Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 16. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Miklar breytingar á Arsenal-liðinu milli leikja >> 4 „Þetta er mjög öflugur strákur með ótrúlega mikla reynslu miðað við aldur en hann hefur spilað yfir 100 leiki í tveimur efstu deildunum í Hollandi og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Hollands. Hann var ánægður með allar aðstæður hjá okkur og sagði að fótboltinn sem við spilum hefði komið sér skemmtilega á óvart því hann hefði reiknað með því að íslenskur fót- bolti byggðist upp á langspyrnum og hlaupum,“ sagði Ólafur H. Krist- jánsson þjálfari Breiðabliks í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Rajcomar, sem verður 22 ára í apríl, hefur ekkert getað spilað í vetur þar sem hann „festist“ þegar félagaskiptaglugganum var lokað 1. september. Hann hefur æft með hollenska 1. deildarliðinu Venlo og verið til reynslu hjá QPR í Hollandi og Dynamo Dresden í Þýskalandi. Rajcomar hefur spilað í hollensku deildakeppninni frá 17 ára aldri. Tvö fyrstu árin með Fortuna Sitt- ard í 1. deild og þar skoraði hann 8 mörk í 50 leikjum. Þaðan fór hann til úrvalsdeildarliðsins Utrecht og lék 20 leiki með liðinu í úrvalsdeild- inni 2004–2005, þar af 18 sem vara- maður, en náði ekki að skora. Ut- recht lánaði hann til 1. deildarliðsins Den Bosch síðasta vetur og þar gerði hann 6 mörk í 37 leikjum. Í haust stóð til að Rajcom- ar færi til belgíska félagsins KVSK Lommel, sem leikur í næstefstu deild, en félagaskiptin drógust framyfir 1. september og þar með varð ekkert af þeim. Rajcomar hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Hollands og spil- aði síðast með 20-ára landsliði þjóð- ar sinnar árið 2005. Allir komnir um mánaðamótin Breiðablik verður áfram með er- lendu leikmennina þrjá sem spiluðu með liðinu í fyrra, Srdjan Gasic og Nenad Zivanovic frá Serbíu og Stig Krohn Haaland frá Noregi, og þá hefur Nenad Petrovic frá Serbíu bæst í hópinn. „Þeir verða allir komnir um næstu mánaðamót svo hópurinn verður kominn saman óvenju snemma í ár. Síðan vona ég bara að Rajcomar bætist við og þá verð ég orðinn mjög sáttur við okk- ar hóp,“ sagði Ólafur H. Kristjáns- son. Breiðablik með tilboð í Hollending BREIÐABLIK gerði í gær hol- lenska knattspyrnumanninum Prince Rajcomar samningstilboð um að leika með félaginu í úrvals- deildinni í sumar. Rajcomar, sem er 21 árs sóknarmaður, hefur verið til reynslu hjá Kópavogsfélaginu und- anfarna viku en fór af landi brott í gær. Ef um semst verður Breiða- blik með fimm erlenda leikmenn í sínum röðum í sumar. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is BJÖRGVIN Björgvinsson komst í gær í aðalkeppnina í svigi karla á heimsmeist- aramótinu í alpagreinum sem nú stendur yfir í Sví- þjóð. Hann varð í 11. sæti í undankeppninni, skíðaði af miklu öryggi og tók enga áhættu í brautinni, en 25 efstu úr undankeppninni komust áfram. Alls taka 75 skíðamenn þátt í aðal- keppninnisem fram fer á laugardaginn. Gísli Rafn Guðmundsson hafnaði í 31. sæti og Þor- steinn Ingason féll í lok fyrri ferðar þannig að þeir eru báðir úr leik. Björgvin verður þar með einn Íslendinga í aðal- keppni svigsins. Þeir Þor- steinn og Gísli Rafn hafa lokið keppni á mótinu, ásamt Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fjórði