Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ BAUGSMÁLIÐ Morgunblaðið/Sverrir Lögmenn fagna Hæstiréttur sýknaði í gær fjóra sakborninga í Baugsmálinu svonefnda, af sex ákæruliðum sem stóðu eftir af upphaflegri ákæru í málinu. Staðfesti dómurinn þannig niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Lög- mennirnir Gestur Jónsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Jakob Möller voru ánægð með dóm Hæstaréttar. „ÉG er afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu og hún er reynd- ar í samræmi við það sem maður hefði búist við,“ sagði Gestur Jóns- son, lögmaður Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, í gær. „Ég hef verið sannfærður um það lengi að þetta er eðlileg og rétt niðurstaða.“ Hann sagði ákæruvaldið auðvitað ekki hafa annað markmið en að fá hið sanna fram og hann tryði ekki öðru en ákæruvaldið væri alltaf sátt þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Ekki minnsti möguleiki á sakfellingu fyrir lántökur Spurður um þýðingu dómsins frá því í gær, fyrir málarekstur fyrir héraðsdómi þar sem endur- ákært er í 18 liðum og áður var vís- að frá dómi, sagði Gestur: „Héraðsdómur er nú staðfestur en forsendurnar eru nokkuð aðrar í dómi Hæstaréttar.“ Hann fengi ekki séð, eins og þessi úr- lausn lægi fyrir, að minnsti möguleiki gæti verið á sakfellingu í héraði, í þeim ákæru- liðum sem varða lántökur. Jafnframt sagði Gestur þó, að hefðu forsendur héraðsdóms verið staðfestar, hefði verið beinlínis fráleitt að halda lengur fram þeim ákæru- liðum. Lögin ekki nógu skýr til að hægt sé að refsa eftir þeim „Hæstiréttur gerir það skýrt að þegar kemur að refsiréttinum verður hugtakið lán ekki skýrt í víðtækri merkingu,“ sagði Gest- ur sem reyndar útilokaði ekki að í skilningi félagaréttar gæti skýr- ingin orðið önnur. Hann benti þó á grundvallar- regluna sem bundin er í stjórnar- skrá, um skýrleika refsiheimilda. Refsiregla þyrfti að vera skýr svo fólk gæti vitað til hvers ríkisvaldið ætlaðist af því og hægt væri að refsa fyrir að brjóta gegn því ann- að hvort af ásetningi eða gáleysi: „Það er svolítið erfitt að nálgast þá hugsun að þegar þrír héraðs- dómarar, eins og var í héraðsdómi í þessu máli, hafa skilgreint 104. gr. hlutafélagalaga með þeim hætti að hún nái ekki til lána sem eru þáttur í viðskiptum, eigi eitt- hvað annað í refsimáli að gilda gagnvart einstaklingnum Jóni Ás- geiri. Ef dómararnir gátu skilið hana svona, hlýtur að hafa verið afsakanlegt fyrir hann að gera það líka, hvort sem sá skilningur var rangur eða réttur,“ segir Gestur Jónsson. „Þetta er eðlileg og rétt niðurstaða“ Gestur Jónsson ÞAÐ er alltaf gott að málum skuli ljúka og nú er þessum hluta málsins lokið,“ sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, á leið út úr réttarsal í Hæstarétti í gær. Þá sagði hann það aldrei áfall fyrir ákæruvaldið þegar dómur félli; ákæruvaldið sinnti einfaldlega lög- boðnum verkefnum. „Málinu hefði ekki verið áfrýjað nema af því ákæru- valdið taldi að það þyrfti að láta reyna á hvort þessi nið- urstaða stæðist og hvort dóminum yrði snúið við. Nið- urstaða héraðsdóms stendur en eftir er að meta hvort allar forsendur hans hafi staðist. Það skiptir líka máli.“ Ákæruvaldið að einhverju leyti náð markmiðum Sigurður sagði nánar um forsendurnar í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi: „Í héraðsdóminum var komist að niðurstöðum um lánveitingar.“ Komið hefði verið með skilgreiningu á inntaki ólögmæts láns, sem ákæruvaldið hefði ekki sætt sig við. „Hefðu þær forsendur staðið óhagg- aðar hefðu þær haft mjög mikil áhrif á þá ákæruliði sem nú eru fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur og þurft að falla frá nokkrum þeirra.“ Það væri hins vegar mat ákæruvaldsins að eftir þennan dóm Hæsta- réttar væru þessar forsendur ekki lengur fyrir hendi og þessu enn ósvarað. „Að þessu leyti náði ákæruvaldið markmiði sínu þótt dómsniðurstaðan sé sú sama.“ Ekki allar forsendur héraðsdóms staðist Sigurður Tómas Magnússon ÉG held að það sé erfitt að gera sér í hugarlund hvernig það er fyrir fólk að sæta lögreglurannsókn og þurfa að verjast fyrir dómi í þetta langan tíma,“ sagði Kristín Ed- wald, lögmaður nöfnu sinnar Jóhannesdóttur sem nú hefur verið sýknuð í Baugsmálinu. „Líka eins og í þessu tilfelli, þegar fólk er fullvisst um sakleysi sitt og það að málinu muni ljúka með sýknudómi.“ Niðurstöðuna segir hún „náttúrulega“ ekki hafa kom- ið sér á óvart. „Kristín hefur alltaf haldið sakleysi sínu fram staðfastlega og ég er fegin að það er loks komin endanleg niðurstaða í þetta mál.“ Kristín Edwald sagði niðurstöðu dómsins frá í gær vissulega góðar frétt- ir. „En það skyggir á gleðina að mér er auðvitað ofarlega í huga það sem umbjóðandi minn hefur mátt þola og ganga í gegnum vegna þessa máls, frá því í ágúst 2002.