Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 12

Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FÆRRI foreldrar barna í níunda og tíunda bekk grunnskóla landsins vissu hvað börn þeirra aðhöfðust á laugardagskvöldum á sl. ári en árið 2003 og svo virðist sem félagslegt taumhald sé á undanhaldi, sam- kvæmt niðurstöðum úr könnun Rannsóknar & greiningar, Ungt fólk 2006, þar sem líðan og hagir nemenda voru til rannsóknar. Eftirlit foreldra með unglingum hefur jákvæð áhrif á lífstíl þeirra og dregur úr líkum á að þeir byrji að nota vímuefni. Í könnun R&G kem- ur fram að hlutfall pilta og stúlkna sem notað hafa hass einhvern tím- ann á ævinni lækkar jafnframt því sem þau segja foreldra sína vita oft- ar hvar þau eru á laugardags- kvöldum. Tæp 35% stúlkna sem svöruðu því til að foreldrar þeirra vissu nán- ast aldrei hvar þær væru á laug- ardagskvöldum höfðu notað hass en af þeim stúlkum sem sögðu foreldra sína nær alltaf vita hvar þær væru höfðu aðeins tæp 3% notað hass. Af piltunum er sömu sögu að segja, af þeim sem sögðu foreldra sína nær aldrei vita hvar þeir væru á laug- ardagskvöldum höfðu rúm 22% not- að hass en til samanburðar höfðu tæp 4% þeirra pilta, sem sögðu for- eldra sína nánast alltaf vita hvar þeir væru sömu kvöld, notað hass. Hins vegar verður að taka fram að vímuefnanotkun unglinga í níunda og tíunda bekk hefur dregist mjög saman frá árinu 1998. Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, segir það sjáanlegt að félagslegt taumhald hafi minnkað og það sé vissulega áhyggjuefni. „Það er eitthvað sem við þurfum að staldra við og hugsa um hvort við séum að stefna í rétta átt. Við höfum náð mjög góðum ár- angri á undanförnum árum í því að koma skilaboðum til foreldra um að eyða meiri tíma með börnum sínum og við sjáum aukningu yfir tíu ára tímabil. Að undanförnu hefur þó að- eins losnað um þetta aftur.“ Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könn- unin var gerð svöruðu spurninga- listanum. Samtals fengust gild svör frá 7.430 nemendum, þar af 3.612 piltum og 3.620 stúlkum, en 198 nemendur gáfu ekki upp kyn sitt. Heildarsvarhlutfall var 80,1%. Lægstar einkunnir hjá þeim sem reykja Lengi hefur legið fyrir að áhættu- hegðun unglinga og áhugi á námi eru þættir sem tengjast með nei- kvæðum hætti. Í niðurstöðum um fylgni vindlingareykinga og náms- árangurs kemur t.a.m. bersýnilega í ljós að hlutfall nemenda sem reykja daglega er hæst meðal þeirra sem sýna lakastan námsárangur en lægst meðal þeirra sem standa sig best í námi. Í hópi þeirra pilta sem lægstar einkunnir fá, en námsárangri var skipt í fjóra flokka í rannsókninni, reykja 14,6% daglega en samsvar- andi hlutfall er 6,2% hjá þeim sem eru í næstlægsta fjórðungi. Af þeim piltum sem fá hvað hæstar einkunn- ir reykja svo aðeins 1,5% daglega. Þróunin er svipuð í hópi stúlkna þar sem 22,8% í lægsta fjórðungnum reykja daglega en 1,5% í þeim hæsta. Einnig er neikvætt samband milli góðs námsárangurs og þess að fara í partí mánaðarlega eða oftar. Tæp 42% stúlkna í lægsta fjórðungi námsárangurs fara í partí mán- aðarlega eða oftar og 33,5% pilta en hlutfallið lækkar jafnt og þétt eftir því sem námsárangur batnar. Þann- ig sækja 18,5% pilta partí í hópi þeirra sem best standa sig og 24,6% stúlkna. Hlutfall nemenda sem fara viku- lega eða oftar í partí hefur hækkað síðan árið 2003, úr 7,3% í 7,8%, en það er enn töluvert langt frá því sem var árið 1997 þegar 10,5% nem- enda í níunda og tíunda bekk grunnskóla fóru vikulega eða oftar í partí. Kaffihúsaferðum fjölgar Þegar rýnt er í fleiri niðurstöður kemur í ljós að kaffihúsaferðum