Íslendingurinn sem tók þátt á HM.Björgvin Björgvinsson Björgvin áfram í sviginu á HM í Svíþjóð Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ARNÓR Atlason landsliðs- maður í handknattleik hefur þurft að fylgjast með félögum sínum í FC Köbenhavn frá hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum og hann verður ekki með gegn Ajax um helgina. Arnór kom meiddur til Dan- merkur eftir HM í Þýska- landi. ,,Það eru sinafestingar í hælnum sem eru að plaga mig. Ég fann fyrst fyrir þessu í síðustu leikjunum fyrir jól og svo versnaði þetta í Þýska- landi. Ég var sprautaður fyrir tvo síðustu leikina og er að líða fyrir það. Ég stefni á að spila gegn Álaborg á fimmtu- daginn í næstu viku og þar á eftir er svo komið að Evrópu- leiknum við Magdeburg sem mig hlakkar mikið til að mæta,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær. Arn- ór, sem gekk í raðir Köben- havn frá Magdeburg fyrir tímabilið, hefur leikið sérlega vel í vetur og er annar marka- hæstur í deildinni. Hann seg- ist afar ánægður með vistina hjá liðinu. ,,Mér líkar mjög vel og get vel hugsað mér að vera hér lengur. Það er vel staðið að málum og forráðamenn fé- lagsins eru stórhuga. Ekki hefur skemmt fyrir að okkur hefur gengið vel og vonandi verður framhald á því í deild- inni og Evrópukeppninni.“ Arnór að glíma við meiðsli í hælnum Reuters Á skotskónum Antoine Siberski og Obafemi Martins skoruðu báðir fyrir Newcastle sem vann góðan útisigur á Zulte-Waregem í UEFA-keppninni í gærkvöld. HM-HETJAN Í KULDANUM HENNING FRITZ, EIN AF HETJUM HEIMSMEISTARA ÞJÓÐVERJA, KEMST EKKI Á BEKKINN HJÁ KIEL >> 3 föstudagur 16. 2. 2007 bílar mbl.is                         bílar Land Rover fagnar tímamótum á Íslandi » 6 GULLMOLINN NÝUM FJÖLSKYLDUMEÐLIMI TOYOTA ER ÆTLAÐ AÐ SLÁ Í GEGN >> 4 Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Fyrirsögn 24 pt, fyrirsögn 24 pt Yf ir l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                    Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/39 Veður 8 Bréf 40 Staksteinar 8 Minningar 41/48 Blogg 8 Brids 51 Þingfréttir 10 Menning 53/55 Viðskipti 16 Leikhús 54 Úr verinu 17 Af listum 55 Erlent 18/19 Myndasögur 56 Menning 20/21 Dægradvöl 57 Höfuðborgin 22 Bíó 58/61 Akureyri 22 Staðurstund 58/59 Austurland 23 Dagbók 58/61 Landið 23 Víkverji 58 Daglegt líf 24/31 Velvakandi 58 Forystugrein 32 Ljósvakar 62/63 * * * Innlent  Dómari í Héraðsdómi Reykjavík- ur, Arngrímur Ísberg, stöðvaði í gær spurningar setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, sem hafði yfirheyrt Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóra Baugs, í nær fjóra daga. Sigurður Tómas sagði í samtali við Morgunblaðið að sér kæmi ákvörðun dómarans á óvart. Dómarinn sagði að saksóknarinn gæti sjálfum sér um kennt og hleypa þyrfti verjendum að með sínar spurningar. » Forsíða  Matarverð á dýrari veitinga- húsum ætti að lækka um allt að 12% og á skyndibitastöðum um 6% þegar virðisaukaskattur lækkar um mán- aðamótin. Verð á bókum, blöðum og tímaritum, afnotagjald RÚV og áskrift að Stöð 2 eiga að geta lækkað um 6%. » Baksíða  Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að taka eigi brot á lögum og reglugerðum um frágang farms vörubíla inn í punktakerfi lögreglu