Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Geir Reginn Jó-hannesson fæddist í Reykjavík 26. mars 1949. Hann lést á heimili sínu 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Geir Jónsson list- málari, f. á Sauð- árkróki 24. júní 1927, d. 29. júní 2003, og Ásta Sig- urðardóttir rithöf- undur, f. á Litla- Hrauni í Kolbeins- staðahreppi 1. apríl 1930, d. 21. desember 1971. Sammæðra hálf- systkini Geirs Regins eru Dagný, f. 31.10. 1958, Þórir Jökull, f. 2.11. 1959, Böðvar Bjarki, f. 2.11. 1960, Kolbeinn, f. 24.1. 1962, og Guðný Ása, f. 11.6. 1964. Barnsmóðir Geirs er Greta Björg Úlfsdóttir. Þeirra barn er Eysteinn, f. 26. desember 1972. Sambýliskona Eysteins er Sól- veig María Jörg- ensen, f. 14.8. 1962. Geir ólst að mestu upp á Þing- hólsbrautinni í Kópavogi hjá ömmu sinni, Þór- önnu Guðmunds- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1969 frá MR og stundaði síðan nám í raf- magnsverkfræði við Háskóla Íslands. Þaðan lá leiðin til háskólans í Lundi í Svíþjóð í áframhaldandi nám í rafmagnsverkfræði og tölv- unarfræðum. Geir vann lengst af sem verk- taki í tölvuforritun fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki, s.s. Sím- ann, Apótekarafélagið, Sparisjóð vélstjóra o.fl. Útför Geirs verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Manneskja elskaðu hina dauðlegu mynd hins ódauðlega (Inger Christensen. Þýð. Valdimar Tómasson.) Það sannaðist á Geir R. Jóhannes- syni að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki eða lífslán og leiftrandi gáfur. Að Geir stóðu sterkir stofnar. Foreldrar hans voru Jóhannes Geir listmálari og hin kunna skáldkona Ásta Sigurðardóttir. Drengurinn ólst upp hjá móðurömmu sinni. Sem barn var hann jafnan stilltur vel, eilítið full- orðinslegur. Snemma nokkur einfari. Sóttist nám með ágætum og hélt á sínum tíma til verkfræðináms í Lundi. Mín trú er sú að Geir hafi snemma og löngum upplifað mikla höfnun og söknuð, sem hann byrgði bak við ytri brynju, karlmannlegt fas og hvat- skeytleik. Slík persónugerð auðveldar ekki náin tengsl eða mannleg sam- skipti í hörðum heimi. Er Geir kom frá Lundi sneri hann sér einkum að tölvuvinnu, forritun o.þ.h. og var meðal brautryðjenda á þeim vettvangi. Starfaði við þetta lengi með góðum árangri. Er tölvu- bylgjan mikla tók að rísa hygg ég að hann hafi ekki haft varann á og misst að nokkru af tækniþróunarlestinni sem geystist hjá. Fjármálagreind hafði hann einnig í óheppilega litlum mæli. Hin síðari ár gekk honum ver að fá starf við sitt hæfi og harðnaði þá á dalnum. Allra síðustu árin voru ætt- fræðirannsóknir meðal þess er hann lagði lið og einnig vann hann að myndatöku og skráningu á málverk- um og teikningum föður síns. Sú mynd af Geir sem lifir í minni mínu er af næmum, viðkvæmum, list- rænum og örlátum manni sem hafði mikla ánægju af og þörf fyrir fé- lagsskap og samræður. Við leiðarlok birtist heildarmyndin. Magnús Skúlason. Stúdentsárin eru sögð æskuglöð í ljóði, og víst var það svo á Gamla garði við upphaf áttunda áratugar aldarinn- ar sem leið – og stundum var raunar lítt af setningi slegið. Á Garði safn- aðist saman ungt fólk víðs vegar að til að stunda nám við Háskóla Íslands, lífsgleði var mikil, Glaumbær skammt undan, og margir að koma til borg- arinnar í fyrsta sinn til dvalar og voru eins og kálfar á vori fyrsta misserið – jafnvel lengur. Það lætur að líkum að menn bundust vináttuböndum í svo nánu sambýli sem var á Garði. Geir Reginn Jóhannesson var einn í þessum hópi og raunar sá sem allir veittu eftirtekt þar sem hann fór, því að hann var sérstakur á marga lund. Hann var hávaxinn, með eldrautt hár sem hann lét skera með sérstökum hætti, rauðskeggjaður með stór græn augu og miklar augnabrýn, fremur smámynntur og þó djarfmæltur og óvæginn í orðum, gat verið þóttafull- ur í framgöngu. Við bjuggum á sama gangi í þrjá vetur og varð vel til vina, sátum oft á síðkvöldum að spjalli, lit- um stundum