Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn hafa stofnað sameiginlegt dansleik- hús. Þar gefst framúrskarandi þátttakendum í Dansleikhús- samkeppni LR og íd kostur á að vinna áfram að sínum hug- myndum með hópi listafólks úr röðum leikfélagsins og dans- flokksins. Marta Nordal og Peter Anderson leiða fyrsta verkefni dansleikhússins. Nú er efnt til samkeppni um nafn á hið nýstofn- aða dansleikhús og geta þeir sem hafa áhuga nálg- ast allar upplýsingar á heimasíðu Borgarleikhúss- ins, www.borgarleikhus.is. Nafnasamkeppni Auglýst eftir nafni á nýtt dansleikhús Peter Anderson HILMAR Örn Hilmarsson er tilnefndur til Genie-kvik- myndaverðlaunanna. Hilmar Örn fær tilnefningu fyrir tón- list við kvikmyndina Bjólfs- kviðu eftir Sturlu Gunnarsson og keppir við tónskáldin Jean Robitaille, Michel Cusson, Pierre Desrochers og Norm- and Corbeil. Bjólfskviða hlýtur einnig tilnefningar fyrir kvik- myndatöku (Jan Kiesser) og hljóðvinnslu (Jane Tattersall, Barry Gilmore, David McCallum, Donna Powell, Dave Rose). Verðlaunaafhendingin fer fram í Toronto 13. febrúar næstkomandi. Kvikmyndir Hilmar Örn tilnefndur til Genie Hilmar Örn Hilmarsson PÓLSKI rithöfundurinn Ryszard Kapuscinski lést sl. þriðjudag, 74 ára að aldri. Kapuscinski var oft orðaður við nóbelsverðlaunin, hvað sterkast árið 2005, en hann skrifaði bækur sem eru á mörkum skáldskapar og blaðamennsku. Frægasta bók hans er Keisarinn sem fjallar um hnignunarskeið hinnar tíma- skekktu stjórnar Haile Selassie í Eþíópíu. Bæk- ur um fall Mohammad Reza Pahlavi, síðasta Ír- anskeisara, og síðustu daga Sovétríkjanna hafa notið viðlíka vinsælda. Bókmenntir Ryszard Kapusc- inski látinn Ryszard Kapuscinski Sjónræn veisla frá þjóðsagnakenndum vídeólistamanni á „Guggenheim heima-manna.““ Á þessum jákvæðu orðum hefst um- fjöllun um sýningu listakonunnar Steinu Vasulka, sem fædd er á Íslandi, en sýningin stendur nú yfir í Pixel Gallery í Búdapest í Ungverjalandi. Það er vefsíða dagblaðsins The Budapest Sun sem fjallar um sýningu Steinu á fimmtudaginn og er fyrirsögnin „Steina’s spheres out of this world“. Greinarhöfundurinn, Beáta Hock, heldur áfram og spyr lesendur hvort þeir hafi vitað að í Búda- pest megi finna litla útgáfu af Guggenheim- safninu í New York borg. „Þetta skemmtilega leyndarmál inniheldur nú sýningu Steinu Vasulka í Pixel Gallery í Húsi framtíðarinnar í höfuðborg Ungverjalands. Eftir að settar hafa verið upp sýningar með nokkrum frumkvöðlum og merkustu vídeó- listamönnum heims, eins og Peter Callas, Ulrike Rosenbach og Tamás Waliczky má nú sjá sýningu Steinu, sem fædd er á Íslandi,“ skrifar Hock. Tuttugu skjáir Vídeóserían á sýningunni ber titilinn Spheres og var þróuð frá eldri verkum til að laga að rým- inu í Pixel Gallery segir í greininni. „Á sýningunni má sjá tuttugu flatskjái sem fylgja hringlaga og hallandi braut. Á hverjum skjá er hnattlaga flötur sem hringsnýst. Verkin bregðast við breytingum í umhverfinu þar sem þau eru staðsett – í þessu tilviki í Pixel Gallery. Um er að ræða forritanlegan vélbúnað tengdan linsu- og speglakerfi sem sækir „hráefnið“ í nátt- úruna og býr til mjög sértaka og myndræna upp- lifun. Eins og fljúgandi fugl, snjókomu eða glóandi hluti. Þetta flyst á hringlaga fletina, þar sem það öðlast stórkostlegan persónuleika – það er eins og myndirnar breiði úr sér um allan hnöttinn. Skjáirnir tuttugu líta út eins og jafnmargir hnettir og staða þeirra í hringlaga salnum skapar þá tilfinningu að þeir hreyfist á braut, snúist um miðjutóm gallerísins. Sýningin er uppfærð vikulega samkvæmt veð- urspánni,“ segir Hock sem er á því að sýningin sé mikil og óvenjuleg upplifun. Stofnaði Eldhúsið Steina Vasulka fæddist í Reykjavík árið 1940 og er menntuð í fiðluleik og tónlistarfræðum. Árið 1959 fór hún í framhaldsnám í Tónlistarháskól- anum í Prag. Þar kynntist hún Woody Vasulka og fluttu þau til Bandaríkjanna 1965. Árið 1969 hóf hún að vinna með myndbönd og upp frá því hafa verk hennar og innsetningar verið sýnd víða. Hún er einn stofnenda Eldhússins (The Kitchen) árið 1971, sem er sviðsvettvangur rafrænnar listsköp- unar í New York. Steina Vasulka sýnir í Búdapest og fær góða umfjöllun hjá þarlendum miðli Hnattlaga myndbandsverk Íslensk Steina Vasulka býr nú í Bandaríkjunum. Frumkvöðull Vídeóverk eftir Steinu Vasulka sem nú sýnir í Pixal Gallery í Búdapest. Í LEIÐARA sem birtist í Jyllands- Posten í gær er fjallað um hugmynd Ólafs Elíassonar um þakhæð Lista- safnsins í Árós- um sem nýlega varð