Morgunblaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Sími 590 5000
Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174
13.990 kr. afborgun á mánuði fyrir hverja milljón *
* M.v. 10% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
8
1
0
2
Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Benz með allt að 90%
láni á afar hagstæðum kjörum. Í boði eru jafnlöng lán og á nýjum bílum, sem lækkar greiðslubyrðina
til muna. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174.
Mercedes-Benz C 230 V6
Elegance
Skr. 12/06 ekinn 2.500 km.
17” álfelgur, leðurinnrétting,
rafknúinn sóllúga og sæti.
Verð 4.750.000 kr.
EÐLILEGT er að Alþingi fái til
meðferðar nýja stefnu í málefnum
innflytjenda og að sett verði í
gang vinna við framkvæmdaáætl-
un sem byggist á stefnunni. Þetta
kom fram í máli Magnúsar Stef-
ánssonar félagsmálaráðherra á
Alþingi í gær en Jóhanna Sigurð-
ardóttir, þingmaður Samfylking-
arinnar, spurði hann um aðkomu
Alþingis að þessari nýju stefnu.
Þingmenn lýstu flestir yfir
ánægju með að komin væri stefna
í málefnum innflytjenda en kröfð-
ust þess jafnframt að þingið fengi
hana til umfjöllunar. Jóhanna
sagði Alþingi eiga að vera aðila
að allri stefnumótun í svona stóru
máli. „Þannig verður að ganga
frá málum að þetta verði ekki
bara pappírsplagg í skúffum
ráðuneytanna heldur verði unnið
eftir skipulögðu aðgerðaplani sem
tryggi að hér á landi komumst við
hjá vandamálum, undirboðum í
kjörum, árekstrum og ýmiss kon-
ar sambúðarvanda milli fólks af
ólíkum uppruna sem margar þjóð-
ir hafa þurft að glíma við,“ sagði
Jóhanna og lagði áherslu á að
innflytjendaráð þyrfti að hafa
stoð í lögunum.
Jóhanna sagði jafnframt ekki
nægjanlegt að ráðherra legði
stefnuna fyrir Alþingi sem
skýrslu heldur þyrfti þingið að fá
hana til meðferðar og umfjöll-
unar.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, sagðist,
líkt og fleiri þingmenn, lítið vita
um stefnuna annað en það sem
komið hefur fram í fjölmiðlum.
„Ekki veit ég hvort fjallað er um
sjálfkrafa rétt útlendinga til at-
vinnuleyfis eða hvort fjallað er
um réttindi erlendra kvenna sem
flýja úr ofbeldisfullum sam-
böndum, hvort þær fái undanþágu
frá dvalarleyfistakmörkunum,“
sagði Kolbrún og bætti við að
lagabreytingar þyrfti til að breyta
þessum þáttum og að þær yrðu að
vera í fullri sátt við þingið.
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra sagðist myndu fara yfir
það með samráðherrum sínum
hver aðkoma Alþingis gæti verið
að stefnumótuninni. „Formaður
þingflokks Samfylkingarinnar
kom með tillögu um að það ætti
að vera rætt sem skýrsla sem mér
finnst mjög góð tillaga og eðli-
leg,“ sagði Magnús. „Þessi mál
eru á fleygiferð, það er mikið ver-
ið að vinna að málaflokknum víða
í stjórnkerfinu og við þurfum
auðvitað að fjalla um það á Al-
þingi.“
Fái innflytjendastefnu til meðferðar
Morgunblaðið/Ásdís
Vilja taka þátt Alþingismenn vilja að stefna í málefnum innflytjenda sé rædd í þinginu. Jóhanna Sigurðardóttir
segir ekki nóg að hún verði lögð fram sem skýrsla heldur þurfi þingið að fá hana til umfjöllunar.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
RÍKISVALDIÐ hefur farið offari
gegn bændum og landeigendum
vegna framkvæmdar þjóðlendulaga
frá árinu 1998, í stað þess að gæta
meðalhófs og sanngirni. Þetta kom
fram í máli Björgvins G. Sigurðsson-
ar, þingmanns Samfylkingarinnar, í
utandagskrárumræðum um fram-
kvæmd þjóðlendulaga á Alþingi í
gær. „Með þjóðlendum er sameign
þjóðarinnar á hálendinu tryggð til
framtíðar,“ sagði Björgvin en gagn-
rýndi framgöngu óbyggðanefndar.
Frámunaleg harka hefði verið sýnd
og það væri ríkisvaldinu til skamm-
ar. „Lögunum sem er ætlað að skera
úr um mörk eignarlanda og þjóð-
lenda hefur sumpart verið snúið upp
í hernað gegn
þinglýstum eign-
um bænda og
landeigenda.“
Björgvin sagði
sönnunarbyrðina
liggja á landeig-
endunum. „Þing-
lýst landamerkja-
bréf frá 19. öld og
fram á þá tuttug-
ustu eru stundum
ekki tekin gild,“ sagði Björgvin en
fjölmörg mál hafa verið rekin fyrir
dómstólum vegna þessa.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði það hafa komið fram í
dómum Hæstaréttar að þinglýst
landamerki væru ekki ein og sér full-
nægjandi sönnun fyrir eign á landi.