inn til Jóhannesar list- málara föður hans sem þá bjó í Þing- holtum og var ævinlega spjallað um gamla tíma í Skagafirði þar sem Jó- hannes ólst upp og var mikill sagna- brunnur; oftar en ekki var gull í glasi og létt gangan heim. Geir Reginn var einfari og gekk ævinlega eigin götur og oft um tor- leiði. Hann var eldskarpur námsmað- ur, en stundaði skólann illa og tók þó góð próf um síðir. Hann var mjög við- kvæmur í lund, ör og reiddist oft ákaf- lega, var þá óvæginn og afdráttarlaus í athöfnum, sem oft kom honum illa, stundum deilugjarn og afar langræk- inn. Mörgum mun hafa sviðið undan orðum hans og vissulega tók hann oft nærri sér ádeilur sem hann varð fyrir; ræddi það þó lítt eða ekki en byrgði með sér og mundi. Hann var veitull vinum sínum og skemmtilegur við- ræðu í góðu tómi. Allur lífsmáti hans var fjarri meðalhófi. Hann keypti sér mótorhjól fremur en íbúð og olli það sundurþykkju með þeim Jóhannesi. Hann var ölkær í meira lagi og sér til skaða. Hann vann lengi við margvís- leg tölvufræði, afburðamaður á því sviði, en afkoman var ei að síður gloppótt vegna fjarveru; var yfirleitt á eigin vegum að starfi og umhverfi hans að jafnaði víðs fjarri borgara- legri kurt. „Lífsins eru leiðir strang- ar“ orti Grímur Thomsen, „lítið er hér um frið og ró“. Að loknu námi fetaði hver Garðbúi sína slóð út í margvíslega kima sam- félagsins, en við höfum alltaf vitað hver af öðrum, og jafnan er bros á vörum þegar menn hittast, því að flestir þessara gömlu daga liðu með gleðibragði. Nú er hins vegar skarð fyrir skildi þegar Geir Reginn er allur og veröldin snauðari. Ég kveð hann með ljóði Hannesar Péturssonar, Undir vetrarhimni: Hví gæti það ekki verið vilji Höfundarins – tilgangur sem oss tekst aldrei að skilja að hver maður sofni svefninum endalausa hverfi til þagnarinnar þaðan sem hann kom? Hví skyldi vera merkingarlaust að mynnast út í þögnina þá dularfullu þögn sem drýpur af stjörnunum? Ástvinum hans sendi ég samúðar- kveðju. Sölvi Sveinsson. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti ég í Kópavoginn og tóku innfæddir mér vel. Á meðal þeirra var einn há- vaxinn, rauðhærður með liðað hár og mikill spekúlant. Áhugamálin sköruð- ust, vélar, tól og tæki. Geir bjó hjá ömmu sinni og Oddnýju móðursystur á Þinghólsbraut. Á þeim árum var tal- að, hugsað og þeyst um á skellinöðr- um, lengri eða skemmri vegalengdir, rykugir svo aðeins sást í augun. Geir átti þá rauðan fjögurra gíra fák, sá komst hraðast niður Hraðamets- brekkuna undan vindi. Enn vita að- eins fáir úr innsta hring hvar Hraða- metsbrekkan er. Þegar bílprófsaldri var náð var draumur allra að aka bíl sem oftast og sem lengst. Á þeim tíma átti Oddný örfárra ára gamlan rauðan Ford, sem var „aðeins“ sex gata. Við lestur er- lendra tímarita hafði Geir séð grein í bandarísku bílablaði um hvernig hægt væri að betrumbæta snerpu bílsins með því að setja í skottið túrb- ínu, sem gengi á hvers kyns olíum, þar með töldu innlenda orkugjafanum hvallýsi, sem kostaði þá minna en ekki neitt. Ég býst við að fjármagns- skortur, sem þá hét blankheit, hafi orðið til að þessi áform voru lögð til hliðar. Þess í stað fjárfesti Geir í svörtu tveggja strokka mótorhjóli og viðeigandi ökuleyfi og fór oft á því í Menntaskólann svo eftir var tekið- .Námið í menntaskóla gekk vel, eink- um stærðfræðin, og leitaði stærð- fræðikennarinn ævinlega til Geirs þegar skólataflan var fullskrifuð af stærðfræðitáknum en eitthvað vant- aði upp á til að dæmið gengi upp. Ekki var Geir lengi að átta sig á villunni, þótt hann væri niðursokkinn við dæmi úr námsefni næstu ára. Á þess- um árum var Geir heimagangur hjá mér og í sérstöku uppáhaldi hjá for- eldrum mínum. Faðir minn heilsaði honum ævinlega með „hvað segir Barbarossa“, og var þá vísað til hins mikla rauða skeggs sem þá huldi and- lit Geirs. Svarið var „það er erfitt í Rússlandi“. Tengslin héldust ævi- langt og hann bauð gömlu konunni sem komin var á elliheimili í bíltúra. Árin liðu, skólafélagar fóru út um allar jarðir, hver í sitt sérnám, tengsl- in minnkuðu, en styrktust aftur við stúdentafagnaði. Að leiðarlokum votta ég syni hans og aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Hilmar Karlsson. Geir Reginn Jóhannesson ✝ Ari Jónssonfæddist á Ak- ureyri 12. júní 1926. Hann and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri föstudaginn 19. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Lára Þor- steinsdóttir, f. 21. ágúst 1905 og Jón Marinó Jónsson bóndi í Dunhaga, f. 1890, d. 1969. Systkini Ara sam- mæðra eru Aðalsteinn Sigfús, f. 1932, andvana fætt stúlkubarn 1933, Guðný Halldóra, f. 1936, Lilja Guðbjörg, f. 1937, Halldór, f. 1939, d. 1943 og Þorsteinn Steinberg, f. 1941, d. 1989. Systkini Ara samfeðra eru Ása eru: 1) Rúnar, f. 24. ágúst 1952, maki Inga Jóhannsdóttir, dætur þeirra eru Guðrún Svanhildur og Hulda Herborg. 2) Örn, f. 16. mars 1955, maki Ásdís Jóhanns- dóttir, þau eiga tvö börn, Frey og Svanhildi. 3) Úlfar, f. 5. maí 1956, maki Elín Guðrún Gunn- arsdóttir, börn þeirra eru Pétur Arnar og Anna Karen. 4) Edda Guðbjörg, f. 5. desember 1965, maki Halldór Arinbjarnarson, þau eiga Halldóru Sigríði og Valgeir Huga. Barnabarnabörn- in eru fjögur. Árið 1958 byggðu Ari og Svanhildur nýbýlið Sólberg í landi Geldingsár og stunduðu þar búskap þar til fyrir nokkr- um árum er þau seldu fullvirð- isréttinn en bjuggu áfram á jörðinni. Útför Ara verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Akureyr- arkirkjugarði. Huldrún, f. 1923, d. 1988, Jón Rósberg, f. 1925 og Haukur Hreinn, f. 1927. Ungur flutti Ari með móður sinni að Geldingsá á Sval- barðsströnd en hún giftist Árelíusi Halldórssyni bónda þar 2. apríl 1927. Þar ólst Ari upp en vann síðan ýmis störf, var meðal annars til sjós, vann á jarðýtu og skurðgröfu og var einnig mjög laginn við smíðar og bíla- viðgerðir. Ari kvæntist á nýársdag 1953 Svanhildi Friðriksdóttur frá Siglufirði, f. 11. janúar 1933. Þau eignuðust fjögur börn, þau Fróðlegt gæti verið að velta fyrir sér af hverju sum atvik á lífsleiðinni greypast í huga manns á meðan önn- ur hverfa nær samstundis í gleymsk- unnar dá. Eflaust eru til rannsóknir á þessu eins og flestu öðru en án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér í því þá dett- ur mér í hug að eitt af því sem flestir tengdasynir muna sé sú stund þegar þeir hitta verðandi tengdaföður sinn í fyrsta sinn. A.m.k. man ég eins og gerst hefði í gær þegar ég fyrst hitti Ara tengdaföður minn í Sólbergi. Það var einmitt um þetta leyti árs fyrir 24 árum. Þorrablót var fram- undan á Svalbarðsströnd og ég hafði tekið að mér að keyra tilvonandi eig- inkonu mína, ásamt verðandi tengda- móður, á blótið. Að vísu átti ég engan bílinn en hafði fengið lánaða dýrindis Mözdu til verksins. Ég var, eins og vera ber, um það bil að farast af stressi þegar ég renndi upp heimreið- ina í Sólbergi. Ég man reyndar ekki orðrétt hvað okkur Ara fór á milli þegar hann heilsaði mér á dyrapall- inum í Sólbergi en það fyrsta sem hann gerði var að þakka mér fyrir að sjá um konurnar sínar á þorrablótinu. Sjálfur væri hann ekki svo mjög gef- inn fyrir slíkar skemmtanir. Ég sá líka að hann gaut augum á ökutækið og sagði bara nokkuð vel af sér vikið að komast upp heimreiðina í fyrstu tilraun. Samt væri nú sennilega ekki verra að vera með sandpoka í skott- inu á svona afturdrifnum vagni. Ekki veit ég hvernig Ara leist á mig og mig grunar að þau fáu orð sem ég náði að stynja upp hafi ekki verið sér- lega gáfuleg. En hafi svo verið þá erfði hann það a.m.k. ekki við mig því á þeim tæpa aldarfjórungi sem síðan er liðinn bar aldrei skugga á okkar samband. Að verulegu leyti að áeggj- an tengdaföður míns reistum við Edda dóttir hans okkur nokkrum ár- um seinna hús í túninu í Sólbergi. Þannig höfum við Ari verið næstu ná- grannar lengst af þeim tíma sem lið- inn er frá því að