hlutskörp- ust í samkeppni um hönnun hæð- arinnar. Sam- kvæmt hug- myndinni markast hring- laga hæðin m.a. af gangi með lit- uðu gleri sem spannar allan litaskalann, sem leið- arahöfundur telur að í daglegu tali verði einfaldlega vísað til sem Regnbogans. Leiðarahöfundur segir m.a. að ekki sé annað hægt en að hrífast af innsetningu Ólafs, sem muni kóróna þakið. Hún fullkomni safnið sem sé hannað með Hinn guðdómlega gleðileik Dantes í huga; kjallari safnsins tákni helvíti og verk Ólafs himnaríki. Þá segir að Regnboginn muni ekki aðeins styrkja bæði há- menningarlega og alþýðlega stöðu safnsins heldur verða punkturinn yfir i-ið. Að lokum segir að Regn- boginn verði væntanlega eitt af ein- kennistáknum Árósa í framtíðinni, til jafns við eða jafnvel enn frekar en dómkirkjan og ráðhúsið. Regnboga Ólafs fagnað í leiðara JP Segir verkið verða einkennistákn Árósa Ólafur Elíasson BJÖRK verður meðal þeirra lista- manna sem fram koma á Glaston- bury-tónlistarhátíðinni í Englandi í ár. Þátttaka Bjarkar var staðfest á miðvikudaginn en þá var einnig tilkynnt að hljómsveitirnar The Who og The Arctic Monkeys yrðu meðal flytjenda. Björk hefur nokkrum sinnum áður tekið þátt í Glastonbury. Auk Bjarkar, The Who og The Arctic Monkeys sagði Michael Eav- is, skipuleggjandi hátíðarinnar, að „stærsta hljómsveit í heimi“ hefði lýst yfir áhuga á að vera með. Að- spurður neitaði hann því hins vegar að um væri að ræða U2 eða Cold- play. „Þið fáið ekki að vita það fyrr en eftir 1. apríl,“ sagði hann við fréttamenn, en þá verður byrjað að selja miða á hátíðina. Björk á Glastonbury Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is KRISTÍN Helga Káradóttir, Hye Joung Park og Darri Lorenzen hlutu í gær styrk úr Listasjóði Dungals. Þetta er í fimmtánda sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum en tilgangurinn er að styrkja ungt myndlistarfólk og eignast eftir það verk. Það var formaður dómnefndar, Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar LHÍ, sem kunngjörði ákvörðun dómnefndar. Í máli hans kom fram að dómnefnd hefðu borist fjölmarg- ar áhugaverðar umsóknir og að ljóst væri að ungum efnilegum listamönn- um fjölgaði ört. Um styrkhafana sagði hann að list þeirra allra end- urspeglaði vel þær hræringar sem ættu sér stað meðal yngstu kyn- slóðar listamanna um þessar mundir og kvað hann það von dómnefndar að styrkirnir yrðu þeim hvatning til frekari dáða. Ævintýri myndlistarinnar Gunnar B. Dungal, sem einnig á sæti í dómnefnd, ávarpaði samkom- una og hvatti m.a. íslenskt athafna- fólk til að styðja við bakið á ungu listafólki og kaupa framsækna myndlist. Hann fullyrti að því fylgdi ánægjan ein að leita sér þekkingar á myndlist og „gerast þátttakendur í því ævintýri sem þar á sér stað“. Að lokum sagði hann að ákveðið hefði verið að brjóta reglur sjóðsins annað árið í röð og veita þrjá styrki og kaupa þrjú verk í stað tveggja. Þá hefðu hann og Þórdís eiginkona hans ákveðið að hér eftir yrði reglan sú. Skiptir mjög miklu máli Darri hlaut hæsta styrkinn, 500 þúsund krónur. Hann segir styrkinn skipta mjög miklu máli og vera nota- lega viðurkenningu, ekki síst í ljósi góðs hóps fyrri styrkþega. Þá kveð- ur hann fyrirheit um kaup á verki eftir sig, sem styrknum fylgi, skipta máli fyrir ungan listamann. Darri lauk BA gráðu í myndlist frá LHÍ árið 2000 en er nú við fram- haldsnám í myndlist við Kunst- hochschule Weissensee í Berlín. Í millitíðinni stundaði hann nám í raf- tónlist við Tónlistarskólann í Kópa- vogi og myndlistarnám við Royal Academy of Art og Royal Con- servatorie í Haag. Kristín Helga og Hye hlutu 300 þúsund krónur hvor. Hye, sem er fædd í Suður Kóreu, stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík árið 2002 og útskrifaðist þremur ár- um síðar með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ. Hún býr og starfar í Lond- on og Reykjavík. Kristín Helga lagði stund á mynd- list og leiklist í listalýðháskóla í Dan- mörku. Í framhaldinu stundaði hún fornám við Myndlistarskólann í Reykjavík og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún stefnir á framhalds- nám erlendis. Þriðji dómnefndarmeðlimur er Guðrún Einarsdóttir. Þrír ungir myndlistarmenn hlutu styrk úr Listasjóði Dungals í gær við hátíðlega athöfn Endurspegla hræringar yngstu kynslóðarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarfólk Hye Joung Park, Kristín Helga Káradóttir og Darri Lor- enzen hlutu í gær styrk úr Listasjóði Dungals. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.