Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 6

Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 6
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur sendi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur í gær umsögn vegna framkvæmdaleyfis til handa Kópavogsbæ vegna lagningar vatnsleiðslu um Heiðmörk. Óhætt er að segja að OR geri alvarlegar at- hugasemdir við umgengni verktaka Kópavogsbæjar innan umráðasvæðis OR í Heiðmörk, en framkvæmdir voru sem kunnugt er stöðvaðar sl. föstudag þegar í ljós kom að skipu- lagsráð Reykjavíkur var ekki búið að veita framkvæmdaleyfi fyrir fram- kvæmdinni. Í samtali við Gunnar Inga Birgis- son, bæjarstjóra Kópavogs, segist hann furða sig á athugasemdum OR, sérlega í ljósi þess að hann viti ekki betur en að OR hafi verið með eft- irlitsfulltrúa á svæðinu allan fram- kvæmdatímann. Sagðist hann afar ósáttur við að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við gerða samninga og tryggt útgáfu framkvæmdaleyfis inn- an mánaðar frá undirskrift samnings Reykjavíkur og Kópavogs, eins og kveðið var á um í samningnum. Samningurinn var undirritaður í september sl. Landi raskað meira en þörf er á Fram kemur í bréfinu að eftir skoðunarferð fulltrúa OR sl. þriðju- dag þá geri stofnunin athugasemd við að svo virðist af raski að ekki eigi að leggja vatnslögn Kópavogsbæjar samkvæmt teikningu verkfræðistof- unnar Hönnunar hf., sem vann mats- skýrslu fyrir Kópavogsbæ. Gerð er athugasemd við það að rask vegna skurðgraftrar sé ekki í samræmi við lýsingar þær er fram koma í umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk sem Gunnar Ingi ritaði sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dagsett 27. nóvember sl. en þar segir: „Breidd skurðar við yfirborð [verður] um 3 metrar. Umframefni verður haugsett til hliðar við lagnarskurðinn á allt að 3 m breiðu svæði. […] Ráð- gert er að nýta slóðir, vegi og reið- stíga sem fyrir eru á svæðinu eins og kostur er til að lágmarka rask. Vatns- lögnin verður lögð í eða sem næst vegbrún þar sem vegur er til staðar. Leggja þarf vegslóð meðfram lagna- leiðinni þar sem hún er ekki fyrir.“ Í athugasemdum OR kemur fram að rask vegna skurðgraftrar sé nú yf- ir 20 metrar í og við svæði OR, en ekki innan við 10 metrar eins og lýst hafi verið í umsókninni. Minnt er á fyrrgreinda lýsingu í bréfi bæjar- OR gerir alvarlegar athugasemdir við umgengni verktaka í Heiðmörk                                                                     ! "  #  # $   "   Morgunblaðið/RAX Slæm umgengni Í athugasemdum OR kemur fram að verktakar hafi raskað landi meira en þörf var á í Heiðmörk. stjórans um að slóðar verði gerðir meðfram lagnaskurðum, annars verði notaðir þeir sem fyrir eru. Bent er á að lagður hefur verið slóði í gegnum kjarrsvæði fjarri lagnasvæði. Einnig er gerð athugasemd við að tekið hafi verið allstórt gróið svæði undir efn- ishauga. Bent er á að flutningabílum hafi verið ekið utan aðkeyrsluvegar að svæði OR. Orðrétt segir í athuga- semdunum: „Umgengi um land hefur verið slæmt og landi raskað meira en þörf er á.