við hittumst fyrst á dyrapallinum. Þessarar nálægðar við tengdaforeldra mína höfum við hjón- in, og ekki síður börnin okkar, notið góðs af alla tíð. Betri nágranna er ekki hægt að hugsa sér. Margt væri hægt að segja um tengdaföður minn sem ekki er rúm fyrir hér. Hann var fluggreindur og vel að sér um alla skapaða hluti, hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á sínu. Úrræðagóður með afbrigðum og gott til hans að leita með hvaðeina sem upp kom. Hann var líka mikið snyrti- menni eins og allt umhverfi Sólbergs ber merki um. Ekki verður heldur skilið við Ara án þess að minnast á bílaáhugann en mörg „hræin“ hafa horfið inn í afa-skúr og birst aftur sem gljáfægðir glæsivagnar. Þar verður nú ansi mikið tómlegra en áð- ur. Efst í huga nú þegar komið er að leiðarlokum eru samt einstök góðvild hans og hjálpsemi í okkar garð öll þessi ár. Þess höfum við notið í ríkum mælið og getum seint fullþakkað. Halldór. Elsku afi minn, mikið er skrýtið að þú sért farinn, þú sem hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur. Ég er svo glöð og þakklát fyrir að hafa verið svona mikið hjá ykkur ömmu og eiga fullt af yndislegum minningum um þig. Ég man hvað þú hafðir stundum skemmtileg nöfn á hlutunum, eins og þegar þú baðst ömmu um að rétta þér „di“ sem þýddi mjólk, og ég man að þú kallaðir mig stundum „Pínku“ þegar ég var lítil, eins voru yfirleitt alltaf skemmtilegar útskýringar á því hvernig þessu skrýtnu nöfn urðu til. Svo varð ég „stór“ og eignaðist Alídu mína og það sem ykkur kom vel saman. Alída var svo ánægð með „langa sinn“ og þú varst alltaf að segja mér hvað þér fyndist hún klár og sniðug. Það fór sko ekki framhjá manni hvað þér þótti vænt um okkur, elsku afi minn. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og fyrir all- ar stundirnar sem við áttum saman. Þú varst sérstakur maður afi minn og átt alltaf risastóran hluta af hjarta mínu. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku afi og langi, hvíldu í friði, við pössum ömmu fyrir þig. Anna Karen og Alída Milla Möller. Það er ótrúlega erfitt að átta sig á því að hann Ari bróðir minn sé horf- inn úr þessu jarðlífi. Þó svo hann ætti 80 ár að baki virt- ist hann alltaf ungur eða í hæsta lagi á miðjum aldri, allt þar til hann fékk al- varlegt hjartaáfall á Þorláksmessu- dag síðastliðinn. Það er ekki ætlun mín að skrifa hér mikla lofgjörðargrein um hann, enda hefði hann síst kært sig um það. Ekki heldur að fara grannt yfir lífshlaup hans, aðeins að setja örfá fátækleg kveðjuorð á blað. Ari var umhyggjusamur heimilis- faðir sem unni fjölskyldu sinni mjög, og bar hag hennar allrar fyrst og fremst fyrir brjósti. Hann var góður og hjálpsamur bróðir, það fengum við systkini hans að reyna þegar við þurftum á að halda. Móður okkar sem orðin er 101 árs, og sér nú á bak enn einu barni sínu, var hann elskulegur sonur og var þeirra samband byggt á gagnkvæmri virðingu og ástúð. Ég var svo lánsöm að fá að fara með Ara að velja húsgögn í herbergið hennar mömmu þegar hún flutti í stærra rými á Dvalarheimilinu Hlíð í haust, en að því átti hún sjálf frum- kvæði. Þessi minning verður mér mjög dýrmæt og ógleymanleg. Ég mun líka, elsku Ari minn, geyma minninguna um það þegar ég heimsótti þig á gjörgæsludeildina, kvíðin, vissi ekki hvort þú myndir þekkja mig, en þú breiddir út faðminn og sagðir „Sæl elskan mín“ alveg eins og þú varst vanur að heilsa mér. Ari var 11 árum eldri en ég og gætti mín þegar ég var lítil, kannski þess vegna var alltaf mjög sterk taug á milli okkar. Einu dúkkuna sem ég eignaðist í minni barnæsku gaf hann mér, þegar hann var farinn að vinna sér inn peninga. Ari fór ekki varhluta af áföllum í líf- inu en tók þeim með miklum styrk og æðruleysi. Fjölskylda Ara er einstaklega traust og samheldin og stendur þétt saman, og ég veit að guð gefur þeim styrk í þeirra mikla harmi og missi. Ari Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.