #$ .  &   >         >        ,          &               .) /0  , 01- !  2'- + 0) 3+),+ + ) ,""')4)  :;9?37%@ 0  %""""             -  )     #1.     )  2        -   -          3)      )* +  * ) + Kína sýnir mátt sinn í geimnum KÍNVERSKIR hjúkrunarfræðingar í borginni Anqing halda á fimm- burum í fanginu á torgi fyrir fram- an rauðan borða þar sem á stendur „Til hamingju: Fimmburarnir fara heim í dag“. Kínversk stjórnvöld ítrekuðu fyrir skömmu að þau myndu ekki hvika frá þeirri stefnu að heimila foreldrum að eignast að- eins eitt barn. Ítrekunin kom í kjöl- far þess að hátt settur opinber emb- ættismaður viðurkenndi að þessi stefna hefði átt þátt í því vandamáli að nú fæðast hlutfallslega of fáar stúlkur miðað við drengi í landinu. AP Fagna fæðingu fimmburanna Tbilisi. AFP. | Stjórnvöld í Georgíu hafa fangelsað rússneskan borgara, Oleg Kíltsagov, fyrir að hafa reynt að smygla auðguðu úrani frá Rúss- landi til landsins og selja það. Kaupandinn þóttist vera fulltrúi herskárra íslamista en í reynd var um að ræða gildru sem Georgíu- menn settu upp í samvinnu við bandarísku alríkislögregluna, FBI. Gildran var sett upp í fyrra eftir langan undirbúning og auk Kíltsa- govs voru þrír Georgíumenn fang- elsaðir. Um var að ræða 100 grömm af efninu og hugðist Kíltsagov fá fyrir það eina milljón dollara, um 70 milljónir króna. Talið er að mun meira magn, 15–20 kíló, þurfi til að smíða raunverulega sprengju. En Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, segir að málið bendi til þess að auðvelt sé að komast yfir auðgað úran á svörtum markaði. Rúss- neskir embættismenn segja að magnið af efninu sé of lítið til að hægt sé að rekja uppruna þess. Rússi reyndi að selja íslamist- um auðgað úran í Georgíu Reuters Handtekinn Oleg Kíntsagov reyndi að selja íslamistum auðgað úran. RISAVAXNAR kengúrur, pokaljón og vambar, poka- birnir á stærð við bíl, lifðu af allar loftslagsbreytingar í Ástralíu en lutu síðan í lægra haldi fyrir manninum er hann kom fyrst til Eyjaálfunnar. Er þetta niðurstaðan af rannsóknum á ótrúlegum fjölda dýrabeina, 400.000 til 800.000 ára gömlum, í hella- kerfi í Suður-Ástralíu en þriðjungur dýranna er nú út- dauður. Talið var í fyrstu, að loftslagið hlyti að hafa ver- ið rakara en ljóst er nú, að svo var ekki. Gróðurinn var samt sem áður miklu meiri. Það breyttist hins vegar fyr- ir um 50.000 árum eða þegar maðurinn kom. Honum fylgdi eldurinn og miklir skógar- og runnaeldar, sem breyttu gróðurfarinu svo mikið, að stóru skepnurnar dóu út. Talið er víst að dýrin hafi í tímans rás fallið niður í hellana um jarðföll og ekki komist út aftur. Fundust fyrstu beinin 2002 og búist er við að mjög mikið af þeim eigi eftir að finnast á komandi árum. Er hellunum líkt við safn sem endurspegli dýra- og náttúrulíf næstum í tvær milljónir ára. Manninum fylgdi eldur og stórkostleg eyðilegging Pokaljón Svona leit það út. BANDARÍSKI herinn hefur í fyrsta sinn sýnt nýtt vopn, svokallaða hita- byssu, en hana má nota gegn óvin- um í hernaði og einnig til að tvístra fjandsamlegum mannfjölda. Byssan, sem er kölluð Þögli vörð- urinn, gefur frá sér ósýnilegan orkugeisla sem veldur skyndilegri hitatilfinningu án þess þó að vera hættulegur. Unnt er beita byssunni úr allt að hálfs km fjarlægð. Stefnt er að því að því að byssan verði tilbúin til notkunar eftir þrjú ár. Smýgur orkugeislinn í gegnum föt og veldur því að hörund þess, sem fyrir verður, hitnar upp í 50 gráður á celsíus. AP Nýja vopnið Geislabyssan eins og hún lítur út uppi á Humvee-jeppa. Geislabyssan er nýtt vopn London. AP, AFP. | Breska stjórnin mun í næstu viku kynna tillögur um ný lög sem kaþólska kirkjan er mjög andvíg en þar er kveðið á um að samkynhneigðum pörum verði leyft að ættleiða börn. Sjálfur vill Tony Blair forsætis- ráðherra að samkynhneigðir hafi þennan rétt ekki síður en annað fólk. Ráðherrann tjáði sig ekkert um það í yfirlýsingu sinni í gær hvort hann myndi heimila ættleiðingarstofnunum á vegum kaþólsku kirkjunnar að fá undanþágu frá lög- unum og meina samkynhneigðum að ættleiða. Alan Johnson menntamálaráðherra sagði hins vegar ólíklegt að slík heimild yrði veitt en bæði kaþólska kirkjan og biskupakirkjan vilja undanþágu. Sagði hann að þá væri gengið gegn anda sjálfra laganna um að tryggja öllum jafnrétti án tillits til kynhneigðar. Samkynhneigðir geti ættleitt Tony Blair MAZDA kemur best út í könnun sem óháð stofnun, Waranty Direct, hefur gert á bilanatíðni í um 450.000 bílum af 33 tegundum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Af tíu efstu voru sjö japanskir. Bilar minnst ALLS létu 315 Danir lífið í umferð- arslysum í fyrra sem er lægsta tala látinna síðan 1946. Manntjónið var 331 árið 2005. Stefnt er að því að koma tölunni niður í 300 árið 2012. Færri dauðaslys NÆRRI fjórðungur Ísraela býr við fátækt. Kemur það fram í miss- erisskýrslu ísraelsku trygginga- stofnunarinnar. Um er að ræða 1,63 milljónir manna og þar af eru börn og unglingar 775.000. Fátækt í Ísrael YFIRMAÐUR hjá Channel 4-sjón- varpsstöðinni segir að hneykslið vegna meints rasisma gagnvart leikkonunni Shilpa Shetty hafi „bjargað“ Stóra bróður-þáttunum frá því að verða leiðindum að bráð. Hneyksli bjargaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.