Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 17
-hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 17 ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is REYKJARMÖKKURINN lá yfir Haifa-stræti í Bagdad á miðvikudag þegar bandarískir hermenn renndu augunum yfir gluggaraðirnar í há- hýsunum í kring í leit að skæðum leyniskyttum á „Sniper Alley“, eða „Skyttusundi“, eins og það er kallað. Íraskir hermenn tóku þátt í aðgerð- inni við það sem var áður iðandi verslunargata í hjarta Bagdad, rétt norður af græna svæðinu svokallaða, víggirtu öryggissvæði írösku stjórn- arinnar í miðborginni. Tugir víga- manna úr röðum súnníta voru sagðir hafa fallið í áhlaupinu. Um helmingur Íraka er undir 18 ára aldri og hefur stór hluti þess fólks orðið illa úti í átökunum. Bardagarnir við þessa fyrrum líf- æð borgarinnar eru á margan hátt táknrænir fyrir stjórnlaust ofbeldið en aðeins sólarhring áður höfðu starfsmenn bandarísks öryggisfyrir- tækis verið skotnir til bana í ein- hverju háhýsinu við líflaust strætið. Eins og breska dagblaðið Inde- pendent, sem hefur verið gagnrýnið á stríðsreksturinn, sló upp á forsíðu sinni í gær þá er Bagdad á margan hátt borg sem er lömuð af ótta. Óbreyttir borgarar geta átt von á að vera dregnir úr bifreiðum við eft- irlitsstöðvar og teknir af lífi fyrir að tilheyra röngu trúarbroti, ef til vill í hefndar- skyni fyrir síð- asta ódæðið. Sprengjudrun- ur eru sagðar daglegt brauð í sumum borgar- hlutum. Því er ástandið við Haifa-stræti ekkert einsdæmi, nú þegar George W. Bush Bandaríkja- forseti boðar 16.000 manna fjölgun í herliðinu í borginni. Eins og reiðialdan í kjölfar aftök- unnar á Saddam Hussein, fyrrver- andi forseta, 30. desember sl., minnti á fer gjáin á milli súnníta og sjíta breikkandi, eftir nær linnulausar hefndaraðgerðir á víxl í kjölfar árás- ar á Askariya-moskuna, einn mesta helgidóm sjíta, í febrúar 2006. Erlendir ríkisborgarar sjást varla lengur á götum úti, enda vaða of- beldismenn og mannræningjar uppi. Ótti súnníta við stórsókn sjíta? Þeirra á meðal eru glæpagengi í Mehdi-hernum, um 60.000 manna herliði róttæka sjítaklerksins Moqt- ada al-Sadr, en blaðamaður Inde- pendent segir súnníta hafa fyrir um hálfum mánuði óttast stórsókn sjíta, sem ætlað væri að hrekja þá á brott. Pólitískir samherjar Sadr sam- Linnulaust blóðbað í borg ótta og þjáninga Bagdadbúar búa við stöðuga ógn af ofbeldismönnum og börnin líða fyrir skort á næringarefnum og heilsugæslu þykktu hins vegar nýja öryggisáætl- un Nuri al-Malikis forsætisráðherra í gær, tímamót sem kunna að reyn- ast mikilvægur liður í að koma á stöðugleika í höfuðborginni. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, áætlar að um helmingur írösku þjóðarinnar sé undir 18 ára aldri. Óttast er um heilsufar þessa hóps og fyrir skömmu vakti bréf sem var undirritað af um hundrað lækn- um heimsathygli, en þar var Írak sagt hafa breyst úr landi þar sem heilsugæsla var til fyrirmyndar í þriðja heims ríki í þessu tilliti. Hundruð barna voru sögð deyja vegna skorts á einföldum lyfjum og þau, sem stríddu við sálræna erfið- leika vegna ástandsins, væru ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Lífslíkur barna eru ekki miklar og áætla samtökin Save the Children, að 59 af hverjum 1.000 nýfæddum börnum í Írak deyi vegna afar slæms aðbúnaðar á sjúkrahúsum. Viðvarandi rafmagnsleysi í Bagd- ad vegna árása vígamanna hefur gert illt verra, íbúar geta ekki lengur treyst á að geta hreinsað vatn með suðu, fyrir utan sýkingarhættu vegna niðurníðslu holræsakerfisins. Líkt og Morgunblaðið hefur rakið, hefur verið mikill fólksflótti frá Írak eftir innrásina 2003 og hefur lækn- um í landinu fækkað um allt að helm- ing frá upphafi hennar. Moqtada al-Sadr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.