vegna gífurlegrar hættu sem getur stafað af þungum förmum. » 4 Erlent  Réttarhöld hófust í Madríd í gær yfir 29 manns sem sakaðir eru um aðild að sprengjutilræðum í jarð- lestum í borginni í mars 2004 þegar 191 lét lífið og nær 2.000 manns særðust – mannskæðustu hryðju- verkum á Vesturlöndum frá árás- unum á Bandaríkin 2001. » 19  Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér í gær og Mahmoud Abbas fól honum að mynda þjóðstjórn innan fimm vikna. Vonast er til að stjórnarmyndunin verði til þess að blóðugum átökum Hamas og Fatah ljúki. » 18 Viðskipti  Teymi hf. var rekið með 1,25 milljarða króna tapi á fjórða árs- fjórðungi 2006 eftir skiptingu Dags- brúnar hf. í Teymi og 365 hf. 1. októ- ber síðastliðinn. » 6 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SIGURVEIG Kristín Fjeldsted, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, kveðst íhuga að selja húsnæði fjölskyld- unnar sökum loftmengunar. Svif- ryk ógni heilsu tveggja á heimilinu. „Síðasta föstudag var dóttir mín byrjuð að hósta, það ágerðist enn frekar um helgina og nú er hún með hita og sefur illa,“ segir Sig- urveig Kristín Fjeldsted um áhrif loftmengunar við leikskólann Hlíðaborg á heilsu Margrétar Ter- esu Fjeldsted sem er fimm ára. Sigurveig segir eiginmann sinn einnig hafa veikst um helgina en þau feðginin eru bæði astma- sjúklingar. „Maðurinn minn er verri, fær hita og svitnar eins og hann sé með flensu. Hann er með viðkvæmari öndunarfæri en Mar- grét og verður mjög lasinn.“ Hún segir Margréti hafa greinst með astma fyrir um tveimur og hálfu ári og að hún veikist reglu- lega þegar loftmengunin sé mikil. Spurð hvort hún hafi átt von á að dóttir hennar myndi finna fyrir óþægindum í ljósi nálægðarinnar við Miklubraut, eina fjölförnustu götu landsins, segist Sigurveig ekki hafa haft hugmynd um að svo yrði. „Þetta kom mér mjög á óvart. Við erum umkringd af umferðinni og þegar kalt er í veðri virðist loftið mjög mengað. Miðað við meng- unarmælingar hjá Reykjavík- urborg kemur það alveg heim og saman við hvenær Margrét byrjar að vera með hósta þegar svifrykið í andrúmsloftinu nær hámarki.“ „Mjög miklar áhyggjur“ Sigurveig segist máli sínu til stuðnings hafa orðið sér úti um gögn um loftmengun í Reykjavík eftir að feðginin veiktust. Hún segir ástandið minna sig á loftmengun í París þar sem hún var búsett fyrir 15 árum. Hún hafi þá staðið í þeirri trú að loftgæði væru miklu meiri á höfuðborgarsvæðinu en í erlendum stórborgum. Reynslan bendi til að það sé um margt goðsögn. „Maður er svolítið hissa á ástandinu hérna. Þetta er ekki það hreina land sem fólk virðist halda. Áður fyrr, þegar kalt hefur verið í veðri og meng- unin mikil og Margrét byrjar að hósta, hef ég gripið til þess ráðs að halda henni inni. Þegar verið hefur skortur á starfsfólki á Hlíðaborg hefur verið erfitt að halda henni innandyra eftir þörfum. Starfs- fólkið hefur hins vegar verið mjög liðlegt.“ Sigurveig segist hafa mjög mikl- ar áhyggjur af menguninni. „Ég mun endurskoða framtíð- arhúsnæði með fjölskylduna í huga þegar tveir af fimm verða verulega veikir oft á ári vegna mengunar. Það þyrfti að endurskoða staðsetn- ingu leikskóla í framtíðinni með það fyrir augum að þeir séu ekki þar sem mengunin er hvað mest.