ungmenna hefur fjölgað talsvert frá árinu 1997. Þá fóru 2,1% nemenda vikulega eða oftar á kaffihús. Sú tala hækkaði upp í þrjú prósent árið 2003 en var á síðasta ári 4,5%. Þá virðast nemendur vera farnir að lesa meira af bókum öðrum en skólabókum og hefur hlutfall þeirra sem eyða engum tíma í að lesa bæk- ur lækkað úr 37,2% árið 2000 í 34,8% árið 2006. Þeim sem engum tíma eyða í að lesa dagblöð í viku hverri hefur hins vegar fjölgað úr 15,4% árið 2000 í tæp 24% árið 2006, og þeim sem eyða fjórum klukkustundum á viku eða meira í lestur dagblaða hefur fækkað úr 8,5% í 5,7%. Þróun í lestri tímarita er sambærileg en þeim nemendum sem eyða engum tíma í lestur tímarita hefur fjölgað úr 20,4% árið 2000 í rúm 29% árið 2006. Fleiri ætla í framhaldsnám Aðsókn ungmenna í framhalds- nám hefur aukist mikið á und- anförnum árum og virðast engar breytingar verða á því. Yfirgnæf- andi meirihluti unglinga af báðum kynjum ætlar að fara í áframhald- andi nám að loknum grunnskóla, þ.e. um 90% stúlkna og 75% pilta, og 22% pilta og 8% stúlkna hyggjast leggja stund á iðn- eða verknám. Þá stefna flestir nemendur á há- skólamenntun og hefur hlutfall þeirra breyst mikið á síðasta ára- tug. Árið 1997 töldu tæp 52% pilta og tæpt 51% stúlkna mjög líklegt að þau færu í háskólanám síðar í lífinu en hlutfallið hefur hækkað upp í tæp 70% meðal pilta og rúm 77% meðal stúlkna árið 2006. Eru hlut- föllin í samræmi við fjölgun kvenna miðað við fjölda karla sem nú sækja háskólanám hér á landi. Foreldrar eyða minni tíma með börnum sínum Í HNOTSKURN »Könnunin var gerð aðbeiðni menntamálaráðu- neytisins og tekur til lífshátta nemenda í níunda og tíunda bekk grunnskóla. »Þeir unglingar sem vinnameð námi virðast verja meiri tíma til vinnu í hverri viku nú en áður, en hlutfall unglinga sem vinna með skóla er óbreytt. »Þeir unglingar sem segjastvera frekar eða mjög ósammála því að þeim finnist þeir heilsuhraustir eru mun líklegri til að reykja daglega. Ungmenni sem eru allajafna undir eftirliti foreldra sinna, verja með þeim miklum tíma og fá stuðning eru lík- legri til að ná góðum námsárangri.                                       !"  !#   $ %& % ' $ (            )     *+                               %        % ,  LÖGREGLAN á Vestfjörðum hefur undanfarið fengið tilkynningar, einkum frá unglingsstúlkum á Ísa- firði, um að ókunnur karlmaður eða karlmenn biðji um leyfi til að spjalla við þær á MSN-spjallrásinni á Net- inu og þegar það er fengið bera þeir sig í vefmyndavél sem er tengd við forritið. Viðkomandi hafa gefið upp fölsk nöfn en vonir standa til að hægt sé að komast að því um hverja er að ræða, að sögn Önundar Jónssonar yfirlög- regluþjóns. Í gær hafði enginn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Athæfi sem þetta, að bera sig fyrir framan börn, getur verið refsivert og varðað við kynferðisbrotakafla al- mennra hegningarlaga. Umgangist Netið með varúð Lögreglan hvetur ungmenni til að umgangast Netið af mikilli varúð og tala aldrei við þá sem þau ekki þekkja og alls ekki gefa ókunnugum persónulegar upplýsingar um sig. Lesa má nánar um öryggi á Netinu á vefnum www.saft.is. Bera sig í MSN- spjalli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi stuðningsyfirlýsing við Margréti Sverrisdóttur frá fulltrú- um í miðstjórn Frjálslynda flokksins þar sem segir m.a.: „Á undanförnum árum hefur henni verið treyst fyrir trúnaðar- störfum á vegum flokksins og hefur hún reynst traustsins verð. Margrét er ötull baráttumaður jafnréttis og mannréttinda, hún berst fyrir rétt- indum allra þjóðfélagsþegna. Hún er heiðarleg, málefnaleg og framsýn. Margrét