Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  -  ,    -&.,/  !0 & !1               ! "# $   % $$ &   #'     ( $  ) *!$ + , - . / 0, ( $  ' .( $ - .  1   1  #   2  !3%4 5 #65(  7      ! *8  # ,   9  .   ).,  9  .   :;6  <1= % >?!  >?,,, !4 &4  @ &4  "#!$ %! &'(' 25 + , 24 .  )*+,$ %!  )%  .  ) !46   -!%'. ! /                                                                             ). 3 4$  . , >(4 A $ . ,B /  2                                       3      3 3  3 3 3 3 3                          3   3 3                        3    3 3    @4$  A $C! >) D ,   #6&. 4$       3   3 3  3 3 3 3 3 2A4  4$4 : . E 2F         #>2* G =     H H  <1= 2 $$      <1= /& :$$      9H*= GI J      ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 0,14% og var 6875 stig við lokun markaða. Bréf Glitnis hækkuðu um 0,81%, bréf Landsbankans um 0,34% og bréf Eimskips um 0,3%. Bréf Mosaic lækkuðu um 2,07% og bréf Atlantic Petrolium um 1,63%. Hlutabréf lækkuðu JÓN Sigurðsson, forstjóri Össurar, er einnig staddur á heimsviðskipta- ráðstefnunni í Davos en eins og kom fram í Við- skiptablaði Morg- unblaðsins í gær eru þar staddir Björgólfur Thor Björgólfsson, Ólafur Elíasson og Jón S. von Tetzchner. Jón var einnig í Davos í fyrra, er stoðtækjafyr- irtækið var kjörið í hóp frumkvöðla á tæknisviðinu, Technology Pioneers. Verður Jón meðal ræðumanna í dag í dagskrárlið Young Global Leaders og er þar í fríðum hópi. Frægastir eru stofnendur Google-leitarvél- arinnar, þeir Larry Page og Sergey Brin. Munu þeir ásamt Jóni og fleir- um ræða hvernig uppfinningar geta stuðlað að framþróun í heiminum. Jón hjá Öss- uri í Davos Jón Sigurðsson ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● TAP bandaríska bifreiðaframleið- andans Ford Motor nam 5,8 millj- örðum Bandaríkjadala, 400 millj- örðum króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Nemur tap félagsins á síðasta ári 12,7 milljörðum dala, 875 milljörðum króna. Tap Ford nemur 3,05 dölum á hlut. Á fjórða ársfjórðungi 2005 nam tap félagsins 74 milljónum dala eða 4 sent á hlut. Mikið tap hjá Ford FASTEIGNAMARKAÐURINN á Íslandi er að ná jafnvægi, að mati Björns Þorra Viktorssonar, for- manns Félags fasteignasala, en í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins kemur fram að árið 2006 tók að hægja á og síðan draga úr eftirspurn á íbúðamarkaði. Er sagt frá þessu í vefriti ráðuneyt- isins. Segir í vefritinu að nafnverð íbúða hafi staðið sem næst í stað frá miðju síðastliðnu ári, en raunverð miðað við neysluvísitölu hafi tekið að lækka. Hraði verðbreytinga hafi einnig minnkað óðfluga og hafi í des- ember 2006 verið kominn undir verð- bólgu mælda með vísitölu neyslu- verðs. Gerir ráðuneytið ráð fyrir samdrætti íbúðafjárfestinga árið 2007 upp á um 5%. Árið 2008 er spáð að íbúðafjárfesting dragist minna saman, eða um tæp 2%. Í vefritinu er tekið fram að eftir mikla aukningu á framboði nýrra fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár hafi sú staða nýlega komið upp að nokkuð er um óseldar nýjar eignir. Sækir í jafnvægi Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir fast- eignamarkaðinn vera að ná jafnvægi eftir umrót undanfarinna ára. „Mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhús- næði olli því að fasteignaverð hefur hækkað mjög hratt undanfarin ár, en nú er markaðurinn farinn að ná jafnvægi og breytingar á verðþróun endurspegla það.