“ Íhugar að flytja vegna loftmengunar Móðir í Reykjavík segir dóttur sína og mann veikjast þegar svifrykið eykst Morgunblaðið/Sverrir Gaman Oft er fjör á Hlíðaborg. Margrét Teresa Fjeldsted Sigurveig Fjeldsted  Upplýsingar | 22 LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð á ellefta tímanum í gærmorgun að útibúi SPRON í Skeifunni vegna manns sem kom þar inn í uppnámi og annars manns sem kom fast á hæla honum. Lét sá fyrri í veðri vaka að hann væri undir þrýstingi um að taka út peninga. Honum tókst það þó ekki og hurfu mennirnir á braut en ákveðið var að kalla til lögreglu, að sögn Ólafs Har- aldssonar, framkvæmdastjóra hjá sparisjóðnum. Þegar mennirnir birtust á nýjan leik og kona í för með þeim var lögreglan viðbúin og handtók annan karlmanninn og kon- una. Í tilkynningu frá lögreglu höfuð- borgarsvæðisins í gær kemur fram að hún hafi málið nú til rannsóknar. „Um er að ræða meint brottnám vegna „handrukkunar“ þar sem maður var brottnuminn og eftir „meintar“ líkamsmeiðingar var hót- að […] frekari líkamsmeiðingum ef hann yrði sér ekki úti um peninga til að greiða skuld,“ eins og segir í til- kynningu frá lögreglu um rannsókn- ina í gær. Skv. upplýsingum lögreglu var fórnarlambið, karlmaður á þrítugs- aldri, með áverka á öxl og í andliti. Karlmaðurinn og konan sem eru grunuð um verknaðinn voru enn í haldi lögreglunnar í gærkvöldi. Starfsfólki boðin áfallahjálp Útibúinu var lokað í rúmar tvær klukkustundir í gær í kjölfar at- burðanna til að gefa starfsfólkinu færi á að jafna sig, að sögn Ólafs Haraldssonar. Var starfsfólkinu boðin áfallahjálp að sögn hans. „Við fengum til okkar mann sem vinnur fyrir okkur í svona málum en það er hluti af öryggisreglum okkar þegar svona atvik eiga sér stað, að fara yf- ir málin með starfsfólki.“ Ólafur segir að fólkið sem var handtekið hafi birst inni í útibúinu „með ákveðnum stæl“, og starfsfólk hafi að vonum orðið mjög skelkað enda ekki vitað á hverju það mátti eiga von. Atburðirnir hafi síðan gerst hratt og lögregla verið fljót að fjarlægja fólkið. „Svona er þessi harði heimur orð- inn og allt getur gerst. Menn vita að þegar fólk er í svona ójafnvægi og undir pressu geta menn átt von á hverju sem er. Þess vegna eru alveg skýrar reglur hjá okkur að taka þetta mjög alvarlega og fara eftir ýtrustu öryggisreglum.“ Numinn á brott og hótað meiðingum vegna skuldar Í HNOTSKURN » Útibúinu var lokað í tværklukkustundir meðan starfsfólk jafnaði sig. » Talið er að maðurinn hafiverið numinn á brott af handrukkara og hótað ef hann útvegaði ekki peninga. STARFSMENN Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og verktakar vinna langan vinnudag við að skipta um fóðringar í eldhólfi gjallbrennsluofns verksmiðjunnar. Gjallframleiðslan liggur niðri á meðan en áfram er haldið að blanda sementi fyrir landsmenn. Loka þarf ofninum á 10 til 11 mánaða fresti í þessum tilgangi. Áætlað var að verkið tæki þrjár vikur að þessu sinni en vegna mikillar eftirspurnar eftir sementi var ákveðið að vinna lengri vinnudag og ljúka verkinu á hálfum mánuði. Ofninn verður gangsettur á ný um helgina. Ljósmynd/Björn Lúðvíksson Ofnstopp í Sementsverksmiðjunni Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblaðið Gleðilegt ár – kín- versk áramót.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.