hefur verið einn helsti máttarstólpi flokksins og sýnt fram á ótvíræða forystuhæfileika sína og getu til að skapa jákvæð tengsl við fólkið í landinu. Við sem höfum starfað með Mar- gréti berum virðingu fyrir störfum hennar og þeim krafti sem í henni býr. Við undirrituð hörmum hvernig staðan er orðin í flokknum og hvetj- um alla til að leggja hönd á plóginn til sátta. Daníel Helgason, Kjartan Egg- ertsson, Sólborg Alda Pétursdóttir, Svanur Sigurbjörnsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Wiium, Ólafur F. Magnússon.“ Stuðningur við Margréti Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TVEIR íþróttamenn innan Íþróttasambands Íslands urðu uppvísir að því í fyrra að hafa tekið stera en í báðum tillvikum var um að ræða rúmlega tvítuga íshokkímenn úr félag- inu Birninum. Formaður lyfjaráðs ÍSÍ segist lítið verða var við steranotkun meðal íþrótta- manna í hefðbundnum greinum og segir að notkunin virðist meira tengjast líkamsræktar- og lyftingastöðvum. Í liðinni viku lögðu tollverðir í Reykjavík hald á um 13.000 steratöflur sem talið er víst að hafi verið ætlaðar til sölu. Væntanlega er því eftirspurn eftir sterum hér á landi, þrátt fyrir að sífellt fleiri rannsóknir leiði í ljós hversu bráðóholl og hættuleg steranotkun er. Í fyrra voru tekin 150 lyfjapróf á vegum lyfjaráðs ÍSÍ og sem fyrr segir greindust sterar hjá tveimur. Menntamálaráðuneytið hefur aukið fjárveitingu sína til lyfjaráðs úr 7,5 milljónum í 10 milljónir sem gerir því kleift að fjölga prófunum í 170–175 og jafn- framt auka mjög fræðslu um hætturnar sem fylgja notkun stera og annarra ólöglegra efna. Draga eða velja einstaklinga í prófin Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segist ekki sjá merki um aukna steranotkun og þótt tveir hafi fallið í fyrra segi það ekkert um þróunina. „Við sjáum ekki mikið af stera- notkun í þessum hefðbundnu íþróttagrein- um,“ segir hann. Eftirlit lyfjaráðs er bundið við aðildarfélög ÍSÍ og því fellur t.d. keppni í hreysti ekki undir eftirlitið. Eftirlitsmönnum hefur á hinn bóginn verið boðið að taka lyfja- próf í keppni á vegum IFBB, sem haldin er á Akureyri. Enginn keppenda hefur fallið sl. tvö ár. Lyfjaráðið hefur hins vegar aldrei fengið boð frá aðilum sem halda svokallað Icefitness-mót. Tvær aðferðir eru notaðar til að ákveða hverjir fara í lyfjapróf, að sögn Skúla, annars vegar með því að velja nöfn af handahófi og hins vegar með því að eftirlitsmenn velji þá úr hópnum sem þeir telja ástæðu til að prófa. Skúli segir að í máli sem kom upp í bikarleik Handknattleikssambands Íslands í vetur hafi komið upp ákveðinn misskilningur um hvern- ig valið fer fram og því verið haldið fram að verið væri að leggja tiltekna einstaklinga í einelti. Leikurinn sem um ræðir var á milli Þróttar Vogum og Stjörnunnar. Eftir lok leiksins hugðust eftirlitsmenn fá tvo Þróttarmenn í lyfjapróf. Báðir voru á leikskýrslu, annar sem leikmaður en hinn sem starfsmaður. Menn- irnir neituðu báðir að taka prófið og segir Skúli að starfsmaðurinn hafi átt rétt á því enda hans að ákveða hvort hann felldi sig undir lyfjareglur ÍSÍ. Mál leikmannsins er al- varlegra og mun dómstóll ÍSÍ taka mál hans fyrir von bráðar. Mennirnir tveir kepptu stuttu síðar í keppninni um sterkasta mann í heimi, staðfestir Skúli. Sterar fundust hjá tveimur í fyrra  Formaður lyfjaráðs verður lítið var við steranotkun í hefðbundnum íþróttagreinum  Stefnt er að því að fjölga prófum í 170–175 á þessu ári og auka fræðslu um hversu óholl og hættuleg steranotkun er Morgunblaðið/Árni Torfason ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.