“ Björn Þorri vekur einnig athygli á því að fasteigna- markaðurinn hefur ekki þurft að þola þá miklu verðlækkun sem sumir greiningaraðilar spáðu á síðasta ári. Hægir á eftirspurn Fasteignamarkaðurinn að ná jafnvægi eftir umrótstímabil síðustu ára, segir formaður Félags fasteignasala Í HNOTSKURN » Þenslan á íbúðamarkaðináði hámarki árið 2005 þegar aukning veltu náði 75% og hækkun nafnverðs náði tæpum 40% um tíma. » Ástæður hækkananna mám.a. rekja til umframeftir- spurnar eftir húsnæði. VEGNA fréttar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um samning Auglýsingamiðlunar við birtinga- fyrirtækið Mindshare sendi Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður ABS fjölmiðlahúss, eftirfarandi at- hugasemd: „Mindshare leitaði aldr- ei til ABS fjölmiðlahúss um sam- starf eins og skilja mátti af fréttinni í gær. Slíkt samstarf hefði aldrei komið til álita þar sem ABS fjöl- miðlahús hefur um 5 ára skeið haft samstarfssamning við OMD sem er eitt þekktasta birtingafyrirtæki veraldar. OMD hefur sinnt við- skiptavinum ABS erlendis og ABS hefur þjónustað viðskiptavini OMD á Íslandi allan þann tíma.“ Í umræddri frétt var ranghermt hver velta MindShare væri árlega, en hún er 24 milljarðar dollara, um 1.700 milljarðar íslenskra króna. Leitaði ekki eftir samstarfi HÓPUR fjárfesta undir forystu Kaupþings banka hefur keypt bresku tískuvörukeðjuna Phase Eight fyrir 51,5 milljónir punda, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Í frétt á vef Times kemur fram að meðal fjárfestanna séu fasteignajöf- urinn Robert Tchenguiz, Ian Findlay, forstjóri og fjármálastjóri Jane Norman-keðjunnar en Kaup- þing banki á hlut í henni auk Michael Rahamim, fyrrum forstjóra Kookai. Stærsti eignarhluturinn mun þó verða í höndum Kaupþings banka. Verslun fjölgað verulega Barclays Private Equity kom að kaupum að Phase Eight ásamt nú- verandi stjórnendum fyrir um tveimur árum og átti um 72% hlut í Phase Eight. Barclays-sjóðurinn ríður vel feitum hesti frá viðskipt- unum því það keypti tískukeðjuna fyrir um 3,7 milljarða króna. Talið er að Phase Eight sé rekið með um 880 milljóna hagnaði á ári og að velta keðjunnar sé um 6,3 milljarðar. Samkvæmt heimildarmönnum Times hafa Kaupþing banki og með- fjárfestar sett stefnuna á að fjölga verslunum keðjunnar í eitt hundrað en þær eru nú 56 talsins. Eins er tal- ið að nýr forstjóri verði fenginn til að stýra tískukeðjunni en að öðru leyti verði stjórnendateymi hennar óbreytt. Kaupþing banki kaupir Phase Eight í Bretlandi Tíska Fyrirsæta í léttum fatnaði frá Phase Eight í Bretlandi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn „Við byggðum bústaðinn frá grunni og förum í hann allan ársins hring. Þess vegna keyrir maður oft í gegnum ýmislegt sem venjulegir fólksbílar ráða ekki við.“ Subaru eigendur vita að hann er allt öðruvísi en aðrir bílar. „Hann er hærri en venjulegur jepplingur svo maður kemst út um allt. Sumir keyra jepplinga, ég keyri felujeppa.“ Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess að koma fyrst og reynsluaka Subaru. www.subaru.is „Hey, þetta er Ísland“ Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Forester 2.490.000,- Forester PLUS 2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Subaru er á sérlega góðu verði þessa dagana og að sjálfsögðu fylgja frí vetrardekk með. Komdu og reynsluaktu Subaru í dag! J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • S ÍA L jó s m .: T o r f i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.