“ Að endingu eru gerðar at- hugasemdir við að laus hundur hafi verið á brunnsvæði í vatnstöku OR og að hliði að brunnsvæði OR hafi ekki verið lokað í lok vinnudags, eins og farið hafði verið fram á. Það hafi or- sakað óæskilega umferð á brunn- svæðinu. Að sögn Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, formanns Skipulagsráðs, má reikna með að umsögn OR um fram- kvæmdir Kópavogsbæjar í Heið- mörk, sem unnar eru af verktakanum Klæðningu ehf., muni tefja umsókn- arferlið um framkvæmdaleyfi. „Verk- takar virðast ekki athafna sig eftir því sem teikning Hönnunar hf., sem fylgdi umsókninni um framkvæmda- leyfi, og skilmálar gerðu ráð fyrir. Það virðist því sem umrædd fram- kvæmd hafi ekki aðeins verið hafin í óleyfi, heldur einnig að lega vatns- lagnarinnar sé ekki í samræmi við þau gögn sem Skipulagsráð fékk til meðferðar. Það þýðir að ráðið verður nú að skoða málin mun ítarlegar.“ Sviðsstjóri skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar sendi Kópavogsbæ bréf í gær þar sem um- sögn OR er kynnt og óskað er form- legra skýringa. Í því sama bréfi er jafnframt óskað eftir því að Kópa- vogsbær „upplýsi frekar um eðli og umfangs þess samráðs sem haft var við Skógræktarfélag Reykjavíkur á fyrri stigum málsins“. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær sendi SR Skipulagsráði nýverið bréf með athugasemdum sín- um við vatnsveituframkvæmdirnar í Heiðmörk. „Við erum sammála því sem fram kemur í bréfi SR um mik- ilvægi þess að það sé haft með í ráð- um þegar teknar eru ákvarðanir um svæðið. Við höfðum þær upplýsingar bæði frá Kópavogsbæ og Skipulags- stofnun að slíkt samráð hefði verið haft á fyrri stigum. Ljóst virðist hins vegar vera að SR telur að ekki hafi verið um formlegt samráð að ræða. Skipulagsráð Reykjavíkur og borgar- yfirvöld hafa hins vegar átt gott sam- ráð við SR um málið og svo verður að sjálfsögðu áfram,“ segir Hanna Birna og vísar þar til bókunar borgarráðs sem sjá má hér til hliðar. 6 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGARRÁÐ fjallaði um fram- kvæmdirnar í Heiðmörk á fundi sín- um í gær. Lét ráðið bóka að það harmi þau vinnubrögð og þær óleyf- isframkvæmdir sem unnar hafa ver- ið af verktökum Kópavogsbæjar í Heiðmörk. „Reykjavíkurborg stöðvaði fram- kvæmdir sl. föstudag, enda hafði framkvæmdaleyfi ekki verið veitt. Borgarráð áréttar nauðsyn þess að um þetta mikilvæga útivistarsvæði sé farið með sérstakri gætni og virð- ingu. Það virðist því miður ekki hafa verið gert í þessu tilviki og er borg- arráð sammála um að leita, í samráði við Skógrækt Reykjavíkur, allra leiða til að lágmarka þann skaða sem unninn hefur verið á svæðinu,“ segir í bókun borgarráðs um málið. Lágmarka þarf skaðann Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GRETA Marín Pálmadóttir þurfti að bíða í sjö klukkutíma á bráða- og slysadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir skömmu, en hún leitaði þangað eftir að hafa verið bitin af ketti. Greta Marín telur augljóst að bráða- deildin sé undirmönnuð og standi varla undir nafni þegar fólk þurfi að bíða svona lengi. Greta Marín leitaði á bráðadeild um klukkan sjö um kvöldið, en komst ekki að fyrr en að verða tvö um nóttina. Hún fékk þau svör í upp- hafi að löng bið væri eftir meðferð og þess vegna fór hún heim og beið þar góða stund, en hún býr skammt frá spítalanum. Greta Marín sagðist hafa fengið þær upplýsingar að það væru 50% líkur á sýkingu af kattarbiti og því nauðsynlegt að bregðast við. „Ég bólgnaði upp og fékk síðan mjög al- varlega sýkingu. Ég þurfti að fá sýklalyf í æð þrisvar sinnum á dag og var sett í gifs. Ég velti því fyrir mér hvort ég hefði fengið svona slæma sýkingu ef ég hefði ekki þurft að bíða svona lengi.