“ Margra ára þolraunir skuggi á gleðinni Kristín Edwald ÞÓRUNN Guðmundsdóttir var verjandi endurskoðend- anna tveggja, Önnu Þórðardóttur og Stefáns Hilmars Hilmarssonar. Aðspurð um ummæli í dómi Hæstaréttar, að það væru í raun mistök ákæruvaldsins sem leiddu til sýknunnar, ítrekaði Þórunn að meðal annars hefðu umrædd mistök leitt til sýknudóms. „Þegar af þessari ástæðu var sýkn- að, má segja. En það er ekki þar með sagt að ef saksókn- arinn hefði ekki klúðrað þessu og spurt út í allar þessar færslur hefði ekki verið sýknað,“ sagði Þórunn sem var afdráttarlaus um að „… það hefði verið sýknað hvort sem er“. Í raun hefði ákæruvaldið bara „verið að gá hvort ekki væri hægt að fiska eitthvað“ með áfrýjuninni, sem augljóslega hefði ekki tekist. „Mitt fólk kom fyrst til yfirheyrslu í janúar 2003, svo þetta er búið að vera fjögurra ára þrautaganga,“ sagði Þórunn. Fjögurra ára þrautaganga Þórunn Guðmundsdóttir JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sendi frá sér eftirfarandi yf- irlýsingu í gær um dóm Hæstarétt- ar: „Þetta er mjög ánægjuleg niður- staða og í samræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu að myndi gerast. Í sjálfu sér er ekki mikið meira að segja á þessari stundu annað en það, að núna eru komnar fram lyktir í því máli sem þeir félagar Haraldur Jo- hannessen og Jón H.B. Snorrason fóru af stað með, þegar þeir réðust inn í Baug 28. ágúst árið 2002. Fyrst henti Hæstiréttur 32 ákærulið- um frá og nú hefur verið sýknað í þeim átta liðum sem eftir stóðu. Sérstakur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, var skipaður í málið og í stað þess að meta það sjálfstætt hélt hann þessari vitleysu áfram. Hann flutti það sem eftir var af ákærunni í héraði og fyrir Hæstarétti. Við flutning málsins í Hæstarétti í síðustu viku viðhafði hann mjög ósmekkleg og ómakleg um- mæli um mig og líkti mér við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnum sem honum væri treyst fyrir. Sýknudómur Hæstaréttar í dag leiðir á hinn bóginn í ljós að það er hann sjálfur, Sigurður Tómas, sem er hinn eiginlegi fjósamaður í málinu. Hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H.B. Snorrason skildu eftir sig þegar þeir hrökkluðust frá málinu.“ Ánægjuleg niðurstaða Jón Ásgeir Jóhannesson ÞETTA er stór dagur sem maður hefur beðið eftir í fjög- ur ár,“ sagði Stefán Hilmar Hilmarsson endurskoðandi í gærkvöldi. „Það er langur tími í svona máli.“ Aðspurður um líðan sína nú þegar Baugsmálinu er lokið hvað hann snertir sagði hann sér líða „bara mjög vel með dóminn frá því í dag, sem náttúrlega er staðfest- ing á héraðsdómi frá því fyrir tæpu ári“. Í sjálfu sér væri ekkert nýtt í dómnum. En hvað fannst honum um að mistök ákæruvaldsins væru tilgreind í dómi Hæstaréttar sem meginástæðan fyrir sýknu endurskoðendanna tveggja? „Ég tel að þetta sé staðfesting á dómi héraðsdóms og ekki kemur annað fram en að sá dómur sé efnislega réttur. Hann var mjög yfirgripsmikill og vandaður og er staðfestur þótt inn komi nýtt innlegg í málinu um vinnu- brögð saksóknarans.“ Það innlegg segir Stefán ekki koma sér á óvart. „Því vinnubrögð saksóknara öll þessi ár tóku mið af því að þeir voru bún- ir að gefa sér niðurstöðu og öll þeirra vinna gekk út á að sýna fram á hana. Málið var aldrei rannsakað af hlutlægni eins og þessir aðilar eiga að gera. Þannig að allar þær skýringar sem hinir grunuðu í málinu komu með voru aldrei rannsakaðar. Og þess vegna fer málið svona fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, það tapast. Það er bara þannig.“ „Málið var aldrei rannsakað af hlutlægni“ Stefán Hilmar Hilmarsson HÆSTIRÉTTUR Íslands sýknaði í gær fjóra sakborninga í Baugsmálinu svonefnda af öllum sex ákæruliðum sem stóðu eftir af upphaflegri ákæru í málinu. Staðfesti Hæstiréttur þannig niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. mars 2006, en dómi héraðsdóms var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins til Hæstaréttar hinn 22. sama mánaðar. Í málinu voru systkinin Jón Ásgeir og Krist- ín Jóhannesbörn ákærð og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórð- ardóttir. Ákæruatriðin lutu annars vegar að meintum lögbrotum við gerð ársreikninga Baugs á árunum 1998–2001 og hins vegar að innflutningi Jóns Ásgeirs og Kristínar á tveim- ur bílum til landsins á árunum 1999 og 2000. Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum sak- borninga og lögmanna þeirra auk setts rík- issaksóknara, Sigurðar Tómasar Magnús- sonar, við niðurstöðu Hæstaréttar. Sýknuð af öllum ákærum í Baugsmálinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.