„Ríkinu er skylt að gera kröfur þar
sem um óvissu er að ræða til þess að
óbyggðanefnd og eftir atvikum dóm-
stólar geti úrskurðað um rétta nið-
urstöðu.“ Árni hefur því lagt til að
sjálfstæð rannsóknavinna óbyggða-
nefndar geti hafist áður en ríkið lýsir
sínum kröfum. „Þá er tíminn styttri
og meiri líkur til þess að kröfurnar
sem ríkið gerir séu í meginatriðum
eins og ætla má að úrskurðirnir
verða,“ sagði Árni.
Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði tilgang
laganna hafa verið að setja laga-
ramma um ábyrgð ríkisins á einsk-
ismannslandi en ekki að stuðla að
eignaupptöku. Framkvæmdin hefði
hins vegar verið allt öðru vísi. „Log-
andi ófriður hefur verið á þeim svæð-
um sem sæta kröfugerðum hverju
sinni,“ sagði Jón og bætti við að hann
treysti fjármálaráðherra vel til að
bæta þessa framkvæmd.
Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði undar-
legt að kvarta við fjármálaráðherra
um hvernig Hæstiréttur felldi sína
dóma. „Það liggur fyrir að þessi
lagasetning, sem við erum hér í
grunninn að tala um, hefur ekkert að
gera með efnisreglurnar sem snerta
eignarrétt,“ sagði Bjarni. „Þegar
menn setja hér á Alþingi lagasetn-
ingu sem á að taka á mögulegum
ágreiningi um það hvar eignarmörk
landa og jarða liggja, þá liggur það í
hlutarins eðli að um þetta verður
ágreiningur þegar menn fara í fram-
kvæmdina,“ sagði Bjarni en bætti
við að hann væri ekki að gera lítið úr
því að ganga hóflega fram í kröfu-
gerðum ríkisins.
Ríkisvaldið hefur farið offari
gegn bændum og landeigendum
Björgvin G.
Sigurðsson
● Ráðherrar eru farnir að breyta
ráðuneytum sínum í kosningaskrif-
stofur í aðdraganda kosninga, sagði
Ögmundur Jónasson í umræðum um
störf þingsins. Ögmundur sagði ráð-
herra skreyta sig með fjöðrum og að
vinna við nýja stefnu í málefnum inn-
flytjenda væri dæmi um slíkt, m.a.
þar sem henni fylgdi ekki fram-
kvæmdaáætlun. „Nú gerast ráð-
herrar mjög gjöfulir. Þeir lofa, en vel
að merkja fram í tímann, fram á
næsta kjörtímabil og jafnvel tvö kjör-
tímabil fram í tímann,“ sagði Ög-
mundur og tók menntamálaráðu-
neytið sem dæmi. „Ég velti fyrir mér
hvort setja eigi þá reglu að ráðherr-
um verði óheimilt að gefa kosninga-
loforð í formi fjárhagsskuldbindinga
ríkissjóðs fram í tímann.“
Gjöfulir ráðherrar
skreyttir fjöðrum
● Steingrímur J. Sigfússon var einnig
ósáttur við ráðherra og sagði Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra hafa
vikið sér í tvígang
undan því að
svara fyrirspurn
um símhleranir og
meinta leyniþjón-
ustustarfsemi
sem hafa verið í
umræðunni. „Í
þetta sinn var um
að ræða formlega
fyrirspurn á Alþingi
og ég vísaði m.a. í
54. gr. stjórn-
arskrárinnar hvað varðar rétt minn til
þess að leggja hana fram, bera hana
upp við ráðherrann og fá svör,“ sagði
Steingrímur en Björn hafði svarað því
til í fyrradag að stjórnarskráin gæti
ekki skyldað ráðherra til að svara því
sem hann ekki vissi.
Engin leyniþjónustu-
svör frá ráðherra
Steingrímur J.
Sigfússon
● Ráðherrar voru mönnum greinilega
mjög hugleiknir. Össuri Skarphéð-
inssyni þótti súrt í broti að mennta-
málaráðherra skyldi fá að tala óáreitt-
ur undir liðnum fundarstjórn forseta á
meðan Össur sjálfur var minntur á
umræðuefnið. „Ég mælist til þess, frú
forseti, að þó að ég beri óttablandna
virðingu fyrir hæstvirtum mennta-
málaráðherra sé hún eigi að síður
sett á sömu lágu skörina og formaður
þingflokks Samfylkingarinnar í mál-
inu,“ sagði Össur kurteislega.
Á sömu skör og aðrir
● Þingfundur hefst að nýju á mánu-
dag kl. 15 með fyrstu atkvæða-
greiðslu um sameiningu KHÍ og HÍ.
Einnig eru nokkrar þingsályktun-
artillögur á dagskrá.
Dagskrá þingsins
ÞETTA HELST …