“ Greta Marín sagðist ekki vilja áfellast starfsfólk bráðadeildar. Það væri ekki ofsagt að það hefði verið á hlaupum við að sinna sjúklingum. Það væri hins vegar greinileg und- irmönnun á deildinni. Greta Marín sagðist hafa heyrt að álagið þennan sunnudag hefði verið óvenjulega mikið, en algengast væri að fólk þyrfti að bíða í 4–5 tíma. Stjórnvöld hlytu hins vegar að þurfa að skoða hvort það væri eðlilegt að biðtími á bráðadeild væri 4–5 tímar. Mismikið slasað Þórir Njálsson, sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítala, sagði að 7 tíma bið væri ekki venju- legur biðtími á deildinni. Fólk gæti þurft að bíða í 4 tíma, en síðan gætu komið sjúkrabílar með fólk eftir eitt eða tvö bílslys og þá lengdist biðtím- inn. Þórir sagði nauðsynlegt að hafa í huga að á slysa- og bráðadeild leit- aði fólk sem væri mjög mismikið slasað. Hluti af þessu fólki gæti í raun leitað annað. Þórir sagði að aðstreymið á bráða- og slysadeild væri alltaf að aukast. Hluti af vandamálinu væri að það gengi illa að koma sjúkling- um burtu af deildinni eftir að það væri búið að fá meðferð. Húsnæðið væri einfaldlega orðið of lítið og gamalt. Vissulega gæti hann tekið undir að æskilegt væri að stytta bið- tímann en benti á að hann væri síst styttri í nágrannalöndum okkar. Beið á Landspítala í sjö tíma eftir kattarbit Varasamt Sýkingarhætta er af kattarbiti og þarf að bregðast við. KARLMAÐUR var í gær dæmdur til að sæta 12 mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn systurdóttur sinni, sem var tíu ára gömul þegar brotið var framið. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykja- víkur og dæmdi Hæstiréttur mann- inn einnig til að greiða stúlkunni 600 þúsund kr. í miskabætur með vöxtum en héraðsdómur hafði dæmt hann til að greiða stúlkunni 500.000 kr. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa framið kynferðisbrot gegn stúlkunni á heimili hans að nóttu til árið 2003. Var hann ákærður og fund- inn sekur um að hafa, er telpan svaf í rúmi með ákærða, káfað innan klæða á rassi og kynfærum hennar, sett fingur inn í kynfæri telpunnar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Fram kemur í forsendum héraðs- dóms að skv. læknisvottorðum þjáð- ist telpan eftir atburðinn af svefn- truflunum og sjálfsmeiðingum, sem að mati heimilislæknisins er yfirleitt merki um mjög slæma andlega líðan. Þá var það niðurstaða kvensjúk- dómalæknis og barnalæknis að grón- ir áverkar væru á meyjarhafti og að þeir gætu samrýmst þeirri sögu sem móðir telpunnar gaf. Einnig kemur fram að í framburði sínum hafi telpan alltaf verið samkvæm sjálfri sér. Ákærði neitaði ávallt sök í málinu. Í forsendum héraðsdóms, sem lagður var til grundvallar í dómi Hæstaréttar, er framburður stúlk- unnar lagður til grundvallar niður- stöðu dómsins, með þeim stuðningi sem hann fékk einkum í vottorði kvensjúkdómalæknisins og barna- læknisins og einnig vottorðum heim- ilislæknisins svo og í framburði móð- ur. Með vísan til þessa var talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærð- ur fyrir. Í dómi Hæstaréttar er gagnrýndur dráttur sem varð á birtingu dóms héraðsdóms: „Héraðsdómur var kveðinn upp 30. mars 2006 en ekki birtur ákærða fyrr en 2. september sama ár. Þessi dráttur á birtingu dómsins, sem ekki hefur verið rétt- lættur, er aðfinnsluverður,“ segir í dómi Hæstaréttar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörns- son. 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.